Fréttablaðið - 12.02.2005, Síða 2

Fréttablaðið - 12.02.2005, Síða 2
2 12. febrúar 2005 LAUGARDAGUR Talsmaður Falun Gong á Íslandi: Hyggst kæra ítrekað ónæði ÁREITI Þórdís Hauksdóttir, talsmað- ur Falun Gong á Íslandi, hefur leit- að til lögreglunnar og ætlar að kæra ítrekaðar símhringingar í símanúmer sitt þar sem er spilað- ur af bandi áróður gegn Falun Gong. Áróðurinn segir Þórdís vera fluttan á ensku og á kínversku. Þórdís segir marga félaga í Falun Gong víðs vegar um heim- inn hafa orðið fyrir ónæðinu þó hún viti ekki um aðra Íslendinga. Í Bandaríkunum segir hún hafna lögreglurannsókn á málinu en slóð áróðursmannanna sé vel hul- in og því hafi ekki verið hægt enn sem komið er að rekja slóðina. „Þessar hringingar eru óþolandi og spilla friðhelgi einkalífsins. Ís- land er frjálst lýðræðisríki þar sem frelsi ríkir innan nokkuð heil- brigðra marka og mér finnst óþol- andi að verða fyrir slíkum árásum af hálfu erlends kúgunarvalds,“ segir Þórdís, sem ætlar að fara fram á lögreglurannsókn. Hún tel- ur kínversk stjórnvöld standa fyr- ir áreitinu en eftir mótmæli sam- takanna í tengslum við heimsókn Jiang Zemin, forseta Kína, hingað til lands ræddi hún opinberlega um iðkun sína. Ómar Smári Ármannsson, að- stoðaryfirlögregluþjónn í Reykja- vík, segir hentugast fyrir þá sem verða fyrir ítrekuðu áreiti í formi símhringinga að hafa samband við sitt símafyrirtæki og láta skrá niður þau símtöl sem berast og kæra svo til lögreglu. - hrs DÓMSMÁL Fyrrverandi forstöðu- maður áfangaheimilis trúfélags var í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir ítrekuð og svívirði- leg kynferðisbrot gegn stjúpdótt- ur sinni. Hann var hins vegar sýknaður af kynferðisbrotum gegn stjúpsyni sínum á árunum 1997 til 2002. Brotin gegn stúlkunni framdi hann frá árinu 1989 til 1994. Maðurinn hélt því fram í yfir- heyrslum hjá lögreglu og fyrir dómi að stjúpdóttir hans hefði sótt kynferðislega á hann síðan hún var átta ára gömul. Segir í dómn- um að maðurinn hafi fullkomlega brugðist því trausti sem hann hafði sem stjúpfaðir. Þar sem vitnisburður stjúpsonarins þótti ekki nægilega styrkur miðað við framburð annarra þótti því ósann- að að stjúpfaðirinn hefði gerst sekur um þau brot sem honum voru gefin að sök í ákæru. Upp komst um málið þegar grunur vaknaði hjá félagsmála- yfirvöldum um að dóttir manns- ins, og hálfsystir stjúpbarna hans, hefði orðið fyrir kynferðislegri áreitni. Sálfræðingur segir börnin hafa beðið mikið tjón af samskipt- um sínum við fyrrverandi stjúp- föður. Var honum gert að greiða stjúpdóttur sinni 1,2 milljónir króna í skaðabætur. - hrs Ráðherra líti sér nær Fjármálaráðherra segir vínbirgja ekki láta lækkandi gengi skila sér í vöruverði. Heildsalar vísa gagnrýninni á bug og segja fáar vörur greiddar í dollurum. Vegna skattastefnu ráðherrans sé innkaupsverð lítill hluti af verði vínflösku. NEYTENDUR Áfengisheildsalar vísa á bug ásökunum fjármálaráð- herra um að þeir lækki ekki verð á víni sem keypt er fyrir Banda- ríkjadollara, í samræmi við lækk- andi gengi dollarans. Geir H. Haarde fjármálaráð- herra lýsti þessum skoðunum sín- um á Morgunvakt Rásar tvö í gærmorgun og sagði að sig grun- aði að heildsalar lækkuðu ekki vörur sem væru greiddar í dollur- um. Aðspurður hvort hann gæti nefnt sérstaka vörutegund í þess- um efnum nefndi Geir áfengi. Hann þekkti vel til þar og vissi að mikið af víni væri keypt í dollur- um og hann væri ekki viss um að lágt gengi hefði skilað sér í kaup- verð. „Heildsalarnir sem þar eiga hlut að verða að standa sig betur.