Fréttablaðið - 19.02.2005, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 19.02.2005, Blaðsíða 12
„Þær fjörugu umræður sem fram fóru um fjölmiðlalögin í vor og sum- ar sýna að stjórnmálaumræða er sprelllifandi og og öflug. Stóra spurningin er hvort hlustað sé á raddir fólksins í landinu, hvort vilji almennings ráði för og hvernig stjórnvöld bregðast við.“ Þannig kemst Kristín Ástgeirs- dóttir, sagnfræðingur og fyrrver- andi alþingismaður, að orði undir lokin á grein sinni „Frá fulltrúalýð- ræði til þátttökulýðræðis“, sem birtist í Ritinu, tímariti hugvísinda- deildar Háskóla Íslands, sem út kom á síðastliðnu hausti. Þema þessa heftis er einmitt umfjöllun um lýðræði: lýðræði eins og það birtist okkur hér á landi og saman- burður við löndin í kringum okkur. Kristín hefur að undanförnu gegnt formennsku í nefnd á vegum Norræna ráðherraráðsins, sem tek- ið hefur þessi mál til gagngerrar at- hugunar á grundvelli skýrslna, sem unnar hafa verið af nefndum á veg- um löggjafarþinga Danmerkur og Noregs og ríkisstjórnar Svíþjóðar og komið var á fót í lok síðustu ald- ar. Segja má að síðastliðna hálfa öld hafi þessi þrjú samfélög verið gegn- sýrð lýðræði upp úr og niðrúr, lif- andi og virku lýðræði, sem náð hef- ur til flestra þátta þjóðlífsins, og menn hafa tamið sér í samskiptum sín á milli frá blautu barnsbeini. Nefndir þessar voru látnar vinna rækilega úttekt á valdakerfum landa sinna, þróun þeirra og stöðu lýðræðis í ljósi þeirra gagngeru breytinga sem orðið hafa heima fyrir og á alþjóðavettvangi frá falli Sovétríkjanna og með framsókn pólitískrar og efnahagslegrar al- þjóðavæðingar. Þar á bæjum hafa menn áhyggjur af minnkandi völd- um þingsins og dvínandi þátttöku almennings í starfi og umræðum innan stjórnmálaflokka. Við það bætast áhyggjur af minnkandi kosningaþáttöku, hægagangi í jafn- réttismálum kynjanna, menningar- árekstum heimamanna og innflytj- enda, jaðarhópum og samþjöppun eigna, valds og auðs í atvinnulífinu. Tillögur nefndanna beinast svo að því að auka þátttöku almennings í stefnumótun og ákvarðanatöku í þeim málefnum, sem snerta mál- efni fólksins í landinu, hvort sem er á sveitarstjórnarstigi eða í ríkis- kerfinu. Í þessu starfi sínu rakst Kristín fljótt á það, að í umræðum um lýð- ræði á Norðurlöndum er byggt á hugtökum, sem við eigum ekki orð yfir á íslensku og sýnir það glöggt hve umræða um lýðræði er skammt á veg komin hjá okkur. Þar má nefna grundvallarhugtak eins og þjóðstjórn/almannavald (folkestyre) en það er einmitt notað til að lýsa þjóðfélagskerfi Norðurlanda. Þá er það viðbótarlýðræði (tilleggsdemo- krati) sem felur í sér ýmis þau form, sem lýðræðisleg umræða get- ur tekið á sig utan fulltrúalýðræðis- ins, t.d. umræða um mannréttindi, neytendalýðræði, loftvogarlýðræði (barometerdemokrati), aðgerðalýð- ræði o.fl. Þá má nefna hugtak sem Svíar eru að kynna, einstaklings- vald (egenmakt), sem tengist mann- réttindahugtakinu og felur í sér þá möguleika sem hver og einn hefur til að hafa áhrif. Sú umræða sem nú á að minnsta kosti hálfrar aldar hefð að baki á Norðurlöndum, og stöðugt dýpkar og víkkar fremur en hitt, hefur að mestu farið framhjá almenningi hér. Hér ríkir skortur á samræðum og skilningi milli þeirra sem með valdið fara hverju sinni og borgar- anna. Hér er jafnan áhersla lögð á hefðbundið fulltrúalýðræði, óskor- aðan rétt ríkisstjórnar og meiri- hluta þings til að taka ákvarðanir og setja lög, jafnvel í óþökk meirihluta þjóðarinnar, eins og nýleg dæmi sanna. Fulltrúalýðræðinu er oft lýst af stjórnmálamönnum sem heilla- ríkasta stjórnarforminu, oft með þeim rökum að Alþingi þurfi oft að taka óvinsælar ákvarðanir, sem síð- ar sýni sig að hafa orðið landi og þjóð til blessunar. Björn Bjarnason lýsti þessu viðhorfi ágætlega í blaðagrein í sumar. Þar sagði hann: „Innan Sjálfstæðisflokksins hefur ekki verið fylgi við að lögfesta eða stjórnarskrárbinda ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur. Þar hafa menn haldið fast í stuðning við full- trúalýðræði, bestu stjórnarhætt- ina.