Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.02.2005, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 12.02.2005, Qupperneq 10
12. febrúar 2005 LAUGARDAGUR Kosningar til stúdentaráðs: Háskólalistinn í oddastöðu HÁSKÓLI Háskólalistinn komst í oddastöðu í stúdentaráði Háskóla Íslands í kosningum á fimmtudag. Vaka, sem fyrir kosningarnar var með meirihluta í stúdentaráði, tapaði einum manni og fékk fjóra kjörna. Röskva bætti hins vegar við sig manni og fékk því einnig fjóra menn kjörna og Háskólalist- inn hélt sínum manni og komst því í oddastöðu. Alþýðulistinn fékk engan mann kjörinn en hafði hugsanlega úrslitaáhrif í kosning- unum. Framboðið fékk hundrað atkvæði og tók ef til vill fylgi frá Vöku sem vantaði um 25 atkvæði til að koma fimmta manninum inn. Háskólalistinn hefur boðað að hann hyggst ekki mynda meiri- hlutastjórn með Vöku eða Röskvu. „Við höfum alltaf lagt áherslu á að okkur finnst fáránlegt að hags- munasamtök eins og stúdentaráði sé skipt í meirihluta og minni- hluta,“ segir Elías Jón Guðjónsson talsmaður listans. Elías segir að nú hafi myndast færi til að draga úr flokkadráttum á milli fylkinga og mynda almennilega samstöðu innan stúdendaráðs. - bs Fulltrúar 22 þjóða taka þátt í Þjóðahátíð: Hátíð sem brýtur ísinn ÞJÓÐAHÁTÍÐ Fulltrúar 22 þjóða taka þátt í þjóðahátíð sem verður í Perlunni á laugardaginn eftir viku. Einar Skúlason, framkvæmda- stjóri Alþjóðahúss, segir forskrift hátíðarinnar vera frá Vestfjörð- um. Hennar helsta hlutverk sé að brjóta ísinn milli fólks af ólíkum uppruna. „Svona hátíð er táknræn fyrir fólk sem er að byrja að fræðast um fjölmenningarlegt samfélag. Oft er auðvelt að byrja á hinu aug- ljósa, það er þeim þáttum sem fólk skynjar, eins og að bragða á matnum, sjá myndir, heyra tónlist og hitta fólkið,“ segir Einar. Hátt í tíu þúsund gestir voru á hátíðinni í fyrra en Einar segir að hún verði enn veglegri nú með hjálp Ís- landsbanka. Einar segir neikvæða umræðu um innflytjendur í erlendum fréttum hugsanlega hafa komið í veg fyrir að forsvarsmenn fyrir- tækja hafi þorað að leggja nafn fyrirtækjanna við málaflokkinn: „Þess vegna erum við mjög ánægðir þegar fyrirtæki tekur á sig rögg og segir að fjölmenning sé hluti af samfélagi þess og það beri ákveðna ábyrgð.“ - gag Fangelsismálapakki fyrir 1,5-2 milljarða Vonir standa til að hægt verði að byggja eitt fangelsi og endurbæta stórlega þrjú til við- bótar fyrir 1,5-2 milljarða, að sögn forstjóra Fangelsismálastofnunar. Það er sama fjár- hæð og upprunalega var gert ráð fyrir að bygging Hólmsheiðarfangelsis myndi kosta. FANGELSISMÁL Stefnt er að því að kostnaður við byggingu nýs fang- elsis á Hólmsheiði og verulegar endurbætur þriggja annarra fang- elsa fari ekki fram úr 1,5-2 milljörð- um króna, að sögn Valtýs Sigurðs- sonar forstjóra Fangelsismálastofn- unar. Unnið er nú af krafti við að út- færa grunnhug- myndir Fangelsis- málastofnunar um framtíðarskipan fangelsa hér á landi, að sögn hans. Lokið