Fréttablaðið - 12.02.2005, Side 42

Fréttablaðið - 12.02.2005, Side 42
Það sveif notalegur andi yfir grein Hallgríms og var hún um flest ólík áramótaúttektinni sem var ástæða þess að ég drap niður penna í fyrra skiptið. En það voru þó nokkur atriði sem benda til að hann hafi annað hvort misskilið mig eða ekki nennt að lesa grein- ina mína og lái honum hver sem vill. Ég kemst samt ekki hjá því að gera nokkrar athugasemdir: 1. Hallgrímur segir að ég hafi ráð- lagt honum að tjá sig ekki um þjóðmál og halda sig við skáld- skap. Enn fremur heldur hann því fram að ég hafi sagt að rithöfund- ar ættu erfitt með að greina milli ímyndunar og veruleika. Hvort tveggja er rangt. Í fyrsta lagi tal- aði ég ekki um rithöfunda al- mennt. Ég talaði um Hallgrím, sem er að mínu mati góður og skemmtilegur rithöfundur, en hann er ekki rithöfundar og enn síður allir rithöfundar. Ég sagði einungis að Hallgrími væri greini- lega lagnara að tjá sig um veru- leika sem hann býr til sjálfur en þann sem við hin lifum í. Ég er sammála Hallgrími að það er synd hvað íslenskir rithöfundar tjá sig lítið um þjóðmál og miklu minna en þeir gerðu á árum áður. Þar er skarð fyrir skildi. Það þýðir hins vegar ekki að mér finnist það í lagi þegar rithöfundur tjáir sig um þjóðmál að skrif hans markist af gífuryrðum, staðlausum aðdrótt- unum og smekkleysi. Það var tölu- vert af þessu í áramótaúttekt Hall- gríms en miklu minna í svarinu við greininni minni. 2. Hann segist aldrei hafa haldið því fram að utanríkisráðherra væri geðveikur. Hann hafi að vísu sagt að hann væri geðveikur en það hafi merkt eitthvað allt annað sem ég skilji ekki vegna þess að ég hafi ver- ið svo lengi erlendis. Og ég eigi að leita hjálpar barna minna til að ráða í þessa nútímalegu notkun orðsins. Ég gerði eins og skáldið lagði til og spurði hóp ungmenna hvernig mér bæri að skilja orðið geðveikur. Þau sögðu mér að þeg- ar orðið væri notað í samhengi eins og geðveikt spennandi eða geðveikt flott væri það áhersluorð en þegar menn segðu geðveikur leiðtogi eða geðveikur Davíð væri oftast um gamaldagsmerkingu að ræða og alltaf þegar orðið væri notað í gagnrýnni umfjöllun. Það er því ljóst að Hallgrímur sagði að Davíð væri geðveikur og hann sér eftir því. En hafið ekki áhyggjur, hann kemst yfir það. Hann gerir það að vísu ekki með því að stinga hausnum í sandinn og vísa til mis- munandi túlkana orðs. Það lítur ekki vel út þegar það er skoðað í samhengi þess að nokkrum máls- greinum síðar heldur hann því fram að hálfrar aldar gamalt ákvæði stjórnarskrárinnar sé bara orð á pappír og ekkert rúm fyrir túlkun. 3. Hallgrímur gefur í skyn að ég leggist gegn því að fólk komi skoð- unum sínum á framfæri og er þá að vísa til þess að ég hafi ekki verið hrifinn af því að kaupa auglýsingu í NYT til að tjá andstöðu gegn stríðinu í Írak. Ég tjáði sjálfur andstöðu mína gegn stríðinu í greininni sem hann var að svara og það gleður mig þegar aðrir gera hið sama. Mér finnst hins vegar hugmyndin um auglýsingu í NYT vond vegna þess að auglýsingar í því ágæta blaði til að tjá pólitískar skoðanir hafa heldur slæmt orð á sér. 4. Hann segist vera mér sammála um að utanríkisráðherra hafi ver- ið óbilgjarn og smekklaus í mál- flutningi sínum á síðasta ári. Þetta sagði ég einfaldlega ekki. Ég sagði að hann hefði flutt fjölmiðlamálið af smekkleysi og óbilgirni. Að öðru leyti fannst mér Davíð að vanda smekkvís í málflutningi sín- um á síðasta ári þótt það hafi hvorki verið hans besta ár í pólitík né á sviði líkamlegrar heilsu. 