Fréttablaðið - 18.12.2004, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 18.12.2004, Blaðsíða 32
Reyndur útrásarmaður Aðaldriffjöðrin í útrás máln- ingafyrirtækisins Flügger sem keypt hefur Hörpu Sjöfn er aðstoðarfram- kvæmdastjórinn Sören P. Olesen. Útrás Flügger hefur vakið athygli í Danmörku, enda útrás ekki einkennt at- vinnulífið þar í sama mæli og hér. Sören gantaðist með það að kaupin hér heima væru svarið við kaupum Íslendinga á Magasin du Nord. Hann sagðist einnig hlakka til að vinna hér á landi þar sem honum sýndist viðskiptalífið kraft- mikið og lifandi. Sjálfur er Sören ekki óreyndur í erlendri starfsemi og þekkir vel til útrásarandans. Hann var um árabil í Rússlandi og síðan í Þýskalandi þar til eigendur Flügger veiddu hann til sín í leit sinni að öflugum manni sem gæti stýrt útrás og vexti fyrirtækisins. Arður vegna Íslendinga Verðbréfafyrirtækið Teather & Greenwood flutti eigendum sínum þau gleðitíðindi að ef ekkert óvænt komi upp á muni fyrirtækið greiða eigend- um sínum arð í fyrsta skiptið í þrjú ár. Frá þessu er sagt í Birmingham Post. Þetta teldist vart til tíðinda hér á landi, nema fyrir þær sakir að ein af ástæð- um góðrar afkomu fyrirtækisins er að það hefur átt þátt í viðskiptum sem tengjast Íslendingum. Reyndar hafa, allt frá því að Bakkavör hóf verksmiðjurekstur í Birmingham, verið mikil tengsl á milli fjármálafyrir- tækja þar og hér á Íslandi og harður slagur verið um að ná viðskiptum við Íslendinga. Teather & Greenwood komu einmitt nálægt kaupum Bakka- varar á 20 prósenta hlut í Geest og einnig kaupum Flugleiða á tíu prósenta hlut í Easyjet. Íslands- tengslin hafa samkvæmt fréttinni gefið góða raun þetta árið og hluthafarnir kætast. MESTA HÆKKUN ICEX-15 3.382 KAUPHÖLL ÍSLANDS [ HLUTABRÉF ] Fjöldi viðskipta: 64 Velta: 1.541 milljónir -0,07% MESTA LÆKKUN MARKAÐSFRÉTTIR... Samræmd vísitala neyslu- verðs í EES ríkjunum var óbreytt milli október og nóvember. Á Ís- landi nam hækkunin 0,1 prósetn. Verðbólga á Íslandi er nú 2,9 prósent miðað við samræmdu vísitöluna. Það er nokkuð yfir meðaltali sem er 2,1 prósent. Atorka hefur lokið við 5 millj- arða króna skuldabréfaútboð. Féð er ætlað til fjárfestinga erlendis. Smásöluvísitala SVÞ og IMG sýnir 2,3 prósent meiri verslun í nóvember í ár heldur en í fyrra. Mestur vöxtur er í sölu lyfja; fimm prósent. 32 18. desember 2004 LAUGARDAGUR Verð á íbúðarhúsnæði hefur hækkað um 17,3 prósent á síðustu tólf mánuðum. Sér- býli og stærri eignir hækka enn hraðar. Þrátt fyrir þetta er ekki talið að verðbóla sé að myndast og líklega mun draga úr hækkunum. Markaðsverð íbúðarhúsnæðis hefur hækkað umtalsvert á þessu ári. Á síðustu tólf mánuðum hafa fasteignir hækkað um 17,3 pró- sent og sérbýli hefur stigið enn hraðar í verði og er nú 22,4 pró- sentum dýrara en fyrir ári síðan. Hækkunin á fasteignamarkaði hefur verið mest frá því í byrjun ágúst þegar bankarnir hófu að bjóða fasteignalán á mun lægri vöxtum en áður. Mikilvægasta breytingin felst í því að með þess- ari breytingu geta kaupendur fengið lán fyrir miklum hluta af