Fréttablaðið - 18.12.2004, Blaðsíða 67

Fréttablaðið - 18.12.2004, Blaðsíða 67
LAUGARDAGUR 18. desember 2004 51 talið og við enduðum á því að pródúsera það líka og gera eig- inlega allt á því. Þannig að það var mjög gaman.“ Slow var ákaflega vinsælt á sínum tíma og mikið spilað á út- varpsstöðvum. Vanalega fá höf- undar slíkra laga vænan skerf af vinsældunum í sinn vasa og ætti Emiliana ekki að vera þar nein undantekning. Spurð um höfundarlaunin segist Emilina ekki vilja tala um peninga. Hún segist vera ákaflega gamaldags í þeim efnum og roðni bara ef einhver minnist á þá. Margir draumar rættust Þáttur Emiliönu í kvikmyndinni Lord of the Rings: The Two Towers vakti mikla athygli á sínum tíma, enda hafði fyrsta myndin í þríleiknum notið mik- illar hylli. Hún var fengin til að syngja aðallag myndarinnar, Gollum’s Song, og segir marga drauma hafa ræst við það verk- efni. „Það var eiginlega það besta í heimi. Ég var rosalegur aðdáandi bókanna þegar ég var krakki. Þegar ég sá fyrstu myndina óskaði ég mér að fá að vera með, þótt ég hefði bara fengið að vera tré eða eitthvað. Sá draumur rættist og ég fékk líka að syngja í stúdíói eitt í Abbey Road sem ég hefði lík- lega aldrei getað gert. Það var líka frábært að vera bendluð við Howard Shore, kvikmyndahöf- undinn. Síðan er leikstjórinn Peter Jackson alveg frábær.“ Emiliana er ekki viss um að lagið hafi opnað dyr fyrir sig. Hún segist vera dálítið í sínum eigin heimi í borginni Brighton, þar sem hún hefur búið undan- farin tvö ár. Skiptir hún sér frekar lítið að því sem er að ger- ast úti í hinum stóra heimi og hafi ekki orðið vör við aukin tækifæri í kjölfar lagsins. Hún segist heldur ekki vita hvort lagið Slow hafi opnað einhverjar stærri dyr fyrir sig. „Það er erfitt að segja eins og er því við helltum okkur bara aftur í plöt- una. Við fórum ekkert að skrifa fullt af popplögum allt í einu.“ Hún segist hafa fengið einhverj- ar beiðnir um að semja fleiri lög en vill ekki gefa upp nein nöfn í því samhengi. „Þetta verða að vera listamenn sem maður fílar. Við höfum eiginlega engan tíma til að gera það alveg strax. Kannski eftir áramót.“ Lífið í Brighton Emiliana fluttist út til Bretlands fyrir sjö árum eftir að hafa ver- ið áberandi hér á landi á tónlist- arsviðinu. Fyrstu fimm árin bjó hún í London en fluttist síðan til Brighton, sem var staðurinn þar sem hún vildi upphaflega búa. „Brighton er alveg æðisleg borg. Þetta er svona lítill hippa- bær. Þar er hægt að labba um allt eins og heima, sem ég elska. Svo er sjórinn hérna, góðir veit- ingastaðir og kaffihús. Allt þetta sem maður ólst upp við. Maður sækir ennþá alltaf í minni bæi.“ Emiliana býr í Brighton með kærastanum sín- um Jamie, sem er umboðsmað- ur. Hefur hann meðal annars á sínum snærum, auk Emilönu, ís- lensku sveitina múm. Til Íslands um jólin Emiliana ætlar að eyða jólunum hér á landi í faðmi fjölskyldunn- ar og hlakkar mikið til. „Ég ætla að loka mig inni og fara á vatnið til að róa og veiða. Mér finnst rosalega gaman að veiða og bara vera úti í náttúrunni.“ Með þess- um orðum lýkur samtalinu. Kannski viðeigandi því Emili- ana er mikið náttúrubarn þegar kemur að tónlistinni og fer ávallt sínar eigin leiðir. freyr@frettabladid.is EMILIANA TORRINI Næsta plata Emiliönu Torrini kemur út í janúar á næsta ári. Nefnist hún Fisherman´s Woman. M YN D /K EV IN W ES TE N B ER G Í HLJÓÐVERINU Emiliana Torrini við upptökur á nýju plötunni. Aðeins hálftíma tók að semja lagið Slow sem nú hefur verið tilnefnt til Grammy-verðlaunanna. 66-67 (50-51) Helgarefni 17.12.2004 14:58 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.