Fréttablaðið - 18.12.2004, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 18.12.2004, Blaðsíða 20
20 Tveir menn hafa látist, með mánaðar millibili, vegna hnefahöggs. Annar þeirra var íslenskur fjölskyldufaðir í Mosfellsbæ en hinn danskur hermaður í stuttu stoppi á Íslandi. Fyrir rúmum mánuði sló þekktur fótboltamað- ur danska hermanninn við barinn á skemmti- staðnum Traffic í Keflavík. Sagt er að fótbolta- maðurinn hafi orðið afbrýðisamur út í her- manninn, sem ræddi við unnustu þess fyrr- nefnda. Um síðustu helgi varð tuttugu og fimm ára Íslendingur fjölskylduföður á sextugs- aldri að bana á skemmtistaðnum Ásláki í Mos- fellsbæ. Ekki liggur fyrir hver ástæða höggsins var. Af hverju er öðrum haldið lengur en hinum? Hvers vegna var annar árásarmannanna rúman sólarhring í haldi lögreglu en hinn í nokkra daga þrátt fyrir að báðir hafi fljótt játað að hafa veitt höggið? Hægt er að velta því upp hvort Scott Ramsey, sem varð hermanninum að bana, njóti góðs af því að vera kunnur fótboltamaður í minna lögregluumdæmi. Árásarmaðurinn á Ásláki er lítt þekktur og í hans tilfelli sér lögregl- an í Reykjavík um rannsóknina í fjölmennasta umdæmi landsins. Vanur lögreglumaður segir muninn aðeins vera eðli málanna. Líklegast sé að í málinu í Keflavík hafi atvik legið strax ljóst fyrir en ekki hafi náðst að hnýta alla lausa enda rannsóknarinnar í Mosfellsbæ á jafn skömmum tíma. Þá getur fjöldi vitna hafa verið misjafn, sem skipti gífurlega miklu máli þar sem fleiri vitni taka meiri tíma en færri. Hversu misjafnt sem eðli málanna er breytir það ekki því að Scott Ramsey var sleppt úr haldi lögreglu áður en líkið hafði verið krufið og fyrir lá hvert banamein her- mannsins var. Getur eitt högg orðið banahögg? Læknar hafa ekki viljað tjá sig um þessi mannslát sem slík en segja að það megi öllum ljóst vera að það sé varhugavert að veita högg á höfuðið. Höfuðkúpan sé þunn ofan við eyra og geti til dæmis auðveldlega brotnað. Þar undir sé stór æð sem skerist mjög auðveldlega. ■ Misjafn gæsluvarðhaldstími í svipuðum málum FBL GREINING: TVÖ MANNSLÁT VEGNA HNEFAHÖGGS 18. desember 2004 LAUGARDAGUR Síðustu dagar Arafats Sóttarsaga og andlát Jassers Arafat eru sveipuð talsverðri dulúð. Eitt og ann- að um þau efni er þó að skýrast og er ekki allt fallegt sem komið hefur fram. Vísast til hafa flestir Palestínu- menn búist við að forseti þeirra Jasser Arafat myndi bíða bana á hetjulegri hátt en að deyja á sóttar- sæng. Sennilega hefur þó enginn reiknað með þeirri sérkennilegu atburðarás sem fór fram í Ram- allah og París síðustu vikurnar í lífi gamla baráttuljónsins. Brigslyrði gengu á víxl á milli vina hans og vandamanna á meðan hann var í andarslitrunum og lækna greinir enn á um banamein hans. Ruglinu lauk ekki við andlátið því grafa þurfti upp líkið þar sem flaust- urslega hafði verið gengið frá því við fyrri greftrunina. Suzanne Golden- berg, blaðamaður á breska dagblaðinu Guardian, hefur að undanförnu rætt við þá sem voru forsetanum nákomnastir og reynt að varpa ljósi á þessa l e y n d a r d ó m s f u l l u banalegu. Hreystimenni Veikindi Arafats eiga ekki að hafa komið neinum á óvart. Fyrir utan umbrotasöm 75 ár þá bjó hann síðustu tvö ár ævi sinnar við hörmulegan aðbúnað í höfuðstöðv- um sínum í Ramallah og tók þá heilsu hans að versna. Ísraelsmenn höfðu með endurteknum árásum lagt híbýlin nánast í rúst og því þarf ekki að fara mörgum orðum um heilnæmi þess að hafast þar við. Arafat fór nánast aldrei úr húsi þessi tvö síðustu ár sín enda ótt- aðist hann mjög að Ísraelsmenn reyndu að ráða hann af dögum. Þrátt fyrir gífurlegt álag var Arafat stærstan hluta ævi sinnar heilsuhraustur, fyrir utan að hafa verið haldinn dálitlum skjálfta sem margir töldu ranglega að væri parkinsonveiki. Hann hvorki reykti né drakk og