Fréttablaðið - 17.12.2004, Page 30

Fréttablaðið - 17.12.2004, Page 30
Stjórnarflokkarnir, Sjálfstæðis- flokkur og systurflokkur hans Framsóknarflokkurinn, glíma við óleysanlegan vanda sem felst annars vegar í því að reyna að uppfylla kosningaloforð sem fólu í sér tugi milljarða skatta- lækkanir og hins vegar að kljást við útgjaldafíkn ríkisstjórnar- innar. Stjórnarflokkarnir eru ekkert að taka á ríkisútgjöldum heldur reyna hvað þeir geta að dulbúa og hækka aðrar álögur en launaskatta á landsmenn til þess að eiga fyrir eyðslunni. Helst verður vart við sparnað- artillögur þegar það þarf að ná fram hefndum s.s. þegar Mann- réttindaskrifstofan var sett í fjársvelti, eflaust vegna þess að skrifstofan hefur verið of ber- orð um ýmis frumvörp stjórn- valda. Á neðangreindri töflu sést berlega að það er verið að leggja auknar álögur á lands- menn og allt tal um að það sé verið að minnka álögur á al- menning í landinu er hrein öfug- mæli. Stjórnvöld verða búin að taka af almenningi 8 milljarða í hin- um og þessum gjöldum og síðan á að gefa 4 milljarða til baka í lægri sköttum á launatekjur. Hvernig ætti annað að vera á meðan útgjöld hins opinbera vaxa stjórnlítið og taka æ stærri hlut af þjóðarkökunni? ■ 17. desember 2004 FÖSTUDAGUR30 Vönduð umfjöllun um kvótakerfið AF NETINU Fréttaumfjöllun fjöl- miðla um kvótakerfið og sjávarút- vegsmál hefur í mörgum tilvikum og til margra ára verið hlutdræg og óvönduð. Mýmörg dæmi eru um að pólitískar skoðanir frétta- eða blaðamanna hafi litað frétta- flutning. Hér er ekki átt við leið- ara eða efni frá ritstjórnum þar sem sjálfsagt er að persónulegar skoðanir höfunda komi fram, heldur við fréttaumfjöllun undir formerkjum hlutleysis. Því hefur lengi farið víðs fjarri að hlutleys- is hafi verið gætt í umfjöllun um stjórn fiskveiða á Íslandi og áhrif hennar á íslenskt samfélag. Vand- aða umfjöllun um sjávarútvegs- mál hefur einkum verið að finna í sérblaði Morgunblaðsins um sjáv- arútveg, Úr verinu, og í sérhæfð- um miðlum um sjávarútveg með takmarkaða dreifingu svo sem Ægi og Fiskifréttum, svo eitthvað sé nefnt. Á 200 mílum hefur verið bent á nýleg dæmi um óvönduð vinnubrögð eins og lesa má um í pistli frá 4. júní sl., Frétt búin til, þar sem gerð var að umtalsefni umfjöllun fréttamanns Sjón- varpsins 27. maí sl., sem var ekk- ert minna en til háborinnar skammar. Fréttaflutningur án fordóma Þótt hægt sé að benda á nýleg dæmi um óvönduð vinnubrögð í fréttaumfjöllun fjölmiðla, er þróunin líklega í rétta átt. Til marks um það er nýleg frétta- skýring Fréttablaðsins um kvóta- kerfið. Í byrjun desember birti blaðið greinaflokk blaðamann- anna Björns Þórs Sigbjörnssonar og Bergsteins Sigurðssonar um kvótakerfið, í tilefni af því að 20 ár eru liðin frá því kvótakerfinu var almennt komið á. Ekki verður annað séð af lestri greinaflokks- ins en að blaðamennirnir hafi reynt að nálgast viðfangsefnið í því augnamiði að upplýsa lesend- ur um staðreyndir en ekki að móta skoðanir þeirra eftir póli- tískri sannfæringu sinni. 200 mílur geta ekki fullyrt neitt um hvaða skoðun blaðamennirnir hafa á stjórn fiskveiða, aðeins að almennt yfirlit þeirra var ekki litað fordómum gegn ákveðnum skoðunum. Auðvitað er hægt að gera athugasemdir við eitt og annað, sem ýmist kemur fram í greinarflokknum eða kemur ekki þar fram. Þannig er ekki gerð fullnægjandi tilraun til að skýra hversu mikilvægt framsalið var fyrir atvinnugreinina. Þá var lítið ef nokkuð fjallað um auðlinda- skattinn, orsakir hans og áhrif. Allir geta sjálfsagt tínt eitthvað til sem þeim hefði þótt betur mega fara. Vinnubrögðin sem Björn Þór og Bergsteinn virðast hafa ástundað eru bara svo vel- komin að ástæða er til að sleppa gagnrýninni alfarið. Það er óneit- anlega dálítið sérstakt að þurfa að hrósa sérstaklega fyrir það að frétta- og blaðamenn nálgist við- fangsefni sitt án fordóma og geri tilraun til að upplýsa lesendur. Ef það er ekki hlutverk blaðamanna svona almennt, hvert er þá hluterk þeirra? Í sögulegu sam- hengi er fordómalaus umfjöllun stærstu fjölmiðlanna um sjávar- útvegsmál þó sérstakt fagnaðar- efni. Hingað til hefur það nefni- lega heldur verið undantekning en regla. Nýr tónn í leiðurum Fréttablaðsins Að lokum skal nefnt að nýjan tón hefur kveðið við í leiðurum Fréttablaðsins um sjávarútvegs- mál. Ekki verða gerðar sömu kröf- ur til höfunda þeirra um hlutleysi og gerðar eru til fréttamanna