Fréttablaðið - 18.12.2004, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 18.12.2004, Blaðsíða 26
Mikil ófrægingarherferð er nú í gangi í Bandaríkjunum gegn Kofi Annan, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, eftir að hann kvað upp úr með það í við- tali við breska sjónvarpið BBC 12. september síðastliðinn, að stríðið í Írak bryti gegn stofn- skrá Sameinuðu þjóðanna og alþjóðalögum. Hvaða greinar stofnskrárinnar taldi Kofi Annan að hefðu verið brotnar? Þar er fyrst um að ræða greinar 2-7 í kafla I, sem teljast grunnreglur (principles) hinna Sameinuðu þjóða. Grein 3 kveður á um að allar aðildarþjóðir skuli leysa deilur sínar með friðsamlegum meðulum, þannig að friðnum sé ekki stofnað í hættu. Grein 4 segir að aðildarríkin skuli í al- þjóðlegum samskiptum forðast hótanir og valdbeitingu gegn nokkru öðru aðildarríki, sem hafi í för með sér skerðingu á póli- tísku sjálfstæði þess eða eða inn- rás á löghelgað landsvæði þess. Í 7. grein er kveðið á um að ekkert gefi Sameinuðu þjóðunum heim- ild til blanda sér í þau málefni aðildarríkjanna, sem falli innan heimalögsögu ríkjanna. Þetta hefur til skamms tíma verið talið að kæmi í veg fyrir að Sameinuðu þjóðirnar gætu beitt sér fyrir „stjórnarskiptum“ í að- ildarríkjunum hvað sem á dyndi og hefur sannarlega verið skjól margra einræðisherra, sem sannir eru að sök um óhugnan- legt ofbeldi gegn þjóð sinni, jafn- vel svo að jaðrað hefur við þjóð- armorð. Í VII. kafla stofnskrár- innar er hins vegar fjallað um mögulegar aðgerðir vegna ógn- anna við friðinn, friðrofa og hernaðarárása. Grein 39 kveður á um að Öryggisráðið skuli ákveða hverju sinni hvað teljist ógna friðnum og gera þá þær ráðstafanir sem eru heimilar samkvæmt öðrum greinum. Í næstu greinum er svo fyrir mælt að Öryggisráðið skuli forðast all- ar ráðstafanir sem gert geti illt verra. Því ber að sjá um að aðild- arríki fari að fyrirmælum þess og , ef það bregst, má grípa til ráðstafana eins og viðskipta- banns, rofs á diplómatískum tengslum og samgöngum hvers- konar um loft, láð eða lög við landið. Þegar þetta allt hefur brugðist má Öryggisráðið grípa til hern- aðarráðstafana. Það var einmitt sú blessun Öryggisráðsins sem Bandaríkin fóru fram á til að geta gert innrás í Írak, áður en eftirlitsnefnd þess hefði skilað lokaskýrslu undir forystu Hans Blix. Þá var orðið ljóst að neitun- arvaldi yrði beitt gegn innrás. Frakkar höfðu þar forystu (og uppskáru allsherjar ófrægingar- herferð í Bandaríkjunum, þar sem meira að segja franskar kartöflur voru endurskírðar í mötuneyti bandaríska Senatsins og kallaðar „frelsiskartöflur“.) Þá freistaði Bandaríkjastjórn þess að ná hreinum meirihluta meðal 15 fulltrúa Öryggisráðsins til þess að sýna alheimi, að væri það ekki fyrir neitunarvaldið í Öryggisráðinu, hefði hún fengið, með lýðræðislegum hætti, sam- þykki alþjóðasamfélagsins til innrásar og stjórnarskipta í Írak. Það mistókst líka. Þá var búinn til „listi henna vígfúsu og stað- föstu“ til að sýna heimamönnum í Bandaríkjunum fram á að Bush og Blair stæðu ekki einir. Þannig komust Íslendingar inn á þennan alræmda lista. Eina réttlætingin sem til var fyrir innrás í Írak var að alþjóða- samfélaginu stæði ógn af því ríki. Lögmæti stríðsins að al- þjóðalögum valt á því að Saddam réði yfir gereyðingarvopnum, og eldflaugatækni, sem gæti gert vestræn ríki að skotmarki. Það þýðir ekki að skipta um ástæðu eftir á og segja að Saddam hafi verið vondur maður og harð- stjóri og kvalið og pínt sína þegna og heimurinn sé betri án hans. Með því að lýsa þessum að- gerðum Bush og breska taglhnýt- ingsins Blairs sem lögleysu upp- skar Kofi Annan hatur þeirrar klíku, sem öllu ræður í þessum málum í stjórn Bush, og nú mun Kofi á næstunni fá svipaða með- ferð og Frakkar áður í öllum fjöl- miðlum, sem klíkan hefur vald á. Og