Fréttablaðið - 18.12.2004, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 18.12.2004, Blaðsíða 30
J úlíus Hafstein er maður vikunnar en hann varnýlega gerður að sendiherra og yfirmanni við-skiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Ein- hverjir kvarta undan því að pólitísk lykt sé af ráðningunni og segja aðra betur hæfa til að gegna stöðunni. Athugasemdir eins og þessar koma svo sem ekkert á óvart þegar í hlut á gallharður sjálfstæðis- maður sem hefur sterkar skoðanir og einstakt lag á að koma and- stæðingum sínum í uppnám. Júlíus var, eins og kunnugt er, í forsvari fyrir hundrað ára afmæli heimastjórnar sem haldið var á árinu. Mikið fjaðrafok varð þegar hann var sakaður um að sniðganga forseta Ís- lands, Ólaf Ragnar Grímsson, sem fékk ekkert hlutverk á hátíð- inni og var greinilega ósáttur við það. Reyndar er ekkert launungamál að Júlíusi er í nöp við Ólaf Ragnar, eins og víðfrægir föstudagsþættir Ingva Hrafns Jónssonar á Út- varpi Sögu báru með sér. Þar lét Júlíus gamminn geysa ásamt Halli Halls- syni og Ingva Hrafni og forseta Íslands voru þar ekki vandaðar kveðjurnar. Félagarnir þrír gengu gjarn- an undir nafninu Heima- stjórnarflokkurinn. Júlíus er niðji Hannesar Haf- stein og sagður afar stoltur af ætterninu. Hann þykir sverja sig í ættina, er mikill á velli og gríðarlegt sjálfsöryggi einkenn- ir alla framkomu hans. Mörgum þykir hann óþægilega ögrandi. Hann er röggsamur, harðduglegur og fylginn sér. Jafnvel þeir sem segja hann frekan viðurkenna að hann sé merkilega þægilegur maður í viðkynningu Pólitísk afskipti hans hafa einkum beinst að borgarmálum en hann varð varaborgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins árið 1982 og borgarfulltrúi árið 1986 en féll í prófkjöri árið 1994. Í borgarstjórnarpólitíkinni kynntist hann Davíð Oddssyni og þar varð til náið samstarf og sterk vinátta. Júlíus er mikill fylgismaður Davíðs og hefur gífurlegt álit á honum. Davíð hef- ur falið þessum vini sínum ýmis trúnaðarstörf og Júlíus hefur tekið að sér að skipuleggja þjóðhátíð í Reykjavík, lýðveldishátíðina, kristnihátíðina og heimastjórnarafmælið. Júlíus þykir hafa staðið sig nokkuð vel í þessum ábyrgðarmiklu skipulags- störfum. Þó hafa skapast deilur í kringum störf hans, þær mestu þegar hann þótti á heimastjórn- arafmæli sniðganga forseta lýðveldisins. En einnig má nefna átök sem urðu árið 1994 þegar Júlíus var formaður lýðveldishátíðar Reykjavíkur og hafnaði leik- verki sem Örnólfur Árna- son hafði samið og flytja átti við onun ljós- myndasýningar í Ráð- húsinu. Júlíus fékk Indriða G. Þor- steinsson til að semja nýtt verk. Fullyrt var að ástæðan væri sú að Júlíusi þætti Örnólfur í verki sínu vega að Davíð Oddssyni og ákvörðun hans um bygg- ingu hins um- deilda ráðhúss. Andstæðingar Júl- íusar segja hann vera einsýnan og eintóna í málflutn- ingi. Hörðustu gagnrýnendur á vinstri væng tala um ofstæki og segja hann varðhund Davíðs Odds- sonar og sjónarmiða hans. Júlíus er þó ekki hrifinn af öllum í hirð Dav- íðs og það mun gagnkvæmt. Júlíus er eindreginn andstæð- ingur R-listans en hefur þó mikið álit á frænda sínum Stef- áni Jóni Hafstein sem þar hef- ur komist til áhrifa. Fullyrt er að Júlíus hafi lengi alið með sér þann draum að snúa aftur í borgarstjórn, en nú þegar hann er kominn til nýrra starfa eru litlar líkar á að svo muni verða. Júlíus er mikill áhugamaður um íþróttir og hefur gegnt fjölda ábyrgð- arstarfa fyrir íþróttahreyfinguna, verið formaður ólympíunefndar Íslands, formaður HSÍ, formaður Íþrótta- og tómstundaráðs, formaður Júdósambandsins, formaður Blaksambands Ís- lands – og er þá fátt eitt talið. Hann er kvæntur Ernu Hauksdóttur framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar. Ég hef alltaf verið stolt af því að vera