“ En jafnvel fyrir hina fjörugu fjölmiðlaumræðu, og stjórnarskrár- umræðuna í kjölfarið, hafði almenn- ingur fengið sig fullsaddan af þessu íhaldi. Könnun á viðhorfum til þess- ara mála leiddi í ljós að tæp 72% þeirra sem tóku afstöðu voru sam- mála þeirri fullyrðingu að íslenskir stjórnmálaflokkar væru ekki í takt við kjósendur. Full 86% voru sam- mála þeirri fullyrðingu að fáir valdamiklir einstaklingar ráði of miklu í íslenskum stjórnmálum. Um helmingur var frekar eða mjög óánægður með þróun lýðræðis á Ís- landi og tæp 63% ósammála þeirri fullyrðingu að Íslandi væri í megin- dráttum stjórnað samkvæmt vilja fólksins. Þessu til viðbótar má nefna síðustu mælingu Gallups á því trausti sem fólk ber til stofnana þjóðfélagsins en þar eru dómstól- arnir neðst á lista yfir þær stofnan- ir sem spurt var um, með 37% traust, næst á eftir alþingi! Þessar tölur sýna þjóðfélag í djúpri kreppu. Hyldjúp gjá er á milli þeirra sem með völdin fara og þeirra sem veita þeim þau völd með atkvæðaseðli sínum á kjördegi. Er nú ekki tími til kominn að þessi þögli meirihluti samræmi viðhorf sín og gerðir, haldi áfram þeirri fjörlegu umræðu sem á komst við meðferð fjölmiðlafrumvarpsins í sumar, móti viðhorf sín til endur- skoðunar stjórnarskrárinnar og krefjist þess að vera kvaddur til ráðuneytis um þær reglur sem menn vilja að handhafar valdsins í umboði þjóðarinnar lúti í framtíð- V erð á fasteignum á höfuðborgarsvæðinu hækkar dagfrá degi og sagðar eru ótrúlegar sögur af hækkun áverði íbúða frá mánuði til mánaðar. Það er eins og markaðurinn á höfuðborgarsvæðinu mettist aldrei, og er fjöldi nýbygginga til marks um það. Þetta á ekki síst við um nágrannasveitarfélögin Hafnarfjörð og Kópavog, þar sem ný hús spretta upp svo að segja á hverjum degi í hrauninu fyrir sunnan Hafnarfjörð og við Vatnsendahæð og Rjúpna- hæð. Við eðlilegar aðstæður mætti ætla að þegar framboð á nýju húsnæði eykst ætti verðið að standa í stað eða jafnvel lækka. Þessi húsnæðissprengja sem margir nefna svo geng- ur hins vegar gegn öllum lögmálum sem áður hafa gilt og þá velta menn því fyrir sér hvað valdi. Íbúum á höfuðborgar- svæðinu fjölgar jafnt og þétt samhliða því að fólki fækkar á landsbyggðinni. Það er ein skýringin á hærra fasteignaverði en skýrir ekki allt. Að undanförnu hafa komið fréttir um nýja starfsgrein, svokallaða fasteignaheildsala sem kaupa heilu fjölbýlishúsin eða hverfin af byggingameisturum. Venjulegir fasteignasalar selja svo íbúðirnar fyrir þessa nýju stétt, og þar með bætist einn milliliður við í söluferli nýrra íbúða. Allir þurfa sitt, líka fasteignaheildsalarnir. Annað sem hefur haft veruleg áhrif á húsnæðismarkað- inn er lánin sem bankarnir bjóða hver í kapp við annan og freista margra sem eru að koma yfir sig þaki. Svo virðist sem fólk þurfi bókstaflega ekki að eiga neitt til að geta keypt húsnæði. Það er af sem áður var, þegar menn þurftu að berjast í bökkum dag eftir dag og opinbera kerfið lánaði ekki nema fyrir hluta af íbúðarverðinu. Þetta mátti að vísu breytast, en hætt er við að breytingin hafi orðið allt of hröð og verði til þess að margir leggi út í fjárfestingu sem þeir síðan ráða ekki við. Það má lítið út af bera í efnahagsþróun- inni til að vextir og afborganir af húsnæðislánum verði ekki mörgum ofviða. Væntanlegir fasteignakaupendur ættu því að athuga vel sinn gang áður en þeir leggja út í fjárfestingu lífs síns og falla fyrir gylliboðum sem auglýst eru. Þessi þróun sem hér um ræðir hefur