í stað þess að drekka biksvart kaffi að hætti Miðjarðarhafsbúa sötraði hann kamillute. Hann hafði hins vegar megnustu óbeit á læknum og lyfj- um og það átti eftir að valda vand- ræðum þegar hann síðan veiktist alvarlega. Elnaði fljótt sóttin 15. október síðastliðinn fékk Arafat slæma pest, uppköst og niðurgang, en reyndi þó af veikum mætti að halda áfram sínum daglegu störf- um. Næstu vikuna elnaði honum sóttinn þannig að hann átti orðið erfitt með að þekkja fólk. 26. októ- ber kom í ljós að blóðflögumagn í blóði hans var aðeins tíundi hluti af því sem eðlilegt er og þá gerðu menn sér grein fyrir því að foring- inn væri að líkindum dauðvona. Eiginkona hans, Suha, kom frá Túnis og reyndi hún ásamt læknum hans að fá hann til að undirgangast meðferð í Frakklandi. Samþykki Arafats fékkst ekki fyrir því fyrr en stjórnvöld í Ísrael höfðu lofað að hann fengi að snúa aftur. Sennilega renndi þau í grun um að sú yrði aldrei raunin. Brigslað á víxl Þegar til Parísar var komið virtist Arafat hressast. Hann át og drakk og var í sambandi við undirsáta sína heima um stjórn landsins. Frönsku læknunum gekk hins veg- ar bölvanlega að greina krankleika hans að öðru leyti en því að þeir voru vissir um að hvítblæði væri ekki orsökin. Eftir andlátið gáfu þeir á endanum út mikla skýrslu þar sem sagt var að flókinn blóð- sjúkdómur, kallaður DIC, hefði dregið Arafat til dauða en ekkert var gefið upp um orsakir sjúk- dómsins. Án þeirrar vitneskju var lækning útilokuð. 3. nóvember missti Arafat al- gerlega meðvitund og þá varð fjandinn laus. Suha sakaði helstu undirsáta Arafats um samsæri gegn eiginmanni sínum og að þeir hygðust grafa hann lifandi. Þeir héldu á móti fram að Suhu væri mest um- hugað um að tryggja sér einhvers konar greiðslur frá palest- ínsku heimastjórninni. Á meðan mögnuðust sögusagnir um að Ísra- elsmenn hefðu eitrað fyrir honum en víst er að því vildu margir trúa svo að hægt væri að gera píslarvott úr Arafat. Barist um búninginn Aðfaranótt fimmtu- dagsins 11. nóvember gaf Arafat svo upp önd- ina eftir heilablæðingu, á sóttarsæng í útlegð. Eingöngu Suha og klerkurinn Taissir Tamimi voru viðstödd kveðjustundina. Líkinu var flogið til Kaíró og síðar til Ramallah þar sem jarðneskar leifar forsetans voru jarðsettar. Arafat fékk reynd- ar ekki að hvíla lengi í friði því nokkrum dögum síðar var kista hans grafin upp að nýju, þá í kyrr- þey. Líkið hafði hvorki verið sveip- að á réttan hátt í klæði né snúið í tilhlýðilega átt. Deilunum á milli Suhu og leið- toga Palestínumanna lauk ekki við andlátið. Ekkjan krafðist þess að fá ein- kennisbúning manns síns og fékk hann en höfuðslæðan fræga kom eftir nokkurt þref í hlut lífvarðar- sveitar hans. Skarðið sem Arafat skilur eftir sig er stórt og svo virð- ist sem brigslyrðin og biturðin hafi grafið um sig hjá þeim sem honum stóðu næst. sveinng@frettabladid.is Í Skífunni Laugavegi 26 verður gaman í allan dag! Kíktu við og njóttu tónlistarinnar Lifandi Laugavegur! ...skemmtir þér ; ) Skífan Laugavegi 26 • Skífan Smáralind • Skifan Kringlunni • www.skifan.is Ellen áritar kl. 1 3. Quarashi árita k l. 15. Á móti sól spila og árita kl. 16. Jagúar spila og árita kl. 17. Diddú áritar kl. 1 8. Áritanir og tónle ikar 1.699,- 1.999,- 1.999,- 1.999,- 1.999,- HÍBÝLIN Í RAMALLAH Þarna bjó Arafat við slæmar aðstæður ásamt 300 vinum og félögum sínum tvö síðustu ár lífs síns. JASSER ARAFAT RÉTT FYRIR FRAKKLANDSFERÐINA Myndatakan átti að sýna að forsetinn væri hress. Fólki þótti hins vegar útlit og klæðaburður Arafats lítt traustvekjandi. - girnileg jólagjöf! Upplýsingar og miðasala: Sími: 551 1200 midasala@leikhusid.is www.leikhusid.is Gildir í tvö ár frá útgáfudegi! Gjafakort Þjóðleikhússins 20-21 (360) 17.12.2004 20:22 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.