Fréttablaðið - 18.12.2004, Blaðsíða 82

Fréttablaðið - 18.12.2004, Blaðsíða 82
H ljómsveitir geta ekki notiðöllu meiri velgengni enDestiny’s Child. Sveitin hef- ur vaxið með hverri útgáfu og selt rúmlega 40 milljónir eintaka af plöt- um sínum. Þar með eru ekki taldar þeir milljónir platna sem stúlkurnar hafa selt sem einherjar. Stjarna Beyoncé Knowles verður ekki mikið bjartari og þessa dagana er hún hreinlega alls staðar. Ekki bara í myndböndum sem birt- ast á fimm mínútna fresti í sjón- varpinu, heldur birtist hún reglu- lega í kvikmyndum og skreytir aug- lýsingatímana líka. Í dag eru fáir staðir í heiminum þar sem hún prýð- ir ekki hverja einustu Pepsíflösku kjörbúðanna. Ekki nóg með það, heldur auglýsir hún líka ilmvötn, fatnað og hárvörur. Fáar popp- stjörnur hafa leyft sér að verða jafn mikil söluvara og hún er orðin í dag. Sjö ára undrabörn Það er ótrúleg staðreynd að þegar stúlkurnar í Destiny’s Child fengu plötusamning árið 1997, þá 16 ára gamlar, höfðu þær verið starfandi í 7 ár. Beyoncé Gisele Knowles byrj- aði að syngja og dansa, fjölskyldu sinni til mikillar skemmtunar, að- eins sjö ára gömul. Níu ára höfðu hún og frænka hennar Kelendria „Kelly“ Rowland þegar stofnað Destiny’s Child ásamt vinkonum sínum LaTaviu Roberson og LeToya Luckett. Frá stofnun sveitarinnar hefur Mathew Know- les, pabbi Beyoncé og forráða- maður Kelly, haldið utan um æv- intýrið. Hann hvatti frænkurnar áfram í æsku og sendi þær í hverja prufuna og hæfileika- keppnina á fætur annarri. Það var einmitt á þannig hæfileikaprufu sem frænkurnar Kelly og Beyoncé kynntust LaTaviu og LeToyu. Allar voru stúlkurnar frá Houston í Texas og nafn sveitar- innar fann Matthew í gamla testa- menti Biblíunnar, úr bók Jesaja, enda mjög trúaður og vígður prestur til kristinnar trúar. Allar stúlkurnar fengu þannig strangt kristilegt uppeldi, sem útskýrir hversu stór hluti laga þeirra er á trúarlegu nótunum. Stelpuslagur Fyrsta breiðskífan leit dagsins ljós árið 1998 en þar stjórnaði Wyclef Jean úr The Fugees upptökum ásamt Jermaine Dupri. Sveitin hitti beint í mark og fyrsta smá- skífan, No No No, seldist í rúmlega milljón eintökum og náði toppsæti R&B Billboard listans. Stúlkurnar fylgdu slagaranum eftir með lög- unum Whit Me og Get on the Bus, sem náðu þó ekki sömu vinsældum og fyrsta lagið. Það sem gerir tónlist Destiny’s Child sérstaka er hversu mikið er lagt í raddútsetningar. Í raun minna lög sveitarinnar oft á gamla slagara doo-wop-tímabilsins, auk þess sem greina má sterk áhrif gospels. Úsetningar hafa þó alltaf verið mjög móðins og poppaðar. Destiny’s Child er þó fyrst og fremst raddsveit, en ekki hefð- bundin poppsveit. Það sem hefur einnig einkennt stúlkurnar frá upphafi er dugnaðurinn. Þannig ruku þær beint í hljóðverið eftir að fyrsta platan kom út og fylgdu henni eftir með breiðskífunni The Writings on the Wall árið eftir. Lögin Bills Bills Bills, Bug a Boo og Say My Name færðu sveit- inni meiri velgengni en áður og fókusinn var þá þegar byrjaður að færast mikið að Beyoncé. Eitthvað fór misjöfn skipting sviðsljóssins í taugarnar á þeim LaToyu og LaTaviu því þær ákváðu að skipta um umboðsmann. Þeim fannst pabbi Beyoncé hafa of mikla stjórn á sveitinni auk þess sem þær kvörtuðu sáran yfir því að hann ýtti dóttur sinni og frænku alltaf fram fyrir þær. Þær ákváðu því að finna sér nýjan umboðs- mann, en ætluðu sér þó aldrei að hætta í sveitinni. Þessi ákvörðun þeirra skapaði auðvitað mikla spennu innan hópsins. Þeim LaToyu og LaTaviu brá því heldur mikið í brún þegar myndbandið fyrir Say My Name var sett í spilun í febrúar árið 2000. Þar sáust dansandi og syngjandi tvær nýjar stúlkur, þær Michelle Williams og Farrah Franklin, en þá hafði einhver gleymt að tilkynna stúlkunum þessa „breytingu“ inn- an sveitarinnar. Þær fóru í mál við fyrrum vinkonur sínar og umboðs- manninn. Á þessum tíma voru stúlkurnar fjórar allar duglegar við að skjóta hver á aðra í press- unni og þær fengu svipaða, ef ekki meiri athygli, fyrir þessar bitru deilur sínar en sjálfa tónlistina. Á meðan á öllu þessu stóð fór lagið Jumpin, Jumpin á topp 10 og önnur plata þeirra náði því að seljast í 8 milljónum eintaka um allan heim. Dramatíkin var þó fjarri því að vera búin og Farrah Franklin hætti, eftir að hafa aðeins starfað með sveitinni í nokkra mánuði. Sveitin sendi frá sér tilkynningu þar sem því var haldið fram að hún hefði fengið reisupassann fyrir að missa af nokkrum tónleik- um. Sjálf sagði Farrah það í viðtali að hún hefði ekki þolað hversu mikil neikvæðni væri í stúlkunum og hversu lítið frelsi þær höfðu. LaToya og LaTavia náðu sam- komulagi við Beyoncé og Kelly og málið var fellt niður. Þær ákváðu hins vegar að fara alla leið með mál sitt gegn Mathew Knowles, og sökuðu hann um samningsbrot. Þær stofnuðu síðar söngflokkinn Angel. 66 18. desember 2004 LAUGARDAGUR Yndisauki sælkeraverslun // I‹U-húsinu 2. hæ› // s. 511 8090 // www.yndisauki.is SÆLKERAVERSLUN Verslunin okkar er stútfull af frábærum hugmyndum fyrir sælkera. Ítalskar e›alolíur, pestó og pasta, sjávarfang, sniglar, ostar, andalifur og freistandi gjafavörur. F í t o n / S Í A Pakkatilbo› Diskur, nemi og móttakari 24.900.-Tilbo› Reikna›u dæmi› til enda og fá›u stafrænar opnar sjónvarpsrásir um gervihnött. B‡›ur ma. upp á BBC, Sky News, CNN o.fl. Echostar DSB-780 FTA Móttakari fyrir opnar rásir. Opi› laugardag f rá k l . 10 -16 Gæ›in hafa nafn E I C O S k ú t u v o g i 6 S í m i 5 7 0 4 7 0 0 w w w . e i c o . i s Destiny’s Child er stærsta R&B-kvennasveit sem hefur starfað. Birgir Örn Steinarsson rekur feril sveitarinnar vegna útgáfu nýju plötunnar, Destiny Fulfilled. Svanasöngur tríósins? 82-83 (66-67) Fólk lesið so far 17.12.2004 18:52 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.