Fréttablaðið - 19.02.2005, Síða 52

Fréttablaðið - 19.02.2005, Síða 52
Tökum á bresku sjónvarpsmynd- inni A Girl in the Café lauk á Keflavíkurvegi í gær með heljar- innar þyrlutökum þar sem mikill bílafloti var myndaður aka eftir veginum. Sjö BMW-bílar voru þar á meðal. Leikarinn Bill Nighy, sem er þekktur fyrir hlutverk sitt í Love Actually, fer með aðalhlutverkið. Fór hann af landi brott í fyrradag ásamt öðrum leikurum myndar- innar, þar á meðal Kelly McDon- ald úr Trainspotting. Eftir var leikstjórinn David Yates til að klára síðustu tökurnar en hann var nýverið ráðinn til að gera þarnæstu Harry Potter-mynd sem verður frumsýnd eftir tvö ár. Þess má geta að handritshöfundur er Richard Curtis sem er þekktur fyrir handritin að Bridget Jones- myndunum, Love Actually, Four Weddings and a Funeral og sjón- varpsþáttunum um Mr. Bean og Blackadder. Að sögn Einars Sveins Thordarsonar hjá Pegasus, sem tók þátt í framleiðslu myndarinn- ar, gengu tökurnar vel þótt veðrið hafi verið þeim óþægur ljár í þúfu. „Við tókum upp hér og þar í Reykjavík og þurftum að loka göt- um og slökkva á götuljósum,“ seg- ir Einar Sveinn. „Það voru allir gapandi yfir því hvað við gátum með litlum fyrirvara lokað stöð- um og opnað. Þeir voru hrifnir af því hvað allir Íslendingar voru lið- legir að greiða götuna fyrir verk- efninu. Í heildina var þetta bara mjög ánægjulegt,“ segir hann. Guðjón Sigmundsson, betur þekktur sem Gaui litli, kynntist aðalleikaranum Bill Nighy nokk- uð við tökur á myndinni því hann var einkabílstjóri hans. „Bill er hæglætisnáungi og mikill hugljúfi en líka fyndinn og skemmtilegur,“ segir Gaui litli um Nighy sem jafnframt er einn af hans uppá- haldsleikurum. „Við fórum fyrsta kvöldið út að borða á Þremur frökkum og það var ekkert sukk og svínarí á mínum manni. Ann- ars var ég ekkert að hnýsast í hans mál. Það kom samt á óvart hvað hann var yndislegur og greinilega vel tengdur. Hann þekkir mikið af frægu fólki og það var mikið af skemmtilegum sím- tölum sem fóru fram og til baka,“ segir hann. „Honum fannst Ís- lendingar upp til hópa kurteist og elskulegt fólk. Þeir létu hann í friði og honum fannst það æðis- legt.“ Gaui litli hefur áður keyrt Hollywood-stjörnur um landið því hann var einkabílstjóri Jason Biggs úr American Pie-myndun- um þegar hann var við störf á Snæfellsnesi í apríl á síðasta ári. „Þá vorum við saman í 4-5 vik- ur. Við skrifumst á og hann hringir annað slagið í mig og á ég mörg heimboð inni hjá honum. Hann vill endilega koma hingað aftur og það eru ýmis plön í gangi. Það var eins með Bill. Hann vildi koma aftur til Ís- lands því hann sá ekki Esjuna því það var svo leiðinlegt veður. Jason sá meira af íslenskri náttúru og allt það sem henni fylgir. Ég man eftir einu fyndnu sem gerðist þegar við fór- um að æfa á líkamsræktarstöð á Ólafsvík í fyrsta sinn. Þá gekk sú saga að það væri kominn rosalega frægur maður í bæinn. Sagan var á þann veg að Gaui litli væri mættur og það væri einhver lítill strákur að æfa með honum,“ segir hann og hlær dátt. freyr@frettabladid.is 42 19. febrúar 2005 LAUGARDAGUR Lárétt: 1 gamlar, 6 forföður, 7 átt, 8 ón- efndur, 9 hag, 10 gerast, 12 traust, 14 sló, 15 ending, 16 tveir eins, 17 kvæðis, 18 lítil sneið. Lóðrétt: 1 faðmur, 2 ónn, 3 sólguð, 4 legufærið, 5 kveikur, 9 virðing, 11 flík, 13 þyngdareining, 14 samkoma, 17 ármynni. Lausn: 1 6 7 98 10 12 13 1514 16 18 17 11 2 3 4 5 á 899 kr m vsk M ANNLÍF Febrúar 2005 2. tbl. 22. árg. 899 kr. m.vsk. EINN MEÐ MÓÐURLAUSA ÞRÍBURA SVILA SLAG UR Í SAM FY LK INGU SKOÐANAKÖNN UN OG ÚTTEKT FBI GEGN LAXNESS Mannlíf birt ir skjöl se m ekki hafa birst áðu r. Þau sýna að mál Nóbelsskáldsins var á borði J. Ed gars Hoov er, for stjóra FBI. BANKASTJÓRINN M EÐ BARNSANDLITIÐ NÆRMYND AF BJARN A ÁR MANNSSYNI LEYNI SKJÖL SIGURÐUR H. GARÐ AR SSON SKIPSTJÓRI MISSTI EI G INKONU SÍNA FRÁ FIMM ÁRA B ÖRN UM VERTU UPPLÝSTUR SJÓNVARPSMYNDIN A GIRL IN THE CAFÉ: HELJARINNAR ÞYRLUTÖKUM LAUK