Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.12.2004, Qupperneq 46

Fréttablaðið - 17.12.2004, Qupperneq 46
Persónuleg púsluspil Í verslun í Álfabakka 12 í Breiðholti er hægt að fá sniðugar jólagjafir. Í verslunarklasanum Mjódd í Breiðholti er lítið, sætt fyrirtæki sem heitir Merkt. Eins og nafnið gefur til kynna sérhæfa þau sig í að merkja alls kyns hluti, eigin- lega allt sem hugurinn girnist. Merkt býður upp á sérstakar og persónulegar jólagjafir. Hægt er að koma með mynd af ein- hverju eða einhverjum til þeirra og þau prenta myndina á púslu- spil. Hægt er að fá púslin í tveim- ur stærðum, A4 og A3. Minni gerðin er þrjátíu púsla og kostar 2.190 krónur og stærri gerðin er sextíu púsla og kostar 2.590 krónur. Samkvæmt starfsmönn- um fyrirtækisins hafa þessi púsl verið afskaplega vinsæl, sérstak- lega í jólapakkana. Í Merkt er einnig prentað á bolla, músarmottur, klukkur og boli svo eitthvað sé nefnt og einnig taka þau að sér að sauma í ýmislegt fyrir einstaklinga og smærri hópa. ■ Handmálaðar kúlur með íslenskum jólasveinum Í Jólahúsinu á Skólavörðustíg er að finna heilan heim af fallegu skrauti og mikið úrval af íslensku skrauti. „Venjulega eru það útlendingar sem kaupa mest af íslenska skrautinu en Íslendingar hafa fallið fyrir því líka og þá sérstak- lega handmáluðu glerkúlunum með íslensku jólasveinunum,“ segir Elín Anna Þórisdóttir í Jóla- húsinu. Brynja Eldon hannar myndirnar á kúlurnar sem eru svo handblásnar og handmálaðar í Austurríki. „Þetta er tilvalinn gripur til að safna,“ segir Elín Anna en hún segir það hafa færst í vöxt að fólk fari að safna sér til- teknu jólaskrauti og kaupi sér einn og einn hlut reglulega og dreifi þannig kostnaðinum yfir árið. Verslunin er opin allt árið og er mesti annatíminn um jólin og svo á sumrin þegar ferðamenn- irnir koma. Mikið er af hefðbundnu skrauti í versluninni en einnig tísku- skrauti ef svo má að orði komast. „Í ár er mikið að koma inn af björtum litum og erum við til dæmis með kúlur sem eru skær- bleikar með doppum,“ segir Elín Anna og bætir við að alltaf sé pantað inn nýtt skraut á hverju ári. „Þetta gamla er líka að koma aftur og erum við með mikið af skrauti sem lítur út fyrir að vera mjög gamalt,“ segir Elín Anna og hlær en bætir við að það sé virki- lega sjarmerandi og skemmtilegt skraut og þar á meðal sé að finna gervijólatré úr við eins og tíðk- aðist í gamla daga. „Við leggjum áherslu á að vera með sérhæft skraut þannig að þeir sem koma til okkar finni alltaf eitthvað sem ekki fæst annars staðar,“ segir Elín Anna að lokum. ■ Sérmerktu púslin hafa vakið mikla lukku. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N Birna Rebekka Björnsdóttir og Elín Anna Þórisdóttir. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. Gamaldags tréjólatré sem ætti að end- ast í fjöldamörg ár og veldur engu of- næmi. 17. desember 2004 FÖSTUDAGUR 46-47 (6-7) jólin koma 16.12.2004 14.09 Page 2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.