Fréttablaðið - 18.12.2004, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 18.12.2004, Blaðsíða 72
S ögu Blíðfinns er lokið meðBlíðfinni og svörtu teningun-um. „Ég hef sleppt Blíðfinni inn í Ljósheima og slepp sjálfur með skrekkinn,“ segir höfundur- inn Þorvaldur Þorsteinsson. „Þetta hefur verið eins og æviferill og þegar ég horfi til baka sé ég að Blíðfinnur stendur mér nær en ég gerði mér raunverulega grein fyrir. Nú þegar hann er farinn frá okkur og hefur lokið ferðalagi sínu þá er ég undrandi og þakklátur fyrir að standa sjálfur eftir tiltölu- lega heill og á lífi og hafa ekki þurft að fara með honum.“ Blíðfinnur kom fyrst út í bók árið 1998 og lokabindið er fjórða bókin í flokknum. „Ég hef haft Blíðfinn með mér í sex ár og reyndar miklu lengur. Hann á sér mikla forsögu sem er ómögulegt að segja frá en birtist í setninga- brotum, bútum og skissum langt aftur í tímann. Blíðfinnur var lengi að fæðast en þegar hann kom þá var það með hvelli, enda hafði ég góða ljósmóður,“ segir Þorvaldur og sér ekki ástæðu til að skýra þetta frekar. Barnið og hinir fullorðnu Blíðfinnsbækurnar hafa þegar komið út í átta löndum og hvar- vetna fengið mjög jákvæð við- brögð. Fyrir nokkrum vikum var bókin Ert þú Blíðfinnur? kölluð „fílósófískt meistaraverk“ í þýsku pressunni auk þess að fá fimm stjörnur (af fimm möguleg- um) á tveimur þýskum netsíðum um bókmenntir. Lokabindið, sem nú kemur út, hefur ekki síður fengið góða gagnrýni. En eru bækurnar um Blíðfinn barnabækur? „Ég get eiginlega ekki svarað þessu nema með því að segja að Blíðfinnur er eins og heil mann- eskja fyrir mér,“ segir Þorvaldur. „Hann er að gera öll grundvallar- mistökin og sveiflast frá því að vera auli yfir í að vera snillingur. Hann er fulltrúi svo margra mannlegra eiginleika og svo má spyrja: Á að ganga út frá því að börn séu bara hálfar manneskjur eða að þau séu heilar manneskj- ur? Ég treysti mér ekki til að skammta ofan í börn. Ég kann ekki að tala barnamál. Ég kann ekki að hugsa eins og fjölmargar barnabækur gera ráð fyrir að börn hugsi. Einu sinni bjó ég til myndlistarverk sem er svona: Fullorðins karlmannsskór standa á stöpli. Ofan í þeim standa agn- arsmáir drengjaskór. Verkið heit- ir Staða og lýsir því á mjög ein- faldan og skýran hátt að þótt við séum fullorðin þá erum við með barnið inni í okkur. Ég trúi því líka að hvert barn hafi fullorðinn mann inni í sér. Við erum eitt og við erum allt og erum hluti af heild. Þess vegna er Blíðfinnur barnabók, já. Fullorðinsbók? Já. Unglingabók? Tvímælalaust. Ég er ánægður með að hafa ratað á að gera bók sem felur í sér barnið og fullorðna inni í barninu.“ Tilfinning fyrir skáldsögu Og nú þegar Blíðfinnur er allur, hvað er þá næst á döfinni? „Ég er kominn með tilfinningu fyrir skáldsögu,“ segir Þorvaldur. „Stundum fær maður alla söguna í sig og þá í formi tilfinningar. Mað- ur heyrir í sögunni í hjartslættin- um. Þetta gerist ekki svo oft en ég veit alveg hvað þetta þýðir: Þarna er bók. Annars er ég á fullu að skrifa kvikmyndahandrit. Leikrit er líka á döfinni, eitt sem búið er að panta og tengist börnum og svo annað sem ég ætla að skrifa í framhaldi af reynslunni af And Björk of Course. Mig langar til að gera leikrit sem fer ennþá lengra í þá átt sem ég stefndi að þar. Þessu er ómögulegt að lýsa en snýst kannski meira um aðferðafræði en inntak. Inntakið er hins vegar aðal- atriðið í skáldsögunni sem ég nefndi. Það er svo gaman að vinna leikrit og skáldsögu samhliða einmitt vegna þess hvað aðferðirn- ar geta verið ólíkar. Ég hef ekki alltaf miklar áhyggjur af því hvað fólk segir á sviðinu, fremur hvað það gerir, en textinn skiptir hins vegar töluverðu máli í skáldsögu. Svo dreymir mig alltaf um að skrifa fleiri barnabækur sem ég myndskreyti sjálfur, eins og gerð- ist með Skilaboðaskjóðuna á sínum tíma.