Tíminn - 09.03.1975, Blaðsíða 15

Tíminn - 09.03.1975, Blaðsíða 15
Sunnudagur 9. marz 1975 TÍMINN 15 Málverkið er geymt í hvelfingu í kirkju heilags Bartólómeusar í Genúa, bak við sjö dyr, sem aðeins er hægt að opna með sjö lyklum, sem geymdir eru hjá sjö trúnaðarmönnum. tvöfalt gler, svo að allir kirkju- gestir geti virt það fyrir sér. Þá er spurningin, hvaðan það er komið, og hvort hægt sé að ganga úr skugga um, að það sé raunverulega af Jesú? Saga málsins er ekki eins furðuleg og hún virðist. Um þetta málverk gegnir ekki sama máli og um flisarnar úr krossi Krists, sem myndað gætu myndarlegan skóg. Það hefur sem sagt verið þekkt og um það verið ritað af sagnariturum kirkjunnar allt frá árinu 324, þegar Eusebius skrifar um það. Seinna minnist Móses.frá Kóren á það, og segist hafa séð það. Evagrius fullyrðir, að hann hafi séð málverkið árið 545, og margir rómverskir kirkjufeður fullyrða það sama. En staðreyndin er sú, að Móses frá Kóren, sem kom til bæjarins Edessa árið 411, eigum við það raunverulega að þakka, að það skuli vera hægt að segja með svo til fullvissu, að þetta málverk hljóti að vera það upprunalega — ósvikin mynd af Jesú. Það eina, sem i rauninni túlkar þennan mann, sem gæddur var slikum undramætti. . Það er nýunnu rannsóknar- starfi brezka blaðamannsins Con- rad Allen, sem við eigum aö þakka þá vitneskju, að málum skuli vera háttað á þann veg — i raun og veru. Hvort um er að ræða þjóðsögn, eða hvort að baki málverkinu liggur sannleikur, sem i senn er sögulegur og trúar- legur. Eftir margvislegar rannsóknir komst hann að þeirri niðurstöðu, að málverkið myndi vera ósvikið, samkvæmt öllum hugsanlegum sönnunum, sem visindin gátu i té látið. Það var aðeins að einu leyti, sem möguleiki var á, að um vafa- atriði væri að ræða. Það var með tilliti til myndgerðarinnar. Mynd- in var máluð i bisantiskum stil, sem kom ekki fram fyrr en mörg- um öldum siðar. 1 rauninni skiptir þetta etriði ekki svo ýkja miklu máli, þvi að bisantiski stillinn getur hafa orðið til á þann hátt, að aðrir hafi reynt að eftirlikja myndina. Þetta er nokkuð, sem listfræðingar þekkja mætavel. Stjarnfræðingar tímasetja Betlehemsstjörnuna Frásögnin af málverkinu og uppruna þess er ekki siður spenn- andi en sakamálasaga, og frétt- næm að mörgu leyti. Svo frétt- næm, að i vissu tilliti hefur mönn- um sézt yfir augljósar staðreynd- irandspænis raunverulegri mynd af Jesú, og blátt áfram gleymt að veita eftirtekt öðrum athyglis- verðum niðurstöðum. Við skulum hverfa aftur i tim- ann til þess dags, er myndin varð til. Það er með nokkurri vissu hægt að slá þessu föstu, þvi að það er vitað, að listamaðurinn og stjórnmálamaðurinn Anan var samvistum við Jesú á timabilinu marz—april árið 29, skömmu fyrir krossfestingu Jesú og dauða. Þetta siðastnefnda getum við þakkað málverkinu óbeinlin- is, að unnt er að staðfesta. Með þessu komum við að fleiri staðreyndum, sem ekki var unnt að slá föstu, hvað ártal snertir: 1 fyrsta lagi liggur það ljóst fyrir, að Jesús deyr árið 29 og er þá 36 ára gamall. Þessa stað- reynd má finna með útreikning- um frá frásögnum Nýja testa- mentisins um Betlehemsstjörn- una við fæðingu hans. Stjörnu- fræðingar vorra tima eru búnir að finna stjörnuna og