Íslendingur. Þangað til núna. Ársins 2004 mun ég minnast með hryggð í hjarta. Það er árið sem menn tóku sér vald í mínu nafni. Vald til að styðja við stríð, standa að baki því að þúsundir saklausra barna heimsins féllu fyrir byssu- kúlum. Þessa ákvörðun tóku þeir ekki í mínu nafni. Þetta er líka árið sem einn af þeim rithöfund- um sem ég ber mikla virðingu fyrir, Ólafur Haukur Símonarson, tók ákvörðun um að yfirgefa litlu eyjuna okkar og setjast að í Dana- veldi. Hvers vegna? Vegna þess að þeir sem hafa valdið, hafa haft öðrum hnöppum að hneppa en beina sjónum sínum að þeim sem við veikindi og erfiðleika eiga að etja. Foreldrar veikra barna grípa til þess úrræðis að yfirgefa „hið fullkomna land“ – besta land í heimi; landið þar sem bjartsýna og trúaða fólkið býr; landið sem marga dreymir um að geti verið sitt heimaland. Landið sem hefur svo gott hjarta að það tekur opn- um örmum á móti þeim sem ekki geta snúið til ættjarðar sinnar. Eða hvað? Nei, við tökum aðeins á móti þeim sem eru heimsfrægir. Þetta er árið sem kærleikurinn vék fyrir græðgi. Styrktartónleik- ar til handa krabbameinssjúkum börnum snerust upp í hver fengi mest í eigin vasa. Listamennirnir virðast ekki einu sinni skammast sín fyrir að hafa tekið rúma eina milljón króna meira í sína vasa en runnu til fársjúkra barna. Guð gaf okkur náðargjafir. Ein þeirra er röddin sem við skyldum beita í þágu hins góða. Listamennirnir hafa kannski ekki lesið Biblíuna? Græðgin gnæfir yfir allt. Verslanir eru opnar til klukkan tíu á kvöldin. Mæður standa 12 tíma vaktir við að selja vörur svo kaupmaðurinn fái sem mest í vas- ann. Boðskapur jólanna heyrist ekki. Nema hann hafi breyst og við séum alls ekki að fagna fæð- ingu Frelsarans heldur að fagna því hversu marga dauða hluti við getum eignast til að skilja eftir okkur þegar við kveðjum þennan heim. Það hlýtur einhverjum að fara að detta í hug að hanna lík- kistur sem rúma ekki aðeins jarð- neskar leifar okkar, heldur líka glingrið. „Treystu á Guð og Sjálfstæðis- flokkinn og þá mun þér farnast vel.“ Þessi orð ólst ég upp við af hálfu ömmu minnar. Ég hafði þau að leiðarljósi lengi vel. Þangað til mér varð ljóst að eitt boðorðanna er að engu haft: „Þú skalt ekki leggja nafn Drottins Guðs þíns við hégóma.“ Blessaður Bush ákallar Guð í öðru hverju orði. Í hans nafni eru ungir menn sendir í stríð til að drepa – og verða drepnir. Ráðamenn sitja í sínum fílabeinsturnum og taka ákvarð- anir í okkar nafni. Þeir sem eru samþykkir þeim gera ekki eins og við hin, að hringja í síma 90 20000 til þess að einhverjir viti hvað við erum að hugsa. Mörgum finnst tilgangslítið að birta auglýsingu í New York Times þess efnis að ákvörðunin um að samþykkja stríðið í Írak hafi ekki verið í nafni allra Íslendinga. Þeim finn- ast þetta heldur lágróma raddir sem þar munu heyrast, en ein rödd skiptir máli, eins og segir í fínum söngtexta Carol King: „One small voice, speaking with the values, we were taught as children. Tell the truth. You can change the world“. Við viljum láta rödd okkar heyrast: „Ekki í mínu nafni“. Ekki oftar. Aldrei aftur. ANNA KRISTINE MAGNÚSDÓTTIR BLAÐAMAÐUR UMRÆÐAN ÍSLAND OG ÍRAKSSTRÍÐIÐ 18. desember 2004 LAUGARDAGUR30 Aldrei aftur MAÐUR VIKUNNAR Sjálfsöruggur og ögrandi JÚLÍUS HAFSTEIN VERÐANDI SENDIHERRA TE IK N : H EL G I S IG . W W W .H U G VE R K A. IS UPPISTAND Á BROADWAY FIMMTUDAGINN 30. DESEMBER MIÐASALA Í VERSLUNUM SKÍFUNNAR, BT Á AKUREYRI & SELFOSSI, Á SKIFAN.IS, EVENT.IS OG Í SÍMA 575 1522. MIÐAVERÐ AÐEINS 3.500 KR. Vinningar verða afhendir hjá Office 1 Superstore, Skeifunni. