Fréttablaðið - 18.12.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 18.12.2004, Blaðsíða 8
18. desember 2004 LAUGARDAGUR Barnabólusetningar: Landlæknir gagnrýnir ummæli í útvarpi HEILBRIGÐISMÁL Landlæknisemb- ættið hefur gagnrýnt ummæli um barnabólusetningar, sem látin voru falla á Útvarpi Sögu. Þar kom fram að tveir viðmæl- endur þáttastjórnandans, annar sálfræðingur, vöruðu foreldra ein- dregið við notkun bólusetninga til barna þeirra og báru við að bólu- setningar gætu verið hættulegar, hefðu slæm áhrif á ónæmiskerfi og gætu stuðlað að eyrnabólgum. Í ljósi heilsufars barna hér- lendis er mikilvægt að réttar upp- lýsingar um árangur barnabólu- setninga séu ítrekaðar enn einu sinni, segir landlæknir. Hann bendir á að ein af meginástæðun- um fyrir auknu langlífi Íslendinga á liðinni öld sé sú að ungbarna- dauði minnkaði verulega og þar réði mjög miklu að alvarlegir barnasjúkdómar á borð við barna- veiki og mislinga voru kveðnir í kútinn með bólusetningum. Eins og flestir viti sé bólusetning ónæmisaðgerð til að koma í veg fyrir alvarlegan smitsjúkdóm, svo sem barnaveiki, stífkrampa, kíghósta, mænusótt, mislinga, hettusótt eða rauða hunda, og loks sé bólusett gegn tveimur bakterí- um er valda bakteríu-heilahimnu- bólgu í börnum og ungu fólki. „Því er ástæða til þess að and- mæla þeim sjónarmiðum er fram komu í nefndum útvarpsþætti sem ósönnuðum og röngum,“ segir Sigurður Guðmundsson landlæknir. ■ Spáð er hvítum jólum fyrir norðan og vestan Á bilinu 65 til 95 prósent líkur eru á snjókomu á Norðurlandi og Vestfjörðum á jóla- dag. Um 35 til 65 prósent líkur eru á hvítum jólum annars staðar á landinu. VEÐUR Meira en 65 prósent líkur eru á því að frost verði á landinu öllu á jóladag, samkvæmt veður- spá Evrópsku reiknimiðstöðvar- innar í Reading í Englandi. Lík- urnar á úrkomu, sem að lang- mestu leyti myndi falla sem snjókoma, eru á bilinu 35 til 95 prósent. Út frá þessu er nánast öruggt að það snjói á annesjum norðanlands og Vestfjörðum. „Mikil þróun er í spám og myndrænni framsetningu á ýmsu sem tölvulíkönin eru að búa til,“ segir Einar Svein- björnsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. „Það hefur nánast orðið bylting síðustu fimm til tíu árin.“ Einar segir að aðferðin sem beitt sé við spánna sé í stórum dráttum sú að gerðar séu um 50 keyrslur á veðurlíkani þar sem upphafsgildum sé hnikað lítil- lega. Í einni keyrslunni er spáð snjókomu norðanlands tiltekinn dag á meðan önnur gerir það ekki og svo framvegis. Hann segir að samanlagt gefi þessar 50 tölvukeyrslur á einni öflug- ustu tölvu heims líkindadreif- ingu á ýmsum veðurþáttum. Spárnar hafi sömu annmarka og aðrar tölvureiknaðar veðurspár. Mikið dragi úr áreiðanleika þeirra eftir 6 til 8 daga. Veðurstofan hefur ekki enn gefið út formlega spá fyrir jóla- veðrið í heild sinni. Spá fyrir að- fangadag birtist í dag og á morg- un verður spáð í jóladagsveðrið. Einar segir að tölvuspárnar frá Reading muni koma að góðum notum við gerð þeirra spáa eins og ætíð þegar Veðurstofan vinni sínar veðurspár sex daga fram í tímann. trausti@frettabladid.is Jólablað Gestgjafans er komið í verslanir Áskriftarsími: 5155500 164síður af frábæru jóla- og áramótaefni 12. tbl. 2004, verð 899 kr. m. vsk. 5 690691 160005 Gestgjafinn 12. tbl.2004 Jólablað jólablað matur og vín villibráð í veisluna-hreindýr, önd, gæs meðlætið ogsósurnar jólaveislan - áramótaveislan 150 uppskriftir kalkúnakræsingar Tónlist sem skiptir máli www.Smekkleysa.is Sigvaldi Kaldalóns Svanasöngur á heiði Hér er að finna mörg þekktustu einsöngslög Sigvalda. Flytjendur eru Sigrún Hjálmtýsdóttir, Jóhann F. Valdimarsson, Sigríður Aðalsteinsdóttir, Sesselía Kristjánsdóttir, Snorri Wium, Ólafur K. Sigurðarson og Jónas Ingimundarson. Björgvin Guðmundsson Hljómblik Landslið okkar þekktustu tónlist- armanna og hópa leggst hér á eitt við að koma völdum verkum eftir þennan lagvísa frumkvöðul á framfæri í fyrsta sinn. Eivör, Diddú, Karlakórinn Fóstbræður og margir fleiri koma við sögu á þessari spennandi útgáfu. Þórarinn Jónsson Heildarútgáfa Samtímamaður Jóns Leifs. Þetta ein- staklega vandaða tveggja platna sett inniheldur heildarútgáfu einsöngslaga og kórverka á rammíslenskri tónlist Þórarins. Flytjendur: Sigrún Hjálmtýsdóttir, Ólafur Kjartan, Ingveldur Ýr, Garðar Thor, Bergþór Pálsson, Anna Guðný og Karlakórinn Fóstbræður. BÓLUSETNING Ummæli um bólusetningar í útvarpi ósönn og röng, segir landlæknir. ÚRKOMUSPÁ FYRIR JÓLIN Á kortinu má sjá spá um líkur á úrkomu frá klukkan 12 á aðfangadag til 12 á jóladag. Á milli 65 og 95 prósent líkur eru á að úrkoma verði meiri en 1 mm á annesjum norðanlands og á Vestfjörðum. Sú úrkoma félli þá sem snjókoma út frá líkindaspánni um lofthitann. Líkurnar á snjókomu 1 mm eða meiri eru minni annars staðar á landinu eða á milli 35 og 65 prósent. HITASPÁ FYRIR JÓLADAG Á kortinu má sjá spá um líkur á því að hitinn verði undir frost- marki klukkan 12 á jóladag. Gert er ráð fyrir að líkur á frosti séu meiri en 65 prósent á landinu öllu. Yfir 95 prósent líkur eru á því að frost verði norðanlands og á Vestfjörðum sem og á hálendinu. Spáin segir hins vegar ekkert til um það hversu mikið frostið verði. Til samanburðar eru frostlíkurnar innan við 5 prósent á Írlandi þennan sama dag. 5% 100% 95% 65% 35% 5% 100% 95% 65% 35% 08-09 17.12.2004 20:45 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.