það fjölmiðlaveldi er ekki lítið. Búið ykkur undir að í frétta- skeytum viðurkenndra alþjóð- legra fréttastofa verði reynt að grafa undan áliti Sameinuðu þjóðanna og kerfisbundið gefið í skyn að Kofi Annan og sonur hans séu flæktir í meiriháttar skandala. Á meðan getum við hér heima lagt okkar af mörkum til að mót- mæla því að nafn Íslands og ís- lensku þjóðarinnar sé dregið inn í þessi skuggalegu áform Rums- felds&Co. með því að styðja yfir- lýsinguna, sem birtast mun í New York Times í janúar á veg- um Þjóðarhreyfingarinnar. Við, Íslendingar, viljum að ráðamenn okkar fari að alþjóðalögum og að íslenskum lögum. Með lögum skal land byggja og sama lögmál gildir um heimssamfélagið. ■ Umhverfis- og skipulagsmál brenna æ heitar á almenningi,ekki aðeins hvað varðar óbyggðir og hálendi, heldur ekkisíður i sambandi við skipulag í þéttbýli. Stundum hafa íbúarnir sitt fram eins og greinilega kom fram í vikunni, en í öðrum tilfellum ekki, eða þá að yfirvöld og nágrannar mætast á miðri leið og ná sáttum sem flestir eða allir geta við unað. Á þriðjudag voru haldnir fundir í bæjarstjórn Akureyrar og bæjarstjórn Kópavogs, þar sem umdeildar skipulagstillögur voru á dagskrá. Í báðum tilfellum höfðu upphaflega verið lagðar fram til- lögur um háhýsi sem féllu íbúunum ekki í geð. Í Kópavogi reis mikil mótmælaalda þegar skipulagið í Lundarlandi í Fossvogsdal var upphaflega lagt fram. Þar var gert ráð fyrir mikilli háhýsa- byggð með um 460 íbúðum. Eftir mótmælafundi var skipulagið tekið til endurskoðunar og nú er gert ráð fyrir 384 íbúðum, stóru húsin verða lækkuð og byggðin meira blönduð. Greint var frá ákvörðunum beggja bæjar- stjórna í Fréttablaðinu á fimmtudag, en ákvarðanir um breytingar á skipulagi bar þó að með ólíkum hætti. Það voru mótmælafundirn- ir um Lundarlandið sem báru árangur, en á Akureyri var þetta öllu friðsamlegra. Þar skynjaði bæjarstjórinn Kristján Þór Júlíusson og fleiri hug bæjarbúa eftir að 1700 manns höfðu skrifað undir mót- mæli við háhýsi, og lögð var fram viðhorfskönnun Gallup um skipulagstillögurnar sunnan við verslunarmiðstöðina Glerártorg. Þarna var ráðgert að reisa 12 hæða fjölbýlishús, en málamiðlunar- tillaga bæjarstjórans hljóðar upp á 7 hæða hús með 40 íbúðum fyr- ir aldraða. Það verður væntanlega stórkostlegt útsýni af efstu hæð- unum úr þessu húsi bæði út og fram í fjörð. Þetta vekur upp spurn- ingar um íbúalýðræði. Nú er skylt að efna til grenndarkynningar og það geta verið einn eða fleiri nágrannar sem taka málin í sínar hendur og ganga fram fyrir skjöldu og mótmæla. Viðhorfskannan- ir geta verið gott innlegg varðandi þessi mál, en á endanum eru það hinir pólitískt kjörnu fulltrúar í bæjarfélögunum sem taka ákvarð- anirnar. Þær er svo hægt að kæra til æðri yfirvalda. Skipulagsmál í Kópavogi og á Akureyri fengu farsælan endi í vikunni, en það er víðar sem heitar umræður eru um svipuð mál. Í Garðabæ virðast íbúar og bæjaryfirvöld hafa sameinast gegn Vegagerðinni vegna breytinga á Reykjanesbraut. Þetta á eftir að verða ein aðalumferðaræðin til höfuðborgarsvæðisins, og því von að þeir sem búa í nágrenni hennar hafi áhyggjur af skipulagi braut- arinnar. Á Seltjarnarnesi hefur enn ekki verið til lykta leitt skipu- lag nýs íbúðahverfis og skemmst er að minnast málaloka vegna Austurbæjarbíós og nýbyggingar við Njálsgötu í Reykjavík. Þar kemur reyndar húsafriðunarnefnd líka við sögu. Í nær öllum þeim tilvikum sem hér hafa verið nefnd eru það byggingaverktakar sem ætla að fá að byggja sem mest og hæst á lóðum sem þeir hafa eign- ast, og lagt fram skipulagstillögur þar að lútandi. Íbúar, sem búa við svæði þar sem eru óbyggðar lóðir, þurfa að vera vel vakandi og fylgjast vel með svo vilji þeirra komi fram á frumstigi skipulags- vinnunnar. Annars getur það orðið of seint. ■ 18. desember 2004 LAUGARDAGUR SJÓNARMIÐ KÁRI JÓNASSON Skipulagsmál í Kópavogi og á Akureyri fengu farsælan endi í vikunni. Farið að vilja íbúa FRÁ DEGI TIL DAGS Íbúar, sem búa við svæði þar sem eru óbyggðar lóðir, þurfa að vera vel vakandi og fylgjast vel með svo vilji þeirra komi fram á frumstigi skipulagsvinn- unnar. ,, Verðgildi 2.190 kr. Jólasveinar athugið! Fullur pakki af fjörefnisem fer vel í flesta skó! Verðgildi 2.490 k r. Jólafjör! Sameinuðu þjóðirnar og Írak Land úr landi „Þeir sem lásu fyrri bók höfundar munu kaupa þessa.