Fréttablaðið - 19.02.2005, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 19.02.2005, Blaðsíða 6
6 19. febrúar 2005 LAUGARDAGUR UMFERÐARÓHAPP Rúta, sem var á leiðinni til Bolungarvíkur frá Ísafirði, fauk af veginum á Söndum skammt frá Bolungar- vík. Ökumaðurinn var einn og meiddist ekki og rútan skemmd- ist lítið. Stórvirk tæki þurfti til að ná rútunni upp á veginn aftur. „Þetta var samspil hálku og vindhviðu sem hefðu sennilega sett rútuna á hlið,“ sagði Her- mann Þór Þorbjörnsson sem sýndi mikið snarræði þegar sterk vindhviða skall á rútunni sem hann ók á leið til Bolungar- víkur. Betur fór en á horfðist því fljúgandi hálka var á Sönd- um þar sem atvikið varð og ljóst að mikið tjón hefði orðið ef rút- an hefði oltið. „Ég hafði engan tíma til að vera hræddur því þetta gerðist svo fljótt. Svo var þetta allt í lagi fyrst ég var bara einn en ég var að fara að ná í grunnskólakrakka inn í Bolung- arvík,“ sagði Hermann og gerir ekki mikið úr atvikinu og var að keyra strætó á Ísafirði þegar blaðamaður náði tali af honum. Annar bílstjóri fyrir vestan lýsti furðu sinni á að Vegagerðin skyldi ekki standa sig betur í að bera á vegina sem voru fljúg- andi hálir. Slys hafði orðið í Óshlíð rétt áður en rútan fór út af þar sem ökumönnum varð á í hálkunni. Hermann tók ekki undir þessa gagnrýni og sagði að Vegagerð- in hefði í nógu að snúast og hefði borið sand á vegina rétt eftir at- vikið. Önnur rúta ver send eftir krökkunum sem voru á leið til Ísafjarðar á skíði. ■ VERÐBÓLGAN Verðbólga er nú 4,5 prósent og hefur þar með rofið efri vikmörk verðbólgumarkmiðs Seðla- bankans. Ríflega helming almennra verð- hækkana má rekja til hækkunar á húsnæðisverði. Ríflega 18 prósent hækkunarinnar má rekja til hækk- unar á annarri þjónustu en 17 prós- ent eru vegna verðhækkunar hjá opinberum aðilum og hækkunar á áfengi og tóbaki. Verðlag hefur hækkað almennt um 8,2 prósent á þremur árum. Húsnæðisverð hefur hækkað mest eða um 32 prósent, verð á opinberri þjónustu um 20 prósent, verð á áfengi og tóbaki um 13 prósent og annarri þjónustu um 10 prósent. „Þetta eru mjög slæmar fréttir. Þetta þýðir það að efri vikmörk verðbólgumarkmiðsins eru rofin. Forsendur kjarasamninganna, sem gerðir voru fyrir ári og áttu að stuðla að kaupmáttaraukningu sam- hliða stöðugleika, eru að bresta. Það þarf næstum kraftaverk til að verð- lagsforsendur kjarasamninga haldi,“ segir Ólafur Darri Andra- son, hagfræðingur ASÍ. - ghs Fagnaðarefni fyrir foreldra Greiðslur úr ríkissjóði til foreldra langveikra barna eru mikið fagnaðarefni, segir móðir langveiks drengs. Hún hefur barist um árabil fyrir framfærslu- eyri fyrir son sinn og sig. Hún gat ekki unnið úti vegna veikinda hans. FÉLAGSMÁL Greiðslur úr ríkissjóði til foreldra langveikra barna er mikið fagnaðarefni, segir Ásdís Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur og móðir langveiks drengs. Ásdís hefur háð harða réttinda- baráttu fyrir drenginn sinn, Birki Emil, sem nú er fjögurra ára. Hann er með goldenhar-heilkenni sem hefur áhrif á líf hans og fjölskyldu hans til langframa. Baráttan hefur meðal annars snúist um að fá að- stoð frá ríki og sveitarfélagi, þar sem Ásdís gat ekki unnið úti frá fæðingu drengsins og þar til í nóv- ember á síðasta ári. Hún kvaðst fagna mjög sam- þykkt ríkisstjórnarinnar um greiðslur til foreldra langveikra barna, sem Árni Magnússon félags- málaráðherra hefur kynnt á Al- þingi. Samkvæmt því er lagt til að greiðslurnar til foreldra barna sem veikjast al- varlega eða greinast