Fréttablaðið - 18.12.2004, Blaðsíða 59

Fréttablaðið - 18.12.2004, Blaðsíða 59
Þór Sigurðsson, fangi á Litla-Hrauni sem varð manni að bana í febrúar árið 2002, var vel á þriðja mánuð í gæsluvarðhaldi. Þar af sex vikur í einangrun þar sem hann var lokaður inni í klefa í 23 klukkutíma á sólarhring. Einn klukkutími er gefinn í úti- vist í litlum garði með steyptum veggjum þar sem ekkert sást út nema himininn í gegnum rimlanet. Þór segir einangrunartímann hafa liðið mjög hratt, hann hafi haft mikið að hugsa um, eiginlega of mikið. Fyrstu vikuna svaf hann að mestu enda hafið hann verið handtekinn eftir nokkra daga fíkniefnaneyslu. Fráhvarfseinkennin voru líkamleg van- líðan ofan á erfiða andlega líðan. Í fyrstu segir hann þetta hafa verið eins og að horfa á bíómynd í c-flokki en síðan hafi síast inn að þetta væri raunveruleikinn. „Ég hugsaði óþægilega mikið og oft um hið stóra EF. Hvað ef ég hefði verið annars staðar...,“ segir Þór. Í gæsluvarðhaldinu skrifaði hann niður sautján hundruð til tvö þúsund atriði um hvernig hlutirnir hefðu getað verið öðruvísi. Eftir eina viku í einangrun fékk Þór að hitta foreldra sína og segir fangelsisyfirvöld hafa verið mjög liðleg hvað það varðar. Hann segir mikinn tíma hafa farið í að hugsa um líðan fjölskyldu sinnar. Áður en foreldrar hans komu í heimsókn vissi hann ekki við hverju hann ætti að búast. „Ég vissi að þau yrðu sár en annað vissi ég ekki. Lét jafnvel hvarfla að mér að þau myndu snúa við mér bakinu.“ Þór segir einangrunarvistina skilja lítið eftir, þar hafa hver dagur verið eins. Yfirheyrsl- urnar hafi verið lýjandi. Hann hafi verið spurður sömu spurninganna aftur og aftur þrátt fyrir að hann teldi sig vera búinn að svara þeim eins vel og hann gæti. Þó segir hann stundum hafa verið gott að fara í yfirheyrslu bara til að hitta einhvern. Þór segist nánast strax hafa gert sér grein fyrir hvað hann fengi langan dóm og það hafi gert lífið auðveldara. Þannig þurfti hann ekki að hugsa um hver hann yrði. Í staðinn fór tíminn í að sættast við sjálfan sig og sínar gjörðir því þeim gat hann ekki breytt. „Samviskan nagar alltaf en ég verð að læra að lifa með því. Það er ekki ann- að í boði.“ LAUGARDAGUR 18. desember 2004 43 Fu llt n af n: H ei m ili sf an g: Pó st nú m er : Sv ei ta rfé la g: Sí m i: D æ m i u m n ýj un g fr á O st a- o g sm jö rs öl un ni á á ri nu 2 00 4: Fangar í einangrun fá skammtaða hluti eins og mat, sígarettur, eld, rakvélar og tannbursta. Þeir fá ekki að klæðast eigin fötum, fá íþróttagalla. Teygjan er fjarlægð til að draga úr hættu á sjálfsvígum. Einangrunarklefarnir eru átta fermetrar. Þar dvelja fangarnir í 23 tíma á sólarhring en fá að fara út í fangelsisgarð í eina klukkustund á dag þar sem þeir mega leika sér með fótbolta. Garðurinn er umkringdur gráum veggjum og fyrir ofan eru rimlar. Fangarnir mega fara í sturtu einu sinni á dag. Í klefanum er jafnan léleg loftræsting, stundum of kalt eða of heitt. Klósettið er úr stáli, er fest á vegg en er ekki með loki. Rúm, stóll og borð eru fest við gólfið. Það er ekki hægt að horfa út um glugga í klefanum þar sem glerið er sandblásið. Rúm- dýnan er þunn og klædd vatnsþéttu efni sem andar ekki. Í klefanum er pússuð stál- plata í stað spegils. Það er engin klukka í klefanum og fangar í einangrun fá ekki að ganga með úr. Þeir geta spurt fangaverði hvað tímanum líður. Dagarnir fara í að púsla, skrifa, teikna eða lesa bækur eða gömul blöð en fangar í einangrun fá ekki að horfa á sjónvarp eða hlusta á útvarp. Sálfræðingur sinni gæsluvarðhaldsföngum eftir þörfum þeirra. Fanginn getur sjálfur beðið um viðtal. Fangaverðir eða lögregla óska líka eftir sálfræðiaðstoð ef þeir verða varir við mikla vanlíðan hjá fanganum. Sálfræðingar eru við alla virka daga nema föstudaga og hægt er að kalla hann til allan sólarhringinn ef nauðsyn krefur. 