Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.12.2004, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 17.12.2004, Qupperneq 32
Danirnir svara Sókn er besta vörnin og nú skemmta menn sér yfir því að Kaup Flügger á Hörpu Sjöfn sé svar Dana við kaupum Íslendinga á Magasin du Nord. Flügger er öflugt fyrirtæki og leiðandi á sínu sviði á Norð- urlöndum. Framsýni og útrás hefur einkennt rekst- urinn líkt og Íslendingar þekkja í innlendum fyrir- tækjakúltur. Íslensku fyrirtækin sem keypt hafa í Danmörku hafa hins vegar verið dregin mark- visst í efa af dönskum fjölmiðlum. Nú velta menn fyrir sér hvernig umfjöllun um Flügger yrði ef íslenskir blaðamenn tækju svipaða afstöðu til þeirra og sumir danskir blaðamenn til Ís- lendinganna. Tillögur hafa ekki látið á sér standa. „Danskir leiktjaldamálarar kaupa stöndugt íslenskt fyrirtæki,“ er ein tillag- an eða: „Hafa málað sig út í horn með vanhugsaðri útrás.“ Hins vegar er stað- reyndin sú að fyrirtækið hefur sigrað í samkeppni á Norðurlöndum með öguðum rekstri og kjarki til að sækja fram. Helgarferð til nýlendunnar Helgarferðir til London eru vinsælar. Eftir að KB banki tók þátt í kaupum á krám í Bretlandi getur íslenskur ferðalangur nánast komist hjá viðskiptum við aðra en þá sem tengjast Íslendingum. Menn geta verslað í búðum Baugs, drukkið hjá KB banka, borðað mat frá Bakkavör og horft á Eið Smára bera af sem gull af eir. Svo er hægt að skella sér á íslenska útgáfu af Rómeó og Júlíu. Það er fátt sem vantar nema að ekkert af veglegri hótelum borgarinnar er enn í eigu Ís- lendinga. Almenningssam- göngur eru líka í breskri eigu, en það truflar víst fáa Íslendinga sem flestir geta sinnt erindum sínum á Oxford Street og ná- grenni. MESTA HÆKKUN ICEX-15 3.383* KAUPHÖLL ÍSLANDS [ HLUTABRÉF ] Fjöldi viðskipta: 102 Velta: 3.329 milljónir +0,09% MESTA LÆKKUN MARKAÐSFRÉTTIR... Bjarni Ármannsson er tekinn við sem stjórnarfor- maður í BN bankanum í Noregi en þar hefur Ís- landsbaki náð undirtökum. Markaðs- og sölustarf- semi SÍF hefur verið færð í sjálfstætt dótturfélag. Dóttur- félagið heitir Iceland Seafood International og er að öllu leyti í eigu SÍF. Róbert Melax hefur verið kjörinn varamaður í stjórn Og Vodafone á hluthafa- fundi félagsins í fyrrdag. Hann var einn í kjöri. Japanska Nikkei vísitalan féll um 0,29 prósent í gær og stendur nú í 10.924 stig- um. 32 17. desember 2004 FÖSTUDAGUR Danska fyrirtækið Flügger hefur keypt íslenska máln- ingafyrirtækið Hörpu Sjöfn. Áætla má að kaupverðið sé um 700 milljónir króna. Málningafyrirtækið Harpa Sjöfn hefur verið selt til danska fyrir- tækisins Flügger. Félögin hafa átt samstarf um árabil. Íslensk fyritæki hafa verið iðin við kaup í útlöndum en fátíðara er að erlend fyrirtæki fjárfesti hér á landi. Helgi Magnússon, forstjóri Hörpu Sjafnar, verður stjórnar- formaður félagsins hér á landi en danskur framkvæmdastjóri, Holger Søe, mun sinna daglegum rekstri. Kaupverð er ekki gefið upp, en miðað við upplýsingar í tilkynn- ingu til