Fréttablaðið - 12.02.2005, Qupperneq 48
32 12. febrúar 2005 LAUGARDAGUR
Ég er nú búinn að búa hérna í
Árhúsum ansi lengi, en hef verið svo-
lítið umkringdur Íslendingum, fyrst
spilaði ég með Þorvarði Tjörva og nú
spilar Sturla Ásgeirsson með mér, svo
að ég tala íslensku á hverjum degi.
Það er kannski þess vegna sem það
hefur gengið svona illa að læra
málið. Borgin er á Jótlandi, eiginlega
alveg fyrir miðju lengst hægra megin,
alveg við hafið og á þessu svæði búa
um þrjú hundruð þúsund manns.
Þetta er ákaflega skemmtileg borg,
full af lífi, þó mér finnist alltaf vera
meira að gerast í Reykjavík, kannski
af því þar þekkir maður hverja ein-
ustu þúfu. Ég er reyndar að flytjast á
brott, til Þýskalands og er því alltaf
að komast meir og meir að því
hversu vel ég kann við mig hérna.
Hérna er stórt listasafn og reglulega
kemur hingað fjöldinn allur af tónlist-
armönnum, þannig að ég get ekki
kvartað undan tilbreytingarleysi. Það
er allt krökkt af Íslendingum hérna,
og þeir verja töluverðum tíma sam-
an. Við erum til dæmis fjórir strákar
sem erum með klúbb, sem heitir
Brunch Boy Club, en þá velur einn
aðilinn veitingastað sem við síðan
förum á og borðum. Í Árhúsum er
líka vel hægt að versla, og hér er
stórt verslunarhverfi. Svo er hér líka
allt morandi í veitingastöðum, kaffi-
húsum og börum. Mitt upphálds-
kaffihús heitir Sigfrid, en þar er án
nokkurs vafa hægt að fá besta kaffið
á þessum slóðum. Svo á ég mér tvo
eftirlætis veitingastaði. Annar þeirra
heitir Marco Polo, og er alveg þræl-
ódýr, þar er hægt að fá vel útilátna
máltíð á fimmtán hundruð krónur,
og ef vín er fengið með, þá fer þetta
ekki mikið yfir tvö þúsund krónur.
Hinn er Kiff Kiff, sem er norður –
afrískur staður, pínkulítill og þar kem-
ur maður með vínið sjálfur. Ef við
mætum fjórir eða fleiri, getum við
pantað dæmigerðan rétt þaðan.
Litla borgin með stóra hjartað
Horft yfir borgina sem oft hefur verið
nefnd litla borgin með stóra hjartað.
FRÁ BORGINNI MINNI RÓBERT GUNNARSSON HANDBOLTAMAÐUR BÝR Í ÁRHÚSUM
Vinningar eru:
*
WarCraft fyrir pc.
*
Aðrir tölvuleikir.
*
DVD myndir.
*
Margt fleira.
12. hver vinnur vinning.
Sendu SMS skeytið BTL WCF á númerið
1900 og þú gætir unnið.
Eintak á 199kr?
11//02//05
Aðalvinningur verður dregin úr öllum innsendum SMS skeytum.199 kr/skeytið
Aðalvinningur Samsung X460 sími
SMS
LEIKUR
Vinningar eru:
*
*
Aðrir tölvuleikir.
*
DVD myndir.
*
Margt fleira.
Sendu SMS skeytið BTL WCF á númerið
11//02//05
Aðalvinningur Samsung X460 sími
Þegar komið er inn á skrifstofu
Ingjalds Hannibalssonar, kennara í
viðskipta- og hagfræðideild Há-
skóla Íslands, blasir við stórt landa-
kort með rauðum doppum í tuga-
vís, og örfáum svörtum. „Þetta eru
löndin sem ég hef komið til,“ segir
hann og bendir á rauðu doppurnar,
sem þekja nánast allt landakortið.
„Svörtu punktarnir tákna löndin
sem eru næst á dagskrá,“ bætir
hann við og segir það vera meðal
annars stanñlöndin, svo sem
Afganistan, Túrkemenistan, Kas-
akstan, Tadsjikistan. Hann langi
líka til þess að fara til Suðurskauts-
landsins og þá í gegnum Argentínu.
Hann stendur upp og bendir á leið-
ina þangað á kortinu. „Ég er reynd-
ar ekki með neina tölu yfir það
hversu mörg löndin eru sem ég hef
komið til, en ættu að slaga upp í
120,“ segir hann og horfir á kortið
eins og hann sé að reyna telja þau.
„Þetta byrjaði allt þegar ég fermd-
ist, en þá fór ég til Færeyja,
Noregs, Danmerkur og Skotlands.“
Síðan þá hafa löndin orðið örlítið
meira framandi, svo vægt sé til
orða tekið.
