Fréttablaðið - 18.12.2004, Blaðsíða 57

Fréttablaðið - 18.12.2004, Blaðsíða 57
LAUGARDAGUR 18. desember 2004 Heldur fyrirtækið De Beers verði demanta langt yfir raunvirði þeirra? SVAR: Það er rétt að suður-afríska fyrirtækið De Beers hefur um langt skeið haft mikil áhrif á mark- aðinn fyrir demanta og náð veru- legum árangri í að halda verði þeirra háu og stöðugu. Þetta hefur bæði verið gert með því að reyna að stilla framboði í hóf og með því að ýta undir eftirspurn með beinum og óbeinum auglýsingum. Sem dæmi má nefna að fyrirtækið hefur kerf- isbundið reynt að halda þeirri hug- mynd á lofti að það sé þumalputta- regla að trúlofunarhringur eigi að kosta sem samsvarar tveggja mán- aða launum vonbiðilsins - og vita- skuld á hann að vera skreyttur demöntum. Það hefur tekist vonum framar að koma þessari þumal- puttareglu inn í huga fólks, sérstak- lega í Bandaríkjunum. Slagorðið „demantur varir að ei- lífu“ (a diamond is forever) sem De Beers notaði í frægri auglýsinga- herferð árið 1947 var valið auglýs- ingaslagorð síðustu aldar og marg- ir kannast við það sem titil kvik- myndar um njósnarann James Bond (Diamonds are forever). De Beers komu því einnig til leiðar að Marilyn Monroe söng um að dem- antar væru besti vinur stúlku (di- amonds are a girl’s best friend). Skilvirk markaðsherferð Raunar má rekja þá venju sem nú er fyrir því að trúlofunarhringir séu skreyttir demöntum beint til De Beers. Árið 1939 hrinti fyrir- tækið af stokkunum herferð til að ná þessu marki í Bandaríkjunum og síðan hefur hugmyndin breiðst út til annarra landa. Þetta er óum- deilanlega ein skilvirkasta mark- aðsherferð mannkynssögunnar. Áður hafði verið tiltölulega sjald- gæft að trúlofunarhringir væru skreyttir demöntum, þótt ekki væri það óþekkt. Eitt elsta dæmið er líklega hringur sem Maximilían, austurrískur erkigreifi, gaf unn- ustu sinni Maríu, aðalskonu frá Búrgund (Bourgogne), árið 1477. Raunvirði demanta Það er hins vegar vart hægt að kenna De Beers um að verði dem- anta sé haldið langt yfir raunvirði. Raunvirði demanta er einfaldlega það verð sem fólk er reiðubúið að borga fyrir þá. Demantar eru um margt sérstök vara því að notagildi demanta sem notaðir eru í skraut- muni felst að miklu leyti í verð- mæti þeirra. Af því að verðið er hátt þykir fínt að skreyta sig með demöntum. Það hafa ekki allir efni á því og þeir sem geta það njóta þess að geta flíkað því sem aðrir geta ekki. Það er því alls ekki slæmt fyrir kaupendur demanta að verðið sé hátt, ólíkt því sem gildir um venjulegar vörur. Hægt að framleiða demanta Þess má geta að um alllangt skeið hefur verið hægt að framleiða smáa demanta fyrir einungis brot af því verði sem gildir um náttúru- lega demanta. Skrautgildi þeirra er hið sama og náttúrulegra demanta enda þarf að grandskoða demant- ana undir stækkunargleri til að sjá muninn. Engu að síður er fólk reiðubúið að greiða stórfé fyrir náttúrulega demanta þótt hægt sé að fá tilbúna demanta sem líta eins út fyrir nokkuð hundruð krónur hvert karat. Demantar sem notaðir eru í atvinnuskyni, til dæmis í bora sem þurfa að vera sérstaklega harðir, eru hins vegar undantekn- ingarlítið tilbúnir en ekki náttúru- legir. Kostnaður við að