Fréttablaðið - 12.02.2005, Page 55
Græni liturinn kemur eins og ferskur vindur inn í vor- og
sumartískuna. Það eru merkilega margir grænir tónar í
móð núna, allt frá ljósgrágrænum upp í skærgrænan.
Þetta er breið litasinfónía sem lýsir upp veturinn á meðan
við bíðum eftir sól í haga. Brúnn er sérlega fallegur með
grænum og svo er svart og grænt alltaf svolítið rokkað
saman. Þær djörfu blanda grænum við bleikan og bæta
jafnvel metallitum saman við. Þó vel megi nota grænan
sem grunnlit er oft fallegra að nota hann með öðrum litum.
Grænt belti lífgar upp á heildarmyndina og grænar sokka-
buxur setja punktinn yfir i-ið en mikið er um græna fylgi-
hluti. Núna er mest „flatterandi“ að vera annaðhvort með
risastórar töskur eða pínulitlar. Þessar töskur mega vel
vera grænar eða með aggressívu mynstri þar sem græni
liturinn kemur við sögu. Örsmáar töskur úr
grænum pallíettum eða rúskinni eru æðislegar
þegar skvett er úr klaufunum að næturlagi um
helgar. Þá þarf bara að vera pláss fyrir hús-
lykil, gloss, debetkort og síma. Græni
liturinn er ekki bara flottur í fötum
og fylgihlutum. Hann slær í gegn í
snyrtivörum. Þunnt lag af grænum
augnskugga dregur fram brúna lit-
inn í augunum og gerir blá augu
meira seiðandi. Til að fullkomna
sköpunarverkið má bæta grænum
maskara við. Það er ofurskvísulegt. Til
að fylgja tískunni alla leið kemur ekk-
ert annað til greina en að fara til
Grænlands í sumarleyfinu og borða
bara grænmeti og grænt te. Gleymdu
þó orðatiltækinu að grasið sé alltaf
grænna hinum megin við girðinguna.
Það er löngu dottið úr tísku.
38 12. febrúar 2005 LAUGARDAGUR
Það eru eflaust margir að spá hver staða kúrekastígvélanna sé? Hvort fjárfesta eigi í einum slíkum eða hvort þessi
tíska sé að detta út? Sannleikurinn er sá að kúrekastígvélin eru í mikilli sókn og þessi tíska nær hámarki þegar það
fer að vora. Það er til dæmis mjög smekklegt að vera í kúrekastígvélum við víð pils í þjóðernisstíl og þau klikka
ekki við gallabuxur eða gallapils. Þau koma líka eins og himnasending við öll síðu og víðu pilsin sem verða svo
móðins í sumar. Kúrekastígvélin eru eins misjöfn og þau eru mörg. Það nýjasta í þessari tísku eru kúrekastígvél í
mótorhjólastíl. Þar eru pönkaraáhrifin ríkjandi og margir gætu haldið að svoleiðis kúrekastígvél ættu bara heima í
veröld Sniglanna. Svo er ekki. Mörg kúrekastígvél státa einnig af flottum mynstrum eins og fiðrildum og öðrum
ævintýralegum myndum og stungum. Þá gildir sú regla, því meira því betra. Þó kúrekastígvélin séu mikil tískuvara
núna skal þó varast að taka kúrekastílinn inn eins og hann leggur sig.
Kúrekastígvél
með mynstri og
krumpuð um
ökklann, 15.500
kr.
Fiðrildamynstrið
er alveg að gera
sig. GS skór
17.990 kr.
Allar alvöru rokk-
pæjur þurfa að
eiga ein svona
stígvél. GS skór,
21.990 kr.
Lillablá kúreka-
stígvél frá Bianco
úr rúskinni og
leðri, 15.200 kr.
Hvítu saumarnir
gera heilmikið
fyrir þessi ein-
földu kúrekastíg-
vél. Steinar
Waage 12.990 kr.
Bleik kúrekastíg-
vél með kögri frá
Bertie, 15.500 kr.
Kúrekastígvélin lifa
LAGERÚTSALA
www.tanni.is
T-bolir 300 / Síðerma T-bolir 500 / Flíspeysur frá 500
Kuldagallar (Small) 1.000 / Samfestingar (Small) 1.000
Pólóbolir 700 /Skyrtur 1.000 / Jakkar frá 2.000
Svuntur fyrir mötuneyti 500 / Töskur / Húfur / Handklæði
Barna pólóbolir 500 / Barna joggingbuxur
Opið 9-17 virka daga og laugardaga 11-17
Dömupólóbolur krep 700 krT-bolur 300 kr
Tanni er auglýsingavöru fyrirtæki
Við bjóðum fyrirtækjum, stofnunum og
félagasamtökum meðal annars:
T-boli, pólóboli, háskólapeysur, flíspeysur,
penna, reiknivélar, klukkur...
allt með þínu merki.
Erum í sama húsi og Tækniháskólinn, lagerhúsnæði að norðanverðu
Grænir dagar
Augnskuggi frá MAC,
1.590 kr.
Maskari frá MAC,
1.390 kr.
TOPSHOP, 1.990 kr.
Vero Moda
1.990 kr.
Vero Moda
2.490 kr.
Companys 5.990 kr.
Companys, 7.990 kr.
Accessorize 3.150 kr.
Accessorize 990 kr.
Bertie 9.500 kr.
Bertie 7.500 kr.
Hönnuðurinn Monique
Lhuillier er hrifin af
grænum lit.
Kultur, 4.990 kr.
54-55 (38-39) tíska 11.2.2005 20.13 Page 2