Mikið lagt á sig
Ingjaldur, eða „Fargjaldur“ eins og
margir innan háskólans kalla hann
stundum, er nýkominn heim úr enn
einu ferðalaginu, en það var rann-
sóknarferð þar sem hann að eigin
sögn blandaði saman sínum þrem-
ur helstu áhugamálum, rekstri og
stjórnun, mismunandi menningu
og rekstri háskóla. „Ég fór fyrst til
Kaliforníu og var við Stanford-
háskóla, og í kjölfarið tóku við
Ameríski skólinn í Kaíró, Keny-
etta-háskólinn í Kenía, háskólar í
Nýja Suður-Wales, Tókýó, Peking
og Bangkok.“ Þessari miklu rann-
sóknarferð lauk í Kaupmannahöfn,
en á dagskránni er heimsókn til
eins í viðbót, háskólann í Nýju-Delí.
Fyrir þann sem ekki þekkir til
mætti ætla að skóli eins og Stan-
ford ætti fátt sameiginlegt með
skólanum í Kenía. Ingjaldur segir
að þó að skólarnir hafi verið jafn
ólíkir og þeir voru margir hafi alls
staðar sami háskóla- og fróðleiks-
andinn svifið yfir vötnum. „Háskól-
inn í Stanford er einn af ríkustu
skólum í heimi og hefur allt; glæsi-
legar byggingar, frábæra rann-
sóknaraðstöðu og stórt bókasafn,“
segir Ingjaldur en bætir því við að
honum hafi þótt það frábært að fá
tækifæri til þess að dveljast við
Kenyetta-skólann í Kenía. „Kenía
er mjög fátækt land, þar sem
stjórnvöld hafa verið spillt,
atvinnuleysi mikið og efnahags-
ástandið í sama farvegi og það
var fyrir nokkrum áratugum.“
Ingjaldur segir að þrátt fyrir alla
þessa erfiðleika leggi íbúarnir sig
alla fram til þess að geta viðhaldið
menntunarstiginu í landinu. „Bóka-
safnið var reyndar ekki upp á
marga fiska, og þeir voru nýbúnir
að koma sér upp internettengingu,“
segir Ingjaldur en bætir því við að
háskólaandinn hafi verið óskertur.
Hann segist hafa skoðað fjárfram-
lög ríksins og þær tölur beri því
glöggt vitni hversu mikið íbúarnir
leggi sig fram. „Í Kenía er lands-
framleiðslan undir hundrað þús-
und krónum á hvern íbúa, en ríkið
borgar engu að síður hundrað þús-
und krónur með hverjum nem-
anda.“ Ingjaldur segir að hér á Ís-
landi sé landsframleiðslan á hvern
íbúa rúmar tvær milljónir og ríkið
borgi að meðaltali sex hundrað
þúsund með hverjum nemanda í
háskólanámi. „Háskóli fyrir land
eins og Kenía skiptir mjög miklu
máli, sem ein meginstoð sjálfstæð-
is og að landið geti þróast áfram.“
Gróði í stað mannréttinda?
Ingjaldur hefur haft tök á því að
kynna sér aðstæður og menningu
mismunandi landa. „Þegar lagt er
upp í ferðalag til framandi lands er
nauðsynlegt að vita hvað megi og
hvað ekki,“ segir hann og bætir við
að á sínum ferðalögum reyni hann
fyrst og fremst að virða menningu
hvers lands. „Þá verður ferðamað-
urinn líka alltaf að hafa það hugfast
að það er hann sem er gesturinn,“
segir hann og þar að auki sé oft gott
að hugsa um eigin heimaslóðir.
„Það er margt skrýtið hér á landi,
sem útlendingar rekur oft í
rogastans yfir,“ segir hann og hlær.
Ingjaldur hefur mjög sterkar
skoðanir á hlutverki alþjóðasamfé-
lagsins og segist oft ekki alveg
skilja forgangsröðina hjá því.
Hann vill þó ekki fullyrða að það
stjórnist af gróðasjónarmiðum, í
stað mannúðarsjónarmiða, eins og
kannski oft mætti ætla. Það eigi þó
að vera hlutverk alþjóðasamfélags-
ins að vernda þá sem er verið að
misþyrma. „Vestræn ríki stóðu sig
afar illa þegar þjóðarmorðin í
Súdan hófust. Það á að grípa inn í
þegar milljónir manna eru fluttir í
burtu og drepnir,“ segir hann og
telur jafnframt að ekki sé hægt að
þröngva vestrænu lýðræði upp á
ríki sem hvorki hafi byggt upp
heilbrigðis – né menntunarkerfi.
Grundvöllur lýðræðis sé að þessi
tvö kerfi séu byggð upp og þjóðin
hafi nóg að bíta og brenna. „Lýð-
ræðið skiptir litlu máli fyrir svang-
an, ómenntaðan og veikan mann.“
Heimsborgari?
