Tíminn - 09.03.1975, Blaðsíða 2

Tíminn - 09.03.1975, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Sunnudagur. 9. marz 1975 Sunnudagur 9. marz 1975 rh Vat sberinn: (20. jan. - 18. febr) Það getur veriB, að þér finnist einhverjar höml- ur settar á þig i dag, að hvaða leyti er ekki gott að segja. Þú skalt hafa auga með öllum sam- böndum i dag, og þú skalt alls ekki treysta á frjálslyndi annarra. Fiskarnir: (19. febr. - 20. marz) Það er harla óiiklegt, að þú náir settum mörkum i dag, að einu eða neinu leyti, en láttu það samt ekki draga kjark úr þér og þú skalt halda áfram að reyna. Þú gætir hæglega öðlazt þá reynslu I dag, sem komið gæti að gagni. Hrúturinn: (21. marz — 19. april) Það er einhver ákvöröun, sem þú verður aö taka, og þaö er engin ástæöa til að draga það á langinn. Þessi dagur gæti lika oröiö þáttaskila- dagur i sambandi við ástamálin. Og það muntu reyria, að synd ástúö veröur metin við þig. Naútið: (20. april - 20. mai) Tilfinningar þinar eru I nokkurri hættu núna, meðan viss leiðindi ganga yfir. Þér er það fyrir beztu að dylja hugrenningar þinar og stofna ekki áliti þinu i hættu. Þú skalt sinna eldri manneskju eða sjúklingi. Tviburamerkið: (21. mai - 20. júní) Það gerast einhverjir þeir atburöir I dag, sem veröa til þess að auka hugarorku þina og jafnvel kaupsnilli. Þú hefur þetta i hendi þér, en þú skalt gæta þess að vera heiöarlegur, og hjálpa ná- granna I klipu. Krabbinn: (21. júni - 22. júli) Það kann að vera, aö þú sért I einhverri fjár- málalegri pressu, og það er ekki öliklegt, aö þér reynist erfitt að losa þig úr henni. Einhverja fjárfestingu þarftu að losa um, og eyddu ekki peningum að óþörfu núna. Ljónið: (23. júli - 23. ágúst) Það er hætt viö þvi, að skap þitt sé viðkvæmt i dag, og þér hættir lika til þess að ssyna tilfinn- ingar þinar of greinilega. Það gæti verið, að á þig legöist einhver ábyrgð, og þú ættir ekki að neita að takast hana á hendur. Jómfrúin: 23. ágúst - 22. sept.) Það getur vel verið, að þér finnist þú hindraður I dag, og þá sérstaklega meö kvöldinu, en viö þessu er ekkert aö gera. Góðgeröamál gætu hæglega tekið upp huga þinn I dag og þaö er vel. Lán gæti bjargað þér úr klipu. Vogin: (23. sept. - 22. okt.) Það er afskaplega liklegt, að þú gerir þér grein fyrir þvi i dag, hversu mikil gleði fylgir þvi aö eiga vini, og þá jafnframt skyldur um leið. Hitt er annað mál, aö eitthvert óréttlæti kynni að geta ruglað þig I riminu. Sporðdrekinn: (23. okt. - 21. nóv.) Það getur vel veriö, að þér finnist miöa hægt fram á við i vinnunni, en þú skalt huga að þvi, að vera má, að grundvöllurinn hafi ekki veriö nógu traustur fyrir. Þú skalt hafa það hugfast, aö á- byrgð er ábyrgð. Bogmaðurinn: (22. nóv. - 21. des.) Það er ekki óliklegt, að þaö sé einhver þvingun i málunum, og þú skalt ekki beita þér um of. Hug- myndir eða skoðanir annarra kynnu að vekja deilur. Þú skalt hafa það hugfast i dag, aö tillits- semi og forysta fara vel saman. Steingeitin: (22 des. - 19. jan.) Það getur vel verið, að biliö milli útgjalda og fjárhags fari breikkandi, og þú skalt vera viöbú- inn að mæta þvi. Morguninn og fyrri hluta dags- ins skaltu nota til aö njóta fegurðar náttúrunnar eða sköpunarverksins. Tíminn er peningar | Auglýsúf : i Tímanum Jón Sigurðsson og Hrafn Gunnlaugsson ræða um handritið, en ieikararnir, Sigurður Karlsson, Steinunn Jóhanncsdóttir, Róbert Arnfinnsson og Karl Guðmundsson fylgjast meö. Tímamynd: Gunnar. Paradísarmissir Miltons — í útvarpinu um póskana gébé—-Reykjavik — Um páskahá- tiðina tekur útvarpið Paradisar- missi Miltons til flutnings i leik- ritsformi, og verður verkiö flutt i tvennu lagi. Þýöinguna gerði Jón frá Bægisá, en hún var siöast prentuö i Kaupmannahöfn 1828, eða fyrir um það bil 150 árum. Höfundur handrits og leikstjóri, er Hrafn Gunnlaugsson, en alls eru flytjendur Paradisarmissis niu talsins. — Flestir Islendingar lesa um það afrek, sem þýðing Jóns frá Bægisá er, — hins vegar er það hrein undantekning, ef menn sjá svo mikið sem stafkrók af þýðing- unni sjálfri. Flestir virðast hafa heyrt um afrek Jóns, en fáir eða engir þekkja afrekið sjálft, sagði Hrafn Gunnlaugsson á blaða- mannafundi. — Tilgangurinn með að snúa Paradisarmissi i leikrit og flytja hann I útvarpi, er að reyna aö koma fólki aftur i tengsl við eitt sérstæðasta bókmenntaverk, sem þýtt hefur verið á islenzku. Höfundur útvarpshandritsins, Hrafn Gunnlaugsson, hefur unnið að þvi siðast liðin tvö ár. 1 prentuninni frá 1828 er bókin 408 blaðsiöur, þétt settar og smáletraðar. Ef verkið væri lesið 1 heild, tæki það á tiunda tima. Höfundur handritsins hefur þvi bæði stytt og umskrifaö margt i verkinu. i útvarpshandritinu er að finna 2 persónur, sem ekki eru I frumverkinu sjálfu: Skáldið (þ.e. Milton) og sögumann. Skáldið er fulltrúi Miltons, sá sem sér og lýsir sjónarspili er fram fer á himni, I helviti og á Jörð, en sögumaður er eins konar túlkur og tengiliður atburðarrásarinnar. Flytjandi sögumanns er Jón Sigurðsson, sem var einnig innan handar sem Islenzkumaður, en mikið af hugtökum og orðum eru I þýðingu Jóns frá Bægisá, sem fyrnt er orðið. Paradlsarmissir verður fluttur I tveim hlutum, laugardaginn fyrir páska og á páskadag. Auk þess mun Heimir Pálsson flytja erindi um Jón frá Bægisá og þýðingu hans, á skirdag, og á pálmasunnudag flytur Hrafn Gunnlaugsson erindi, sem hann nefnir Skáldið og maðurinn J. Milton. • Flytjendur Paradisarmissis eru: Satan, Róbert Arnfinnsson, Skáldið, Helgi Skúlason, Sögu- maður, Jón Sigurðsson, Belse- búb, Arni Tryggvason, Eva, Herdis Þorvaldsdóttir, Synd, Steinunn Jóhannesdóttir, Messi- as, Sigurður Karslsson, Guð, Karl Guðmundsson, og Adam, Rúrik Haraldsson. Ólafsfirðingar vonast eftir bor fró Orkustofnun: VATNSSKORTUR FARINN AÐ HRJÁ ELZTU HITA- VEITU LANDSINS EINS OG mörgum mun kunnugt er hitaveita ólafsfjarðar ein elzta hitaveita landsins og var ólafs- fjörður fyrsti bærinn, þar sem öll hús voru hituð með jarövarma, sagði Pétur Már Jónsson, bæjar- stjóri á Ólafsfirði, er Timinn ræddi við hann um málefni kaup- staöarins. Nú er hins vegar farið aðbera á alvarlegum vatnsskorti hjá hitaveitunni, og hafa á undan- förnum árum verið boraðar fimm holur I leit að meira af heitu vatni, en ávallt án árangurs. Við vonumst nú eftir að fá bor frá Orkustofnun fljótlega tii dýpkun- ar á holu, sem boruð var á siðasta ári og jarðfræðingar Orkustofn- unar telja mjög llklega til þess að gefa af sér heitt vatn. Fáist bor- inn