gang hennar og mun hún hafa birzt 6 árum áð- ur en timatal okkar hefst. Við finnum lika i fyrsta skipti i trúarbragðasögunni orð, sem i raun og veru hafa gengið af munni Jesú. Það er að segja setn- ingar, sem hann hefur sagt i raun og veru. Allt annað, sem i Bibli- unni stendur, eru upprifjanir löngu eftir andlát hans. Orð, sem hafa gengið mann frá manni, áð- ur en samvizkusamir guðspjalla- menn fara að safna þeim saman. Þau geta svo hæglega hafa brenglazt i meðförunum. Nú fá- um við i fyrsta skipti að vita i raun og veru, hvað Jesús sagði. Hversu furðulegt, sem það kann að virðast, hefur þetta atriði hvergi verið undirstrikað, einmitt vegna þess að i hrifningunni hefur mönnum sézt yfir þetta atriði, sem alls ekki er svo smávægilegt, og við komum siðar að. Handritafundur fyrir einbera tilviljun Fyrst og fremst skulum viö at- huga, hvernig hægt er aö fylgja atburðarásinni svo til skref fyrir skref tvö þúsund árum eftir að málverkið varð til. Það er þvi að þakka, að fyrr á tímum voru viða uppi framsýnir og hugsunarsamir höfðingjar, sem létu skrifa niður og skrásetja hvaðeina. Einn þessara manna var Abgar konungur i Edessa i Armeniu. Frásögn hans af Jesú og Anan er skráð af skrifaranum Labubna — og var árum sáman varðveitt i bæjarspjaldskrá Edessa. Til þessa bæjar kom Móses frá Kóren árið 411, en hann hafði á- huga á sögu Jesú. 1 spjaldskránni gróf hann upp handrit Labubna, og afritaði það. Að likindum sá hann einnig myndina af Jesú, þvi að hann fullyrti, að hún hefði þá enn verið i Edessa. Hann náði sem sagt þetta lengra i athugun- um sinum en Esebiu hálfri öld áð- Þánnig túlkar nútimamaðurinn Jesúm i myndinni Jesús Kristur Dýrl- ingur. ur, þvi að hann gat aðeins fullyrt, að slik mynd væri til. Og nú gerðist það furðulega, að þögn verður um málið, og það liða kringum 1400 ár, þangað til mynd og handrit ber aftur á góma. Það var fyrir hreina tilviljun. Kringum 1850 eignaðist British Museum nokkur handrit frá klaustri, sem stóð á Nilarbökk- um. Þessi handrit áttu að standa i einhverju sambandi við Jesúm, að þvi er klausturlýsingar héldu fram. Það var ljóst, að menn gerðu sér ekki grein fyrir, hvers eðlis þessi handrit voru. Það liðu 20 ár unz hægt var að þýða letrið. Og þá uppgötvuðu menn, að þarna var komið afrit af frásögn- um Labubnas, sem skrifað hafði verið árið 411! Sem sagt, starf Móses frá Kóren. Nú fengu trúarbragðakönnuðir nóg að starfa. Skyldi það vera, að einhvers staðar i heiminum væri að finna eitthvað svipað efni, sem sézt hafði yfir? Heppnin var með visindamönn- unum. Bibliotheque Nationale I Paris fann gamált afrit frá 12. öld. Af formála mátti ráða, að frásögnin væri þýdd úr ar- mensku. Seinna fannst svipað af- rit i St. Pétursborg, sem nú heitir Leningrad. Konungur sendir eftir krafta- verkamanninum Skyndilega höfðu visindamenn- irnir I höndum þrjú handrit, sem hægt var að bera saman. Það heppnaðist — og til allrar ham- ingju stóð allt heima. A þeim tima sem liðinn var, höfðu handritin orðið fyrir skemmdum og hnjaski, en það, sem vantaði i eitt, var að finna i öðru og þvi þriðja. Loks var búið að koma saman nákvæmri samsetningu af þvi, sem Móses frá Kóran hafði afritað — og þar með orðréttri frásögn Labubna. Frásögn þessi