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb BT. SMS kostar 199 kr. VILTU MIÐA! Sendu SMS skeytið BTL JKF á númerið 1900 og þú gætir unnið. Vinningar eru Miðar á Jamie Kennedy, DVD myndir, CD ś og margt fleira. Um þessar mundir eru tuttugu ár liðin síðan herskylda var afnum- in hér í Bandaríkjunum. Her- skyldu var fyrst komið á í þræla- stríðinu 1863 en velmegandi menn gátu komið sér undan her- þjónustu með því að greiða hóf- legt gjald eða ráða varamann fyrir sína hönd. Þetta varð tilefni mikillar ólgu og óeirða í New York þar sem fátækir og minni- hlutahópar mótmæltu því að þurfa að færa stærri fórnir á víg- vellinum en aðrir. Herskylda var við lýði í öllum helstu styrjöldum sem Bandaríkin tóku þátt í á tutt- ugustu öldinni en andstaða við hana fór vaxandi og æ fleiri fengu undanþágu á grundvelli trúar- eða stjórnmálaskoðana. Herskyldan átti stóran þátt í að grafa undan stuðningi þjóðarinn- ar við Víetnamstríðið og hún var formlega numin úr gildi þegar Nixon forseti lýsti yfir vopnahléi við Norður-Víetnama í ársbyrjun 1973. Hins vegar þurfa ungir karlmenn hér í Bandaríkjunum enn að skrá sig á baklista sem herinn getur gripið til ef neyðar- ástand skapast og herinn telur sig hafa þörf fyrir fjöldaútkall. Þessi skráning lætur lítið yfir sér en þeir sem ekki sinna þessari skyldu eiga yfir höfði sér fang- elsisdóma og fjársektir. Mikið var rætt um það meðal ungs fólks í kosningabaráttunni á dögunum að Bush myndi taka upp her- skyldu á ný ef hann næði endur- kjöri og þó Bush harðneitaði þessu sýndu kannanir að orðróm- urinn kostaði hann talsvert fylgi. Herskylda við núverandi aðstæð- ur væri hreinræktuð pólitísk sjálfsmorðsför og eru engar líkur á því að Bush leggi á þá vök nema fokið sé í öll önnur skjól. En varn- armálaráðuneytinu er vandi á höndum. Kannanir sýna að sífellt færri unglingar geta hugsað sér að ganga í herinn. Árið 1979 töldu 59% framhaldsskóladrengja úti- lokað eða fremur ólíklegt að þeir myndu stunda herþjónustu en árið 2001 var hlutfallið orðið 70%. Herinn hefur brugðist við með umfangsmikilli ímyndar- og auglýsingaherferð. Stríðstölvu- leikjum er dreift ókeypis til framhaldsskólanema, sjónvarps- auglýsingar keyrðar sem aldrei fyrr og vefsíður eins og Amer- ica´s Army eiga að lokka að her- menn framtíðarinnar. Þessi síða er ein vinsælasta leikjasíðan á vefnum en skráðir notendur hennar eru 4 milljónir. Á síðunni rennur sýndarveruleikinn saman við alvöruna því unglingarnir eru fræddir um hið fórnfúsa og eftir- sóknarverða starf hermannsins sem felst m.a. í að „vernda frelsi Bandaríkjanna og gæta friðar- ins“ eins og það er svo smekklega orðað. Herinn er með útsendara í framhaldsskólum og háskólum um land allt en hann varð fyrir áfalli á dögunum þegar áfrýjun- ardómstóll í Philadelphiu úr- skurðaði að framhaldsskólar mættu reka þessa ráðningafull- trúa hersins af lóðum sínum án þess að eiga á hættu á refsiað- gerðum frá ríkinu. Þessi úrskurð- ur gengur gegn löggjöf Banda- ríkjaþings frá 1995 sem bannar ríkisstjórninni að veita nokkru fé til skóla sem reyna að hindra ráðningartilburði hersins. Ameríkubréf SKÚLI HELGASON Herinn býður ungu fólki arminn Ég vil vekja athygli á og taka undir nánast allt sem Vigfús Karlsson segir um flugvöll í miðju höfuð- borgarsvæðisins í Fréttablaðinu 16. desember. Um hvatirnar sem liggja að baki því að fólk vill ekki horfast í augu við að það er eðlileg þróun að flugvöllurinn fari til Keflavíkur þá eru þær auk þeirra pólitísku sem Vigfús nefnir bæði persónubundin sérhagsmunahyggja og viss þröng- sýni. Það er nefnilega ekki öllum gefið að geta sett sig í annarra spor eða geta séð hagkvæmni í því sem ekki kemur manni persónulega til góða. Fyrir svo utan hina heilögu trú á eigin réttmætu skoðanir og vonina um að allt verði óbreytt til eilífðarnóns. ■ HULDA BJÖRG SIGURÐARDÓTTIR LYFJAFRÆÐINGUR SKRIFAR Um innanlandsflugið 30-31 Umræðan 17.12.2004 14.21 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.