með al- varlega fötlun nemi um 90 þús- und krónum á mánuði. Þessi fjárhæð var ákvörðuð með hliðsjón af af fullum umönn- unargreiðslum og lágmarks- greiðslum úr Fæðingaorlofssjóði fyrir 50-100 prósenta starf. Þess er vænst að lögin taki gildi 1. janúar á næsta ári og kerfið taki gildi í áföngum. Að sögn ráðherra samþykkti ríkisstjórnin að auki að foreldrar barna sem greindust mjög alvar- lega veik eða fötluð til langs tíma ættu rétt á umræddum greiðslum í allt að níu mánuði, að tilteknum skilyrðum uppfylltum. Loks sam- þykkti ríkisstjórnin að leggja til að réttur til fæðingar- og foreldraor- lofs vegna veikinda barna yrði rýmkaður, þannig að aldursmörk barna yrðu hækkuð úr átta ára aldri í 18 ára. Árni kvaðst leggja á það áherslu að foreldrar héldu virkum tengslum við vinnumark- aðinn þrátt fyrir veikindi barna. Spurður um hvort lögin yrðu afturvirk, sagði félagsmálaráð- herra að nú ætti eftir að fara fram vinnan við frumvarpsgerðina. Ekki lægi nákvæmlega fyrir hvernig það yrði útfært. Meginlínan væri sú að þessi réttur væri til staðar og tæki gildi í áföngum. „Nú virðist sem menn hafi séð ljósið og mér finnst frábært að þetta skuli vera komið áleiðis. Það er meira en að segja það að vera einn með barn, hafa enga fyrir- vinnu og ekkert til að lifa á,“ sagði Ásdís, sem gjörþekkir þær aðstæð- ur af eigin raun. jss@frettabladid.is bluelagoon@bluelagoon.is • www.bluelagoon.is • 420 8800 á konudaginn Ferskleiki Verð 2.490 kr. Konudagsgjöfin er fáanleg í verslunum Bláa Lónsins í heilsulind, að Aðalstræti 2 í Reykjavík, í netverslun, Lyf og heilsu Kringlunni og Austurstræti og í Lyfju Laugavegi og Smáralind. Gleddu konuna með léttu og mjúku algae & mineral body lotion sem inniheldur BLUE LAGOON steinefni, kísil og þörunga sem viðhalda rakastigi húðarinnar, auka mýkt hennar og styrk. 5 ml prufa af vitalizer andlitskremi og 10 ml rakakrem fylgja með ásamt boðskorti í Bláa Lónið – heilsulind. Á ríkið að lækka áfengis- gjaldið? SPURNING DAGSINS Í DAG: Á að banna reykingar á veit- ingastöðum? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 21% 79% Nei Já Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun KJÖRKASSINN FÉLAGSMÁLA- RÁÐHERRA Árni Magnússon vill að foreldrar haldi virkum tengslum við vinnumarkaðinn þrátt fyrir veikindi barna. RÉTTINDABARÁTTA Ásdís Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur hefur barist langvinnri réttindabaráttu fyrir son sinn, Birki Emil, sem nú er fjögurra ára. Hún hefur yfirleitt komið að lokuðum dyrum með beiðni um aðstoð, bæði hjá ríki og sveitarfélagi. HVAÐ KYNDIR UNDIR VERÐBÓLGUNA? Innfluttar vörur aðrar -7,1% Innfluttar mat- og drykkjarvörur -2,0% Grænmeti 1,1% Nýr bíll og varahlutir 1,8% Aðrar innlendar mat- og drykkjarvörur 1,8% Aðrar innlendar vörur 2,9% Bensín 4,2% Áfengi og tóbak 4,9% Búvörur án grænmetis 6,0% Opinber þjónusta 12,0% Önnur þjónusta 18,2% Húsnæði 56,3% Vísitala neysluverðs 100% Verðbólgan orðin 4,5 prósent: Kraftaverk til að forsendur kjarasamninga haldi SKRIÐDREKI BLESSAÐUR Rússneskur T-38 skriðdreki fannst nýlega á botni árinnar Nevu við Pétursborg í Rússlandi. Skriðdrekinn, sem sökk í seinni heimsstyrjöldinni, verður gerður upp og settur á herminjasafn. HERMANN ÞÓR ÞORBJÖRNSSON BÍLSTJÓRI Hermann Þór var einn í rútunni þegar hún fauk af veginum. Hann sýndi mikið snar- ræði og kom í veg fyrir að hún ylti. Rúta fauk á leiðinni til Bolungarvíkur: Allt í lagi fyrst ég var bara einn 06-07 18.2.2005 21:36 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.