Fréttablaðið - 18.12.2004, Blaðsíða 15
15LAUGARDAGUR 18. desember 2004
Félagsmálaráðherrar:
Vilja auka
velmegun
EVRÓPUSAMSTARF Fyrsti fundur fé-
lagsmálaráðherra Evrópuríkja sem
vinna að átaksverkefni um bætta
lýðheilsu í Norður-Evrópu var hald-
inn í Tallinn í Eistlandi í gær.
Ráðherrarnir hafa rætt um út-
breiðslu alnæmis, heilsufar fanga
og varnir við neyslu vímuefna auk
almennrar heilsugæslu. Óskaði
fulltrúi Rússlands eftir tafarlausri
aðstoð til að hefta útbreiðslu
alnæmis.
Markmiði fundanna, samkvæmt
tilkynningu, er að finna leiðir til að
bæta heilsufar fólks á Norðurlönd-
um, í Rússlandi og öðrum þátttöku-
ríkjum. - gag
SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR Sigríður
Anna Þórðardóttir umhverfis-
ráðherra telur að loftslagsvæn
tækni, ekki síst í orkumálum,
geti átt stóran þátt í að draga úr
veðurfarsbreytingum og losun
gróðurhúsalofttegunda af þeirra
völdum. Þetta sagði hún á 10.
aðildarríkjaþingi loftslagssamn-
ings Sameinuðu þjóðanna nú í
vikunni.
Umhverfisráðherra tilkynnti
að Íslendingar hygðust auka þró-
unaraðstoð sína og að verulegum
hluta þessarar aukningar yrði
varið í að styðja framkvæmdir á
sviði endurnýjanlegrar orku í
smáeyjaríkjum.
Hún nefndi einnig að Jarð-
hitaskóli Sameinuðu þjóðanna
hygðist færa út kvíarnar
og halda þjálfunarnámskeið í
Afríku, Asíu og Mið-Ameríku á
næstu fjórum árum.
Hundruð milljóna manna eigi
kost á að nýta sér hreina orku frá
jarðhita víðsvegar í heiminum.
Íslendingar hafi náð miklum ár-
angri við nýtingu endurnýjan-
legra orkulinda og vilji aðstoða
önnur ríki við að nýta svipaðar
auðlindir.
Önnur tækni sem geti dregið
úr losun gróðurhúsalofttegunda
sé nýting vetnis sem orkubera. ■
Umhverfisráðherra:
Íslendingar auka þróunaraðstoðina
STYRKJA MÆÐRASTYRKSNEFND
Hér afhenda framkvæmdastjórar Hag-
kaupa og Velferðarsjóðs barna styrki til
Mæðrastyrksnefndar og Hjálparstofnunar
kirkjunnar.
Mæðrastyrksnefnd:
Öll framlög
nýtast vel
STYRKVEITING Um 2.000 manns
hafa sótt til Mæðrastyrksnefnd-
ar fyrir þessi jól. Ragnhildur
Guðmundsdóttir, formaður
nefndarinnar, segir að verði
ásóknin jafn mikil síðustu tvo
daga úthlutunarinnar og hún
hafi verið verði allt í járnum hjá
nefndinni.
Ragnhildur segir Mæðra-
styrksnefnd hafa notið mikillar
velvildar fyrirtækja fyrir þessi
jól og allt árið. Heimili hafi
einnig látið til sín taka: „Það
virðist allt nýtast hér“.
Ragnhildur á von á 1.200 til
1.500 manns síðustu tvo úthlut-
unardagana, sem eru mánudag-
ur og þriðjudagur.
- gag
UNNU Í LITASAMKEPPNI
Rakel Sif, Alexander, Árni Már, Elvar og
Thelma Mjöll á bleikum bíl fögnuðu sigri í
litasamkeppni Dótabúðarinnar. Á myndinni
eru einnig Alli froskur og Sigurður.
Dót um jólin:
Fimm unnu
í litakeppni
SIGURVEGARAR Fimm krakkar
hlutu verðlaun í litasamkeppni
Dótabúðarinnar í gær.
Þau voru Elvar, Thelma
Mjöll, Rakel Sif, Alexander og
Árni Már, sem voru meðal 94
barna sem sendu inn teikningar
í keppninni.
Litasamkeppnin var haldin í
þriðja skipti og segir Sigurður
Þorbergsson, rekstarstjóri
Dótabúarinnar, að brugðið sé á
leik til að kæta börnin í jólamán-
uðinum.
Börnin drógu um vinningana
og hlaut Thelma Mjöll þann
stærsta, rafknúinn bíl.
- gag
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
SIGRÍÐUR ANNA ÞÓRÐARDÓTTIR
Umhverfisráðherra tilkynnti að Íslendingar
myndu auka þróunaraðstoð sína á 10. að-
ildarþingi Loftslagssamnings Sameinuðu
þjóðanna.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/H
AR
I
14-15 17.12.2004 19:14 Page 3