Fréttablaðið - 17.12.2004, Blaðsíða 71

Fréttablaðið - 17.12.2004, Blaðsíða 71
38 17. desember 2004 FÖSTUDAGUR Hvað vill hann konunni þinni, Kobe? Deion Sanders, sem leikur með Baltimore Ravens í NFL-deildinni, lét Kobe Bryant fá það óþvegið vegna ásakana hans á hendur Karl Malone. Spænska liðið Barcelona: Tilboðin streyma inn FÓTBOLTI Fjarskiptatæki þau er for- ráðamenn Barcelona ráða yfir hafa ekki þagnað síðustu daga eftir að Frank Rijkaard, þjálfari liðsins, lýsti því yfir í fjölmiðlum að nauðsyn væri að fá einn miðju- mann og einn sóknarmann til liðs- ins um leið og leikmannamarkað- urinn í Evrópu opnar á ný í byrjun janúar. Hefur hvert liðið af fætur öðru haft samband og boðið hina og þessa leikmenn sína til kaups enda Barcelona einn af þeim klúbbum sem fær yfirdráttinn hækkaðan í bankanum án vand- ræða. Meðal þeirra sem nefndir hafa verið sterklega eru Norð- maðurinn John Carew og sóknar- maðurinn Tote hjá Real Betis. ■ Kobe Bryant biður miðherjannShaquille O’Neal afsökunar á ummælum sínum um árið en tví- menningarnir léku saman í áraraðir með Los Angeles Lakers í NBA-körfu- boltanum. „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum sem ég kann að hafa valdið honum og fjöl- skyldu hans,“ sagði Bryant. O’Neal kemur til Los Angeles á jóladag þeg- ar lið hans, Miami Heat, mætir Lakers. Bryant sagði upplagt að ræða málin þá. „Ég ætlaði aldrei að koma með þessa persónulegu hluti fram í dagsljósið.“ Steve Bruce, knattspyrnustjóriBirmingham, ætlar ekki að standa í vegi fyrir Rob Savage ef hann ákveður að segja skilið við félagið. Bruce fullyrðir að áhangendur liðsins séu búnir að fá sig fullsadda af Savage. „Það er enginn til- gangur með því að vera með mann í liðinu sem er með hjartað sitt á öðrum stað,“ sagði Bruce. „Robbie verður að ákveða hvað hann vill gera.“ Robbie Savage er með fjögurra ára samning við Birmingham. Steve McClaren, knattspyrnustjóriMiddlesbrough, óttast ekkert eftir að Boro tryggði sér efsta sæti síns riðils og þátttökurétt í útsláttarkeppni Evrópubikars ins . „Mér fannst við vera í sterkasta riðlinum þannig að með toppsætið í höfn er ekkert sem við þurf- um að hræðast,“ sagði McClaren. Boro tryggði sér toppsætið með sigri á Partizan Belgrade, 3-0. Jermaine Defoe vill að lið sitt,Tottenham, fái Joe Cole frá Chel- sea. Defoe og Cole léku saman hjá West Ham á sínum tíma og hefur Defoe miklar mætur á félaganum. „Joe myndi smellpassa inn hjá okkur. Hann er slyngur í mörgum stöðum á vellinum,“ sagði Defoe. Cole hefur ekki fengið að spila með Chelsea síðan í síðasta mánuði þegar liðið mætti Fulham í bikar- keppninni. Atletico Madrid hefur komist aðsamkomulagi við Birmingham um kaupverð á danska leikmannin- um Jesper Gronkjær. Spænska liðið mun greiða 1,4 milljónir punda fyrir Gronkjær og hljóð- ar samningurinn upp á þrjú og hálft ár. Gronkjær hefur ekki átt sjö dagana sæla hjá Birming- ham og orðið fyrir aðkasti frá unnend- um liðsins. Að sögn talsmanns Birmingham verður mikill sjónarsviptir af Gronkjær sem lét sig aldrei vanta og var ávallt eljan upp- máluð. ÚR ÍÞRÓTTAHEIMINUM FÓLKSBÍLADEKK • JEPPADEKK • FÓLKSBÍLADEKK • JEPPADEKK • FÓLKSBÍLADEKK • JEPPADEKK GÆÐAVARA Á BETRA VERÐI! Sólbakka 8 310 Borgarnesi Miðási 23 700 Egilsstöðum Víkurbraut 4 780 Höfn Gagnheiði 13 800 Selfossi Hlíðarvegi 2-4 860 Hvolsvelli Njarðarnesi 1 603 Akureyri Skeifunni 3c 108 Reykjavík Viðarhöfða 6 110 Reykjavík Melabraut 24 220 Hafnarfirði Iðavöllum 8 230 Keflavík Flugumýri 16 270 Mosfellsbæ Smiðjuvegur 6 200 Kópavogi LEIÐANDI Í LÆGRA DEKKJAVERÐI ...einfaldlega betri! KÖRFUBOLTI Ásakanir Kobe Bryant á hendur samherja sínum, Karl Malone hjá Los Angeles Lakers í