5. Það er barnalegt þegar Hall- grímur uppnefnir Davíð og kallar hann offorsætisráðherra vegna þess að honum finnst hann hafi sýnt offors á köflum. Þetta hefði þótt sniðugt í tíuárabekk. Þetta er svona svipað því að ég kallaði Hallgrím drithöfund í staðinn fyrir rithöfund eða jafnvel drit- höfund Íslands vegna þess að mér finnst að hann hafi tilhneigingu til að kasta heimalöguðum skít þegar hann skrifar um þjóðmál. Varla sniðugt. Eins og ég sagði í athugasemdum mínum við áramótagreinina þá ætl- aði ég í leikhúsið að sjá Þetta er allt að koma eftir Hallgrím Helgason. Ég stóð við það og skemmti mér vel. Ég er viss um að ég kom út af leik- ritinu betri maður. Fyrir það er ég þakklátur. ■ 12. febrúar 2005 LAUGARDAGUR Rithöfundur Íslands? Varla Um fimm atriði í grein Hallgríms Helgasonar frá fjórða febrúar. Kári Stefánsson skrifar. Það er barnalegt þegar Hallgrímur uppnefnir Davíð og kallar hann offorsætisráðherra vegna þess að honum finnst hann hafi sýnt offors á köflum. ,, KÁRI STEFÁNSSON „Ég talaði um Hallgrím, sem er að mínu mati góð- ur og skemmtilegur rithöfundur, en hann er ekki rithöfundar og enn síður allir rithöfundar.“ HALLGRÍMUR HELGASON Svaraði um síðustu helgi gagnrýni Kára á ára- mótaannál sem birtist í Frétta- blaðinu. Það liggur ljóst fyrir að Bítlarnir eru stærstu áhrifavaldarnir þegar kemur að þætti tónlistar í mínu lífi. Reyndar hafði Cliff Richard aðeins velgt mér undir uggum áður, en þá var ég blautur á bak við eyrun. Bíómyndir með Cliff voru sýndar í Tónabíói og dömurnar héldu ekki vatni yfir hin- um sykursæta og flotta Cliff, sem þá var ekki vitað að væri samkynhneigð- ur. Man að mamma saumaði á mig kóngabláar terlínbuxur, eins og Cliff klæddist í Summer Holiday og ég var þvílíkt stoltur af þeim, enda sparibux- urnar mínar á þeim tíma. Ég var svo staddur í gömlu sundlaug- unum í Laugardal þegar ég heyrði fyrsta Bítlalagið; þá tólf ára gamall. Það var lagið Please, Please Me. Frá því stafaði tær og kraftmikil orka sem hreyfði við mér svo um munaði, en á þeirri stundu vissi ég að tónlistina yrði ég að leggja fyrir mig; þetta var svo skemmtilegt. Á þessum tíma sagði fullorðna fólkið að frekar vildi það sjá unga fólkið með gítar en byssu í hönd, en þarna fór hippatíminn í hönd og fyrsta kyn- slóðin sem sýndi smá uppreisn gagn- vart fullorðna fólkinu með því að safna hári og klæða sig öðruvísi, en áður höfðu börn staðið og setið eins og foreldrarnir sögðu. Ég byrjaði svo í skólahljómsveit í Laugarnesinu að- eins tólf ára gamall, því ekki var aftur snúið. Þetta var frábær tími og ég varð aldrei samur. Bítlarnir höfðu smitað mig. HERBERT GUÐMUNDSSON Hann er undir miklum áhrifum frá Bítlunum og Cliff Richard. ÁHRIFAVALDURINN HERBERT GUÐMUNDSSON BREYTTIST VIÐ AÐ HEYRA PLEASE, PLEASE ME Bítlarnir smituðu mig GEORGE, JOHN, RINGO OG PAUL Gerðu 12 ára Herbert að tónlistarmanni. 42-43 (26-27) Kári/áhrifavaldur 11.2.2005 20.40 Page 2

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.