Fréttablaðið - 17.12.2004, Page 77

Fréttablaðið - 17.12.2004, Page 77
44 17. desember 2004 FÖSTUDAGUR RAGNAR BJARNASON SÖNGVARI Sonurinn besta jólagjöfin „Ég hef alltaf fengið eitthvað lítið og sætt í jólagjöf,“ sagði Kristín Rós Hákonardóttir sundgarpur með meiru, sem kvaðst ekki geta gert upp á milli jólagjafa sem hún hefur fengið í gegnum tíðina. Kristín Rós á sér óskajólagjaf- ir fyrir þessi jól. Hún er að flytja á nýju ári og vantar ýmislegt í búið. Hún sagði að gjafir af því taginu væru ofarlega á óskalistan- um. Svo væri góð spennusaga alltaf vel þegin. Nú væri hún að ljúka við að lesa Engla og djöfla eftir Dan Brown, sem skrifað hefði Da Vinci lykilinn og það væri frábær lesning. „Ég er mikið jólabarn,“ segir hún. „Við förum alltaf í messu klukkan tólf á aðfangadagskvöld í Seljakirkju. Þá hrekk ég í endan- lega í jólagírinn þegar sunginn er síðasti sálmurinn, Heims um ból. Þá syng ég hástöfum með.“ KRISTÍN RÓS HÁKONARDÓTTIR Lítið & sætt „Strákurinn minn er eftirminni- legasta jólagjöfin mín, engin spurning,“ segir Ragnar Bjarna- son söngvari. Sonur Ragnars heit- ir Henrý Lárus og fæddist 30. des- ember árið 1968. Ragnar segir hann hafa verið síðbúna jólagjöf en konan hans fór upp á spítala á jóladag. Henrý býr í Englandi ásamt konu sinni, tveimur börn- um og fósturdóttur.Ógleymanlegar gjafir jólanna Brúða. Brúðuvagn og bíll. Jólagjafir æskunnar eru jafnan þær eftirminnilegustu, enda barnshjartað þrungið tærri gleði yfir dásemdum jólapakkanna. Það sem kemur fram tárum saknaðar yfir liðnum jólum er einmitt vandlegt val ástvina í jólapakka bernskunnar. Fréttablaðið fékk fimm jólabörn til að rifja upp kærustu gjöfina. 76-77 (44-45) Jól 16.12.2004 20:55 Page 2

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.