Fréttablaðið - 17.12.2004, Qupperneq 32
Danirnir svara
Sókn er besta vörnin og nú skemmta menn sér yfir
því að Kaup Flügger á Hörpu Sjöfn sé svar Dana
við kaupum Íslendinga á Magasin du Nord. Flügger
er öflugt fyrirtæki og leiðandi á sínu sviði á Norð-
urlöndum. Framsýni og útrás hefur einkennt rekst-
urinn líkt og Íslendingar þekkja í innlendum fyrir-
tækjakúltur. Íslensku fyrirtækin sem keypt hafa í
Danmörku hafa hins vegar verið dregin mark-
visst í efa af dönskum fjölmiðlum. Nú velta
menn fyrir sér hvernig umfjöllun um Flügger yrði
ef íslenskir blaðamenn tækju svipaða afstöðu
til þeirra og sumir danskir blaðamenn til Ís-
lendinganna. Tillögur hafa ekki látið á sér
standa. „Danskir leiktjaldamálarar kaupa
stöndugt íslenskt fyrirtæki,“ er ein tillag-
an eða: „Hafa málað sig út í horn með
vanhugsaðri útrás.“ Hins vegar er stað-
reyndin sú að fyrirtækið hefur sigrað í
samkeppni á Norðurlöndum með öguðum
rekstri og kjarki til að sækja fram.
Helgarferð til nýlendunnar
Helgarferðir til London eru vinsælar. Eftir að KB
banki tók þátt í kaupum á krám í Bretlandi getur
íslenskur ferðalangur nánast komist hjá viðskiptum
við aðra en þá sem tengjast Íslendingum. Menn
geta verslað í búðum Baugs, drukkið hjá KB banka,
borðað mat frá Bakkavör og horft á Eið Smára
bera af sem gull af eir. Svo er hægt að
skella sér á íslenska útgáfu af Rómeó og
Júlíu.
Það er fátt sem vantar nema að
ekkert af veglegri hótelum
borgarinnar er enn í eigu Ís-
lendinga. Almenningssam-
göngur eru líka í breskri
eigu, en það truflar víst
fáa Íslendinga sem
flestir geta sinnt
erindum sínum á
Oxford Street og ná-
grenni.
MESTA HÆKKUN
ICEX-15 3.383*
KAUPHÖLL ÍSLANDS [ HLUTABRÉF ]
Fjöldi viðskipta: 102
Velta: 3.329 milljónir
+0,09%
MESTA LÆKKUN
MARKAÐSFRÉTTIR...
Bjarni Ármannsson er
tekinn við sem stjórnarfor-
maður í BN bankanum í
Noregi en þar hefur Ís-
landsbaki náð undirtökum.
Markaðs- og sölustarf-
semi SÍF hefur verið færð í
sjálfstætt dótturfélag. Dóttur-
félagið heitir Iceland
Seafood International og
er að öllu leyti í eigu SÍF.
Róbert Melax hefur verið
kjörinn varamaður í stjórn
Og Vodafone á hluthafa-
fundi félagsins í fyrrdag.
Hann var einn í kjöri.
Japanska Nikkei vísitalan
féll um 0,29 prósent í gær
og stendur nú í 10.924 stig-
um.
32 17. desember 2004 FÖSTUDAGUR
Danska fyrirtækið Flügger
hefur keypt íslenska máln-
ingafyrirtækið Hörpu Sjöfn.
Áætla má að kaupverðið sé
um 700 milljónir króna.
Málningafyrirtækið Harpa Sjöfn
hefur verið selt til danska fyrir-
tækisins Flügger. Félögin hafa átt
samstarf um árabil.
Íslensk fyritæki hafa verið iðin
við kaup í útlöndum en fátíðara er
að erlend fyrirtæki fjárfesti hér á
landi. Helgi Magnússon, forstjóri
Hörpu Sjafnar, verður stjórnar-
formaður félagsins hér á landi
en danskur framkvæmdastjóri,
Holger Søe, mun sinna daglegum
rekstri.
Kaupverð er ekki gefið upp, en
miðað við upplýsingar í tilkynn-
ingu til Kauphallarinnar í Kaup-
mannahöfn má gera ráð fyrir að
kaupverðið sé nálægt sjö hundruð
milljónum íslenskra króna.
