Fréttablaðið - 19.02.2005, Page 15

Fréttablaðið - 19.02.2005, Page 15
Þess vegna hrynur Framsóknarflokkurinn Hvers vegna hrynur fylgi Fram- sóknarflokksins? Fréttablaðið birti úrslit skoðanakönnunar um fylgi flokkanna föstudaginn 4. febrúar sl. Samkvæmt þeirri könnun fengi Framsóknarflokkurinn 8% atkvæða ef þingkosningar færu fram í dag en 4% í borgarstjórnarkosningum í Reykjavík. Þetta er algert fylgis- hrun hjá Framsóknarflokknum. Talsmenn Framsóknarflokksins vilja gera lítið úr þessu og segja, að Framsókn fái mikið meira fylgi í kosningum en í skoðanakönnunum. Það hafi ávallt verið svo. En ein- hver skýring hlýtur að vera á því, að Framsókn mælist með svona lít- ið fylgi í skoðanakönnunum. Jú, skýringin er sú að megn óánægja er meðal fyrri kjósenda Framsókn- ar með flokkinn. Kjósendum finnst flokkurinn hafa villst af leið og ver- ið of leiðitamur Sjálfstæðisflokkn- um. Framsóknarflokkurinn var stofnaður til þess að berjast fyrir félagshyggju og samvinnustefnu en hefur nú um langt skeið hjálpað Sjálfstæðisflokknum við að fram- kvæma skefjalausa auðvaldsstefnu og peningahyggju. Misskipting í þjóðfélaginu hefur stóraukist, hinir ríku hafa orðið ríkari og hinir fá- tæku hafa orðið fátækari. Kjör aldraðra og öryrkja eru til skamm- ar. Fátækt hefur aukist verulega í landinu. Mikil óánægja er einnig meðal kjósenda Framsóknar með stefnu flokksins og ríkisstjórnar- innar í Íraksmálinu. 84% þjóðarinn- ar voru andvíg því að Ísland skyldi leggja blessun sína yfir innrás Bandaríkjanna og Bretlands í Írak. Stór hluti Framsóknarflokksins er í þeim hópi. Framsóknarflokkurinn hefur alltaf áður stutt frið í heimin- um en nú leggur formaður flokks- ins blessun sína yfir árás á annað ríki og vill ekki biðjast afsökunar á þeim mistökum enda þótt í ljós hafi komið, að innrásin í Írak var gerð á fölskum forsendum. Margir forustumenn Framsókn- ar bundu vonir við það, að fylgi flokksins mundi aukast við það, að formaður flokksins settist í forsæt- isráðherrastólinn. En það hefur orðið þveröfugt. Fylgi flokksins hefur minnkað síðan formaður Framsóknar varð forsætisráð- herra. Þetta er vegna þess, að Framsókn fékk stólinn frá Davíð Oddssyni en ekki frá forseta Ís- lands eftir kosningar. Þetta voru einfaldlega hrossakaup stjórnar- flokkanna, sem gerð voru til þess að framlengja völd ríkissstjórnar- innar, sem tapaði fylgi í síðustu kosningum og hefði átt að fara frá völdum, ef eðlilegum lýðræðislög- málum hefði verið fylgt. Kjósend- um Framsóknar finnst stóllinn of dýru verði keyptur. Málefnum Framsóknarflokksins hefur verið fórnað í hrossakaupum stjórnar- flokkanna. Það er alger hégómi að sækjast eftir embætti forsætisráð- herra, þegar staða Framsóknar er eins og hún er í dag. Flokkurinn hefði frekar átt að leggja áherslu á það að koma fleiri stefnumálum Framsóknarflokksins fram. En það gerði Framsókn ekki heldur mat meira hégómann. Þess vegna refsa kjósendur nú Framsóknarflokkn- um. ■ LAUGARDAGUR 19. febrúar 2005 BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON VIÐSKIPTAFRÆÐINGUR UMRÆÐAN FRAMSÓKNAR- FLOKKURINN 16-17 Umræðan 18.2.2005 19:12 Page 3

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.