Fréttablaðið - 18.12.2004, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 18.12.2004, Blaðsíða 40
40 18. desember 2004 LAUGARDAGUR „Þetta er dæmi um það þegar mað- ur fær hugmynd og tekur afleið- ingunum í mörg ár á eftir,“ segir Andri Steinþór Björnsson um til- urð bókar sinnar Vísindabyltingin og rætur hennar í fornöld og á mið- öldum. Andri tók BA-próf í sál- fræði, og síðar masterspróf, eink- um á sviði vísindasögu, og er núna í doktorsnámi í klínískri sálfræði í Colorado í Bandaríkjunum. „Í BA- náminu hafði ég alla tíð mikinn áhuga á því hvað vísindi væru, en innan sálfræðinnar er lögð mikil áhersla á að hún sé vísindagrein. Í BA-náminu kannaði ég meðal ann- ars sögu þróunarkenningar Darwins og las erlendar bækur um vísindi fyrir almenning. Ég furðaði mig á því að ekki væri til bók á ís- lensku um helstu vísindakenning- ar okkar daga. Þá vaknaði hug- mynd um að búa til þáttaröð fyrir útvarp og skrifa bók um helstu vís- indakenningar okkar tíma,“ segir Andri. Leit að svörum Í bók hans er saga vísinda frá fornöld og fram á 18. öld sögð í einu bindi. „Segja má að bókin hafi þróast frá því að vera um inntak ýmissa vísindakenninga yfir í að vera vísindasaga fyrir almenn- ing,“ segir Andri. „Ég vildi varpa ljósi á það hvað vísindi eru og hvernig þau sigruðu heiminn. Þetta var mín leit að svörum við spurningum sem mér þóttu áhuga- verðar.“ Er eitthvert tímabil í vísinda- sögunni sem þér finnst merkilegra en annað? „Vísindi þykja sjálfsögð í vest- rænum samfélögum en í raun er stutt síðan þau festu rætur. Það var á 16. og 17. öld, í hinni svo- nefndu vísindabyltingu, sem vís- indin náðu loks fótfestu í vestræn- um samfélögum og gjörbreyttu þeim. Það er sá tími sem mér finnst áhugaverðastur og mest spennandi. Þá eru vísindin ný, þau eru að að skilgreina sig og berjast fyrir tilvist sinni. Þetta er tví- mælalaust mitt uppáhaldsskeið í sögunni.“ Eins og mannanna verk Hver er mesti vísindamaður allra tíma? „Þetta er erfið spurning. Verk vísindamanna eru ólík og tímarnir hafa verið mismunandi og þess vegna er erfitt að bera saman framlög manna. Aristóteles var dá- samlegur á sinni tíð og eins var Ísak Newton undraverður á marg- an hátt. En það er afskaplega erfitt að bera þessa menn saman af því að forsendur þeirra voru svo ólík- ar. Ég get ekki nefnt neinn einn en gæti komið með tuttugu manna lista.“ Eru vísindi of flókin fyrir al- menning? „Ég held að þau séu það ekki og einn megintilgangur bókarinnar er einmitt að sýna fram á það. Við búum við þá þverstæðu að vísindi eru sjálfsögð og ein helsta undir- staða þekkingar, en á sama tíma eru þau framandi þorra mann- kyns, dularfull og skrítin, og venjulegt fólk telur yfirleitt að það geti ekki skilið þau. En með því að líta til sögu vísinda á að vera hægt að skilja inntakið í vísindakenning- um og aðferðum vísindamanna. Eitt takmark þessarar bókar er að svipta hulunni af því sem virðist framandi og dularfullt í vísindum. Vísindastörf eru að mörgu leyti eins og önnur mannanna verk og þar rúmast allur skali mannlegra tilfinninga. Þess vegna er svo skemmtilegt að lesa um þau.“ kolla@frettabladid.is V estmannaeyingar ættu aðvita manna best hvað felst ístjórnun á stórviðburðum eins og útihátíðum og er Þjóðhátíð verslunarmannahelgarinnar ein og sér ástæða fyrir því. Nýsköpunar- stofa Vestmannaeyja hefur nú sett af stað stjórnunarnám sem er sér- sniðið að viðburðastjórnun. Fólk lærir þar að stjórna meiriháttar viðburðum eins og ráðstefnum, útihátíðum, íþróttamótum og fleiru. Far- ið er í alla þá þætti sem koma að þess háttar skipu- lagi. „Hérna lærir fólk ekki bara að stjórna fólki heldur líka verkefnastjórnun, skipulagningu á öryggis- málum og lærir inn á það hvaða leyfi þurfa að vera fyrir hendi og þess háttar. Nemendur eru hálfan dag- inn í verklegu námi og hálfan í bóklegu námi og bakgrunnur fólks skiptir engu máli. Námið er því bæði á háskóla- og framhalds- skólastigi og ná nemendur bæði bóklegri og verklegri reynslu út úr náminu,“ segir Sigurjón Har- aldsson, formaður Nýsköpunar- stofu Vestmannaeyja. Mjög sérstakt er við námið að það er eins konar fjarnám að því leyti að kennararnir eru ekki endilega viðstaddir kennsluna heldur munu sumir kennararnir verða staddir erlendis. Sá mögu- leiki er því fyrir hendi að fá í framtíðinni fyrirlesara frá útlöndum sem væri erfitt að fá annars. „Námið fer fram í Eyjum og nemend- urnir eru samt alltaf sam- an og það er félagslegi þátturinn sem gleymist gjarnan í venjulegu fjar- námi. Við hugsum að í framtíðinni gætu kennar- arnir orðið útlenskir. Þetta er í rauninni bara tilrauna- verkefni í tvö ár og smám saman verður fundinn fastur farvegur fyrir skól- ann.“ Ekki er enn vitað hvað námið mun kosta en Sigur- jón segir stefnuna vera að hafa það ódýrt. „Við erum að semja við menntamálaráðuneytið um að fá svipaðan styrk og aðrir háskólar svo þetta geti verið frítt og í mesta lagi einhver skráningar- gjöld.“ ■ Vestmannaeyingar miðla af reynslu sinni ÞJÓÐHÁTÍÐ Í VESTMANNAEYJUM Er stærsta útihátíðin á landinu og nú ætla Vest- mannaeyingar að miðla af áralangri reynslu sinni í skólaformi. SIGURJÓN HARALDSSON Formaður Nýsköpunar- stofu Vestmanna- eyja. Vísindasaga fyrir almenning ANDRI STEINÞÓR BJÖRNSSON „Ég vildi varpa ljósi á það hvað vísindi eru og hvernig þau sigruðu heiminn. Þetta var mín leit að svörum við spurningum sem mér þóttu áhugaverðar.“ 40-57 (40-41)vísindi 40 lesin 17.12.2004 13.17 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.