“ Hver kannast ekki við þessa setningu úr bókaauglýsing- um? En sjaldnar hefur hún átt betur við en um hina nýju bók Helga Guð- mundssonar „Land úr landi“ sem Há- skólaútgáfan sendi frá sér fyrir nokkrum dögum. Helgi, sem nýlega hefur látið af prófessorsstörfum við Háskólann fyrir aldurs sakir, er einn af kunn- ustu málfræðingum þjóðarinnar. Rit hans „Um haf innan“ (1997), sem fjallar um menn- ingu Íslendinga á miðöldum, ein- kenndist af óvenju frumlegum efnistök- um. Þar var ýmsum viðteknum hug- myndum um fornrit okkar og fornsögu hafnað en aðrar settar fram. Mesta at- hygli vakti kenning Helga um Græn- landsverslunina sem undirstöðu ríkidæmis Íslendinga á miðöldum og þar með skýringu á bókmennta- iðjunni. Horn einhyrningsins Hina umfangsmiklu bókafram- leiðslu Íslendinga fyrr á tímum telur Helgi óhugsandi ef lands- menn hefðu eingöngu haft tekj- ur af innlendri framleiðslu eins og vaðmáli. Til Grænlands hafi þeir því sótt varning sem eftir- sóttur var í Evrópu, svo sem ísbirni, feldi, svarðreipi og tannvöru og þar af hafi náhvalstönn, sem sækja þurfti lengst norður í haf, verið í mestum metum því hún hafi á miðöldum verið með leynd seld sem horn einhyrnings- ins sem talað er um í Heilagri ritningu. Í nýju bókinni færir Helgi frekari rök fyrir kenningunni um Grænlandsversl- unina. Eru sum þeirra svo hugvitsam- leg að lesandinn verður hreinlega agn- dofa. Nýtur sín hér þekking höfundar- ins á fornum textum og málsögu og orðsifjum en í einum kafla bókarinnar tekur hann sér fyrir það ótrúlega verk- efni að láta íkorna, sem nefndur er í Grímnismálum Eddu, verða enn eina vísbendinguna um leynilega verslun Íslendinga með náhvalstennur. gm@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 ORÐRÉTT Einmitt. Ég skil. Reynslan sýnir að ef kostnaður við að reka atvinnu til að afla sér lífsviðurværis er minni utan ramma laganna heldur en innan hans, séu minni líkur á því að atvinnan sé rekin utan ramma laganna. Birgir Tjörvi Pétursson lögmaður um „leiðina til löghlýðni“. Viðskiptablaðið 17. desember. Jón og séra Jón Forgangsröðun íslenskra stjórn- valda í mannúðarmálum er eitt- hvað bjöguð og langt frá því að vera rökrétt og siðferðislega eðlileg. Hér sannast hið forn- kveðna að ekki er sama Jón og séra Jón. Týr, pistlahöfundur Viðskiptablaðs- ins, um landvistarleyfi til handa Bobby Fischer. Viðskiptablaðið 17. desember. Barnavinur mesti Félagi Össur hangir hins vegar á bleiunni og finnur 80.000 krónun- um allt til foráttu. Töfraorð hans er matarskattur og bleiupakki! Hjálmar Árnason alþingismaður um afstöðu Össurar Skarphéðinssonar til skattalækkana ríkisstjórnarinnar. Morgunblaðið 17. desember. Sjálfsgagnrýni? Stjórnmálin eru mikilvægari en svo að misvitrir stjórnmálamenn megi koma óorði á þau. Lúðvík Bergvinsson alþingismaður. Morgunblaðið 17. desember. Guð láti á gott vita Það er ekki á hverjum degi sem okkur norðanmenn setur hljóða, en nú erum við alveg kjaftstopp. Ragnar Sverrisson formaður Kaup- mannafélags Akureyrar. Morgunblaðið 17. desember. Í DAG LÖGMÆTI INNRÁSAR Í SJÁLFSTÆTT RÍKI ÓLAFUR HANNIBALSSON Það þýðir ekki að skipta um ástæðu eftir á og segja að Saddam hafi verið vondur maður og heimurinn betri án hans. ,, 26-27 Leiðari 17.12.2004 14.43 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.