Helgi Magnússon segir að ekki
verði gerðar grundvallarbreyting-
ar á rekstri Hörpu Sjafnar við eig-
endaskiptin. „Harpa Sjöfn, áður
Harpa hf., hefur átt margra ára
farsælt samstarf við Flügger og
við erum sannfærð um að nýir eig-
endur munu efla fyrirtækið og eiga
gott samstarf við viðskiptavini og
starfsmenn,“ segir Helgi. Fjöl-
skylda Helga hefur átt 77 prósenta
hlut í fyrirtækinu á móti fjölskyldu
Þóru Guðrúnar Óskarsdóttur, dótt-
ur eins stofnanda Hörpu árið 1936.
Helgi segir að ekki sé sjálfgefið að
menn selji svo rótgróið fjölskyldu-
fyrirtæki. „Fyrir fimm árum hefði
þetta líklega ekki komið til greina.
Tímarnir breytast og mikil við-
skipti eru með fyrirtæki bæði inn-
an lands og utan.“ Hann segir að
Harpa Sjöfn verði nú eignarhalds-
félag og búast megi við að félagið
taki þátt í ýmsum fjárfestingum í
framtíðinni.
Flügger er í grunninn fjöl-
skyldufyrirtæki. Ulf Schnack tók
við rekstri þess árið 1970 af föður
sínum sem keypti það 1948. Fyrir-
tækið tók þá ákvörðun að verða
skráð almenningshlutafélag árið
1983 og hefur nýtt sér skráningu á
markað til þess að sækja fram og
kaupa fyrirtæki. Flügger er nú
leiðandi fyrirtæki á Norðurlöndun-
um í sölu málningavara. Útrás fyr-
irtækisins hefur verið stýrt af
Sören P. Olesen aðstoðarforstjóra.
„Flügger hefur mikla trú á mögu-
leikum Hörpu Sjafnar til vaxtar.
Fyrirtækin tvö hafa átt náið sam-
starf í meira en 10 ár. Harpa Sjöfn
hefur um árabil selt vörur frá
okkur og notar litakerfi Flügger.
Með kaupunum munum við styrkja
enn frekar stöðu okkar á Norður-
löndunum sem leiðandi fyrirtæki á
sviði framleiðslu og sölu á máln-
ingarvörum. Við sjáum fyrir okkur
góð samlegðaráhrif af kaupunum
og þau eru í samræmi við markmið
fyrirtækisins um vöxt á Norður-
löndunum,“ segir Søren P. Olesen,
aðstoðarforstjóri Flügger-sam-
stæðunnar. haflidi@frettabladid.is
vidskipti@frettabladid.is
Peningaskápurinn…
Actavis 37,50 -3,35% ... Bakkavör
24,90 - ... Burðarás 12,05 - ... Atorka 5,80 - ... HB Grandi 7,90 - ... Ís-
landsbanki 11,45 - ... KB banki 445,00 +0,68% ... Landsbankinn 12,00 -
... Marel 49,20 - ... Medcare 6,01 - ... Og fjarskipti 3,09 +1,31% ... Sam-
herji 11,15 - ... Straumur 9,80 - ... Össur 80,50 +0,63%
*TÖLUR FRÁ UM KL. 13.30 Í GÆR. NÝJUSTU TÖLUR Á VISIR.IS
Danskt fyrirtæki
kaupir Hörpu Sjöfn
Og fjarskipti 1,31%
Kögun 0,87%
KB banki 0,68%
Actavis -3,35%
SÍF -1,41%
HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU:
nánar á visir.is
■ Ceres 4 pönkar ■ Sægreifinn er ekkert slor ■ Göturnar í lífi Dísu í World Class ■ Birta og Andrea í júniform
■ Gæsabringur á Óðinsvéum ■ Birgir Þór Bieltvedt er leiðtoginn í Magasin du Nord
F23. TBL. 1. ÁRG. 25. 11. 2004 ElmaLísa
Leiklistin
& tískan
Stéttskipt
Ísland í
uppsiglingu
Aldrei fleiri milljónamæringar
Þorsteinn
Pálsson
Ætlar ekki aftur í pólitík
Fylgir Fréttablaðinu
alla fimmtudaga
Tíska,
stjórnmál
og allt þar
á milli...
