Fréttablaðið - 12.02.2005, Side 27
LAUGARDAGUR 11. febrúar 2005
Alhliða smíði fyrir
jarðvinnugeirann
Vélsmiðja Guðmundar er fjöl-
skyldufyrirtæki í Hafnarfirði.
Þar eru meðal annars smíð-
aðar gröfuskóflur, ripperar og
hraðtengi.
Vélsmiðja Guðmundar var stofn-
uð árið 1982 af Guðmundi Aðal-
steinssyni, sem var frumkvöðull
í hönnun og smíði úr Hardox
fyrir jarðvinnugeirann hérlendis.
Fyrirtækið var fyrst til húsa í
gömlu húsnæði við Dalveg í
Kópavogi, en hefur þróast tals-
vert síðan. „Árið 2000 fluttum við
í nýja og glæsilega byggingu að
Íshellu 10 í Hafnarfirði og erum
með nýjan og betri tækjakost,
raunar það besta í þessum geira
hérlendis,“ segir Rósalind Guð-
mundsdóttir, framkvæmdastjóri
fyrirtækisins. „Til marks um það
hefur vélsmiðjan hlotið gæðavott-
un frá SSAB Oxelösund, framleið-
anda Hardox og Weldox í Svíþjóð,
fyrir góða tæknikunnáttu, úrvals
tækjabúnað og augljósa þekkingu
til þess að fást við tilraunastarf-
semi í samstarfi við aðra meðlimi
Hardox-wearparts.“
Hardox-wearparts eru samtök
verkstæða um heim allan sem
standa öðrum verkstæðum fram-
ar hvað tækniþekkingu og að-
búnað til þess að stunda þróunar-
starf varðar og hafa leyfi til þess
að merkja framleiðslu sína með
þessum gæðastimpli.
Starfsmenn fyrirtækisins eru
sex. Fyrirtækið er rekið af
þremur eigendum þess í dag,
Guðmundi Aðalsteinssyni, Aðal-
steini Guðmundssyni, aðaltækni-
hönnuði og verkefnastjóra, og
Rósalind.
„Aðalsmerki okkar hefur frá
upphafi verið gröfuskóflur, ripp-
erar og hraðtengi sem við hönn-
um og smíðum sjálf, oftar en ekki
sérstaklega fyrir hvern og einn
viðskiptavin. Viðhaldsþjónusta
hefur vitaskuld fylgt því. Breyt-
ingar og viðbætur frá öðrum
framleiðendum hafa líka verið
stundaðar hjá okkur alla tíð.“ ■
Hjá Vélsmiðju Guðmundar er valinn maður í hverju rúmi.
Áfram veginn
Einar Elí Magnússon kemst leiðar sinnar.
Viltu gefa mér start?
Hver kannast ekki við að vera að flýta sér að heiman einhvern
morguninn í hörkufrosti, stökkva inn í bíl, stinga lyklinum í
kveikjulásinn, snúa honum og... lemja hausnum í stýrið af því að
bíllinn fer ekki í gang?
Spenna rafgeyma minnkar í frosti, sér í lagi ef geymirinn er
lélegur eða illa við haldið. Á flestum rafgeymum eru lok sem
hægt er að opna. Ef lítið er af sýru á geyminum er rétt að bæta á
hann vatni þannig að það nái rétt yfir málmblöðin sem glittir í.
Blýrafgeymar voru fundnir upp um miðja 19. öld og geymarn-
ir sem við notum í dag eru í grundvallaratriðum eins og þeir sem
voru notaðir í kringum 1870.
En bíddu, við erum enn í rafmagnslausum bíl, orðin blá og
marin á enninu og ennþá að flýta okkur. Hvað er til ráða? Jú, við
gætum fengið start frá einhverjum!
Að gefa start getur verið hættulegt ef það er ekki gert á rétt-
an hátt. Í raun er ekki mælt með því að það sé yfir höfuð gert en
nauðsyn brýtur jú lög og þá er gott að vita af hættunni. Bæði
getum við eyðilagt rándýran tölvu- og rafbúnað í bílunum, og það
sem verra er, við getum sprengt geymi ef við tengjum hann vit-
laust og stofnað lífi okkar í hættu. Brot úr geyminum geta verið
hættuleg og eins spýtist úr honum brennisteinssýra sem étur sig
í gegnum föt og húð. Verði einhver fyrir rafgeymasýru skal taf-
arlaust skola með miklu vatni og koma viðkomandi undir læknis-
hendur.
Það er því mikilvægt að læra að tengja startkapla rétt og til
allrar hamingju er það sáraeinfalt.
Fyrst er að muna að það á að vera dautt á báðum bílum og
slökkt á öllu sem notar rafmagn (ljósum, miðstöð, útvarpi...).
Næst er það gullna reglan „Frá miklu yfir í lítið“. Hún minnir
okkur bæði á að setja fyrst kaplana á bílinn sem er með meira
rafmagnið og eins að tengja plúspólinn fyrst, svo mínus.
Röðin er því: 1) Rauður kapall á plúspól bílsins sem gefur raf-
magn. 2) Rauður kapall á plúspól bílsins sem þiggur. 3) Svartur
kapall í jarðtengingu bílsins sem gefur rafmagn (ekki í mínus-pól-
inn heldur tenginguna frá honum). 4) Svartur kapall í mínuspól
þess sem þiggur. Stór plús í lítinn plús, stór mínus í lítinn mínus.
Einfalt og gott. Góða ferð. ■
26-27 ALLT bílar ofl 11.2.2005 15.59 Page 3