stórum eignum og eru ekki bundnir af hámarkslánum Íbúða- lánasjóðs. Verðhækkun á sérbýli á þrem- ur mánuðum, frá því í byrjun ágúst, er 12,3 prósent. Snorri Jakobsson, hagfræðingur í grein- ingardeild KB banka, bendir á að fjármögnunarkostnaður við kaup á stærri eignum hafi lækkað um um það bil þrjátíu prósent þegar viðskiptabankarnir byrjuðu að bjóða fast- eignalán sín í haust. Þessi breytta staða á m a r k a ð i n u m breytir öllum forsendum. „Í sumar, áður en vext- irnir lækkuðu, vorum við að spá því að fast- e i g n a v e r ð myndi lækka eða standa í stað þar sem það var komið það hátt með tilliti til launa, byggingarkostnaðar og leigu- verðs. Það var ekki komin nein verðbóla en það var komið það hátt að forsendur til frekari hækkunar voru mjög veikar,“ segir Snorri. Snorri segir að ekki séu merki um að verðbóla sé að myndast á fasteignamarkaði en talað er um verðbólur þegar eignir hækka hratt í verði og spákaupmennska fer að ráða mestu um verðlagn- ingu. Í verðbólu er keypt til að endurselja á hærra verði. Slíkar verðbólur hafa myndast þegar nýjar leiðir til fjármögnunar hafa orðið til, svo sem eins og fram- virkir samningar eða nýir lána- möguleikar. Verðbólur á fasteignamarkaði eru taldar mjög hættulegar efna- hagslífinu þar sem sprungin fast- eignabóla getur valdið fjölda fólks miklum erfiðleikum og get- ur jafnvel leitt til kreppu í banka- kerfinu þar sem veð duga skyndi- lega ekki fyrir lánum. Björn Runar Guðmundsson, hagfræðingur í greiningardeild Landsbankans, telur heldur ekki að verðbóla sé að myndast á íslenskum fasteignamarkaði þótt hækkanir hafi verið miklar. Hann segir að líta megi á þróunina sem leiðréttingu þar sem stórar eignir hafi verið undirverðlagðar. „Það sem er í rauninni að gerast er hliðrun á markaðinum þar sem fólk er að skipta yfir í stærra. Þetta er fólk sem fram að því gat það ekki þar sem það bjó við lánsfjárskömmtun,“ segir Björn Rúnar. Ingólfur Bender, forstöðu- maður greiningardeildar Íslands- banka, segir að nú sé kostnaður við húsnæðiskaup ekki hærri en áður í hlutfalli við laun. „Það bendir því ekki til þess að hér sé bóla í gangi,“ segir hann. Nú virðist sem kostnaður við bygg- ingu nýs húsnæðis sé lægri en markaðsverð íbúða. Það leiði til þess að nýbyggingum fjölgi þar til nýtt jafnvægi kemst á. Hann segir að nýtt jafnvægi muni komast á milli kostnaðar við byggingu húsnæðis og markaðs- verðs. Hann gerir ráð fyrir því að það verði byggingarkostnaðurinn sem fari hækkandi á næstu tveim- ur árum frekar en að mark- aðsvirðið lækki. thkjart@frettabladid.is vidskipti@frettabladid.is Peningaskápurinn… Actavis 37,20 -0,53% ... Bakkavör 25,00 +1,21% ... Burðarás 12,00 - 0,41% ... Atorka 5,79 -0,52% ... HB Grandi 7,90 - ... Íslandsbanki 11,40 +0,44% ... KB banki 447,00 -0,22% ... Landsbankinn 11,90 -0,83% ... Marel 49,00 -0,41% ... Medcare 6,05 -0,33% ... Og fjarskipti 3,14 - ... Samherji 11,10 - ... Straumur 9,75 -0,51% ... Össur 80,50 - Stórar eignir hafa hækkað um fimmtung Bakkavör 1,21% Jarðboranir 1,03% Flugleiðir 0,52% Landsbankinn -0,83% Actavis -0,53% Atorka -0,52% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: nánar á visir.is HÁTT VERÐ HVETUR TIL NÝBYGGINGAR Mikil hækkun markaðsverð fasteigna kemur í kjölfar þess að kostnaður við fjármögnun hefur lækkað með tilkomu nýrra lána og af- námi lánahámarka. Reikna má með að verktakar verði duglegir að byggja næstu árin til að mæta þörf fólks til að stækka við sig. Íslandsbanki fær viðurkenningu Fagtímaritið mtn-i hefur veitt Ís- landsbanka viðurkenningu fyrir al- þjóðlega skuldabréfaútgáfu bank- ans. Verðlaunin eru fyrir árangurs- ríka markaðssetningu á Íslands- banka sem útgefanda skuldabréfa á EMTN markaði. Í frétt frá Íslandsbanka kemur fram að tímaritið telji tengsl Ís- landsbanka við fjölda erlendra fjárfesta vera eftirtektarverð. Þetta hafi skilað sér í fjölda vel heppnaðra skuldabréfaútgáfa þar sem kaupendur hafi verið fjárfest- ar víðs vegar um Evrópu og Asíu. Rammasamningur Íslands- banka um alþjóðlega skuldabréfa- útgáfu er mikilvægasta fjármögn- unarleið bankans á alþjóðlegum markaði. Samningurinn er upp á 3,5 milljarða evra, um þrjú hund- ruð milljarða króna. Í frétt bankans segir að þetta sé í þriðja sinn sem Íslandsbanki hlýtur verðlaun fyrir alþjóðlega skulda- bréfaútgáfu. Árið 1999 hlaut hann viðurkenningu tímaritsins Euro- week og þremur árum síðar hlaut bankinn viðurkenningu frá Euro- week fyrir markaðssetningu. - þk BJÖRN RÚNAR GUÐMUNDSSON Hagfræðingur í Landsbankanum. SNORRI JAKOBSSON Hagfræðingur í KB banka. INGÓLFUR BENDER Forstöðumaður greiningardeildar Íslandsbanka. Fjárfestar óttast brunaútsölu á eignum. Vestrænir bankar halda að sér höndum. Lögsókn í Bandaríkjunum getur sett strik í reikninginn vegna fyr- irhugaðrar sölu dótturfélaga Yukos upp í skattskuld. Vestrænir fjárfestar óttast að sala eigna Yukos fari fram á alltof lágu verði og hafa því farið fram á lögbann. Deutsche bank og fleiri evr- ópskar fjármálastofnanir hafa hætt við að veita lán til rússneska jarðgasrisans Gazprom vegna kaupa á Yuganskeneftegaz sem er dótturfyrirtæki Yukos. Rússnesk stjórnvöld fara fram á söluna til þess að fá upp í skattskuldir sem sagðar eru nema hátt í tvö þúsund milljörðum íslenskra króna. Uppboð á dótturfyrirtækinu átti að færa Yukos að lágmarki 6,4 milljarða evra (ríflega 500 millj- arða króna) en sérfræðingar telja að rétt verð sé tvöfalt hærra. Fjárfestar óttast að fyrirtæki í eigu rússneska ríkisins, eða undir handjaðri þess, muni sölsa undir sig eignir Yukos á útsöluverði. Til að reyna að koma í veg fyrir slíkt hefur mál verið höfðað í Banda- ríkjunum til að stöðva söluna. Af ótta við niðurstöðu dómstóla í Bandaríkjunum halda vestrænar fjármálastofnanir að sér höndum varðandi fjármögnun kaupanna. Yukos er eitt arðbærasta olíu- fyrirtæki heims og stendur undir um fimmtungi af olíuframleiðslu Rússlands. - þk Hart barist um Yukos OLÍU DÆLT ÚR JÖRÐU Yukos er eitt aðbærasta olíufyrirtæki heims en sligað vegna skattskulda. Hér sést olíuvinnsla í vesturhluta Síberíu. 32-33 Viðskipti 17.12.2004 14.53 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.