Fréttablaðið - 17.12.2004, Síða 95

Fréttablaðið - 17.12.2004, Síða 95
■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 6 1 3 2 Díoxín. Árið 1992. Gert hosur sínar grænar fyrir eiginkonu sinni 62 17. desember 2004 FÖSTUDAGUR Tökur á nýrri breskri sjónvarps- mynd, A Girl in the Café, fara fram í Reykjavík um miðjan febrúar á næsta ári. Handrits- höfundur er Richard Curtis, sem á meðal annars að baki handrit að hinum vinsælu Bridget Jo- nes’s-myndum, Love Actually, Four Weddings and a Funeral, Notting Hill og sjónvarpsþáttun- um um Mr. Bean og Blackadder. Leikstjóri myndarinnar, sem er framleidd af breska ríkisút- varpinu BBC, er David Yates. Hann hefur áður gert sjónvarps- myndina Sex Traffic sem var sýnd á Stöð 2 ekki alls fyrir löngu og sakamálaþættina State of Play, sem voru sýndir í Ríkis- sjónvarpinu við miklar vinsæld- ir. Yates hefur jafnframt verið ráðinn sem leikstjóri þarnæstu Harry Potter-myndar, Harry Potter og Fönixreglan, sem stendur til að frumsýna 2007. Aðalleikarinn verður Bill Nighy, sem lék m.a. í State of Play og fékk BAFTA-verðlaunin fyrir frammistöðu sína. Hann fór einnig með skemmtilegt aukahlutverk í Love Actually, þar sem hann lék útbrunninn rokkara. Næsta mynd hans á hvíta tjaldinu er The Hitch- hiker's Guide to the Galaxy sem er byggð á bókinni þekktu. Með aðalkvenhlutverkið fer Kelly McDonald. Hún lék einnig í State of Play en er líka þekkt fyrir hlutverk í myndum á borð við Trainspotting og Gosford Park. Að sögn Péturs Sigurðssonar, hjá kvikmyndafyrirtækinu Pegasus, er áætlað að tökur standi yfir hér á landi í nokkra daga. Tæknilið BBC, framleið- andi myndarinnar og leikstjóri komu hingað til lands fyrir skömmu til að kynna sér aðstæð- ur og undirbúa tökurnar. Leist þeim feikivel á það sem fyrir augu bar. A Girl in the Café gerist að mestu leyti á ráðstefnu átta helstu iðnríkja heims, G8, sem er haldin í Reykjavík. Um er að ræða rómantíska kómedíu með pólitískri ádeilu. Allar útitökur vegna myndarinnar verða tekn- ar hér á landi og því eru líkur á því að íslensk náttúra muni fá að njóta sín. Verður væntanlega um mikla kynningu að ræða fyrir land og þjóð. freyr@frettabladid.is Söngkonan Ragnheiður Gröndal fékk heldur betur góða afmælis- gjöf í gær þegar hún hélt upp á tvítugsafmæli sitt. Fékk hún af- henta gullplötu á heimili sínu fyrir sólóplötu sína Vetrarljóð, sem hefur hlotið frábærar við- tökur bæði gagnrýnenda og al- mennings. Er þetta jafnframt fyrsta gullplatan sem Félag hljómplötuútgefenda afhendir fyrir þessi jól. Það var Daddi Guðbergsson, talsmaður félagsins, sem bank- aði óvænt upp á heima hjá Ragn- heiði ásamt útgefandanum Stein- ari Berg Ísleifssyni og afhenti henni plötuna. ■ Gullplata í afmælisgjöf RAGNHEIÐUR GRÖNDAL Söngkonan Ragnheiður Gröndal með gullplötuna sem hún fékk á tvítugsafmælinu sínu. BRESK