Fréttablaðið - 18.12.2004, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 18.12.2004, Blaðsíða 58
Nítján sitja nú í gæsluvarðhaldi grunaðir um alvarlega glæpi. Það er óvenju margt að mati lögreglu og eins eru mörg alvarleg afbrot orsök þess. Reyndar hefur árið allt verið annasamt og að meðal- tali hafa tíu til fjórtán einstak- lingar verið í gæsluvarðhaldi í einu. Flestir hafa verið handtekn- ir vegna ofbeldismála og fíkni- efnamála en einnig sitja innbrots- þjófar bak við lás og slá í síbrota- gæslu. Af þeim sem nú eru vistaðir í gæsluvarðhaldi eru sautján karlar en tvær konur og sá elsti er 42 ára en sá yngsti tvítugur. Þeir sem sæta gæsluvarðhaldi byrja yfirleitt fangelsisvistina í einangrun. Þá eru þeir algjörlega einangraðir frá umheiminum, dvelja í átta fermetra klefa og fá ekki að fara út úr honum nema í klukkustund á dag. Einangrunar- vistin er allt frá nokkrum dögum upp í tvo mánuði. Þessi vist hefur oft mikil áhrif á sálarlíf fanganna og einstaka menn hafa ekki borið sitt barr að henni lokinni. Í al- mennu gæsluvarðhaldi fá þeir aukið frelsi, meðal annars með heimsóknum og notkun fjölmiðla. Gæsluvarðhaldsfangar eru flest- ir vistaðir á Litla-Hrauni en þar eru níu einangrunarpláss og tvö í Hegningarhúsinu á Skólavörðu- stíg. Rík ástæða þarf að vera til að dómstólar heimili gæsluvarðhald. Glæpurinn þarf að vera svo al- varlegur að hann varði fangelsi. Síðan þarf beiðni lögreglu um gæsluvarðhaldsvist að uppfylla eitt af fjórum skilyrðum. Í fyrsta lagi að hinn grunaði sé líklegur til að torvelda rannsókn málsins, til dæmis með því að afmá ummerki, skjóta undan munum eða hafa áhrif á vitni eða samseka, í öðru lagi að hann sé líklegur til að flýja land eða koma sér á annan hátt undan refsingu, í þriðja lagi að ætla megi að hann haldi áfram brotum áður en dæmt er í máli hans og í fjórða lagi að nauðsyn- legt sé að verja aðra fyrir árásum sakbornings eða hann sjálfan fyrir árásum annarra. Í flestum tilvikum vísar lögregla til fyrsta skilyrðisins þegar hún fer fram á gæsluvarðhald. Íslendingar hafa verið gagn- rýndir af alþjóðlegum eftirlits- stofnunum fyrir að beita gæslu- varðhaldi of frjálslega og vista menn of lengi í einangrun. Sam- svarandi greinar í dönskum lög- um eru til dæmis nokkuð þrengri en þær íslensku. Þar er meðal annars gerð krafa um að glæpur- inn sé þess eðlis að hann varði að minnsta kosti fangelsi í eitt og hálft ár. Þar að auki hafa Danir sett ítarlegar reglur um lengd einangrunar og skilyrði fyrir henni. Hjá okkur fer ekki fram sérstakur málflutningur um það hvort þörf sé á einangrun gæslu- varðhaldsfanga. Yfirvöld hér á landi hafa þó brugðist við gagnrýninni og flestum viðmælendum blaðsins bar saman um að gæsluvarð- haldsúrskurðir séu nú styttri og færri en áður. Auk þess er nú reynt að létta mönnum vistina eins og hægt er og jafvel eru dæmi um að maður hafi fengið að halda upp á afmæli sitt í faðmi fjölskyldunnar í einangrunar- klefa á Litla-Hrauni. ■ 42 18. desember 2004 LAUGARDAGUR FYRRI HLUTI GÆSLUVA RÐHALD Lengsta gæsluvarðhaldið sem nú er afplánað er níu mánuðir. ÁSTÆÐUR YFIRSTANDANDI GÆSLUVARÐHALDA: Á síðustu 5 árum, frá 1999 til 2003 voru að meðaltali 92 fangar úrskurðaðir í gæsluvarðhald á ári hverju, þar af 77,6 sem byrja í einangrun. FJÖLDI GÆSLUVARÐHALDS- FANGA Á LITLA-HRAUNI Á ÁRI, FLESTIR SEM HAFA DVALIÐ Í EINANGRUN: FJÖLDI GÆSLUVARÐHALDS- DAGA: MEÐALTALSFJÖLDI GÆSLUVARÐHALDSFANGA Í EINANGRUN Á DAG SÍÐASTLIÐIN 5 ÁR: MEÐALTALSFJÖLDI GÆSLUVARÐ- HALDSFANGA ÁN EINANGRUN- AR Á DAG SÍÐASTLIÐIN 5 ÁR. Finndu muninn! Hefurðu bragðað einhverjar af þeim girnilegu nýjungum sem Osta- og smjörsalan kynnti til leiks á árinu? Á