Fréttablaðið - 18.12.2004, Blaðsíða 83

Fréttablaðið - 18.12.2004, Blaðsíða 83
67LAUGARDAGUR 18. desember 2004 Tenderfoot - Without Gravity PLÖTUBÚÐ FYRIR ÞÁ SEM VILJA ALVÖRU TÓNLIST. KJÖRGARÐI - LAUGAVEGI 59 OPIÐ: VIRKA DAGA 12-18, FÖS. 12-19 OG LAU. 12-18 SÝNINGIN HUMAR EÐA FRÆGÐ OPIN DAGLEGA. Jagúar - Hello Somebody! Slowblow - SlowblowNúm - Summer Makes Good Jan Mayen - Home Of The Free IndeedSke - Feelings Are Great Ný íslensk tónlist frá Smekkleysu SM Björk - Medúlla Söngkonan Beyoncé Giselle Knowles fæddist 4. september árið 1981 í Houston í Texas. Fjölskylda hennar er frekar auðug og hún og yngri systir hennar, Solange Knowles, fengu strangt kristilegt uppeldi. Yngri systir henn- ar hljóp stundum í skarðið á þeim tíma sem Farrah átti það til að skrópa á tónleika. Hún reyndi síðar fyrir sér sjálf í tónlistarbransan- um með litlum árangri. Þrátt fyrir að rödd Beyoncé hafi borið lög Destiny’s Child uppi hefur stjarnan reynt hvað hún getur til þess að deila sviðsljósinu með frænku sinni Kelly Rowland og Michelle Willams. Hún er frekar þekkt fyrir málamiðl- anir en ekki sömu launráð og Diana Ross bruggaði í sönghópi sínum The Supremes. Helstu góðgerðarmál sem Beyoncé hefur tekið þátt í eru að styðja við bakið á Nelson Mandela í mannréttindabaráttu hans. Beyoncé virðist hafa þó nokkurn áhuga á kvikmyndaleik. Auk þess að hafa leikið í Austin Powers-myndinni og hiphop-útgáfu óperunnar Carmen fór hún með annað aðal- hlutverk myndarinnar The Fighting Temp- tations. Þar lék hún á móti Óskarsverðlauna- leikaranum Cuba Gooding Jr. Næst sjáum við hana leika í kvikmyndinni The Pink Panther, þar sem Steve Martin setur sig í hlutverk varðstjórans Clouseau sem Peter Sellers gerði ódauðlegan. Hlutverk hennar þar er þó ekki stórt. ■ Beyoncé fékk kristilegt uppeldi BEYONCÉ GISELLE KNOWLES Hún er aðalstjarnan í Destiny’s Child en reynir að miðla málum svo stöllur hennar komist að. Og þá voru eftir þrjár Stúlkurnar ákváðu að halda áfram sem tríó í stað þess að bæta við annarri stúlku. Árið 2000 hafði ver- ið skipbrotsár fyrir stúlkurnar, þrátt fyrir gífurlegar vinsældir, og þar með fæddist sú mynd sveitar- innar sem við þekkjum í dag. Beyoncé, Kelly og Michelle hljóðrituðu það árið lagið Independent Woman pt. 1 fyrir kvikmyndina Charlie’s Angels og áttu þar með sinn stærsta smell. Lagið eyddi 11 vikum í toppsæti bandaríska smáskífulistans og fjöl- miðlar kepptust við að nefna sveit- ina stærstu R&B-sveit allra tíma. Eftir öll vandræði ársins á undan fundu stúlkurnar metnað og kraft til þess að gera þriðju plötu sína, Survivor. Titillag plötunnar var tilvísun í spaug þar sem útvarpsmaður í Los Angeles líkti sveitinni við þátttak- endur í raunveruleikaþáttinn vin- sæla Survivor. Hann gerði þannig grín að örum mannabreytingum innan sveitarinnar með því að segja að þær væru að kjósa hverja aðra burt, eina á eftir annarri. Lína í lag- inu varð svo til þess að LaToya og LaTavia ákváðu að kæra Beyoncé og Kelly aftur, í þetta skiptið fyrir að skjóta illilega á sig með línunni „Thought I wouldn’t sell without you, sold nine million,“ sem þær tóku afar persónulega. Þegar þær höfðu náð „sáttum“ við stúlkurnar í fyrri deilunni var klausa í samning- um sem bannaði öllum stúlkunum að tjá sig um málið opinberlega og töldu þær LaToya og LaTavia þetta vera brot á því samkomulagi. Með fráhvarfi LaToyu og La- Taviu öðlaðist Beyoncé meira frelsi innan sveitarinnar og fékk nú að út- setja nokkur lög á þriðju plötunni sjálf. Aðallega sá hún um raddút- setningar en stúlkan hafði orð á sér fyrir að vera vandvirk í hljóðverinu. Stuttu síðar greindu stúlkurnar frá því að þær ætluðu sér allar þrjár að einbeita sér að því næstu tvö árin að hrinda af stað sólóferl- um sínum. Margir ályktuðu að þar með væru dagar Destiny’s Child taldir. Destiny’s Child fer í stutta pásu Michelle Williams varð sú fyrsta til þess að gefa út sólóplötu. Hún heitir Heart to Yours og hún átti töluverðum vinsældum að fagna á kristnum útvarpsstöðvum í Banda- ríkjunum. Kelly sló rækilega í gegn í heimalandinu með plötu sinni Simply Deep. Lagið Dilemma, sem hún gerði með stórstjörnunni Nelly, varð gífurlega vinsælt og saman hrepptu þau Grammy- verðlaunin fyrir lagið. Beyoncé tók sér örstutt frí frá tónlist, varð ástfangin af rapparan- um Jay-Z og einbeitti sér að kvik- myndaleik. Hennar fyrsta hlut- verk var í hiphop útgáfu Carmen- óperunnar sem VH1 framleiddi. Henni var strax boðið hlutverk í þriðju mynd Mike Myers um njósnarann Austin Powers. Þar lék hún stereótýpuna Foxxy Cleopatra og átti sinn fyrsta slagara ein með laginu Work It Out sem hún gerði sérstaklega fyrir myndina í sam- starfi við The Neptunes, betur þekktir sem tveir þriðju af NERD. Næst birtist Beyoncé þegar hún söng inn á lag kærasta síns, ‘03 Bonnie and Clyde. Stjarna hennar var orðin svo blindandi þegar hún ákvað loksins að gefa út sólóplötu í fyrra að það kom engum á óvart að platan skyldi gera hana eina stærstu poppstjörnu okkar tíma. Fyrir plötuna fékk Beyoncé sex Grammy-verðlaun. Nýja Destiny’s Child-platan var unnin í miklum flýti, enda stúlk- urnar allar orðnar mjög uppteknar í sínu horni. Platan var gerð á þremur vikum og þegar upptökur hófust höfðu stelpurnar ekki hist í langan tíma. Þær voru þó stað- ráðnar í því að halda hópinn og sýna fram á að vel væri hægt að halda áfram, þrátt fyrir að þær hefðu allar náð góðum árangri ein- ar. Þær hafa þó aldrei gefið í skyn að þær ætli sér að halda endalaust áfram sem heild. Titill plötunnar, Destiny Fulfilled, þykir líka gefa í skyn að þarna sé um endakaflann að ræða. Hvað sem því líður höfum við ábyggilega ekki heyrt það síðasta frá stúlkunum þremur sem starfa saman undir nafninu Destiny’s Child. ■ 82-83 (66-67) Fólk lesið so far 17.12.2004 18:52 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.