“ „Ölgerðin flytur engar vörur inn fyrir Bandaríkjamynt, þetta er allt í evrum,“ segir Bjarni Brandsson, deildarstjóri í áfeng- isdeild Ölgerðarinnar. Bjarni seg- ir að fyrir nokkrum árum, þegar dollarinn var sem hæstur, hafi flestir farið að greiða fyrir vörur í evrum og segir að þær vörur sem greiddar séu í dollurum séu aðeins örlítill hluti af vörulager ÁTVR. Ásgeir Johansen, fram- kvæmdastjóri Rolf Johansen & Company, segir að þar séu mjög fáar vörur greiddar í dollurum og einnig að innkaupsverð birgja sé sáralítill hluti af verði til ÁTVR. „Áfengisgjaldið er svo stór hluti að jafnvel þótt innkaupsverðið lækki endurspeglast það að litlu leyti í verðinu.“ Undir þetta tekur upplýsinga- fulltrúi Karls K. Karlssonar ehf. sem og Guðrún Björk Geirsdóttir, deildarstjóri í víndeild Austur- bakka. „Innkaupsverð af einni léttvínsflösku er kannski dollari. Við það bætist alkóhólgjald sem er 450 krónur, í ÁTVR bætist við 13 prósenta álagning og svo virðisaukaskattur ofan á það. Neytandinn sér lítið af þeim verð- breytingum sem verða hjá okkur en við reynum að sjálfsögðu að láta þær skila sér,“ segir Guðrún. Guðrún bætir við að sér þyki gagnrýnin koma úr hörðustu átt, þar sem fjármálaráðherra hafi hækkað skatt á sterku víni í tvígang síðan 2002, sem birgjar hafi borið kostnað af. „Hvernig í ósköpunum eiga neytendur að verða varir við einhverja lækkun?“ bergsteinn@frettabladid.is Húsabakkaskóli: Lokað í haust SKÓLAMÁL Nefnd um framtíð Húsabakkaskóla í Dalvíkurbyggð skilaði af sér tillögum á fimmtu- dag, þar sem lagt er til að skólan- um verði lokað í haust. Valdimar Bragason, bæjarstjóri Dalvíkur- byggðar og fulltrúi Framsóknar- flokks í bæjarstjórn, segir að hann sé fyrir sitt leyti sáttur við þessa niðurstöðu nefndarinnar. Í haust slitnaði upp úr samstarfi Framsóknarflokks við Sjálfstæð- isflokk vegna ósættis um framtíð skólans. Ingileif Ástvaldsdóttir, skóla- stjóri Húsabakkaskóla, segir niðurstöðuna vonbrigði. - ss TAÍLENSKAR BLÓMADROTTNINGAR Lux-handsápur og nælonsokkabuxur tóku á sig fegurstu blómaform í höndum taí- lensku kvennanna. Akureyri: Samhugur í verki LIST Taílenskar konur, búsettar við Eyjafjörð, seldu handunna listmuni á Glerártorgi í gær en innkoman rann óskipt til fórnar- lamba hamfaranna í Asíu í des- ember. Listmunirnir voru allir unnir af taílenskum konum bú- settum á Íslandi og báru vott um vandað handbragð. - kk Hlíðarfjall: Miklir snjó- flutningar SKÍÐI Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli við Akureyri var opnað í gær en vegna snjóleysis hefur það verið lokað frá 23. janúar. Guðmundur Karl Jónsson, staðarhaldari í Hlíðarfjalli, segir að stefnt sé á að hafa opið frá kl. 