Kauphallarinnar í Kaup- mannahöfn má gera ráð fyrir að kaupverðið sé nálægt sjö hundruð milljónum íslenskra króna. Helgi Magnússon segir að ekki verði gerðar grundvallarbreyting- ar á rekstri Hörpu Sjafnar við eig- endaskiptin. „Harpa Sjöfn, áður Harpa hf., hefur átt margra ára farsælt samstarf við Flügger og við erum sannfærð um að nýir eig- endur munu efla fyrirtækið og eiga gott samstarf við viðskiptavini og starfsmenn,“ segir Helgi. Fjöl- skylda Helga hefur átt 77 prósenta hlut í fyrirtækinu á móti fjölskyldu Þóru Guðrúnar Óskarsdóttur, dótt- ur eins stofnanda Hörpu árið 1936. Helgi segir að ekki sé sjálfgefið að menn selji svo rótgróið fjölskyldu- fyrirtæki. „Fyrir fimm árum hefði þetta líklega ekki komið til greina. Tímarnir breytast og mikil við- skipti eru með fyrirtæki bæði inn- an lands og utan.“ Hann segir að Harpa Sjöfn verði nú eignarhalds- félag og búast megi við að félagið taki þátt í ýmsum fjárfestingum í framtíðinni. Flügger er í grunninn fjöl- skyldufyrirtæki. Ulf Schnack tók við rekstri þess árið 1970 af föður sínum sem keypti það 1948. Fyrir- tækið tók þá ákvörðun að verða skráð almenningshlutafélag árið 1983 og hefur nýtt sér skráningu á markað til þess að sækja fram og kaupa fyrirtæki. Flügger er nú leiðandi fyrirtæki á Norðurlöndun- um í sölu málningavara. Útrás fyr- irtækisins hefur verið stýrt af Sören P. Olesen aðstoðarforstjóra. „Flügger hefur mikla trú á mögu- leikum Hörpu Sjafnar til vaxtar. Fyrirtækin tvö hafa átt náið sam- starf í meira en 10 ár. Harpa Sjöfn hefur um árabil selt vörur frá okkur og notar litakerfi Flügger. Með kaupunum munum við styrkja enn frekar stöðu okkar á Norður- löndunum sem leiðandi fyrirtæki á sviði framleiðslu og sölu á máln- ingarvörum. Við sjáum fyrir okkur góð samlegðaráhrif af kaupunum og þau eru í samræmi við markmið fyrirtækisins um vöxt á Norður- löndunum,“ segir Søren P. Olesen, aðstoðarforstjóri Flügger-sam- stæðunnar. haflidi@frettabladid.is vidskipti@frettabladid.is Peningaskápurinn… Actavis 37,50 -3,35% ... Bakkavör 24,90 - ... Burðarás 12,05 - ... Atorka 5,80 - ... HB Grandi 7,90 - ... Ís- landsbanki 11,45 - ... KB banki 445,00 +0,68% ... Landsbankinn 12,00 - ... Marel 49,20 - ... Medcare 6,01 - ... Og fjarskipti 3,09 +1,31% ... Sam- herji 11,15 - ... Straumur 9,80 - ... Össur 80,50 +0,63% *TÖLUR FRÁ UM KL. 13.30 Í GÆR. NÝJUSTU TÖLUR Á VISIR.IS Danskt fyrirtæki kaupir Hörpu Sjöfn Og fjarskipti 1,31% Kögun 0,87% KB banki 0,68% Actavis -3,35% SÍF -1,41% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: nánar á visir.is ■ Ceres 4 pönkar ■ Sægreifinn er ekkert slor ■ Göturnar í lífi Dísu í World Class ■ Birta og Andrea í júniform ■ Gæsabringur á Óðinsvéum ■ Birgir Þór Bieltvedt er leiðtoginn í Magasin du Nord F23. TBL. 1. ÁRG. 25. 11. 