Fréttablaðið - 18.12.2004, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 18.12.2004, Blaðsíða 44
Jólafötin Nú er kominn tími til að taka fram fötin sem maður ætlar að nota á jólunum og fara yfir ástandið á þeim. Það tekur að jafnaði tvo daga að fá föt úr hreinsun og enn lengur ef það þarf að láta gera við saumsprettur. Ágætt er að hafa tilbúin tvö sett af sparifatn- aði á jólunum því maður veit aldrei hvað getur gerst. [ Vildi fara norður í svalann Andreas er frá Sviss og ætlar að prófa að halda íslensk jól í ár. Svisslendingurinn Andreas Fleisch er einn þrjátíu og fjög- urra skiptinema á Íslandi sem verja jólunum í faðmi nýrrar fjölskyldu, fjarri sínu heimalandi. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég verð að heiman á jólum og það er svolítið erfitt. En ég ætla bara að sjá hvernig það gengur,“ segir Andreas. Hann talar hreint ótrúlega góða íslensku sem hann hefur lært að mestu á þeim fjórum mánuðum sem hann hefur dvalið hér á landi. „Það bætist alltaf aðeins við af orðum á hverjum degi,“ segir hann og er greinilega duglegur að læra, enda finnst honum gaman í Flensborg sem er skól- inn hans. Andreas er 16 ára og þegar hann ákvað að gerast skiptinemi í eitt ár stefndi hug- urinn á norðlægar slóðir. „Mér finnst ekki gott að vera í hita og vildi því fara eitthvað norður. Mér fannst Ísland sérstakt land og þess vegna kom ég,“ segir hann og lætur vel af sér hér í svalanum. Hann býr í Hafnar- firði hjá foreldrum og tveimur bræðrum, 18 og 20 ára. Andreas kemur frá smábæ í nágrenni Zürich og að hans sögn er þar stundum kalt á jólum og stundum ekki, líkt og hér. Hann er þó ekki vanur eins mikilli rigningu í jólamánuðinum og hér hefur verið í ár. Þegar talað er um Sviss detta manni skíða- lönd í hug. Andreas kveðst yfir- leitt fara á skíði í Ölpunum í tveggja vikna vetrarfríi skólans og er spenntur að vita hvort hann komist eitthvað á skíði hér í vetur. „Ég vona að það verði snjór í Bláfjöllum,“ segir hann. Andreas er vanur mikilli jólastemningu í Sviss og þar hefst hátíðin á aðfangadags- kvöld eins og hér. Þá er fondu með allskonar kjöti og græn- meti á borðum heima hjá honum og líka góð kjötsúpa. Í stofunni er jólatré með kertum og gjafir undir því. Hann er þegar búinn að fá nokkra pakka að heiman og bíður spenntur eftir að opna þá á aðfangadagskvöld. gun@frettabladid.is „Hvernig á að halda lífi í jólastjörnunni seg- irðu? Aðalatriðið er að forða henni frá dragsúgi og kulda,“ segir Ásdís Ragnars- dóttir í Blómavali þegar hringt er í hana til að leita hollráða. Það gengur nefnilega misjafnlega að halda þessum fallegu blómum þannig að þau virkilega gleðji augað. Þótt tvö blóm hafi stað- ið keik og falleg hlið við hlið í einhverri blómaverslun þegar þau voru keypt getur þeim heilsast misjafnlega upp frá því. Dæmi eru um að annað sé búið að fella öll blöð en hitt brosi við eiganda sínum. Jólastjarnan þarf þokkalega góða birtu en má ekki standa nærri opnum glugga því hún er mjög viðkvæm,“ segir Ásdís. „Svo þarf hún að þorna aðeins á milli vökvunar því ef hún er höfð mjög blaut þá getur henni orðið of kalt. Hinsvegar má hún heldur ekki verða skraufaþurr.“ Þegar Ásdís er spurð hvort vökvun einu sinni í viku henti jóla- stjörnu, svarar hún: „Maður má aldrei segja fólki að vökva einu sinni í viku. Það er svo mismunandi loft og hitastig inni hjá fólki.“ ■ Miðbæ Háaleitisbraut 58 - 60 Sími: 553 2300 Skóverslunin - iljaskinn Inniskór á konur og karla í miklu úrvali! Góðir skór! Dalbrekku 16 • 585 0000 • www.aukaraf.is Talstöðvar og GPS 585 0000 • www.aukaraf.is ar og GPS Dömu og herrasloppar. Náttfatnaður, innigallar GULLBRÁ, Nóatún 17 s. 562-4217 Taktu þátt í jólaleik Jóa útherja. Fjöldi glæsilegra vinninga dregnir út alla föstudaga á Skonrokk hjá Valtý Birni. Nánari uppl um vinninga á www.joiutherji.is Ármúla 36 • 108 Reykjavík s. 588 1560 • www.joiutherji.is Við eigum mikið úrval af töskum, bakpokum, fótboltum og o.fl. fyrir knattpyrnumanninn. Ítölsk náttföt - amerískir heimagallar. - íslenskar værðarvoðir og fleira fallegt í jólapakkan Diza • Ingólfsstræti 6 • S. 561-4000 Opið til kl. 22 öll kvöld til jóla Jólagjafir Mikið úrval af burstasettum og neistahlífa, ásamt ýmis konar aukahlutum. Opið laugardaga kl. 10-16 og sunnudaga kl. 12-16 til jóla. Arinbúðin Stórhöfða 17 v/Gullinbrú (fyrir neðan húsið) Sími 567 2133 · www.arinn.is ] FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Jólapakki Reykjavíkur Höfuðborgarstofa býður upp á gagnlegar upplýsingar. Reykjavíkurborg hefur tekið saman upplýsingapakka með gagnlegum upplýsingum um allt sem tengist opnunartíma og þjónustu um jólin. Nýtast þessar upplýsingar bæði íbú- um Reykjavíkurborgar og gestum borgarinnar sem er þó nokkrir á þessum tíma árs. Í pakkanum er að finna upplýsingar um opnunartíma verslana, safna, veitingastaða, ýmsa afþreyingu, áætlunarferðir og margt fleira. Hægt er að nálgast þessar upplýsingar á vefsíðu Reykjavíkurborgar, reykja- vik.is. ■ Jólastjarnan er viðkvæm Vill jafna vökvun og jafnt hitastig. Dalbrekku 16 • 585 0000 • www. ukar f.is Talstöðvar og GPS 44-45 (04-05) Jolin koma 17.12.2004 14.45 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.