Fréttablaðið - 18.12.2004, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 18.12.2004, Blaðsíða 36
Umdeildur Júlíus Nokkur kurr er vegna væntanlegrar skipanar Júlíusar Hafstein í embætti sendiherra. Júlíus hefur undanfarin ár unnið sérverkefni fyrir Davíð Oddsson og nægir að nefna Kristni- hátíðina á þingvöllum og svo hátíðahöldin vegna heimastjórnarafmælisins sem lauk með kaupum á 10 þúsund myndum Sig- mund úr Mogganum fyrir metfé. Hver tengsl Sigmund við Hannes Hafstein og heima- stjórnina eru, er svo ekki mjög skýrt en það er annað mál. Vegir Davíðs og Júlíusar hafa oftar legið sam- an. Þannig varð lóðaveiting Davíðs til Snorra, fyrirtækis Júlíusar mjög umdeild og harðlega gagnrýnd af stjórnarandstæðingum í borginni, sérstaklega Alfreð Þorsteinssyni. Júlíus sem á að taka við viðskiptamálum í utanríkisráðuneytinu var svo einnig umdeild- ur vegna innflutnings á sjúkrarúmum. Borgar- fulltrúinn fyrrverandi þótti taka hanskann upp fyrir Davíð í fjölmiðlamálinu rétt eins og Hallur Hallson. Hver veit nema hans bíði líf eftir Keikó... Nú þegar Bobby Fischer gæti verið á leið til landsins fer um suma í þeim hópi sem barist hafa fyrir landvistarleyfi hans. Fischer er jú – ef ekki geggjaður – þá að minnsta kosti mjög erfiður í lund. Spá sumir því að hann verði búinn að gera allt vitlaust hvar sem hann komi innan skamms. Rifjast raunar upp sögur af franska baráttu- manninum Patrick Gerva- soni. Íslenskir friðarsinnar skutu skjólshúsi yfir þennan Frakka sem lagðist á flótta frekar en gegna herþjónustu í landi sínu. Skaut hann upp kollinum hér á landi illa til reika. Hugðust íslenskir vinir hans kynna hann á blaðamannafundi kröfu hans um landvist til stuðnings. Sagan segir að Gerva- soni hafi verið svo illa tenntur að hann hafi ekki þótt frambærilegur og því var ákveðið að smíða upp í hann tennur. Þegar komið var að því að setja upp í hann stellið, harðneitaði Frakkinn hins vegar að opna munninn nema tryggt væri að þetta væri alvöru postulín! Hvaða máli skipta 18 milljónir? Morgunblaðið hefur fjallað ítarlega um kaup forsætisráðuneytisins á verkum listamanns- ins Sigmund en þetta er mesta fé sem varið hefur verið til listaverkakaupa á Íslandi frá upphafi. Athygli vekur hins vegar að jafnvel í heilli opnugrein, var ekki orði vikið að upphæðinni: 18 milljónum. 36 18. desember 2004 LAUGARDAGUR Löngum hefur verið litið á það sem sjálfsagðan hlut að íslenskir stjórnmálamenn geti orðið sendiherrar þegar árin færast yfir eða kjör- þokkinn dvínar. Júlíus Haf- stein bætist nú í fríðan flokk. Allt frá upphafi hefur íslenska ut- anríkisþjónustan - að ákveðnu marki - verið svo nátengd íslensk- um stjórnmálum að segja má að þar hafi embættis- og stjórnmála- kerfið runnið saman í eitt. Til skamms tíma voru það aðeins „lýðræðisflokkarnir“ sem höfðu aðgang að þessu kerfi. Margur sprenglærður maður- inn hefur verið ráðinn inn í „þjón- ustuna“ eins og hún er kölluð fyr- ir lærdóms og reynslu sakir, en hins vegar vekur meiri athygli hve margir þar virðast hafa verið ráðnir sökum flokkshollustu. Raunar hefur verið haft á orði að stjórnmálamenn líti á sendi- herrastarfið sem eftirlaunasjóð sinn. Fram að þessu hafa hins vegar þeir stjórnmálamenn sem forframast hafa og orðið sendi- herrar verið úr fremstu röð, en eftir skipun Júlíusar Hafstein, fyrrverandi borgarfulltrúa Sjálf- stæðismanna, má ljóst vera að vonir minni spámanna um slíka stöðuhækkun aukast til muna. Líta verður til upphafsins til að skýra málið. Sveinn Björnsson var fyrsti sendiherra Íslands erlendis og varð síðan fyrsti ríkisstjóri og því næst forseti lýðveldisins við stofnun. Sveinn var raunar póli- tískasti forseti Íslands allt fram á daga Ólafs Ragnars Grímssonar, núverandi forseta. Þegar Íslendingar tóku við framkvæmd utanríkisstefnu sinn- ar úr höndum Dana 1918 fylgdu í fyrstu Íslendingar sem gegnt höfðu störfum í dönsku utanríkis- þjónustunni. Pétur Benediktsson er dæmi um einn af fyrstu sendi- herrum lýðveldisins en hann var sem kunnugt er síðar alþingis- maður Sjálfstæðisflokksins