Ingjaldur er búinn að heimsækja
allar heimsálfurnar fyrir utan Suð-
urskautslandið. Hann reynir að
lesa sér eins mikið til og hægt er
um þau lönd sem hann ætlar að
fara til og gætir þess að sem fæst
komi honum óvart. „Ég lenti reynd-
ar í því einu sinni, þegar ég ætlaði
að taka mynd á markaði á markaði
í Libreville í Gabon, að fólkið kom
aðvífandi til mín og tjáði mér að
því væri ekki vel við myndatökur
af markaðinum,“ segir Ingjaldur,
sem vonast til þess að ferðalögin
hafi slegið enn frekar á hans eigin
fordóma, þó að auðvitað geti eng-
inn verið fordómalaus. „Ég er
kannski laus við sleggjudómana.“
Hann vill þó ekki gera of mikið
úr þessum ferðalögum og reynir
hæversklega að koma sér undan
því að vera kallaður heimsborgari.
„Í mínum huga er heimurinn lítill
og það myndi ekki vefjast fyrir
mér að vera kominn til Ástralíu
eftir tvo daga, ef svo bæri undir.
Þannig standa málin eiginlega, að
það eru fá lönd sem ég á eftir að
koma til í fyrsta skipti, svo það má
kannski segja að ég sé orðinn
heimsborgari,“ segir hann bros-
andi.
New York höfuðborg heimsins
Ingjaldur segist eiga erfitt með að
gera upp á milli landa, hvert land
hafi sína sérstöðu. „New York er
engu að síður höfuðborg heimsins
og allar aðrar borgir sem ég hef
komið til líta út fyrir að vera þorp
við hliðina á henni.“ Hann segist
líka eiga ákaflega vota minningu
frá Bangladess. „Þegar ég kom inn
í borgina var allt á floti og dyra-
vörðurinn bar mig á bakinu inn á
hótel. Þegar ég ætlaði að fara í
göngutúr niður í bæinn náði vatnið
upp á kálfa. Í kringum mig var fólk
að selja vörur á borðum sem rétt
stóðu upp úr vatninu.“ Hann segir
að þetta hafi honum þótt ákaflega
óþægilegt og hann hafi tekið fyrstu
flugvél burtu.
Þá hafi hann líka lent í því að
vera fastur í fimm þúsund metra
hæð í Tíbet. „Við festumst í drullu,
á jeppaferðalagi frá Katmandu til
Lhasa. Vorum þar í tíu tíma og þrír
af samferðalöngum mínum urðu
lífshættulega veikir vegna hins
þunna loftslags. Þetta var alveg
skelfilegt.“
Þá kom Íran honum skemmti-
lega á óvart. „Það voru flestir á því
að þetta væri hættulegt land og
báru það fyrir sér að Írönum væri
ílla við útlendinga. Ég hlustaði
ekkert á þetta og fór af stað.“ Hann
segist hafa lesið sér til um klæða-
burð karlmanna, og komist að því í
gegnum bækur að karlmenn væru
í síðerma skyrtum og síðum
buxum.“ Þegar ég kom þangað
voru margir karlmennirnir í stutt-
erma skyrtum,“ segir hann og
hlær, segir enn fremur að ótti
vina hans hafi algjörlega óþarfur.
„Þegar ég var á gangi í mörgum af
görðunum sem þarna eru buðu íbú-
arnir mér te og jafnvel mat. Þeir
voru mjög vingjarnlegir,“ segir
Ingjaldur og bendir á í léttum dúr
að þetta myndu væntanlega fáir
Íslendingar eiga til að gera.
Ingjaldur er hvergi nærri hætt-
ur að ferðast, enn séu lönd eftir
sem hann eigi eftir að heimsækja.
„Þetta er eiginlega orðin ástríða, að
ferðast og kynna sér menningu
annarra þjóða,“ segir hann og lítur
snöggt á landakortið góða, fullur
tilhlökkunar að bæta við enn einum
rauðum punkti á það. ■
INGJALDUR HANNIBALSSON OG LANDAKORTIÐ GÓÐA Rauðu punktarnir eru þau lönd sem ég hef komið til, svörtu þau sem eru
næst á dagskrá.
Á 73 lönd eftir
Á jörðinni búa um 6 miljarðar manna sem skiptast í 271 þjóð innan 193
sjálfstæðra ríkja. Ingjaldur hefur komið til um 120 landa, eða sextíu pró-
sent allra þeirra ríkja sem til eru. Þess má til gamans geta að samkvæmt
Heimsmetabók Guinnes tók það John Bougen og James Irving 167 daga að
heimsækja 191 ríki af þessum 193 ríkjum.
Ferðalög eru ástríða Ingjalds Hannibalssonar
háskólakennara. Freyr Gígja Gunnarsson ræddi við
þennan mikla heimshornaflakkara sem hefur komið til
um 120 landa.
Er kallaður
Fargjaldur
48-49 (32-33) Fjargjaldur 11.2.2005 19.03 Page 2