myndinni hér til vinstri má sjá hluta af þeim. Á hægri myndinni höfum við svo breytt 8 atriðum. Fleiri nýjungar hafa bæst við og sumum höfum við skipt út. Nýjungarnar eru ýmist nýjar vörur, nýjar bragðtegundir í vinsælum vörulínum, nýjar umbúðir, ný framsetning á vinsælum vörum eða blanda af einhverjum þessara þátta. Merktu við atriðin átta sem hafa breyst á hægri myndinni, klipptu myndina og seðilinn út og nefndu okkur eina nýjung frá Osta- og smjörsölunni. Fylltu síðan út nafn, heimilisfang og símanúmer og sendu á eftirfarandi póstfang: Finndu muninn, Osta- og smjörsalan, Bitruhálsi 2, 110 Reykjavík Tíu heppnir þátttakendur sem finna öll átta atriðin og geta nefnt eina nýjung fá glæsilegar gjafakörfur með öllum nýjungunum sem Osta- og smjörsalan hefur kynnt í ár. Góða skemmtun! Skilafrestur er til 31. desember 2004. Nöfn vinningshafa verða birt á vefslóðinni www.ostur.is H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA NÍTJÁN Í GÆSLUVARÐHALDI - Karlmaður á þrítugsaldri í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á líkamsárás á kránni Ásláki í Mosfellsbæ fyrir nokkrum dögum. 55 ára maður lést. Árásarmaður- inn hefur játað að hafa slegið fórnarlambið í andlit. Gæsluvarð- haldið yfir manninum var nýlega framlengt um sex vikur. - Hákon Eydal, á fertugsaldri, hefur verið í gæsluvarðhaldi frá því í byrjun júlí. Hann hefur játað að hafa banað fyrrverandi sam- býliskonu sinni í sumar. - 27 ára hollensk kona úrskurð- uð í gæsluvarðhald fyrir fíkniefna- smygl. Konan flutti nokkur hund- ruð grömm af kókaíni til landsins innvortis. - Börkur Birgisson, á þrítugs- aldri, ákærður fyrir að slasa ann- an mann á veitingahúsi í Hafnar- firði með öxi í ágúst. Hann hefur verið í gæsluvarðhaldi síðan en neitar sök. - Fimm menn í gæsluvarðhaldi grunaðir um að standa að stór- felldu fíkniefnasmygli til landsins frá Hollandi: Ellefu kílóum af am- fetamíni, 2.000 skömmtum af LSD og talsverðu af kannabis- efnum og kókaíni. Megnið af efninu var flutt til landsins með Dettifossi. Fyrstu mennirnir voru handteknir í september. - Magnús Einarsson, á þrítugs- aldri, hefur játað að hafa orðið eiginkonu sinni að bana í byrjun nóvember með því að þrengja að öndunarvegi hennar. Í gæsluvarð- haldi til 15. febrúar. - Móðir sem varð dóttur sinni að bana í Vesturbæ Reykjavíkur og særði son sinn lífshættulega í byrjun júní er nú vistuð á réttar- geðdeildinni að Sogni. - Karlmaður um fertugt í gæslu- varðhaldi eftir að hafa rist annan mann á kvið í húsi við Hverfis- götu í byrjun nóvember. Fórnar- lambið fannst í blóði sínu á Laugavegi. Manninum var gert að sæta geðrannsókn. Skurðurinn var svo stór að sá í innyflin. - Karlmaður ákærður fyrir að hafa reynt að skera leigubílstjóra á háls í lok júlí. Ákærði hefur ekki tjáð sig um árásina og ber við minnisleysi sökum áfengisneyslu. - 25 ára karlmaður frá Nígeríu handtekinn í Leifsstöð á þriðju- dagskvöld. Talið er að hann hafi verið með 150 til 400 grömm af ætluðu kókaíni. Úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald. - Karlmaður í gæsluvarðhaldi fram yfir áramót fyrir að rjúfa nálgunarbann. - Karlmaður í síbrotagæslu vegna innbrota og rána. Óvenju margir í varðhaldi 8 vegna ofbeldis- brota. 7 fyrir fíkni- efnamál. 4 vegna auðgunarbrota. Innbrotsþjófar. 2002 1999 2000 ‘99 ‘00 ‘01 ‘02 ‘03 ‘04 í dag 2001 2002 2003 2003 2004 4.163 5.7345.515 7.030 3.670 1999 2000 2001 2002 2003 9,69,6 12,0 13,7 5,7 96 57 90 4,4 5,5 3,1 6,1 1,8 4,6 19 GUÐMUNDUR H. GUÐMUNDSSON OG HJÖRDÍS SIGURJÓNSDÓTTIR BLAÐAMENN TE IK N IN G : H EL G I S IG U RÐ SS O N 58-59 (42-43) Gæsluvarðhald 17.12.2004 14.14 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.