enn sem komið er aðallega verið á höfuðborgarsvæðinu, en áhrifa hennar hlýt- ur að fara að gæta víðar á landinu, þótt verðsveiflan upp á við verði aldrei neitt í líkingum við það sem á sér stað á suð- vesturhorni landsins. Það fer líka að verða athugandi fyrir þá sem ekki hafa valið sér búsetustað að setjast niður úti á landi þar sem húsnæðiskostnaður er mun lægri en á þenslu- svæðinu. Víða um land á meðalstórum stöðum er hægt að fá mun ódýrara húsnæði en á höfuðborgarsvæðinu. Þar er líka góð þjónusta á mörgum sviðum og að mörgu leyti betra að ala upp börn en á höfuðborgarsvæðinu, þar sem mikill þeyt- ingur er gjarnan hjá barnafjölskyldum við gæslu barna, í og úr skóla og til og frá vinnu. ■ 19. febrúar 2005 LAUGARDAGUR SJÓNARMIÐ KÁRI JÓNASSON Væntanlegir fasteignakaupendur ættu að athuga vel sinn gang áður en þeir leggja út í fjárfestingu lífs síns. Verðsprenging á fasteignamarkaði FRÁ DEGI TIL DAGS Víða um land á meðalstórum stöðum er hægt að fá mun ódýrara húsnæði en á höfuðborgarsvæð- inu. Þar er líka góð þjónusta á mörgum sviðum og betra að ala upp börn. ,, 20-50% afsláttur Eftirprentanir málverka allra gömlu meistarana. Konunglegt, danskt matar- og kaffistell. Kristals ljósakrónur, málverk, gull og silfur skartgripir Pelsar og margt fleira Antikhornið Kolaportinu s: 848-1937 Lýðræði hér og lýðræði þar Njósnir á Íslandi Einhverjir lesenda muna kannski eftir því að í janúar í fyrra birti Morgunblaðið afar dularfulla frétt um að í íslenskum við- skiptaheimi væru stundaðar njósnir. Sagði blaðið að dæmi væru um að ráðnir hefðu verið menn „til að fylgjast með tilt- eknum einstaklingum“ í því skyni meðal annars að athuga hverja viðkomandi hittu. Væri í þessu sambandi talað um að „skyggja“ menn. Orðrétt sagði í fréttinni: „Nokkrir einstaklingar hérlendis hafa starfað við að „skyggja“ og kostar slík þjónusta um 60 þúsund krónur á dag samkvæmt heimildum blaðsins“. Enn fremur kom fram að tæki til viðskipta- njósna hefðu verið notuð hér á landi. „Dæmi eru um að hér hafi sést háþróaðir pennar með innbyggðum hlerunarbúnaði sem gera kleift að hlýða á samtöl í allt að 100 metra fjarlægð.“ Einkaspæjarar á ferð Morgunblaðið fylgdi frétt sinni ekki eftir þrátt fyrir áskoranir og hafa menn velt því fyrir sér hvort hún hafi verið á misskiln- ingi byggð. Ekki er víst að svo sé. Nefnd á vegum dómsmálaráðherra, sem fjallaði um verkskil á milli lögreglu og einkarek- inna öryggisþjónustufyrirtækja, segir í skýrslu sem birt var í á fimmtudaginn að fram hafi komið „tilvik þar sem einkaaðili hefur boðið fyrirtækjum, starfsgreinum og einstaklingum að annast fyrir þá per- sónunjósnir (private surveillance)“. Telur nefndin líklegt að slíkum tilboðum muni fjölga. Njósnir bannaðar Í skýrslunni segir: „Þessi starfsemi byggist eðli málsins samkvæmt á að fara inn á friðhelgi einkalífs með því að „skyggja“ fólk, mynda og hlera til að safna og koma á framfæri til viðskiptavinar við- kvæmum upplýsingum um fólk og at- hafnir þess“ og að slík starfsemi geti í „saknæmum höndum viðskiptavinar eða „njósnarans“ sjálfs leitt til kúgunar og/eða annarrar misbeitingar í krafti vit- neskju sem þolandi telur skaðlegt að fari víðar“. Af þessum sökum leggur nefndin til að sett verði lög sem banni per- sónunjósnir einkaaðila og að „þung við- urlög verði við að brjóta slíkt bann“. Það bendir því flest til þess að dagar einka- spæjarastéttarinnar á Íslandi séu taldir eða að hún hverfi í undir- heim- ana. ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐAL- SÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 SKOÐANIR OG UMRÆÐUR Á VISIR.IS Í DAG STOFNANAVELDI: ÞJÓÐVELDI ÓLAFUR HANNIBALSSON gm@frettabladid.is 14-15 Leiðari 18.2.2005 21:00 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.