ekki, veröum við að grípa til annarra ráðstafana til þess aö ráða fram úr vandamálum hita- veitunnar, þvl að það þolir ekki bið. Til dæmis eru hér I smlöum hús, sem ekki hafa ennþá fengið heitt vatn vegna vatnsskorts. Sökum óhagstæðs tlðarfars er einnig hörgull á köldu vatni -'g eru hús I þeim bæjarhluta, sem hærra stendur, vatnslitíi eöa vatnslaus. Togarar okkar ólafsfirðinga hafa aflaö vel aö undanförnu og lönduöu um 330 lestum hér I siö- ustu viku. Sólberg landaði 180 lestum og Ólafur bekkur 150 lest- um, og á fimmtudag var Akur- eyrartogarinn Harðbakur aö landa um 100 lestum. Sakir hins mikla aflamagns var hér i febrúar stöðug og mikil at- vinna i frystihúsunum, og var þannig um mánaöamótin enginn á atvinnuleysisskrá. Aflabrögö minni báta hafa verið léleg allt frá þvi i haust, og er afli þeirra litiö farinn aö glæðast. Alls hefur veriö landað hér frá áramótum 1250 lestum. Afram er unnið að dælingu úr höfninni, og er vonazt til, að verk- inu ljúki innan tveggja mánaða, haldist veður sæmilegt. 1 sumar er ætlunin, að lokið veröi frágangi á viðlegukanti I hinni nýju vestur- höfn okkar. ólafsfiröingar binda miklar vonir við hina nýju höfn, enda er gamla höfnin þröng, og lægi fyrir stærri skip ekki öruggt, þegar veður er óhagstætt. Af öðrum framkvæmdum hér I NEMENDUR Hótel- og veitinga- skóla Islands, þaö eru nemendur I framreiöslu og matreiðslu, standa fyrir sýningu er fram fer I húsnæði skólans I Sjómanna- skólanum. Meginkostnaðurinn við sýninguna er borinn uppi af Sláturfélagi Suöurlands og mun það hafa sinn sýningarstaö I saln- um fyrir sinar afurðir. Sýningin verður opnuð kl. 10.30 sunnudaginn 9. mars og eru allir velkomnir og aðgangur er ókeypis. Tveir salir veröa notaðir fyrir sýninguna, veitingasalurinn og hátiðarsalurinn. Það helsta sem veröur sýnt: Stórir kaldir réttir Heitir réttir Kjötskurður Fiskskurður Kynning á Sænsku köldu borði Borðskreytingar Servíettubrot Logandi réttir Blóma-borðskreytingar Nemendur munu verða til taks til sumar má nefna gerð sjúkraflug- vallar, en fjárveiting til hans er nú 12 milljónir króna, og er von- azt til að komast megi langt með verkið fyrir þá upphæð. Hér er fyrir ein hin lélegasta flugbraut, sem er algjörlega ófullnægjandi, og er vonazt til, að veruleg bót verði að nýju flugbrautinni, eink- um þegar aðrar samgöngur tepp- ast að vetrarlagi, sagði Pétur Már að lokum. þess aö útskýra fyrir gestum og leysa úr spurningum þeirra. Enn- fremur verða sýndar kvikmyndir og ,,slides”-myndir, sem einnig verða útskýrðar. Gestum verður gefinn kostur á að fá sér léttar máltiöir allan daginn, við hóflegu verði, einnig gos og is. Eldhúsið veröur lika opiö fyrir gestum sem hafa áhuga á að kynna sér aðbúnað inn sem nemendur hafa. Tilgangur sýningarinnar er tvi- þættur, bæði aö veita nemendum þjálfun I starfi sinu og þá að kynna fyrir almenningi að nokkru leyti hvað fram fer innan veggja skólans. Það er von kennara og nemenda að sýningargestir hafi bæði gagn og gaman af þvi sem fram fer á sýningunni. URAVIDGERÐIR oi iov.ö i Itjol.i ,ilt;i i‘ióslii postsundra ura. Il ialinar Púlursson t i'smiðui'. Box ll(>. Akureyri. Hótel- og veitingaskólinn: Nemendasýning

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.