Fréttablaðið - 18.12.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 18.12.2004, Blaðsíða 10
18. desember 2004 LAUGARDAGUR Félag íslenskra bifreiðaeigenda: Kvörtunum vegna Bandaríkjabíla fjölgar BÍLAKAUP Kvörtunum hefur heldur farið fjölgandi að undanförnu í kjöl- far bílakaupa einstaklinga beint frá Bandaríkjunum, að sögn Stefáns Ásgrímssonar hjá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda. Þangað berast nú einhverjar kvartanir í viku hverri. Landsmenn hafa í auknum mæli notfært sér lágt gengi dollarans og keypt bíla beint frá Bandaríkjunum, eins og Fréttablaðið greindi frá fyrr í vikunni. Meðal annars hafa bílar verið keyptir af uppboðsmarkaðin- um eBay. Stefán sagði að þeir sem leituðu til FÍB með sín mál væru með bíla sem hefðu bilað eða reyndust jafn- vel vera tjónaðir, sem þeir hefðu ekki átt að vera við kaupin. „Bílar eru framleiddir fyrir til- tekin markaðssvæði og þeir bílar sem þarna eru keyptir í eins konar lausasölu eru ekki fyrir Evrópu- markað,“ sagði Stefán. „Framleið- endaábyrgð á þeim gildir einfald- lega ekki hér, þannig að menn geta setið uppi með skaða. Ef þeir vilja sækja rétt sinn verða þeir einfald- lega að fá sér lögfræðing og fara í mál.“ Stefán sagði nauðsynlegt að fólk vissi af því að ekki væri hægt að sækja ábyrgðir til umboða hér vegna bíla sem það hefði keypt og flutt inn. - jss Samþykkja sjálfstæði Kýpur-Grikkja Evrópusambandið náði tímamótasamkomulagi við tyrknesk stjórnvöld í gær. Tyrkir hafa fallist á kröfu sambandsins um að viðurkenna stjórn Kýpur-Grikkja. TYRKLAND Tyrknesk stjórnvöld hafa fallist á kröfu Evrópusam- bandsins um að viðurkenna stjórn Kýpur-Grikkja á Kýpur. Fréttastofa BBC greindi frá þessu í gær. Samkomulagið er forsenda þess að viðræður milli Tyrklands og Evrópusambands- ins um aðild Tyrkja að samband- inu geti hafist. Tyrkir þurfa að leggja fram skriflega yfirlýsingu um að þeir samþykki stækkun sameiginlegs tollabandalags með tilkomu nýju aðildarríkjanna en á meðal þeirra er Kýpur, sem er í Evrópusam- bandinu. Þessi yfirlýsing verður að liggja fyrir fyrir þann 3. októ- ber á næsta ári og þá geta aðild- arviðræður hafist. Tyrkir, sem ráða yfir norðurhluta Kýpur, höfðu áður þvertekið fyrir að við- urkenna stjórn Kýpur-Grikkja. Joschka Fischer, utanríkisráð- herra Þýskalands, lýsti í gær yfir ánægju með samkomulagið. Tony Blair, forsætisráðherra Bret- lands, blés á þær gagnrýnisradd- ir sem sagt hafa að Tyrkland eigi ekki heima í Evrópusambandinu, menningarheimur Tyrkja sé of ólíkur evrópskri menningu. „Þó að Tyrkland sé íslamskt ríki þýðir það ekki að landið eigi að verða útilokað frá Evrópu, heldur þvert á móti,“ sagði Blair. „Ef það uppfyllir mannréttinda- skyldur sínar geta múslimar og kristnir vel búið og unnið saman.“ Þó að viðræður milli Tyrklands og Evrópusambandsins hefjist hugsanlega á næsta ári getur það tekið Tyrkland allt að fimmtán ár að verða aðili að Evrópusamband- inu. Svo langt og flókið er samn- ingaferlið. Þá er alls ekki víst að al- menningur í Tyrklandi sætti sig við að sjálfstæði Kýpur-Grikkja verði viðurkennt. Á það mun reyna á næstu mánuðum. ■ VEGAGERÐ Framkvæmdir við tvö- földun akreina á Vesturlandsvegi, frá Víkurvegi í Grafarvogi að Skarhólabraut í Mosfellsbæ, standa yfir. Verklok eru áætluð í október á næsta ári. Hafliði Jónsson, verkefnastjóri á suðvestursvæði hjá Vegagerð ríkisins, segir Jarðvélar vinna verkið. Fyrirtækið hafi átt lægsta boð, 576 milljónir króna. Jóhann Bergmann, deildarstjóri framkvæmda á norðvestursvæði, segir framkvæmdirnar ganga ágætlega: „Hins vegar erum við á eftir áætlun með að hleypa umferð- inni á nýja veginn til bráðabirgða. Það orsakast af magnaukningu í jarðvinnu en er ekki til neinna vansa og háir verkinu ekki í heild.“ Hafliði segir tvö hringtorg verða á leiðinni, annað við Úlfars- fellsveg og hitt við Korpúlfsstaða- veg. Ekki verði miklar tafir á um- ferð en hún verði leidd um hjáleið- ir: „Næsta sumar hefjast fram- kvæmdir við að byggja nýjar brýr yfir Úlfarsá. Við það verða þreng- ingar og tafir á umferð þar.“ - gag Vi› segjum fréttir Flestir velja Fréttablaðið! Fréttablaðið er sá miðill sem flestir Íslendingar velja sem sinn á hverjum degi Vertu séður, auglýstu þar sem viðskiptavinur þinn er. 69% FBL MBL 49% GALLUP NÓV. 2004 TVÆR AKREINAR Í HVORA ÁTT Unnið er að tvöföldun Vesturlands- vegar, frá Víkurvegi í Grafarvogi að Skarhólabraut í Mosfellsbæ. Unnið að tvöföldun Víkurvegar fram í október á næsta ári: Jarðvinna tefur framkvæmdir INNFLUTNINGUR Landsmenn hafa notfært sér lágt gengi dollarans og keypt bíla beint frá Bandaríkj- unum. AÐILD Á NÆSTA LEITI Tyrknesk kona gengur undir skilti sem sýnir hvernig fánar Tyrklands og Evrópusambands- ins eru að renna saman. 10-11 17.12.2004 20:31 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.