SJÓNVARPSMYND Á ÍSLANDI: UPPTÖKUR HEFJAST Í FEBRÚAR Rómantísk kómedía í Reykjavík 1 6 7 98 10 12 13 1514 16 18 17 11 2 3 4 5 ...fá vinir Bobby Fischer sem börðust fyrir því að skákmeistar- inn fengi dvalarleyfi hér og náðu sínu fram. HRÓSIÐ Fókus fylgir DV í dag Nr 266 Gelluplötu- snúðarnir Ern a og Ellen feng u það sem þær þr áðu » BETRI SJÓNVARPSDAGSKRÁ Á MIÐVIKUDÖGUM Lárétt: 1 skógurinn, 6 skjóta, 7 núna, 8 tónlist- armaður, 9 bjáni, 10 beiðni, 12 ull, 14 lífstíð, 15 leyfist, 16 drykkur, 17 virti, 18 treysta. Lóðrétt: 1 þéttan reyk, 2 blað, 3 sólguð, 4 þegar leikari birtist, 5 nuggi, 9 kærleikur, 11 sýnir mótþróa, 13 rifa, 14 kyn, 17 skóli. Lausn: Lárétt: 1 mörkin, 6 öra, 7 nú, 8 kk, 9 áni, 10 ósk, 12 tog, 14 ævi, 15 má, 16 te, 17 mat, 18 trúa. Lóðrétt: 1 mökk, 2 örk, 3 ra, 4 inn- koma, 5 núi, 9 ást, 11 þver, 13 gátt, 14 ætt, 17 ma. Dumbrauður jólavaralitur og snjóhvítur ogglitrandi augnskuggi er glæsileg og jólaleg förðun. Einfalt og glæsilegt. Ekki hika við að hafa varalitinn dökkan. Slökkviliðsbílarauður er ekki endi- lega málið heldur fallega flauelsrauður litur. Eitt það skemmtilegasta við jólin er að fá jólakortfrá góðum vinum. Ekki vera svo lummó að „forwarda“ bara jólakveðju á tölvupósti. Það tekur enga stund að skrifa sætar jólakveðjur á kort til vin- anna og segir þeim að þú hafir verið að hugsa til þeirra um jólin. Taktu nokkra klukkutíma frá til þess að bakapiparkökur með fjölskyldunni. Heimilið fyllist af jólalegri piparkökulykt og baksturinn kemur öllum í alvöru jólaskap. Gaman er að setja góða jólatónlist undir. Það finnst líka öll- um gaman að skreyta með glassúrnum. Svona derhúfur kallast “Newsboycap“ á enskunni ogeru vægast sagt hrikalegar. Furðulega uppblásnar og minna mann á gamaldags lestarstjórahúfur. Það eru eng- ar lestar á Íslandi og þar af leiðandi engir lestarstjórar. Haldið því lestarstjórahúfunum í burtu frá kollinum. Hvítir sokkar. Afhverju í ósköpunum eru enn þáframleiddir hvítir sokkar? Eru einhverjir sem að kaupa frekar hvíta en svarta? Þetta er ógeð og mörgum konum finnast hvítir sokkar á karlmanns- fótum hrikalegt „turnoff.“ Mislitu rendurnar tvær á gömlu sport sokkunum eru svo bara til þess að toppa hryllinginn. Það er ekki skemmtilegt að kaupa laufabrauð.Aðalatriðið við laufabrauð er samvera fjölskyld- unnar við laufabrauðsbaksturinn. Auk þess er laufabrauð sem er skreytt og framleitt í vélum óskaplega ópersónulegt og ekkert gaman að því. INNI ÚTI BILL NIGHY Þessi fjölæfi breski leikari fer með aðalhutverk í bresku sjónvarpsmyndinni sem verður tekin í Reykjavík. Hér er hann ásamt Julie Walters á BAFTA hátíðinni í apríl á þessu ári en þar tók hann við verðlaunum fyrir leik sinn í spennuþáttunum State of Play. 94-95 (62-63) Fólk aftasta 16.12.2004 20:25 Page 2
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.