Fréttablaðið - 19.02.2005, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 19.02.2005, Blaðsíða 23
SMÁBÁTAEIGENDUR ATHUGIÐ! Stórkostlegt tækifæri til að leigja út bátinn yfir rólegu tíðina! Óska eftir 6 til 10 metra bátum – kvótalausa en með haffæriskírteini til útleigu fyrir ferðamenn á sjóstöng sem gera á út frá Hafnarfirði. Upplýsingar gefur Jóhannes í Fjörukránni í síma 565 1213 eða 8936435 www.fjorukrain.is www.vikingvillage.is 3LAUGARDAGUR 19. febrúar 2005 Áfram veginn Einar Elí Magnússon kemst leiðar sinnar Brjálaðir Íslendingar Í árlegri júlíferð okkar félaganna í Þórsmörk er til siðs að keyra upp á Fimmvörðuháls frá Skógum. Í fyrrasumar hittist þannig á að veðrið var sérlega vont og ekkert að sjá, nema bakpokaferðalang sem fauk fram og til baka fyrir augum okkar. Við ákváðum að stöðva bílinn og bjóða við- komandi far, enda ekkert vit í að leggja gangandi á hálsinn í þessu veðri. Ferðalangurinn reyndist norsk stúlka sem þáði fegin far í Mörkina, enda orðin þreytt. Á leiðinni niður stórgrýttan malarveginn spurði hún hvort það væri virkilega talið eðlilegt að keyra á svona vegum. Já, við héldum það, eða okkur fannst það að minnsta kosti sjálfum. Hún virtist vantrúuð en lagði þó ekki í að rengja okkur. Þegar við brunuðum yfir fyrstu lækina á leiðinni inn eftir gaf farþeg- inn til kynna að þetta þætti honum sko ekki leiðinlegt. Svo komum við að Jökulsánni. Lága drifið, annar gír, elta brotið í vaðinu. Ekki múkk frá far- þeganum. Upp á bakka, úr lága drifinu, fyrsti og áfram. Eins og ekkert hafi í skorist. Eftir smá tíma tekur sú norska loks lágróma til máls og það vottar fyrir vantrausti. „Íslendingar eru brjálaðir“. Skömmu síðar náði þó náttúrufegurð Þórsmerkur og Goðalands tökum á gestinum og þegar kom að þriðja vaðinu var stúlkan farin að njóta ferðarinnar til hins ítrasta. Það er merkileg reynsla að upplifa landið okkar í gegnum erlenda gesti. Allt er nýtt og spennandi fyrir þeim og þegar maður sér landið okkar með þeirra augum áttar maður sig á því að við tökum því sennilega of oft sem gefnu. Næst þegar veðrið er gott getur þú prófað að keyra út í sveit, leggja bílnum og ganga spölkorn. Þar skaltu nema staðar og horfa vel og vand- lega í kringum þig og ímynda þér að þú sért ekki á Íslandi heldur gest- komandi í öðru landi og að þetta sé eina tækifærið þitt á lífsleiðinni til að virða þetta útsýni fyrir þér. Þetta fallega land. Njótum þess. Þriggja manna bíll ÓVENJULEGUR SMÁBÍLL SEM TALINN ER MUNU VEKJA MIKLA ATHYGLI. Þriggja manna bíll, Z17, er nýjasti hugmyndabíllinn frá Renault og má gera má ráð fyrir að þessi óvenjulegi smábíll muni vekja athygli þar sem hann er einungis þriggja sæta. Sér- fræðingar hjá Renault hafa reiknað út að aðeins 1,4 einstaklingar eru í hverjum bíl að meðaltali í Vestur- Evrópu. Bíllinn státar af góðu farang- ursrými. B&L kynnir um þessar mundir X5 Shadowline, nýja útgáfu af X5 jepp- anum frá BMW. Að sögn Karls Ósk- arssonar, sölustjóra BMW, er útgáf- an áhugaverð fyrir það hvað hún byggir á stílhreinum útfærsl- um. „Þessi lína er svolítið minimal- ísk í sér ef svo má segja og býður til að mynda eingöngu upp á svartlitaða X5. Verðið er jafnframt verulega hagstætt eða 5.890 þúsund.“ Shadowline er með 3,0 lítra 231 hestafla vél og að sögn Karls með sama búnað og hefðbundin X5 út- gáfa. „DSC-stöðugleikastýring með spól- og hallavörn og X-drive aldrifskerfið ber þar að sjálf- sögðu hæst, en þessi búnaður hefur aldeilis sannað sig í vetrarófærðinni að undanförnu. Þá er Shadowline með leðurklætt sportstýrishjól, aðgerðastýri, skrið- stilli og svo mætti lengi telja.“ ■ Stílhrein útfærsla hjá BMW BMW X5 Shadowline nefnist ný jeppaútgáfa. Nýtt andlit Toyota Toyota TF-SX þykir marka nýja stefnu í útliti Toyota-bílanna. Með TF-SX hugmyndabílnum gæti opnast nýr kafli í sögu Toyota. Bíll- inn verður hugsanlega fjöldafram- leiddur eftir 2-3 ár og mun þá marka nýja stefnu í útliti Toyota- bíla. Framendinn, sem hefur verið kallaður „T-andlit“, mun gefa tón- inn fyrir hönnun komandi ára og þó að honum svipi eilítið til nýja Ford Fusion er hér um gríðarlegt stökk fyrir Toyota að ræða. Bíllinn skartar einnig nýjung- um á afturendanum. Þegar farang- ursrýmið er opnað rennur hluti glerþaksins fram og auðveldar að- gengi. Sé neðri hluti afturlúgunnar opnaður rennur gólf farangurs- rýmisins aftur og auðveldar þannig hleðslu og afhleðslu. Af öðrum útbúnaði er helst að nefna 21 tommu hjól, fjórhjóladrif og kraftmikla V-6 vél. ■ 24-25 (02-03) Allt bílar 18.2.2005 15.54 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.