NBA-körfuboltanum, hafa verið á allra vörum vestur í Bandaríkjun- um síðustu daga. Þar eru menn missáttir við ummæli Kobe og telja hann vera að skjóta sig illi- lega í fótinn með að fara með málið í fjölmiðla. Deion Sanders, leikmaður Baltimore Ravens í ameríska fót- boltanum, varð æfur þegar hann heyrði Kobe koma með málið fram í fjölmiðla. „Hann er að brjóta allt sem heitir vinátta milli leikmanna og bræðralag þeirra sem leika í deildinni,“ sagði Sand- ers, sótillur. „Það að einhver geti horft framan í þennan mann á ný í búningsherberginu er mér gjör- samlega óskiljanlegt.“ Kobe í skítugu húsi Sanders, sem er þekktur fyrir að liggja ekki á skoðunum sínum, lét allt flakka og talaði m.a. beint til Kobe. „Það er ekki bara að þitt eigið hús er skítugt, varst staðinn að hjúskaparbroti í fyrra, heldur ertu að koma Karl Malone í erfiða stöðu heima fyrir vegna ásakana þinna. Það er ótrúlegt að menn hafi prentað þessa vitleysu.“ Sanders er ekki einn um að senda Bryant tóninn því Malone kallaði Kobe „leikara í eigin sápu- óperu“ og Ray Allen, leikmaður Seattle Supersonics, sagði að Kobe væri „eigingjarn leikmað- ur“. Þá fóru Shaquille O’Neal og Phil Jackson ekki leynt með plammeringar sínar í garð Kobe. Va n e s s a B r y a n t , e i g i n - k o n a K o b e , sagði honum að Malone hefði sagt óvið- eigandi hluti við sig á leik Los Angeles Lakers og Milwaukee Bucks í Staples Center 23. nóvember sl. Ætlaði að stúta Malone Vanessa bauð Malone að sitja hjá sér í seinni hálf- leik leiksins. Malone, sem var íklæddur kúrekastíg- vélum og kúrekahatti, vatt sér að Vanessu og faðmaði hana að sér. „Hvað ætlar þú nú að veiða?“ spurði Vanessa Malone. „Litlar mexíkóskar stelpur,“ svar- aði Malone. Kobe á að hafa sturl- ast og sagst ætla að „stúta hon- um“ ef hann myndi hætta sér ná- lægt Vanessu aftur. „Malone er þaulreyndur ná- ungi og er gamall herramaður,“ hélt Deion Sanders áfram. „Hvað ætti hann að vilja kon- unni þinni? Í alvöru. Verum hrein- skilnir hérna. Hvað vill Karl kon- unni þinni? Hann á dóttur sem er jafngömul Vanessu. Það verður að segjast að þetta er fáránlegt,“ sagði Sanders. Sanders sagði að svona væri ekki liðið meðal leikmanna. „Þið verðið að skilja að okkur hryggir við að heyra svona bull eins og það sem kom út úr munninum á Kobe. Við getum ekki sætt okkur við að hann brjóti þessar reglur.“ smari@frettabladid.is DEION SANDERS MEÐ MUNNINN FYRIR NEÐAN NEFIÐ Sendir Kobe Bryant tóninn fyrir framkomu hans í garð Karls Malone og segir svona lagað ekki tíðkast í samskiptum leikmanna. KOBE BRYANT Stendur í stórræðum þessa dagana og virðist vera kominn upp á kant við flesta. Nú síðast sendi Deion Sanders honum kaldar kveðjur. TVEIR INN EFTIR ÁRAMÓT Þjálfari liðs- ins ætlar að bæta tveimur leikmönnum í hópinn eftir áramót þegar markaðurinn opnar á nýjan leik. Oscar de la Hoya: Hættur við að hætta BOX Hnefaleikarinn Oscar de la Hoya íhugar nú að snúa aftur í hringinn eftir að hafa lýst yfir fyrr á árinu að hann væru hættur hnefaleikum. Golden Boy, eins og kappinn er þekktur, hyggst létta sig hið fyrsta og þannig fara niður um einn þyngdarflokk en hann segir möguleika sína þar sem hann er staddur nú vera litla og hefur ekki áhuga á að keppa aftur við sína skæðustu keppendur. Hoya var sem kunnugt sleginn niður af Bernard Hopkins fyrr í haust og var það í fyrsta sinn sem Hoya tapaði keppni á rothöggi og hann hefur lítinn áhuga að mæta Hopkins að nýju. Ekkert hefur verið ákveðið með neina bardaga á þessu stigi en Hoya vill missa nokkur kíló í viðbót áður en settur verður upp bardagi aftur. ■ 70-71 (38-39) Sport 16.12.2004 13.01 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.