Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.12.2004, Qupperneq 69

Fréttablaðið - 17.12.2004, Qupperneq 69
36 17. desember 2004 FÖSTUDAGUR sport@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 14 15 16 17 18 19 20 Föstudagur DESEMBER KÖRFUBOLTI Stjórn Körfuknattleiks- deildar Grindavíkur ákvað í fyrrakvöld að segja Kristni Frið- rikssyni upp störfum sem þjálf- ara liðsins í Intersportdeildinni. Kristinn tók við liðinu af Friðriki Inga Rúnarssyni í sumar en ár- angurinn hjá liðinu hefur verið undir væntingum. Liðið var í átt- unda sæti fyrir leiki kvöldsins og sennilega var það stórtap gegn ÍR á heimavelli síðastliðinn föstudag sem gerði útslagið en liðið tapaði með 37 stiga mun. Almar Þór Sveinsson, formað- ur körfuknattleiksdeildar Grinda- víkur, sagði í samtali við Frétta- blaðið í gær að aðalástæða upp- sagnar Kristins væri sú að hann og liðið hefðu einfaldlega ekki náð saman. „Árangurinn í vetur hefur verið gríðarleg vonbrigði og grip- um við til þessa ráðs. Það er aldrei gaman að standa í þessu en við töldum þetta nauðsynlegt,“ sagði Almar Þór. Hann staðfesti að Einar Einarsson myndi stýra lið- inu út tímabilið en Einar þekkir vel til í herbúðum Grindvíkinga eftir að hafa stýrt liðinu í þrjú ár á árunum 1999-2001. Hann stjórn- aði liðinu í fyrsta sinn í gærkvöld þegar Grindavík sótti KR heim. Kristinn Friðriksson var með böggum hildar þegar Fréttablaðið ræddi við hann í gær. Hann sagði ákvörðun stjórnarinnar mikil von- brigði þótt hann væri sammála því að árangurinn það sem af er vetri væri ekki viðunandi. „Ég er hundsvekktur og verð að viður- kenna að ég sá þetta ekki fyrir. Ég bjóst ekki við því að vera látinn fara á þessum tímapunkti. Mér fannst vera ákveðinn stígandi í liðinu í síðustu leikjum en ég get fyrstur manna viðurkennt að ár- angurinn er ekki nógu góður,“ sagði Kristinn. Hann sagðist ekki vera búinn að ákveða hvert næsta skref hans yrði. „Ég veit ekki hvað ég kem til með að gera. Það er inni í myndinni að spila en hvað gerist verður að koma í ljós. Mað- ur er rétt að ná áttum eftir þessar fréttir,“ sagði Kristinn. oskar@frettabladid.is KRISTINN FRIÐRIKSSON Var sagt upp störfum sem þjálfari Grindavíkur á miðvikudags- kvöldið eftir lélegt gengi liðsins það sem af er vetri. Kristinn látinn fara frá Grindavík Almar Þór Sveinsson, formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur, segir ástæðuna vera þá að hann náði ekki til leikmannanna. ■ ■ LEIKIR  19.15 Grótta/KR og Selfoss mætast á Seltjarnarnesi í suðurriðli DHL-deildar karla í handbolta.  19.15 Valur og ÍR mætast í Valsheimilinu í suðurriðli DHL- deildar karla í handbolta.  19.15 Víkingur og Stjarnan mætast í Víkinni í suðurriðli DHL- deildar karla í handbolta. ■ ■ SJÓNVARP  17.45 Olíssport á Sýn. Endursýndur þáttur frá því í gærkvöld þar sem farið er yfir það helsta úr íþróttaheiminum.  18.00 Upphitun á Skjá einum. Hitað upp fyrir leiki helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.  19.00 Motorworld á Sýn. Allt það besta úr akstursíþróttaheiminum er borið á borð fyrir áhorfendur.  19.30 Meistaradeildin í fótbolta á Sýn. Fréttaþáttur um meistara- deildina í fótbolta.  20.00 World Supercross á Sýn.  21.00 World Series of Poker á Sýn. Bestu pókerspilarar heims leika listir sínar við spilaborðið.  