Fréttablaðið - 18.12.2004, Side 10

Fréttablaðið - 18.12.2004, Side 10
18. desember 2004 LAUGARDAGUR Félag íslenskra bifreiðaeigenda: Kvörtunum vegna Bandaríkjabíla fjölgar BÍLAKAUP Kvörtunum hefur heldur farið fjölgandi að undanförnu í kjöl- far bílakaupa einstaklinga beint frá Bandaríkjunum, að sögn Stefáns Ásgrímssonar hjá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda. Þangað berast nú einhverjar kvartanir í viku hverri. Landsmenn hafa í auknum mæli notfært sér lágt gengi dollarans og keypt bíla beint frá Bandaríkjunum, eins og Fréttablaðið greindi frá fyrr í vikunni. Meðal annars hafa bílar verið keyptir af uppboðsmarkaðin- um eBay. Stefán sagði að þeir sem leituðu til FÍB með sín mál væru með bíla sem hefðu bilað eða reyndust jafn- vel vera tjónaðir, sem þeir hefðu ekki átt að vera við kaupin. „Bílar eru framleiddir fyrir til- tekin markaðssvæði og þeir bílar sem þarna eru keyptir í eins konar lausasölu eru ekki fyrir Evrópu- markað,“ sagði Stefán. „Framleið- endaábyrgð á þeim gildir einfald- lega ekki hér, þannig að menn geta setið uppi með skaða. Ef þeir vilja sækja rétt sinn verða þeir einfald- lega að fá sér lögfræðing og fara í mál.“ Stefán sagði nauðsynlegt að fólk vissi af því að ekki væri hægt að sækja ábyrgðir til umboða hér vegna bíla sem það hefði keypt og flutt inn. - jss Samþykkja sjálfstæði Kýpur-Grikkja Evrópusambandið náði tímamótasamkomulagi við tyrknesk stjórnvöld í gær. Tyrkir hafa fallist á kröfu sambandsins um að viðurkenna stjórn Kýpur-Grikkja. TYRKLAND Tyrknesk stjórnvöld hafa fallist á kröfu Evrópusam- bandsins um að viðurkenna stjórn Kýpur-Grikkja á Kýpur. Fréttastofa BBC greindi frá þessu í gær. Samkomulagið er forsenda þess að viðræður milli Tyrklands og Evrópusambands- ins um aðild Tyrkja að samband- inu geti hafist. Tyrkir þurfa að leggja fram skriflega yfirlýsingu um að þeir samþykki stækkun sameiginlegs tollabandalags með tilkomu nýju aðildarríkjanna en á meðal þeirra er Kýpur, sem er í Evrópusam- bandinu. Þessi yfirlýsing verður að liggja fyrir fyrir þann 3. októ- ber á næsta ári og þá geta aðild- arviðræður hafist. Tyrkir, sem ráða yfir norðurhluta Kýpur, höfðu áður þvertekið fyrir að við- urkenna stjórn Kýpur-Grikkja. Joschka Fischer, utanríkisráð- herra Þýskalands, lýsti í gær yfir ánægju með samkomulagið. Tony Blair, forsætisráðherra Bret- lands, blés á þær gagnrýnisradd- ir sem sagt hafa að Tyrkland eigi ekki heima í Evrópusambandinu, menningarheimur Tyrkja sé of ólíkur evrópskri menningu. „Þó að Tyrkland sé íslamskt ríki þýðir það ekki að landið eigi að verða útilokað frá Evrópu, heldur þvert á móti,“ sagði Blair. „Ef það uppfyllir mannréttinda- skyldur sínar geta múslimar og kristnir vel búið og unnið saman.“ Þó að viðræður milli Tyrklands og Evrópusambandsins hefjist hugsanlega á næsta ári getur það tekið Tyrkland allt að fimmtán ár að verða aðili að Evrópusamband- inu. Svo langt og flókið er samn- ingaferlið. Þá er alls ekki víst að al- menningur í Tyrklandi sætti sig við að sjálfstæði Kýpur-Grikkja verði viðurkennt. Á það mun reyna á næstu mánuðum. ■ VEGAGERÐ Framkvæmdir við tvö- földun akreina á Vesturlandsvegi, frá Víkurvegi í Grafarvogi að Skarhólabraut í Mosfellsbæ, standa yfir. Verklok eru áætluð í október á næsta ári. Hafliði Jónsson, verkefnastjóri á suðvestursvæði hjá Vegagerð ríkisins, segir Jarðvélar vinna verkið. Fyrirtækið hafi átt lægsta boð, 576 milljónir króna. Jóhann Bergmann, deildarstjóri framkvæmda á norðvestursvæði, segir framkvæmdirnar ganga ágætlega: „Hins vegar erum við á eftir áætlun með að hleypa umferð- inni á nýja veginn til bráðabirgða. Það orsakast af magnaukningu í jarðvinnu en er ekki til neinna vansa og háir verkinu ekki í heild.“ Hafliði segir tvö hringtorg verða á leiðinni, annað við Úlfars- fellsveg og hitt við Korpúlfsstaða- veg. Ekki verði miklar tafir á um- ferð en hún verði leidd um hjáleið- ir: „Næsta sumar hefjast fram- kvæmdir við að byggja nýjar brýr yfir Úlfarsá. Við það verða þreng- ingar og tafir á umferð þar.“ - gag Vi› segjum fréttir Flestir velja Fréttablaðið! Fréttablaðið er sá miðill sem flestir Íslendingar velja sem sinn á hverjum degi Vertu séður, auglýstu þar sem viðskiptavinur þinn er. 69% FBL MBL 49% GALLUP NÓV. 2004 TVÆR AKREINAR Í HVORA ÁTT Unnið er að tvöföldun Vesturlands- vegar, frá Víkurvegi í Grafarvogi að Skarhólabraut í Mosfellsbæ. Unnið að tvöföldun Víkurvegar fram í október á næsta ári: Jarðvinna tefur framkvæmdir INNFLUTNINGUR Landsmenn hafa notfært sér lágt gengi dollarans og keypt bíla beint frá Bandaríkj- unum. AÐILD Á NÆSTA LEITI Tyrknesk kona gengur undir skilti sem sýnir hvernig fánar Tyrklands og Evrópusambands- ins eru að renna saman. 10-11 17.12.2004 20:31 Page 2

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.