Fréttablaðið - 12.02.2005, Síða 1
● selja kleinur til að fjármagna
Handboltinn í Eyjum:
▲
SÍÐA 34
Kostar tugi
milljóna á ári
● gerir athugasemd við svör rithöfundarins
Kári Stefánsson:
▲
SÍÐA 26
Svarar Hall-
grími Helgasyni
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI
LAUGARDAGUR
MYND ÁRSINS 2004 Hin árlega
ljósmyndasýning Blaðaljósmyndarafélags
Íslands, Mynd ársins 2004, verður opnuð
í tíunda sinn í Gerðarsafni í dag. Á neðri
hæð safnsins verður jafnframt opnuð
ljósmyndasýning Ragnars Axelssonar.
DAGURINN Í DAG
12. febrúar 2005 – 41. tölublað – 5. árgangur
RÁÐHERRA LÍTI SÉR NÆR Fjármála-
ráðherra segir vínbirgja ekki láta lækkandi
gengi skila sér í vöruverði. Heildsalar vísa
gagnrýninni á bug og segja fáar vörur
greiddar í dollurum. Vegna skattastefnu
ráðherrans sé innkaupsverð lítill hluti af
verði vínflösku. Sjá síðu 2
92 ÁKÆRÐIR FYRIR MÚTUR Rann-
sókn á mútuþægni tuga starfsmanna sænsku
áfengiseinkasölunnar hefur leitt til þess að 77
þeirra verða ákærðir. Starfsmenn norsku
áfengiseinkasölunnar hafa einnig sætt rann-
sókn en sleppa við ákæru. Sjá síðu 4
BÓTAGREIÐSLUR MARGFALDAST
Bætur sem sjúklingar hafa fengið hjá Trygg-
ingastofnun eftir læknismeðferð hafa
hækkað úr tugum þúsunda í tugi miljóna á
síðustu fjórum árum. Samtals hafa um-
sóknir frá 77 einstaklingum verið sam-
þykktar á þessum tíma. Sjá síðu 6
Kvikmyndir 42
Tónlist 40
Leikhús 40
Myndlist 40
Íþróttir 34
Sjónvarp 44
Veffang: visir.is – Sími: 550 5000
ÍBÚÐALÁNASJÓÐUR Tæpar tólf millj-
ónir króna í skyldusparnaði liggja
enn inni hjá Íbúðalánasjóði, að sögn
Halls Magnússonar, sviðsstjóra hjá
Íbúðalánasjóði. Um þúsund ein-
staklingar eiga gamla skyldusparn-
aðinn sinn eða hluta af honum í
vörslu sjóðsins, sem tók við honum
af Húsnæðisstofnun.
Skyldusparnaðurinn var aflagð-
ur árið 1993. Fyrir fjórum árum
var farið í átak til þess að koma
þessum fjármunum til eigenda
sinna. Þá nam heildarupphæð með
vöxtum tæpum 37 milljónum
króna. Í dag er ósóttur skyldu-
sparnaður 11,9 milljónir. Þessir
fjármunir hafa verið vaxtalausir
frá 1. janúar 2000 samkvæmt laga-
ákvæði um skyldusparnað.
„Í flestum tilfellum er um afar
lágar fjárhæðir að ræða,“ segir
Hallur. „Eigendurnir virðast flestir
vera búsettir í útlöndum. Undan-
farið ár höfum við verið með mann-
eskju í því með öðru að leita uppi
fólk, sem á inni skyldusparnað en
hefur ekki áttað sig á því, víðs veg-
ar um heiminn. Við höfum lagt
mikið á okkur og meðal annars not-
að Íslendingabók til þess að rekja
ættir manna og koma skilaboðum
til ættingja um að þeir eigi peninga
hér.“
Spurður um fyrningu þessara
fjármuna sagði Hallur að ef til vill
fyrntust þeir í samræmi við fyrn-
ingu bankainnistæðna sem ekki
væru hreyfðar í 20 ár. -jss
BORGARMÁL Íbúar í Reykjavík borga
ríflega tvöfalt meira í fasteigna-
skatt nú en þeir gerðu þegar R-list-
inn tók við fyrir ellefu árum að
sögn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar,
borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks-
ins. Hann segir að eftir að hafa
skoðað ársreikninga borgarinnar
síðastliðin tólf ár hafi þessi sláandi
tala komið í ljós.
Guðlaugur Þór segir að fast-
eignagjöldin hafi hækkað um tæp-
lega 90 prósent en þegar holræsa-
gjöldunum sé bætt við sé talan 114
prósent. Eðlilegt sé að taka þessi
gjöld saman því þau leggist bæði á
fasteignaeigendur. Árið 1993 hafi
fasteignaskatturinn verið 28 þús-
und á íbúa en sé í dag 113 þúsund.
Guðlaugur Þór segir þessa
hækkun gríðarlega mikla og alls
ekki í takt við það sem Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir hafi sagt nýlega
í fjölmiðlum.