nema dem- anta úr jörðu er einungis brot af markaðsverði þeirra. Lengst af voru demantar svo fá- gætir að almenningur átti þess engan kost að eignast þá, jafnvel auðkýfingar og aðalsmenn áttu erfitt með það. Demantar komu þá eingöngu frá Indlandi og Brasilíu. Árið 1867 fundust hins vegar dem- antar í Suður-Afríku og framboðið jókst til muna. Síðan hafa demant- ar fundist mun víðar. Cecil Rhodes, sá sem Rhodesía (nú Zimbabwe) var nefnd eftir, stofnaði De Beers og undir lok 19. aldar átti fyrirtæk- ið allar demantanámur í Suður-Afr- íku. Geta De Beers til að stjórna heimsmarkaðinum fyrir demanta byggist annars vegar á því að fyr- irtækið ræður sjálft yfir miklum demantanámum og hins vegar því að það hefur náð samkomulagi við eigendur demantanámanna í öðr- um löndum. Þessir eigendur hafa vitaskuld sömu hagsmuni og De Beers af því að verð náttúrulegra demanta haldist hátt. Framboði á demöntum stýrt Framboði hefur verið stjórnað með þeim hætti að dótturfyrirtæki De Beers kaupir demanta af öllum námueigendum, þar á meðal De Beers sjálfu. Árlega er ákveðið hve mikið á að selja af hverri tegund demanta og er hverjum námueig- anda tryggt tiltekið hlutfall af því. Námueigendurnir skuldbinda sig síðan til að selja ekki öðrum dem- anta. Oft hefur gengið á ýmsu í því að viðhalda þessu demantasamráði og þátttakendur tekist á um hve mikið hver og einn má selja eða þá þókn- un sem De Beers tekur fyrir að sjá um viðskiptin. Þá er algengt að reynt sé að selja demanta á laun framhjá De Beers. Samkeppnisyfirvöld og De Beers Óstöðugt stjórnarfar í ýmsum Afr- íkulöndum hefur flækt málið enn og oft hafa borgarastríð þar öðrum þræði snúist um yfirráð yfir dem- antanámum eða afrakstur þeirra verið notaður til að kosta stríðs- rekstur. Ýmsir smáir námueigend- ur hafa kosið að standa utan við samráð- ið og eftir því sem demantar hafa fundist víðar hefur orðið erfiðara fyrir De Beers að stjórna markað- inum. Þá hefur De Beers átt í vand- ræðum vegna þess að samráð sem þetta samrýmist ekki samkeppnis- lögum í ýmsum löndum. Sérstak- lega hafa bandarísk samkeppnisyf- irvöld amast við starfseminni. Ný- lega náðist þó samkomulag á milli De Beers og bandarískra sam- keppnisyfirvalda sem fól meðal annars í sér að De Beers greiddi sektir og breytti að nokkru leyti hegðun sinni. Gylfi Magnússon, dósent í hag- fræði við Háskóla Íslands. Samráð um demantasölu VÍSINDAVEFUR HÁSKÓLA ÍSLANDS Vísindavefur Háskóla Íslands fjallar um öll vísindi, hverju nafni sem þau nefnast. Meðal spurninga sem þar hefur verið glímt við undanfarið eru til dæmis: Hvað merkir holið í Hollandi, hvenær var síðasta aftakan á Íslandi, hvað eru yrðlingar stórir við fæðingu og hvernig verkar drullusokkur? Hægt er að lesa svörin við þessum spurningum og fjölmörg- um öðrum með því að setja efnisorð í leitarvél vefsins á slóðinni www.visindavefur.hi.is. DEMANTAR Í náttúrunni finnst kolefni hvort tveggja sem grafít og demantur. Þeir sem eiga nóg af demöntum geta notað þá í stað kola til að grilla lærissneiðar. Dem- antar brenna að vísu við helmingi hærra hitastig en kolin, eða við 800 ˚C. 40-57 (40-41)vísindi 40 lesin 17.12.2004 13.18 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.