Fréttablaðið - 18.12.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 18.12.2004, Blaðsíða 2
2 18. desember 2004 LAUGARDAGUR Nígeríumaður tekinn með kókaín í Leifsstöð: Fíkniefnin hafa skilað sér niður FÍKNIEFNI Nígeríumaðurinn sem tekinn var á þriðjudagskvöld í Leifsstöð með ætlað kókaín í far- angri og innvortis er talinn hafa verið með 300 til 450 grömm af efninu. Fíkniefnunum var pakk- að í hátt í fimmtíu misstórar kúlur sem maðurinn hafði bæði gleypt og geymt í endaþarmi. Maðurinn skilaði síðustu kúlunum úr líkamanum í gær. Nákvæmt magn efnisins er ekki vitað en það mun liggja fyrir eftir helgi. Eins verður þá búið að sannreyna hvort ekki sé örugglega um kókaín að ræða. Upp komst um manninn eftir að pakkningar með hvítu efni fundust í bakpoka hans við toll- skoðun. Greinilegt var að pakkn- ingarnar höfðu áður verið geymdar innvortis en hann hefur þurft að skila þeim í flugvélinni á leiðinni til landsins. Líkur má leiða að því að mað- urinn sé svokallað burðardýr. Samkvæmt heimildum blaðsins beinist rannsókn málsins því meðal annars að því að finna móttakendur efnanna hér á landi. - hrs Ekkja Ragnars Björnssonar: Þakkar fyrir stuðninginn MOSFELLSBÆR Ásta Jónsdóttir, ekkja Ragnars Björnssonar, mannsins sem lést eftir líkams- árás í Mosfellsbæ um síðustu helgi, biður blaðið um að koma á framfæri þökkum fyrir hönd fjöl- skyldunnar til allra þeirra sem veitt hafa henni ómældan stuðn- ing á síðustu dögum. „Ég vil þakka af alhug öllu því yndislega fólki sem hefur stutt okkur fjölskylduna undanfarna viku. Þetta er búið að bera okkur hálfa leiðina. Sérstaklega vil ég þakka starfsfólki Landspítalans,“ segir hún. - ghs FRÁ ÓHAPPINU Mikil mildi þykir að enginn slasaðist. Óskráður tankbíll valt: Í rannsókn lögreglu LÖGREGLUMÁL Mál óskráða tank- bílsins sem valt með fullfermi af sandi á Miklubraut í fyrrakvöld er til rannsóknar hjá lögreglunni í Reykjavík og verður að öllum líkindum kært. Engan sakaði við óhappið en sandur dreifðist um víðan völl og olía lak úr bílnum, og þurfti slökkvilið Reykjavíkur að hreinsa hana upp. Umferð um Miklubraut raskaðist um tíma vegna óhapps- ins. ■ Yfirtaka á BN bankanum: Komnir með 90 prósent VIÐSKIPTI Eigendur yfir níutíu pró- senta hlutafjár í norska bankan- um BN bank hafa samþykkt yfirtökutilboð Íslandsbanka. Til stendur að krefjast innlausnar hlutafjár þeirra sem ekki hafa gengið að tilboðinu. Íslandsbanki tilkynnti í gær að frestur hluthafa til að ganga að yfirtökutilboðinu yrði framlengd- ur um tvær vikur. Kaup Íslandsbanka eru háð skilyrðum stjórnvalda en nú þegar er frestur samkeppnisyfir- valda í Noregi til athugasemda runninn út. Engar athugasemdir bárust þaðan. - þk „Það gæti verið að eitthvert barnabarn- anna fái svoleiðis. Ég á tíu barnabörn og þriðja langafabarnið er á leiðinni, þannig að það eru töluverðar líkur á því að eitthvert þeirra fái Fischer-Price.“ Sæmundur Pálsson, fyrrverandi lögregluþjónn og tvistari, er vinur Bobbys Fischer og hefur barist ötullega fyrir því að Fischer fái landvistarleyfi á Íslandi. SPURNING DAGSINS Sæmundur, ætlarðu að gefa Fischer- Price í jólagjöf? Landhelgisgæslan: Níu sóttu um forstjórann STÖÐUVEITINGAR Níu sóttu um stöðu forstjóra Landhelgisgæslu Ís- lands en umsóknarfresturinn rann út á fimmtudag. Þeir eru Ásgrímur Lárus Ásgrímsson, deildarstjóri; Friðrik Jónsson, sendiráðunautur; Georg Lárus- son, forstjóri Útlendingastofnun- ar; Halldór Ólafur Zoega, forstöðumaður; Kristján Björn Garðarsson, forstjóri; Lárus Jó- hannsson, fyrrverandi yfirdeild- arstjóri; Magnús Gunnarsson, fjármálastjóri; Pálmi Jónsson, stýrimaður og Rafn Sigurgeir Sig- urðsson, sjómaður. ■ Þórður Óskarsson læknir á Art Medica: Blóðgjöf og eggjagjöf tvennt ólíkt HEILBRIGÐISMÁL Blóðgjafir og eggja- gjafir til tæknifrjóvgunar er tvennt ólíkt. Kona sem gefur egg til tækni- frjóvgunar þart að ganga í gegnum margvíslegar prófanir, óþægindi og kostnað, að því er Þórður Óskarsson læknir á tæknifrjóvgunarstöðinni Art Medica segir. Blóðgjöfin tekur aðeins 15 - 20 mínútur. Hann gagn- rýnir samanburð Sigurðar Guð- mundssonar landlæknis á þessu tvennu. „Fyrst þarf konan að koma í tvö viðtöl,“ sagði hann. „Hún þarf að koma í skoðun, fara í blóðprufur, rannsókn sem felst í sónarskoðun og taka þarf ræktanir. Þetta eru nokkrar heimsóknir. Heildartími meðferðarinnar sjálfrar er svo um einn mánuður. Hún þarf að koma í nokkur skipti á þeim tíma. Þá er meðal annars verið að örva eggja- stokkana með nefúða og einni sprautu á dag. Inni í miðju því tíma- bili eru sótt egg. Þá er konan deyfð og gert inngrip. Því fylgir vinnutap, því hún vinnur klárlega ekki þann dag og líklega ekki þann næsta heldur.