Í GÆR Gaui litli gerist einkabílstjóri Kvenlegar og smart kápur eru skemmtileg eign í kuld-anum sem aldrei virðist ætla að láta okkur í friði hér á landi. Þó svo að stelpur séu dömulega klæddar þýðir það ekki að þeim þurfi að vera kalt. Sætur trefill í fallegum lit getur svo toppað þetta kvenlega og fallega útlit og einnig smart húfa og vettlingar. Reimuð stígvél eru að koma sterk inn núna. Það er ein-hver gamaldags og elegant stíll yfir þessu lúkki og reim- uðu stígvélin eru geysilega flott við pils en passa einnig fínt yfir þröngar buxur. Bloc Party. Þeir eru kallaðirhinir nýju Franz Ferdinand og eru ein heitasta hljómsveitin í dag. Þeir spila skemmtilegt gítarrokk og platan þeirra Si- lent Alarm sem kom út á mánudaginn hefur fengið frábæra dóma. Þeir eru heitasta hljóm- sveit Breta og þeir eru algjörir töffarar. Támjóir skór. Það er langt síðan skór með rúnaðri tá komu heitirinn og þó svo að þessir geti svosum ennþá gengið þá eru þeir ekkert flottir lengur og alls ekki heitir. Þetta eru sjálfsagt bara ágætis fréttir fyrir margar tær sem hafa þurft að þola að kremjast í támjóum skóm í allt of langan tíma. Rúnaða táin er málið! Litlar stelpur í ögrandi fötum. Hin slæmu áhrif semklæðaburður söngkvenna eins og Britney Spears og Christina Aguilera hafa haft á ungar stelpur eru aldeilis að koma í ljós núna. Verslanir selja lítil, þröng og ögrandi föt á allt of ungar stelpur og þetta er þróun sem er bókstaflega hræðileg. Foreldrar, ekki láta bjóða ykkur þetta! Þreytuvæl. Það er fátt leiðinlegra en að hlusta áfólk væla yfir því hvað það er þreytt og hvað lífið er erfitt. Það að velta sér stanslaust upp úr þreyt- unni er eitt og sér ekkert nema orkusuga. Hins veg- ar er algört orkuskot að horfa björtum augum á líf- ið og brosa til fólks! INNI ÚTI ...fær Fatman Scoop fyrir að vera loksins á leiðinni á Klakann. HRÓSIÐ Í tilefni af Vetrarhátíðinni er búið að breyta Iðnó í Vetrarhöll. Á laugardagskvöldið verður haldið grímuball í Vetrarhöllinni Iðnó en það er gamall draumur Margrétar Rósu Einarsdóttur, staðarhaldara í Iðnó. „Okkur fannst tilvalið að slá til út af Vetrarhátíðinni. Það er líka ekki á hverjum degi sem boðið er upp á grímuball fyrir fullorðna,“ segir Margrét Rósa og brosir út í annað. Sjálf hefur hún ekki farið á grímuball fyrir fullorðna síðan hún var búsett í Noregi fyrir all- mörgum árum. „Í Noregi fór ég með samstarfsfólki mínu á grímu- ball. Það var ógurlega gaman en það kvöld var ég í búningi kattar- konu.“ Margrét Rósa er ekki al- veg búin að ákveða hvað hún ætl- ar að vera á laugardaginn en það er ýmislegt sem kemur til greina. Hún segir að búningurinn verði allavega litríkur. Á grímuballinu verða að sjálfsögðu veitt verðlaun fyrir besta búninginn og eru þau ekki af verri endanum. „Sá sem vinnur fær gjafabréf fyrir fjóra á leiksýninguna Tenór- inn og út að borða fyrir hópinn á veitingastaðinn Tjarnarbakkann. Það er því til mikils að vinna,“ segir hún og bætir við að bætt verði við aukaverðlaunum ef margir verða í glæsilegum og framúrskarandi búningum. Hljómsveitin Bardukha leikur fyrir dansi frá klukkan tíu. Sveit- in spilar exótíska tónlist með tangóívafi svo dansfimir lands- menn ættu að geta fundið sig á dansgólfinu. Þegar líða tekur á kvöldið tekur Andrea Jónsdóttir við og mun hún leika stuðtónlist fram eftir nóttu. Miðaverð er 1.500 krónur og er litríkur kokteill innifalinn í því. - mmj MARGRÉT RÓSA EINARSDÓTTIR STAÐARHALDARI Í IÐNÓ Er að gera sig klára fyrir grímuballið. Exótískt grímuball í Iðnó Á KEFLAVÍKURVEGI Tökum á sjónvarpsmyndinni A Girl in the Café lauk á Keflavíkurvegi í gær. GAUI LITLI Guðjón Sigmundsson hefur keyrt stjörnurnar Bill Neigh og Jason Biggs. Lárétt: 1fornar, 6afa, 7na, 8nn, 9akk, 10ske, 12trú, 14hjó, 15in, 16óó, 17 óðs, 18flís. Lóðrétt: 1fang, 2ofn, 3ra, 4ankerið, 5 rak, 9akt, 11kjól, 13únsa, 14hóf, 17ós. 54-55 (42-43) Fólk 18.2.2005 21:11 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.