“ kolla@frettabladid.is 56 18. desember 2004 LAUGARDAGUR ALLAR BÆKUR KLEIFARVATN Arnaldur Indriðason BARÓNINN Þórarinn Eldjárn SAMKVÆMISLEIKIR Bragi Ólafsson SAKLEYSINGJARNIR Ólafur Jóhann Ólafsson ARABÍUKONUR Jóhanna Kristjónsdóttir KARÍTAS ÁN TITILS Kristín Marja Baldursdóttir BELLADONNA SKJALIÐ Ian Caldwell ÍSLENDINGAR Sigurgeir Sigurjóns. og Unnur Jökulsd. DA VINCI LYKILLINN Dan Brown HEIMSMETABÓK GUINNES Vaka Helgafell SKÁLDVERK - INNBUNDNAR BÆKUR KLEIFARVATN Arnaldur Indriðason BARÓNINN Þórarinn Eldjárn SAMKVÆMISLEIKIR Bragi Ólafsson SAKLEYSINGJARNIR Ólafur Jóhann Ólafsson KARÍTAS ÁN TITILS Kristín Marja Baldursdóttir BELLADONNA SKJALIÐ Ian Caldwell DAUÐANS ÓVISSI TÍMI Þráinn Bertelsson FÓLKIÐ Í KJALLARANUM Auður Jónsdóttir BÍTLAÁVARPIÐ Einar Már Guðmundsson LÖMUÐU KENNSLUKONURNAR Guðbergur Bergsson LISTINN ER GERÐUR ÚT FRÁ SÖLU DAGANA 08.12. - 14.12. 2004 Í BÓKABÚÐUM MÁLS OG MENNINGAR, EYMUNDSSON OG PENNANUM 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 EYMUNDSSON MÁL OG MENNING PENNINN [ METSÖLULISTI ] Á þessum degi árið 1870 fæddist í Burma H.H. Munro, betur þekktur sem smásagnahöf- undurinn Saki. Hann var sonur lögreglumanns í Burma en var sendur í fóstur til stjórn- samra frænkna sinna tveggja ára gamall. Ungur sneri hann sér að blaðamennsku. Hann varð fréttaritari dagblaðs í London og bjó í nokkrum löndum. Undir höfundarnafninu Saki skrifaði hann smásögur sem allflestar byggðust upp á óvæntum endi. Munro settist að í London árið 1908 en lést á vígvelli í Frakklandi í fyrri heimsstyrjöldinni. „Ef ég vildi eyðileggja þjóð mundi ég gera það með því að gefa henni of mikið af öllu og innan skamms væri hún orðin sýkt, gráðug, aumingi inn í merg.“ - John Steinbeck UPPISTAND Á BROADWAY FIMMTUDAGINN 30. DESEMBER MIÐASALA Í VERSLUNUM SKÍFUNNAR, BT Á AKUREYRI & SELFOSSI, Á SKIFAN.IS, EVENT.IS OG Í SÍMA 575 1522. MIÐAVERÐ AÐEINS 3.500 KR. Vinningar verða afhendir hjá Office 1 Superstore, Skeifunni. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb BT. SMS kostar 199 kr. VILTU MIÐA! Sendu SMS skeytið BTL JKF á númerið 1900 og þú gætir unnið. Vinningar eru Miðar á Jamie Kennedy, DVD myndir, CD ś og margt fleira. BÓKASKÁPURINN Chrichton afneitar gróðurhúsaáhrifum Hinn 62 ára gamli Michael Chrichton hefur sent frá sér nýja bók, State of Fear. Þetta er spennusaga en það vek- ur athygli að í henni afneitar Chrichton hættunni sem talin er stafa af gróðurhúsaáhrifum. Í bókinni reyna Græningjar að sviðsetja náttúruhamfarir í því skyni að sýna fram á að gróðurhúsaáhrifin séu að eiga sér stað. Chrichton lagðist í miklar rannsóknir vegna bókarinnar og leggur fram það sem hann segir vera sannanir fyrir því að engin hætta sé á ferðum. Þessi nýja spennusaga er um 600 síður og fær afleita dóma í New York Times. Chrichton er sem kunnugt er höfundur Jurassic Park og fleiri vinsælla spennusagna. Happdrætti Bókatíðinda 2004 Árlegt happdrætti Bókatíðinda er í fullum gangi en eitt númer verður dregið út daglega fram að jólum. Happdrættis- númerið er að finn innan á kápubaki Bókatíðinda. Vinninga er hægt að vitja í næstu bókabúð gegn framvísun númers- ins. Hver vinningshafi fær bækur að eigin vali að upphæð 10.000 kr. Vinninga ber að vitja fyrir 1. júlí 2005. Eftirtalin númer voru dregin út 12.-18. desember: 12. des. 2479 13. des. 61167 14. des. 63731 15. des. 94147 16. des. 33400 17. des. 14280 18. des. 23131 ÞORVALDUR ÞORSTEINSSON „Ég er ánægður með að hafa ratað á að gera bók sem felur í sér barnið og fullorðna inni í barninu.“ Eins og æviferill SÖGU BLÍÐFINNS ER LOKIÐ MEÐ BLÍÐFINNI OG SVÖRTU TENINGUNUM 72-73 (56-57) bækur lesið 17.12.2004 14.09 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.