hefur verið við að gera drög að stækkun fangelsis- ins á Akureyri og nemur kostnaðar- áætlun 150 milljónum króna en þar af er breyting á húsnæði lögreglu upp á um 50 milljónir. Fangelsið verður stækkað um tvo klefa þannig að þar verði tíu klefar en megináhersla lögð á að gera það rekstrarhæft sem fangelsi, að sögn Valtýs, þar sem föngum verði sköp- uð aðstaða til vinnu og útbúin að- staða til heimsókna, sem engin er í dag. „Fangelsið er hvorki fugl né fisk- ur,“ sagði Valtýr. „Að mínu mati á að loka því ef það verður ekki gert mannsæmandi.“ Þá er verið að gera frumdrög að stækkun á Kvíabryggju um 5-6 pláss, þannig að þar yrði unnt að vista allt að 20 fanga að sögn Valtýs sem sagði fjölgun á opnum fang- elsisplássum forgangsatriði. Kostn- aðaráætlun lægi ekki fyrir um það verk, eða við Litla-Hraun og nýja fangelsisbyggingu á Hólmsheiði, en stefnt væri að því að frumteikning- ar og kostnaðaráætlun á „öllum pakkanum“ lægi fyrir mánaðamót. Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra hefði gefið grænt ljós á að hefja vinnu við þessa grunnþætti og væri henni nú hraðað eftir megni. „Samkvæmt fyrri drögum að Hólmsheiðarfangelsinu var reiknað með að það yrði venjulegt öryggis- og vinnufangelsi, sem kostaði einn og hálfan milljarð. Ekki var gert ráð fyrir breytingum í fangelsunum á Akureyri, Kvíabryggju eða Litla- Hraun í því dæmi. Þá var gert ráð fyrir að fangelsið í Kópavogi yrði starfrækt áfram en því viljum við loka. Ég er að vona að allur pakkinn kosti ekki meira en einn og hálfan til tvo milljarða, en þá er reiknað með verulegri uppbyggingu á Litla- Hrauni.“ Valtýr sagði að núverandi hug- myndir um nýja fangelsið miðuðu að því að þar yrðu afreitrunar- og meðferðardeild, sjúkradeild og gæsluvarðhaldsdeild. Með því ætti að gera menn hæfa til að fara í með- ferð í upphafi afplánunarferilsins og vistast síðan áfram vímuefna- lausir. Eins og staðan er í dag eiga fangar kost á að ljúka síðustu sex vikum afplánunar í vímuefna- meðferð. Varðandi afplánun kvenna sagði Valtýr að ráð væri fyrir því gert að hægt væri að vista konur í öllum fjórum fangelsunum, á Litla- Hrauni, Kvíabryggju, Hólmsheiði og Akureyri, og þá á sérstökum deildum. jss@frettabladid.is HÁSKÓLI ÍSLANDS Hugsanlegt er að „grínframboð“ Alþýðulist- ans hafi haft úrslitaáhrif. Atkvæði Hlutfall Vaka: 1542 46,6% Röskva: 1253 37,9% Háskólalistinn: 414 12,5% Alþýðulistinn: 100 3,0% Kjörsókn var 37,6 prósent. Auðir og ógild- ir seðlar voru ekki gefnir upp. UNDIRBÚNINGUR ÞJÓÐAHÁTÍÐARINNAR Einar Sveinsson, stjórnarformaður Íslandsbanka, og Einar Skúlason, framkvæmdastjóri Al- þjóðahúss, undirrita samning um fjárstuðning svo hægt sé að matreiða kræsingar á Þjóðahátíðinni sem verður eftir viku. FANGELSIÐ Á AKUREYRI Þannig getur fangelsið á Akureyri litið út eftir miklar endurbætur samkvæmt hugmynd Páls Tómassonar arkitekts hjá Arkitektur.is VALTÝR SIG- URÐSSON 10-11 11.2.2005 18.39 Page 2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.