2004 ElmaLísa Leiklistin & tískan Stéttskipt Ísland í uppsiglingu Aldrei fleiri milljónamæringar Þorsteinn Pálsson Ætlar ekki aftur í pólitík Fylgir Fréttablaðinu alla fimmtudaga Tíska, stjórnmál og allt þar á milli... Allar greiningardeildir bankanna telja bréf í lyfjafyrirtækinu Actavis ofmetin um þessar mund- ir. Í gær gaf greiningardeild KB banka út nýtt verðmat á Actavis og kemst að þeirri niðurstöðu að eðlilegt verð fyrir bréfin sé 33,1. Gengi bréfa í Actavis hefur lækkað nokkuð undanfarnar vikur. Hæst fór það í 53,9 í byrjun októ- ber en er nú rúmlega 37 og hefur ekki verið lægra frá áramótum. KB banki er bölsýnastur bank- anna á gengi Actavis en Lands- bankinn bjartsýnastur. Að meðal- tali telja greiningardeildirnar að 35,2 sé sanngjarnt gengi bréfanna. Þótt greiningardeildirnar telji að markaðurinn hafi verðlagt Actavis of hátt eru þær bjart- sýnar á framtíðarhorfur félags- ins. Þær gera ráð fyrir því að framlegð rekstrarins verði góð á næstu misserum þótt háleit mark- mið stjórnenda félagsins náist ekki að öllu leyti. - þk Allar líkur eru á að Baugur leggi fram tilboð í Big Food Group í dag. Heildarfjár- mögnun hljóðar upp á eina Kárahnjúkavirkjun. Allar líkur eru á því að Baugur leggi fram yfirtökutilboð í Big Food Group í dag og bjóði 95 pens á hlut. Miðað við það er markaðsvirði BFG ríflega 40 milljarðar króna eða 326 milljón- ir punda. Endurfjármagna þarf allar skuldir félagsins og við það bætast 42 milljarðar króna. Við þetta bætist svo fjár- mögnun á rekstrarfé og birgðum til lengri tíma. Alls þarf því að semja um 110 milljarða fjár- mögnun í tengslum við kaupin eða því sem nemur fjárfestingu Íslendinga í Kárahnjúkavirkjun. Big Food má muna sinn fífil fegurri. Gengi bréfa félagsins hefur fallið frá árinu 2001 úr 320 pensum á hlut. Gengi félagsins stóð í 24 pensum þegar Baugur keypti 15 prósenta hlut í félaginu. Big Food keypti Booker verslan- irnar árið 2000 á 326 milljón pund sem er sama upphæð og væntan- legt tilboð Baugs fyrir allt fyrir- tækið hljóðar upp á nú. Rekstur Iceland-verslananna hefur gengið brösuglega eftir að stofnandi þeirra, Malcolm Walker, hraktist þaðan í kjölfar ásakana um inn- herjasvik. Hann var sýknaður af þeim áburði og mun koma að rekstri Iceland verði af kaupum Baugs. Ekki munu þó vera áform um að hann kaupi Iceland af Big Food Group. - hh HÖFUÐSTÖÐVAR ACTAVIS Greiningar- deildir telja að verð á bréfum í félaginu séu heldur hærri en efni standa til. Mæla með sölu á bréfum Actavis MAT GREININGARDEILDA Á BRÉFUM Í ACTAVIS KB banki 33,1 Íslandsbanki 35,4 Landsbanki 37,1 Meðaltal 35,2 ÆRIÐ VERKEFNI Iceland-búðirnar hafa ekki gengið sem skyldi að undanförnu og líklegt að stofnandi búðanna, Malcolm Walker, vinni með Baugi að endurskipu- lagningu þeirra. Dregur til tíðinda hjá Baugi NORRÆN MÁLNINGARSAMSTEYPA Harpa Sjöfn hefur verið leiðandi fyrirtæki í málningavörum á Íslandi. Danska fyrirtækið Flügger er leiðandi á þessu sviði á Norðurlöndum og nú bætist Ísland í samstæðu fyrirtækisins. Á myndinni er Holger Søe, Søren P. Olesen og Helgi Magnússon. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA 32-65 (32-33) Viðskipti 16.12.2004 14:47 Page 2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.