„Hvað fasteignagjöldin varðar
sagði hún að það ætti að fara var-
lega og R-listinn hefði gert það. Í
mínum huga er 114 prósenta hækk-
un ekki að fara varlega. Á sama
tíma og ríkisstjórnin er að afnema
eignaskattinn þá hækkar R-listinn
fasteignaskattinn út í það óendan-
lega. Þetta kemur sérstaklega illa
niður á þeim sem minnst mega sín
eins og eldri borgurum og þeim sem
eru að kaupa sína fyrstu íbúð.“
Ingibjörg Sólrún telur ekki rétt
að segja að fasteignaskattar hafi
hækkað því álagningarhlutfallið
hafi ekki gert það. Hins vegar hafi
fasteignamat hækkað mikið undan-
farin ár og því greiði fasteigna-
eigendur hærri upphæð en áður.
Hún segir þessa staðreynd alls
ekki einskorðast við íbúa Reykja-
víkur. „Guðlaugur getur reiknað
þetta eins og honum sýnist, eftir
stendur sú staðreynd að fasteigna-
eigendur greiða lægst gjöld af
eignum sínum í Reykjavík borið
saman við önnur sveitarfélög á höf-
uðborgarsvæðinu.“
Guðlaugur Þór segir að hækkun
á fasteignamati megi að stórum
hluta rekja til „lóðaskortsstefnu“
R-listans.
„Þetta er einfaldlega rangt,“
segir Ingibjörg Sólrún. „Guðlaugur
Þór ætti að kynna sér þær úttektir
sem gerðar hafa verið á þessu, með-
al annars í Seðlabankanum. Stærstu
áhrifavaldarnir á hækkun fast-
eignaverðs eru kaupmáttaraukning
og aukið aðgengi að lánsfé.“ - th
Greiða tvöfalt hærri
fasteignaskatta en áður
Guðlaugur Þór Þórðarson segir Reykvíkinga borga tvöfalt hærri fasteignaskatta nú en þegar
R-listinn tók við völdum. Hærra fasteignamat veldur hækkunum en álagningarhlutfall hefur
ekki hækkað, segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.
BEÐIÐ EFTIR FRUMSÝNINGU Tosca, sem hefur verið ein vinsælasta ópera sögunnar, var frumsýnd í Íslensku óperunni í gærkvöld við
góðar undirtektir og virtust gestir hlakka mikið til að sjá þetta stærsta verk Óperunnar á þessu leikári.
Arni Kópsson:
▲
Í MIÐJU BLAÐSINS
Keyrir um á
kappakstursbíl
● bílar
Allt landið
18-49 ára
Me›allestur dagblaða
Samkvæmt fjölmi›lakönnun Gallups nóvember 2004
MorgunblaðiðFréttablaðið
62%
38%
VEÐRIÐ Í DAG
FREMUR HÆGUR VINDUR Síðan
bætir í vind þegar líður á daginn.
Strekkingur eða allhvasst norðaustan-
lands. Áfram frost. Sjá síðu 4
Umfangsmesta náttúruverndaraðgerð Íslands
Er kallaður Fargjaldur
SÍÐUR 32
▲
Vatnajökulsþjóðgarður
verður til
SÍÐA 30
▲
Ingjaldur Hannibalsson ferðalangur með meiru:
Leitað að eitt þúsund eigendum skyldusparnaðar:
Tólf milljónir króna hafa gleymst
Friðjón á Sandi:
Hættur eftir
65 ára starf
VEÐURATHUGANIR Friðjón Guð-
mundsson, bóndi á Sandi í Aðaldal,
lét nýlega af störfum sem veður-
athugunarmaður. Hann hafði þá
gegnt þessu starfi í 65 ár eða frá
ársbyrjun 1940 en þá var hann tví-
tugur.
Magnús Jónsson veðurstofu-
stjóri segir að enginn íslenskur
veðurathugunarmaður hafi verið
jafn lengi við störf og Friðjón og
fáir slá honum við á heimsvísu.
Sennilega á bandarískur veður-
athugunarmaður þó metið en hann
starfaði í 76 ár.
Magnús býst við að veðurathug-
unum verði hætt á Sandi en þar
hefur verið rekin svokölluð veður-
farsstöð síðan 1932. - shg
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/H
AR
I
● reyndi að losna við stafsetningarvillur
Benedikt Nikulás Anes Ketilsson:
▲
SÍÐA 46
Textaði
fótboltaleik
Vinsæll borgarstjóri:
Í framboð
úr fangelsi
MEXÍKÓ, AP Borgarstjórinn í Mex-
íkóborg hótar að fara í forseta-
framboð úr fangelsisklefa ef hann
verður dreginn fyrir dómstól og
dæmdur í fangelsi.
Andres Manuel Lopez Obrador
borgarstjóri er ákærður fyrir að
hunsa dómsúrskurð vegna land-
notkunar borgarinnar og íhuga
þingmenn að svipta hann þing-
helgi svo hægt sé að rétta yfir
honum. ■
01 Forsíða 11.2.2005 22.09 Page 1