10 til 17 um helg- ina. „Við náðum að opna svæðið með því að flytja til mikið magn af snjó og vorum að því alla vik- una. Það er mjög lítill snjór í fjall- inu en færið er hins vegar mjög gott,“ segir Guðmundur. - kk SPURNING DAGSINS Orri, eruð þið með timbur- menn? Já, enda höfum við glímt við sjálf- stæðismenn í minnihlutanum í þrjú ár. Orri Hlöðversson er bæjarstjóri í Hveragerði. Bæjarstjórn hefur frestað ákvörðun um opnun vínbúðar í bænum og segja sjálfstæðismenn sem eru í minnihluta í bæjarstjórn að það sé vegna geðvonsku meirihlutans. Dúndurbók „Makalaus bók, við höfum eignast dúndurhöfund ... Frábærlega hugsuð og yndislega stíluð.“ Páll Baldvin Baldvinsson, Stöð 2 „Greip mig svo fast og snerti mig svo sterkt að ég hreinlega táraðist á stundum.“ Úlfhildur Dagsdóttir, bokmenntir.is Komin í kilju DÆMT FYRIR KYNFERÐISBROT Í Héraðsdómi Reykjavíkur var maður dæmdur fyrir ítrekuð og svívirðileg brot gegn stjúpdóttur sinni. Þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot: Braut ítrekað og svívirði- lega gegn stjúpdóttur Pakistan: Tugir látast í flóði PAKISTAN Rúmlega 50 manns létust í suðurhluta Pakistan eftir að stór vatnsstífla gaf sig í einhverjum mestu snjóum sem geisað hafa í landinu í áratug. Flæddi yfir lítinn bæ skammt frá stíflunni með þeim afleiðingum að fjölmargir aðrir slösuðust og flestir misstu heimili sitt auk þess sem fjöl- margar nálægar brýr og vegir löskuðust illa. ■ SKOTIÐ Á SJÓMENN Þrír albansk- ir sjómenn sluppu ómeiddir þeg- ar þeir lentu í skothríð frá varð- báti grísku strandgæslunnar. Grikkirnir sögðu bát Albananna hafa verið á grísku hafsvæði en Albanarnir sögðust hafa verið 600 metra innan marka albönsku lögsögunnar. ■ EVRÓPA ■ EVRÓPA HUNDRUÐ HANDTEKIN Gríska lög- reglan handtók 449 einstaklinga í sólarhringsátaki til að finna og handtaka fólk sem gefin hafði ver- ið út handtökuheimild fyrir. Flest- ir voru handteknir í höfuðborginni Aþenu, 345. Þeir handteknu voru fíknefnasmyglarar, ólöglegir inn- flytjendur, vopnasalar, innbrots- þjófar og einn morðingi. ÞÓRDÍS HAUKSDÓTTIR Þórdís hefur iðkað Falun Gong í fjögur ár og telur sig vera á svörtum lista kínverskra stjórnvalda. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N Vínbúð: Leyfisveit- ingu frestað HVERAGERÐI Bæjarstjórn Hvera- gerðis frestaði á síðasta fundi sín- um að taka afstöðu til beiðni Áfeng- is- og tóbaksverslunar ríkisins um að reka vínbúð að Breiðumörk 1. Í bókun meirihluta bæjarstjórnar segir að afla verði frekari upplýs- inga frá ÁTVR um rekstur vínbúð- arinnar áður en hægt sé að veita leyfið og var bæjarstjóra falið að afla þeirra upplýsinga. Minnihluti sjálfstæðismanna gagnrýndi að ákvörðun um starfs- leyfið yrði frestað og sagði í bókun að þar litaðist afgreiðsla bæjar- stjórnar af því að menn væru ósátt- ir við að ÁTVR vildi hafa búðina í Breiðumörk en ekki Sunnumörk. ■ GEIR H. HAARDE Geir segist ekki viss um að vínbirgjar leyfi kaupendum að njóta lágs gengis dollarans. Birgjum kemur gagnrýnin spánskt fyrir sjónir. Myndin er samsett. 02-03 11.2.2005 22.01 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.