Allar greiningardeildir bankanna
telja bréf í lyfjafyrirtækinu
Actavis ofmetin um þessar mund-
ir. Í gær gaf greiningardeild KB
banka út nýtt verðmat á Actavis
og kemst að þeirri niðurstöðu að
eðlilegt verð fyrir bréfin sé 33,1.
Gengi bréfa í Actavis hefur
lækkað nokkuð undanfarnar vikur.
Hæst fór það í 53,9 í byrjun októ-
ber en er nú rúmlega 37 og hefur
ekki verið lægra frá áramótum.
KB banki er bölsýnastur bank-
anna á gengi Actavis en Lands-
bankinn bjartsýnastur. Að meðal-
tali telja greiningardeildirnar að
35,2 sé sanngjarnt gengi bréfanna.
Þótt greiningardeildirnar telji
að markaðurinn hafi verðlagt
Actavis of hátt eru þær bjart-
sýnar á framtíðarhorfur félags-
ins. Þær gera ráð fyrir því að
framlegð rekstrarins verði góð á
næstu misserum þótt háleit mark-
mið stjórnenda félagsins náist
ekki að öllu leyti. - þk
Allar líkur eru á að Baugur
leggi fram tilboð í Big Food
Group í dag. Heildarfjár-
mögnun hljóðar upp á eina
Kárahnjúkavirkjun.
Allar líkur eru á því að Baugur
leggi fram yfirtökutilboð í Big
Food Group í dag og bjóði 95
pens á hlut. Miðað við það er
markaðsvirði BFG ríflega 40
milljarðar króna eða 326 milljón-
ir punda. Endurfjármagna þarf
allar skuldir félagsins og við það
bætast 42 milljarðar króna.
Við þetta bætist svo fjár-
mögnun á rekstrarfé og birgðum
til lengri tíma. Alls þarf því að
semja um 110 milljarða fjár-
mögnun í tengslum við kaupin
eða því sem nemur fjárfestingu
Íslendinga í Kárahnjúkavirkjun.
Big Food má muna sinn fífil
fegurri. Gengi bréfa félagsins
hefur fallið frá árinu 2001 úr 320
pensum á hlut. Gengi félagsins
stóð í 24 pensum þegar Baugur
keypti 15 prósenta hlut í félaginu.
Big Food keypti Booker verslan-
irnar árið 2000 á 326 milljón pund
sem er sama upphæð og væntan-
legt tilboð Baugs fyrir allt fyrir-
tækið hljóðar upp á nú. Rekstur
Iceland-verslananna hefur gengið
brösuglega eftir að stofnandi
þeirra, Malcolm Walker, hraktist
þaðan í kjölfar ásakana um inn-
herjasvik. Hann var sýknaður af
þeim áburði og mun koma að
rekstri Iceland verði af kaupum
Baugs. Ekki munu þó vera áform
um að hann kaupi Iceland af Big
Food Group. - hh
HÖFUÐSTÖÐVAR ACTAVIS Greiningar-
deildir telja að verð á bréfum í félaginu
séu heldur hærri en efni standa til.
Mæla með sölu
á bréfum Actavis
MAT GREININGARDEILDA Á
BRÉFUM Í ACTAVIS
KB banki 33,1
Íslandsbanki 35,4
Landsbanki 37,1
Meðaltal 35,2
ÆRIÐ VERKEFNI Iceland-búðirnar hafa
ekki gengið sem skyldi að undanförnu og
líklegt að stofnandi búðanna, Malcolm
Walker, vinni með Baugi að endurskipu-
lagningu þeirra.
Dregur til tíðinda hjá Baugi
NORRÆN MÁLNINGARSAMSTEYPA Harpa Sjöfn hefur verið leiðandi fyrirtæki í málningavörum á Íslandi. Danska fyrirtækið Flügger er
leiðandi á þessu sviði á Norðurlöndum og nú bætist Ísland í samstæðu fyrirtækisins. Á myndinni er Holger Søe, Søren P. Olesen og Helgi
Magnússon.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA
32-65 (32-33) Viðskipti 16.12.2004 14:47 Page 2