fjallaði um það, hvernig þeir hitt- ust, Anan og Jesús. Skjal, sem var sett i skjalasafnið árið 29, skömmu eftir dauða Jesú! Hand- rit, sem að likindum er miklu verðmætara en hellahandritin, sem fundizt hafa á vorum timum! Við skulum bregða upp mynd af einfaldri frásögn Labubna, sem sett er upp án orðagjálfurs skáldsins. Hér er aðeins verið að segja frá staðreyndum án til- rauna til að lifga upp á frásögnina eða atburðarásina. Agbar konungur I Edessa send- ir nefnd af stað til þess að semja við rómverska landstjórann i Sýrlandi, Fönikiu, Palestinu og Mesópótamiu. A heimleiðinni koma þeir við i Jerúsalem, þar sem þeim er sagt frá Jesú og starfi hans. Hvernig hann vekur upp dauða, læknar sjúka, mettar fólk og fremur önnur kraftaverk. Sendinefndin kemst einnig að raun um fleira: Einmitt það, að ætlunin sé að fangelsa Jesúm og ákæra hann fyrir þjóðhættulega starfsemi. Um allt þetta fær Abgar konúngur vitneskju frá ritara sin- um, Anan, sem er trúnaðarvinur hans og formaður sendinefndar- innar. Hann leggur við eyrun og fær áhuga á þessum Jesú. Hann skrifar honum umsvifalaust bréf — þar sem hann gengur út frá þvi, að Jesús hafi verið læs, sem er hæpið — að minnsta kosti hefur hann alls ekki getað skrifað eða talað armensku. Jesús svarar konunginum Anan er nú sendur aftur til Jerúsalem, ef ske kynni að hann gæti talaö þennan stórkostlega mann á það að ferðast til Edessa og lækna konunginn af húðsjúk- dómi. Ennfremur lofar konung- urinn þvi að vernda Jesúm gegn yfírvofanúi handtöku, og veita honum frjálsar hendur til að út- breiða kenningar sinar hjá hon- um. Þetta bréf er harla eftirtektar- vert. I bréfinu er Jesús varaður við yfirvofandi hættu. Hann er varaður við og honum er jafn- framt boðinn griðastaður. Af frásögn Labubna vitum við, að Anan hitti Jesú I marz—april árið 29 að okkar timatali, og þar með höfum við fengið sönnun þess, á hvaða ári Jesús var krossfestur, þvi að Rómverjarnir hafa naum- ast látið langan tima liða frá þvi að áform þeirra urðu til þangað til þeir framkvæmdu þau. Þess vegna má slá þvi föstu, að Jesús hafi látið lifið árið 29. Og þá er komið að þvi, sem að okkar áliti er hvað sögulegast, en það er svarið, er Jesús veitir An- an. Þetta er i fyrsta — og áreiðan- lega siðasta — skipti, sem við höf- um möguleika á að sjá orð Jesús, eins og hann sagði þau i raun og veru. Samvizkusamlega hefur Anan skráð hvert einasta orð til þess að flytja konungi sinum. Samkvæmt þvi, er Anán segir, var svarið þetta: — Far þú og seg herra þínum, sem sendi þig til min: Lofaður sé hann, sem trúir án þess að hafa séð mig, þvi að þetta er um mig ritað: Þeir, sem sjá mig, munu ekki trúa mér, og þeir, sem ekki sjá mig, munu trúa. Varðandi það, er þú skrifaðir um það, að ég ætti að koma, og hvers vegna ég sé sendur i þennan heim, þá er allt fyrirfram ákveðið. Að þvi loknu mun ég snúa aftur til föður mins, sem sendi mig, og þegar ég held af stað til föður mins, mun ég senda þér einn lærisveina minna, til þess að hann geti læknað þig og allt þitt fólk, og þá getur hann leitt þig til eilifs lifs. Megi bær þinn blessast og komast hjá þvi, Júdas svikur Jesúm — svipmynd frá helgileikjunum I Obergammerau

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.