og vitaskuld bróðir Bjarna Bene- diktssonar ráðherra og föður- bróðir Björns Bjarnasonar. Pétur fór hins vegar fyrst í sendiherrastöðu og þaðan í þing- mennsku sem er afar óvenjulegt. Af einhverjum ástæðum hafa forystumenn Alþýðuflokksins nýtt sér allra stjórnmálamanna mest þennan „eftirlaunasjóð stjórnmálamanna“. Þannig hlýtur að teljast athyglisvert að fjórir síðustu formenn Alþýðuflokksins urðu sendiherrar: Benedikt Grön- dal, Kjartan Jóhannsson, Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvat- ur Björgvinsson. Og raunar bætt- ust 6 af níu síðustu formönnum flokksins í þennan fríða flokk. Bæta má við Haraldi Guðmunds- syni og Stefáni Jóhanni Stefáns- syni. Aftur á móti sátu fjandvin- irnir Gylfi Þ. Gíslason og Hanni- bal Valdimarsson og einnig Emil Jónsson sem fastast á Klakanum. Jón Baldvin Hannibalsson lét ekki þar við sitja að skipa forvera sinn Kjartan Jóhannsson í emb- ætti því þangað flaut einnig Eiður Guðnason, fyrrverandi umhverf- isráðherra. Vart verður tölu kom- ið á þá flokksmenn, marga vafa- laust geysilega hæfa, sem Jón Baldvin skipaði svo í lægri emb- ætti í ráðuneytinu. Framsóknarráðherrar hafa nokkrir orðið sendiherrar en þó hefur flokkurinn ekki sérhæft sig í að senda flokksformennina utan; kannski ræður þar ástin á ætthög- unum. Allavega er flokkurinn mun sterkari víða annars staðar í stjórnkerfinu, til dæmis Seðla- bankanum; samanber Finn Ing- ólfsson og Steingrím Hermanns- son. Þó varð Kristinn Guðmunds- son, fyrrverandi utanríkisráð- herra, sendiherra og skemmti sér konunglega eins og lesa má í æviminningunum Frá Rauðasandi til Rússíá, að ógleymdum Einari Ágústssyni, einnig fyrrverandi utanríkisráðherra. Fleiri áberandi framsóknar- menn mætti nefna í utanríkis- þjónustunni og nægir að nefna Hannes Jónsson, umdeildan blaðafulltrúa vinstri stjórnarinn- ar 1971-1974, sem var sendiherra um árabil. Sonur hans, Hjálmar W. Hannesson, fetaði síðar í fót- spor hans og fer nú mikinn sem sendiherra Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum. Ástæðulaust er svo að gleyma Atla Ásmundssyni en það er vafa- laust algjör tilviljun að hann hoppaði úr sæti aðstoðarmanns Halldórs Ásgrímssonar skömmu fyrir brottför hans af Rauðarár- stígnum upp í að verða aðalræðis- maður Íslands í Winnipeg í Kanada. Gunnar Thoroddsen, varafor- maður Sjálfstæðisflokksins í tví- gang og forsætisráðherra í óþökk flokks síns (1980-1983), varð sendiherra í skamman tíma árið 1969 á milli þess sem hann var forsetaframbjóðandi og hæsta- réttardómari en á undan og eftir var hann þingmaður og ráðherra. Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og nú sendi- herra í Kaupmannahöfn, er þó eini formaður Sjálfstæðisflokks- ins sem leitað hefur á náðir utan- ríkisþjónustunnar að lokinni tíð sinni í hvíta húsinu við Lækjar- torg. Hafa ber í huga að bæði Ólaf- ur Thors og Bjarni Benediktsson tóku ekki við öðrum embættum að lokinni formennsku sinni og forystu í ríkisstjórnum og færri gegndu forystu í Sjálfstæðis- flokknum en til dæmis í flokki „litla bróður“ í viðreisn: Alþýðu- flokknum. Samstaða var um það í lýðræð- isflokkunum að utanríkisráðherra skyldi ekki koma úr röðum Sósí- alistaflokks og Alþýðubandalags og er líklegt að það hafi valdið því að að Ólafur Ragnar Grímsson varð fjármálaráðherra 1980 en ekki utanríkisráherra eins og hugur hans stóð til. Svavar Gestsson, fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins og fyrrverandi námsmaður í austan- tjaldsríki, var svo skipaður sendi- herra og þar með var eina tabúið í íslenskri diplómatíu rofið: það mátti skipa (flokkshest) í embætti en ekki kommúnista. a.snaevarr.