“ Þórður sagði að konur gætu fengið þrýstingseinkenni í kvið við lyfjaörvun, svo og eymsli eftir eggjatöku og blöðrumyndun á eftir sem síðan jafnaði sig. Ekki væri sjálfsagt að konur leggðu allt þetta á sig og greiddu sjálfar fyrir það með vinnutapi, ferðalögum og sín- um tíma til að geta gefið einhverj- um sem þær þekktu ekkert, egg til tæknifrjóvgunar. - jss Óbyggðanefnd: Kröfur fyrir norðan ÞJÓÐLENDUR Geir H. Haarde fjár- málaráðherra hefur fyrir hönd ríkisstjórnar- innar afhent óbyggðanefnd kröfur um þjóðlendur á Norðaustur- landi. Meðal annars er gerð krafa til Mið- fjarðarheiðar, Öxarfjarðar- heiðar og af- rétta milli Jökulsár í Fljótsdal og sýslumarka í austri Þetta er fimmta svæðið sem óbyggðanefnd tekur til meðferðar og fjármálaráðherra gerir kröfu í. Þeir sem telja sig hafa eignarrétt á landsvæði sem fellur innan kröfusvæðis ríkisins þurfa að lýsa kröfum sínum skriflega fyrir óbyggðanefnd innan þriggja mán- aða. -ghg SMOKKAR MEÐ KÓKAÍNI Fíkniefnunum var pakkað í hátt í fimmtíu misstórar pakkningar sem maðurinn gleypti og geymdi í endaþarmi. KOSTNAÐUR OG ÓÞÆGINDI Þórður Óskarsson læknir á tæknifrjóvgunarstöðinni Art Medica segir ekki sjálfsagt að konur leggi á sig óþægindi og kostnað við að gefa egg til tæknifrjóvgunar. Tveir dæmdir í 15 mánaða fangelsi Sigurjón Gunnsteinsson og Salvar Halldór Björnsson voru í gær dæmdir í fimm- tán mánaða fangelsi hvor fyrir kókaíninnflutning. Dómnum þótti ljóst að efnin hefðu verið ætluð til sölu og að þeir félagar hefðu staðið saman að innflutningnum. DÓMSMÁL Salvar Halldór Björns- son og Sigurjón Gunnsteinsson voru dæmdir í Héraðsdómi Reykjaness í fimmtán mánaða fangelsi hvor, fyrir innflutning á tæpum 325 grömmum af kókaíni. Fíkniefnin komu þeir með frá Amsterdam í Hollandi í byrjun desember fyrir ári síðan. Við komuna til landsins voru þeir klæddir í k e p p n i s g a l l a hnefaleikamanna merktum Íslandi og íslenska fán- anum þannig að ætla hefði mátt að keppnismenn væru á ferð. Báð- ir hafa játað á sig innflutninginn, en segja efnin hafa verið til eigin nota og að hvor beri bara ábyrgð á sínum hluta. Sigurjón var með 49 grömm af kókaíni falin í sokkum sínum og um 100,3 grömm í enda- þarmi. Salvar var hins vegar með 165,6 grömm í endaþarmi. Efnin sögðust þeir hafa keypt í fyllerís- rugli. Dómurinn féllst á það með ákæruvaldinu að þeir hafi í sam- einingu staðið að fíkniefnakaup- unum. Jafnframt taldi dómurinn fíkniefnin ætluð að verulegu leyti til sölu hér á landi í hagnað- arskyni en magn efnisins var mikið og var það mjög hreint. Skilorðsbinding kom ekki til álita vegna eðlis og alvarleika brot- anna sem mennirnir frömdu í sameiningu. Báðir neituðu þeir Salvar og Sigurjón því að hafa farið utan með það að markmiði að smygla kókaíni í miklu magni til lands- ins. Þeir segja aðaltilgang farar- innar hafa verið að kaupa hnefaleikabúnað fyrir mann sem ætlaði að setja upp æfingastöð í Hveragerði. Þeir keyptu hnefa- leikaæfingabúnað fyrir nálægt því 150 þúsund krónur og kókaín fyrir tæp 800 þúsund. Salvar var einnig sakfelldur fyrir tollalagabrot þar sem hann greiddi ekki toll af 45 boxhönsk- um og þremur höfuðhlífum, sam- tals að verðmæti um 85 þúsund krónur. Sagðist hann hafa staðið einn að þeim innflutningi en Sigurjón var einnig ákærður fyrir sama brot. hrs@frettabladid.is SALVAR HALLDÓR BJÖRNSSON Skilorðsbinding kom ekki til álita vegna eðlis og alvarleika brotanna sem mennirnir frömdu í sameiningu. ,,Magn efnisins var mikið og var það mjög hreint. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. GEIR H. HAARDE Fjármálaráðherra hefur gert kröfur um þjóðlendur á Norð- austurlandi. 02-03 17.12.2004 20:55 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.