23 þriggja tíma vist í átta fermetra klefa Þrátt fyrir að starfa sem sálfræðingur á Litla-Hrauni þarf Mari- us Peersen að fá leyfi hjá lögreglu til að tala við gæsluvarð- haldsfanga í einangrun. Það sama gildir um hjúkrunarfræð- inga og presta, en læknar hafa beinan aðgang að föngunum. Hann segir lögreglu vera mjög liðlega og hann hafi alltaf fengið að hitta fanga þegar hann óskar. Marius segir að það að hafa framið alvarlegan glæp eða að vera grunaður um það hafi mest áhrif á andlega heilsu gæsluvarðhaldsfanga. Þess vegna séu þeir oft haldnir mikilli sektarkennd eða ótta við framtíðina. Í ofanálag lifi þeir í óvissu um hversu lengi þeir þurfi að sæta einangrun. Hann segir þessar tilfinningar valda streitu. Einkenni hennar séu oft kvíði, þunglyndi og sorg. Alvarlegustu einkennin séu ofskynjanir, sjálfskaðandi hegðun eða sjálfsvígshugsanir. Þá segir hann marga þjást af svefnleysi og einbeitingarskorti. Einhæft umhverfi, lítil hreyfing og lítið áreiti hafa slæm áhrif að mati Mariusar. Hann segir fangana ekki hafa aðstöðu til að takast á við streituna, til dæmis með líkamsrækt. Við þessar aðstæður ráðleggur Marius föngunum að skipuleggja tíma sinn vel þannig að vistin sé ekki eintóm bið. Hann segist þeirrar skoðunar að bjóða mætti föngunum upp á líkams- rækt, vinnu í klefa og lengri útivist til að auðvelda þeim dvöl- ina í einangrun. Fangarnir sitja einir með hugsanir sínar um fjölskylduna, eigin stöðu eða vinnu. Sérstaklega reynist mönnum erfitt að lifa við áhyggjur af sínum nánustu, foreldum, maka og börnum. En praktískir hlutir sækja einnig á þá eins og áhyggjur af inn- borgunum á íbúð eða greiðslur af lánum. Marius segir að dagarnir líði hægt í einangrun og þá gefist mönnum nægur tími til að velta slíkum hlutum fyrir sér. Dægradvöl felst eingöngu í púsli, teikningu eða lestri bóka og gamalla tímarita. Einangrunarvist reynist fíkniefnaneytendum sérstaklega erfið þegar þeir upplifa fráhvarfseinkenni. Þeir fá lyf til að takast á við verstu einkennin en löngunin í fíkni- efni ein og sér veldur mikilli vanlíðan. Ein- kenni í þeim tilvikum eru meðal annars magapína, höfuðverkir, ógleði og niður- gangur. Marius segir að það reyni mjög á fólk að takast á við þessi mein í þröngum og óvistlegum klefa. Yfirleitt hverfa neikvæð sálræn og líkam- leg einkenni einangrunarvistar þegar menn losna aftur út en Marius segir að aldrei sé hægt að útiloka langtímaáhrif. Marius segir ríka tilhneigingu til að létta vistina fyrir einangrunarfanga þegar á líð- ur vistina. Auk þess sé starfsfólkið í fang- elsinu gott og fangaverðirnir þægilegir í umgengni. Fangarnir verði stundum hissa á góðu viðmóti þeirra. Marius segist ekki verða var við það að lögreglan beiti einangrunarvist til að veikja grunaða menn fyrir yfirheyrslur. Það hafi kannski verið gert áður fyrr en nú sé henni eingöngu beitt til að hindra áhrif grunaðra á rannsókn mála. Hann segir lögreglumenn farna að hugsa meira um aðstæður fanga en áður. Sem dæmi um það nefnir hann fyrirlestur sem hann var beðinn um að flytja hjá lögreglunni um áhrif gæsluvarðhalds á fanga. Þunglyndi, sorg og samviska sækja á Tíminn í einangrun rann saman í eitt FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N 58-59 (42-43) Gæsluvarðhald 17.12.2004 14.14 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.