@frettabladid.is stjornmal@frettabladid.is Úr bakherberginu... Eftirlaunasjóður stjórnmálamanna? nánar á visir.is Halldór Guðmundsson hefur ritað sannkallað stórvirki um nafna sinn Laxness. Í stuttu máli frábæra bók þar sem þræddir eru saman ótrú- lega haglega allir þræðirnir í lífi skáldsins Laxness. Halldór G. lenti hins vegar í sannkallaðri mannraun. Hann hafði verið að vinna að lífs síns meistaraverki þegar Hannes Hólm- steinn ruddist inn á hans fræðasvið. Hannes gerði það með þeim hætti sem alþjóð veit og virðist jafnvel að dómi sinna nánustu vina hafa haft lítinn sóma að. Allir sanngjarnir menn hljóta þó að viðurkenna að nýja bókin er betri. Bók Halldórs Guðmundssonar væri kannski ekki jafn góð og hún er ef boðflennan Hannes hefði ekki ruðst inn eins og hver annar pönkari í leðurjakka, með bein í nefi, skrýdd- ur keðju, gyrtur rýtingi og vís til alls. Fíllinn Hannes fleygir þannig niður hverri styttunni á fætur annarri í Postulíns-búðinni og fer mikinn. Skýtur raunar herfilega yfir markið þegar hann reynir að sýna fram á að Atómstöðin sé eftirherma tékk- neskrar sögu. Það skiptir engu máli því eins og allir vita var Halldór fingralangur allan sinn rithöfundar- feril; líka í mun betri verkum en Atómstöðinni. Ekki veitti af þvi jafnvel eftir innrás pönkarans Hannesar á fræðasvið hans ríður kurteisi Halldórs Guð- mundssonar ekki við einteyming. Maður beinlínis sér ekkjuna Auði lesa yfir öxl bókmenntafræðingsins og á stundum er spaugilegt að sjá bókmenntapáfann Halldór rekja ein- hverjar nauðaómerkilegar heim- sóknir Auðar og Halldórs til útlanda. Eins og að lesa eldgamalt Séð og heyrt. Sérstaklega er þetta raunalegt því bersýnilega verður Halldór Guð- mundsson að skera mikið niður í umfjöllun sinni um afstöðu Halldórs Laxness til Sovétríkjanna en sannast sagna er sá kafli ósannfærandi hjá nafna Nóbelskáldsins. Séð og heyrt-hliðin á Dórunum tveimur hættir svo að vera fyndin þegar skýrt er frá bréfi Laxness til Auðar um að grafa sundlaug fyrir rit- launin í Austur-Þýskalandi. á sama tíma og þýðandi hans dúsir í fang- elsi. Halldór getur þess ekki í bókinni að hann tengist Máli og menningu sterkum böndum, bæði sem útgef- andi til margra ára og einnig fyrir þær sakir að hann er barnabarn Halldórs Stefánssonar rithöfunds. Því miður eru skrif Halldórs um Kristinn E. Andrésson og Sovét- tengsl hans og Máls og menningar einstaklega vandræðaleg. Á sama tíma reynir Hannes Hólm- steinn að gera sem minnst úr Kiljan í samnefndri bók sinni. Hannes nýt- ur þess að hann hefur fleiri síður til að rita á en geldur þess að tilgangur hans er of augljós. Spurningin er hins vegar hvernig þessar bækur væru ef höfundarnir hefðu ekki haft neitt aðhald úr samkeppninni. Ég býð ekki í það. Halldór Guðmunds- son hefur þrátt fyrir allt skrifað sann- kallað meistaraverk, eina best skrif- uðu ævisögu sem skrifuð hefur ver- ið á íslensku og Hannes á alls ekki skilið það niðurrif sem hann hefur orðið fyrir. Þrátt fyrir allt. ■ VIKA Í PÓLITÍK ÁRNI SNÆVARR SKRIFAR Gölluð meistaraverk Viðtöl við framliðið fólk GUÐMUNDUR KRI STINSSON Æ Ð R I H EIM A Framliðnir segja frá andláti sínu og lífinu fyrir handan TIL ÆÐRI HEIMA Hér eru frásagnir 26 fram- liðinna af fyrstu lífsreynslu fyrir handan og ítarleg frásögn einkasonar, sem fórst í bílslysi í marz 2002. Runólfur, stjórnandi Hafsteins, segir sögu sína. Sýnir Bjargar við dánarbeð og gerð er grein fyrir hug- myndum þjóðkirkjunnar um dauðann og annað líf og áhrifum spíritismans á trúarskoðanir þjóðarinnar. Árnesútgáfan Sími 482 1567 UMMÆLI VIKUNNAR,, U MÆLI VIKUN AR ,, FORMAÐUR SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS OG FYRRVERANDI FORMAÐUR ALÞÝÐUFLOKKSINS Sjálfsagt þykir að formenn stjórnmálaflokka og jafnvel minni spá- menn fái sendiherraembætti þegar aldurinn færist yfir og kjörþokki dvínar. HALLDÓR LAXNESS Maður getur nánast séð Auði lesa yfir öxlina á Halldóri Guð- mundssyni sem engu að síður skilar frá sér meistaraverki um Halldór Laxness. „Það getur aldrei verið glæpur að tefla skák.“ Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, forseti Skák- sambands Íslands 15. desember 2004. „Ég hugsa að stjórnarandstæðingar kunni ekki lengur að segja já og veit ekki hvern- ig þeir fara að því þegar þeir mynda stjórn. Þeir vilja ekki einu sinni skatta- lækkanir.“ Sigmund Jóhannsson 16. desember 2004. 36-37 Stjornmal 17.12.2004 14:46 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.