Fréttablaðið - 18.12.2004, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 18.12.2004, Blaðsíða 25
Með skattabreytingum sínum telur ríkisstjórnin sig ná mest og best til fjölskyldna með millitekjur, unga fólksins með mestu greiðslubyrðina. Það er fólkið sem greiðir 10-20 pró- sent af tekjum sínum í afborganir af húsnæðislánum. Þetta fólk er líka að greiða stóran hluta af tekjum sínum í afborganir af námslánum og þess vegna er mikilvægt að ná til þessa hóps,“ segir Halldór. Hann telur lítt marktækt að bera saman hópa, fólk með 400 þúsund í mánaðartekjur við fjölskyldur með tvær milljónir í mánaðartekjur eða einstætt foreldri með 150 þúsund á mánuði. Það séu mjög fáir með hæstu tekjurnar og þess vegna sé sá samanburður lítt marktækur. Hann telur mestu skipta að ná til millitekjufólksins sem beri uppi langstærstan hluta skattanna. Til þessa fólks náist ekki nema með því að lækka skattprósentuna. Halldór minnir á að skattprósentan hafi verið 35,2 prósent þegar stað- greiðslukerfið var tekið upp 1987/1988 og þá hafi verið sam- staða í öllum stjórnmálaflokkum um að hafa skattprósentuna ekki hærri, t.d. til að koma í veg fyrir skattsvik. Þetta sé einfalt kerfi sem eftirsóknar- vert sé að halda í. Til að ná meiri jöfnuði þurfi að flækja kerfið með fleiri skattprósentum og það sé and- stætt þróuninni í nágrannalöndun- um. „Einfaldleikinn í íslenska skatt- kerfinu er mikils virði.“ Barnabætur líka til þeirra tekjuháu Halldór segir koma til álita að lækka matarskattinn en hefur greinilega ekki mikla trú á þeirri jöfnunarleið. „Þeir sem eru með meiri tekjur eyða meiru í mat en þeir sem eru með minna í tekjur. Barnabæturnar eru besta jöfnunartækið og við erum að beita því í stórum mæli,“ segir hann og telur jöfnunina koma vel út eftir skattabreytingarnar þó að þeir tekju- hæstu fái líka myndarlegar ótekju- tengdar barnabætur til viðbótar við annan ávinning. „Þeir fá skertar barnabætur þó að þær séu óskertar með yngstu börnunum. Það kemur vel út í öllum útreikningum,“ segir hann. Halldór telur skattabreytingarnar góðar. Kaupmáttur fjölskyldna í land- inu hækki á bilinu 6-10 prósent á sama tíma og meðalkaupmáttur hækki um 4-4,5 prósent. „Stóra spurningin er hvort við viljum halda í þetta kerfi sem við tókum upp 1987/1988 með 35 prósenta skatti eða viljum við fara frá því. Ég tel rangt að víkja frá því. Mér finnst að við eigum að nálgast aftur þá skatt- prósentu sem við byrjuðum með og það erum við að gera. Svo tókum við upp fjármagnstekjuskatt á sínum tíma og í því nefndaráliti var eindreg- ið mælt með því að eignaskattar yrðu lagðir niður enda er að mínu mati miklu heilbrigðara að leggja skatt á tekjurnar af eigninni í stað þess að leggja skatt á eignirnar,“ seg- ir hann. Getum leyft okkur þetta Skuldir ríkisins sem hlutfall af þjóðar- framleiðslu hafa lækkað úr 35 pró- sentum 1995 í 17 prósent í lok næsta árs þannig að ríkissjóður er með lægri skuldir en í nágranna- löndunum. „Tekjur ríkisins hafa vaxið svo mikið vegna aukinna þjóðar- tekna að við getum leyft okkur það að láta minni hluta af tekjuaukanum renna inn í ríkissjóð. Þess vegna er eðlilegt að nota hluta til að lækka skatta. Ég tel að þarna sé farið fram af fullri varúð,“ segir hann. Reiknað er með að hagvöxtur minnki á næstu árum og hafa hag- fræðingar lýst áhyggjum sínum vegna þess. Halldór bendir á að nýj- ar og ófyrirsjáanlegar fjárfestingar geti komið upp, til dæmis sé áhugi á að halda áfram uppbyggingu í orku- frekum iðnaði og þjónustuiðnaður- inn vaxi mjög mikið. „Hagvöxtur milli þriðja ársfjórðungs 2003 og þriðja ársfjórðungs 2004 er yfir sjö prósent- um þannig að það gengur mjög vel í efnahagsmálum Íslendinga. Þess vegna finnst mér engin ástæða til annars en að vera bjartsýnn.“ ghs@frettabladid.is 25LAUGARDAGUR 18. desember 2004 HALLDÓR ÁSGRÍMSSON Forsætisráðherra telur að farið sé fram af varúð í skattabreyt- ingum ríkisstjórnarinnar. Nýjar og ófyrirsjáanlegar fjárfestingar geti komið upp á næstu árum og því sé „engin ástæða til ann- ars en að vera bjartsýnn“. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra telur að skattabreytingar ríkisstjórnarinnar komi þorra fólks til góða, fólkinu með millitekjurnar. Þetta fólk sé með mestu greiðslubyrðina í þjóðfélaginu. Ástæða til bjartsýni FRÉTTAB LAÐ IÐ /G VA 24-25 (360) Skattabreytingar 17.12.2004 14.29 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.