blaðsins. En það er samt yfirleitt til bóta að þeir sem tjá skoðanir sínar opinberlega séu málefnaleg- ir. Að undarförnu hafa höfundar leiðara Fréttablaðsins nálgast sjávarútvegsmál með málefna- legri hætti en áður. Hér má benda á ágætlega hófstillt og skynsam- leg sjónarmið Guðmundar Magn- ússonar í leiðara frá 31. ágúst sl. (sjá pistil á 200 mílum 13. septem- ber sl., Sjávarútvegsfyrirtækin, þjónustufyrirtækin og Fréttablað- ið) og Hafliða Helgasonar í leiðara frá 17. september sl. (sjá pistil á 200 mílum 23. september sl. Um- ræða í jákvæðari farvegi). Það er ánægjulegt að leiðarahöfundar blaðsins skuli kjósa að fjalla með uppbyggilegum hætti um sjávar- útveg. Búast má við að betri ár- angur náist við stjórn fiskveiða á Íslandi, ef þær eru ræddar mál- efnalega og af skynsemi í samfé- laginu, heldur en þegar umræð- urnar einkennast af fordómum og pólitískum áróðri. Þessi grein birtist í gær í vefrit- inu 200milur.is AF NETINU Opið föstudag 10-18 laugardag 10-22 sunnudag 12-20 mán. - miðvikud. 10-22 Þorláksmessa 09-23 Verslið jólagjafirnar frá Alessi hjá viðurkenndum söluaðila af Alessi og Cassina vörum föstudag, laugardag og sunnudag 15% afsláttur S A M V E L D IÐ MIRALE Grensásvegi 8, er eina versl- unin á Íslandi sem hefur leyfi til að selja vörur frá Alessi og Cassina. Af því tilefni bjóðum við 15% afslátt af öllum vörum frá Alessi og Cassina föstudag, laugardag og sunnudag. Grensásvegi 8 Að taka og gefa Aukin álög á almenning árið 2004 árið 2005 Auknar álögur Skattalækkanir eða aukin tekjuöflun ríkisins 2004 og 2005 2005 Aukatekjur ríkisins 200 millj. Þungaskattur og bensíngjald 1.200 millj. Skerðing vaxtabóta 600 millj. Barnabætur skertar 150 millj. Komugjöld heilbrigðisstofnana 50 millj. Nefskattur í framkvæmdasjóð 23 millj. Lækkun til sjúkratrygginga 750 millj. Afnám frádráttar tryggingargjalds vegna viðbótarlífeyrissparnaðar 600 millj. Hækkun áfengisgjalds 340 millj. Hækkun komugjalda á heilbrigðisstofnanir 50 millj. Skerðing vaxtabóta 300 millj. Hækkun bifreiðagjalda 120 millj. Hækkun skólagjalda í háskólum 140 millj. Umsýslugjald fasteigna 280 millj. Breytingar á þungaskatti 350 millj. Viðbótarhækkun í framkvæmdasjóð aldraðra 24 millj. Samtals 3.300 millj. 1.800 millj. 8.000 millj. 4.000 millj. SIGURJÓN ÞÓRÐARSON ALÞINGISMAÐUR FRJÁLSLYNDA FLOKKSINS UMRÆÐAN SKATTALÆKKANIR Aldrei neitt rétt Það er aldrei neitt gert rétt og í kjölfarið kvarta jafnréttissinnar yfir stöðugum af- sökunum um að þessu eða hinu sé um að kenna. Er ekki kominn tími til að viðurkenna þá staðreynd að enn eru of margir ójafn- réttissinnar sem hræðast að segja skoð- anir sínar í „politically right“ þjóðfélagi? Er Egill Helgason ennþá að leita af kon- um sem hafa skoðanir á ákveðnum mál- efnum? Er það tilviljun að síðasta nafnið sem var nefnt sem næsta borgarstjóra- efni var konunafn – þegar allt annað þraut? Er það eðlilegt að konur þurfi alltaf að vantreysta launagreiðendum vegna lægri launa kynjanna? Hefði verk- fall kennara varið í 7 vikur ef að kennara- stéttin væri skipuð jafnt körlum og kon- um? Er skrýtið þó að meirihluti kvenna aðhyllist kenningar vinstri manna um að jafnrétti náist með stýringu stjórnvalda? Ég bara spyr. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir á tikin.is Stríð í Kongó Borgarastyrjöldin í Kongó og sinnuleysi umheimsins gagnvart voðaverkum sem þar eru drýgð á hverjum degi eru því hluti af einu og sama ferlinu. Afríka er orðin jaðarsvæði í alþjóðamálum sem skiptir stjórnmálamenn jafn litlu máli og fátæklingarnir heima fyrir. Annars væri fyrir löngu búið að samþykkja aðgerðir sem sannanlega myndu hafa jákvæð áhrif í álfunni, koma á sérstökum skatti á vopnasölu og aðra siðlausa verslun og losa Afríkuríki úr járngreipum alþjóða- stofnana sem meta hag vestrænna stór- fyrirtækja ofar lífsgæðum heimamanna. En að vísu þyrfti þá jafnframt að hafna kreddunni um blessun „hnattvæðingar- innar“ og ekki er víst að allir muni þola það. Eins og norska leikskáldið Henrik Ibsen benti eitt sinn á þá felst hamingja meðalmannsins í því að fá að lifa í sinni lífslygi. Trú á frjálshyggjukreddur er vissu- lega ein áhrifamesta lífslygi samtímans. Sverrir Jakobsson á murinn.is FISKVEIÐAR Vefritið 200 mílur telur greinaflokk Fréttablaðsins um sjávarútvegsmál sýna vönduð vinnubrögð. 30-31 Umræðan 16.12.2004 14.13 Page 2

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.