23.15 Hnefaleikar á Sýn. Sýnt frá bardaga Jermains Taylor og Williams Joppy. Grindavík bar sigurorð af ÍS, 67-55,í leik liðanna í 1. deild kvenna á miðvikudagskvöldið í Grindavík. Heimastúlkur höfðu yfir- höndina allan leikinn og leiddu með þremur stig- um í hálfleik, 37-34. Myriah Spence var stigahæst hjá Grinda- vík með 19 stig og tók 12 fráköst, Erla Þor- steinsdóttir skoraði 18 stig og Erla Reynis- dóttir skoraði 15 stig. Signý Hermannsdóttir skoraði 23 stig og tók 15 fráköst fyrir ÍS og Alda Leif Jónsdóttir skoraði 18 stig, tók 8 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Njarðvík vann nauman sigur áHaukum, 69-67, í Njarðvík í 1. deild kvenna í körfubolta á miðviku- dagskvöldið. Leikurinn var hörkuspennandi en N j a r ð v í k u r s t ú l k u r tryggðu sér sigur með stórkostlegum enda- spretti þar sem liðið skoraði fjórtán síðustu stig leiksins. Útlending- arnir tveir, Vera Janjic og Jaime Woudstra, drógu vagninn fyrir Njarðvíkurliðið í leikn- um. Vanjic skoraði 26 stig og stal 8 boltum og Woudstra skoraði 21 stig og tók 16 fráköst. Helena Sverrisdóttir skoraði 22 stig og tók 8 fráköst fyrir Hauka, Ebony Shaw skoraði 13 stig og Pálína Gunnlaugsdóttir skoraði 10 stig og tók 8 fráköst. ÚR ÍÞRÓTTAHEIMINUM ÍSHOKKÍ Jónas Breki Magnússon og Anna Sonja Ágústdóttir voru í gær útnefnd íshokkífólk ársins hjá Íshokkísambandinu fyrir framúrskarandi árangur í íþrótt- inni en bæði hafa þrátt fyrir ung- an aldur þegar látið verulega að sér kveða og eiga langa og góða framtíð fyrir sér næstu árin. Jónas Breki Magnússon er 24 ára gamall og einn af fáum ís- lenskum leikmönnum sem spila erlendis en hann leikur með danska liðinu Gladsaxe og hefur gert um hríð. Áður var hann lengi með liði Bjarnarins úr Grafarvogi en Jónas Breki var meðal annars valinn besti leikmaðurinn á heimsmeistaramóti karla í þriðju deild sem fram fór hérlendis fyrr á þessu ári. Tímabil hans hjá Gladsaxe hefur gengið vel og hann er meðal markahæstu manna í dönsku íshokkídeildinni. Anna Sonja Ágústsdóttir leikur með Skautafélagi Akureyrar og hefur gert um árabil þrátt fyrir að vera aðeins sextán ára gömul. Hóf hún fyrst að æfa íshokkí sex ára og hefur meira eða minna spilað og æft síðan þá. Hún er einn burðarásanna í kvennaliði SA og á framtíðina aldeilis fyrir sér. - aöe FRÁ FUNDI ÍSHOKKÍSAMBANDS ÍSLANDS Sambandið hefur útnefnt Jónas Breka Magnússon og Önnu Sonju Ágústsdóttur íshokkífólk ársins. Íshokkísamband Íslands heiðrar sitt fólk: Jónas Breki og Anna Sonja best á svellinu Þetta eru metnaðarfullir menn Það er ljóst að stjórn körfuknattleiksdeildar Grindavíkur sættir sig ekki við neina meðalmennsku þegar kemur að meistaraflokkum félagsins. Eftir að stjórnin rak Kristinn Friðriksson sem þjálfara karlaliðsins á miðvikudagskvöldið hafa bæði þjálfarar kvenna- og karlaliðsins verið látnir fara. Örvar Kristjánsson var rekinn sem þjálfari kvernnaliðsins eftir þrjá leiki og ljóst að eftirmennirnir, Henning Henningsson hjá konunum og Einar Einarsson hjá körlunum, þurfa að standa sig í stykkinu ef þeir ætla að klára tímabilið. nr. 50 2004 Í JÓ LA SK A P I Dorrit Mouss » HÉR Á ÉG HE JÓLADAGSKRÁIN ER Í BIRTU » Fylgir Fréttablaðinu í dag « 68-69 (36-37) Sport 16.12.2004 14.11 Page 2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.