Tíminn - 09.03.1975, Blaðsíða 5

Tíminn - 09.03.1975, Blaðsíða 5
Sunnudagur 9. marz 1975 TÍMINN 5 Trén eru góðir veðurfræðingar Miklar breytingar hafa átt sér staö á veöurfari heimsins. Þess- ar breytingar eru margvisleg- ar, en koma oft ekki fram milli ára, heldur á mun lengri tima. Þaö vill svo til, að tré eru ein- hver beztu sönnunargögnin, hvaö við kemur þessum breytingum á veðráttunni. Veö- urfarssöguna má lesa i árhring- um trjánna. Þvi betra, sem veöriö er, þeim mun breiðari veröa árhringirnir. í Sovétrikj- unum hafa menn notfært sér þessa staðreynd við söfnun gagna um veöurfar fyrri ára. Tekin hafa verið sýnishorn af trjám viös vegar um Sovétrikin, og árvöxtur þeirra hefur siöan veriö borinn saman. Arhringirnar hafa verið mældir svo nákvæmlega, að ekki skeik- ar einum hundraðasta úr milli- metra. Kort voru gerð yfir vöxt trjáa, frá mismunandi timabili, sem allt i allt náði yfir eitt þús- und ár. Margar övæntar niður- stöður komu fram i dagsins ljós, og nú er hægt að notfæra sér þessa þekkingu til þess meira að segja, að segja fyrir um veðráttu i framtiðinni. Hér á myndinni er verið að mæla ár- hringi i trjábol. Hin myndin sýnir svo sovézka visindamenn með kort, sem þeir hafa gert yfir veðurfar liðinna ára, og er kortageröin byggð á þeim upp- lýsingum, sem þeir hafa fengið frá vexti trjánna. Fyrst var hún annar stýri- maður á finnskum báti, en siöan sótti hún um slikt starf á suður- Er hægtað kalla þetta frið? mynd um að þeir væru að ráða konu i þessa ábyrgðarstöðu. En skipstjórinn beitti sér fyrir þvi, að ráðningunni var ekki riftaö. A þessu skipi var hún eitt ár, og nú er hún sem sagt eina konan, sem gegnir stýrimannsstarfi á I spurningadálki frá lesendum i bandarisku blaði sáum viö þessa fyrirspurn: Arið 1973 fékk Henry Kissinger friðarverölaun Nóbels fyrir þaö ár vegna þess að honum var þakkaður friður og friðarsamningarnir i Viet- nam._- Hversu margir létust i Vietnám i striðsaðgerðura þar i landi áriö 1974? Sváriö var stutt og laggott: Um þaö bil 75.000 i Noröur- og Suður-Vietnam samanlagt. Rétt snotur stýrimaður Norömenn eiga mikinn kaup- skipaflota, en eina konan, sem þar gegnir stýrimannsstörfum, er raunar finnsk. Hún heítir Arja Tytti Marjatta Rauramo. Það var árið 1972, að hún gerðist stýrimaður á skipi frá Osló. Arja Rauramo ætlaöi upphaf- lega að nema lögfræði en eftir tvö ár við slikt nám, réöi hún sig á finnskan bát. Að loknum tilsettum siglingatima fór hún i sjómannaskóla og lauk stýri- mannsprófi. amerisku skipi og hreppti það. En þá kom heldur betur bobb i bátinn, er hún kom sjálf á vett- vang til þess að taka viö stöð- unni. Menn á skrifstofu skipa- Christina Onassis, ein ríkasta kona heims Ekki virðist Christina Onassis vera hamingjusöm eftir svip hennar á þessari mynd að dæma. Hún veit ekki aura sinna tal, eins og sagt er, en þó er altalaö að hún sé afar óhamingjusöjn kona. A siðastl. sumri var hun flutt nær dauða en lifi á sjúkrahús i London eftir sjálfsmorðstilraun. Fjölskyldu- lif i kringum þessa ungu konu hefur alla tið verið eins og griskur harmleikur. Hann hófst I Grikklandi upp úr seinni heimsstyrjöldinni. Þá voru tvær fagrar dætur Stavros Livanos, grisks skipaeiganda, frægustu kvenkostir I Grikklandi, þær Tina og Eugenie Livanos. Tveir upprennandi skipakóngar, þeir Onassis og Niarchos, vildu báðir kvænast Tinu, en Onassis vann og þau Tina giftust og eignuðust tvö börn, en Niarchos fékk hina systurina, Eugenie (og nokkur skip frá tengdapabba) Börn Tinu og Onassis voru Christina, sem hér sést á myndinni sam- kvæmisklædd en döpur, og son- urinn Alexander, en hann fórst I flugslysi I fyrra. Tina og Onassis voru gift I 15 ár, en þá skildi hún við hann vegna sam- bands hans við Mariu Callas óperusöngkonu. Við skilnaöinn viídi Tina ekki neina peninga frá manni sfnum — sagöist eiga meir en nóg fyrir sig að leggja, en Onassis setti þá 150 milljónir dollara I sjóð fyrir börnin þeirra. Þennan sjóð á nú Christina ein, þar sem bróðir hennar er dáinn. Af hjónabandi Niarchosar og hinnar systur- innar gengu ýmsar sögur, en þau voru gift, þar til Eugenie dó árið 1970 á eyju þeirra Spetsapoula, og var rannsókn gerð vegna dauðs- fallsins, sem þótti eitthvaö dularfullt. Þegar Niarchos var nú orðinn ekkjumaður og æsku- vinkona hans Tina var á lausum kili, þá giftu þau sig stuttu seinna, en Niarchos missti hana einnig, þvi að hún dó siðastl. sumar. Tina átti stórkostleg auöæfi, sem eiga nú að skiptast milli eiginmanns hennar Niarcosar, sem ku syrgja hana mjög.ogdótturhennar af fyrra hjónabaftdi, Christinu, svo að auður he'nnar er orðinn óskaplegur. Hún þykir gott gjaf- orð, en talin er hún tortryggin er nagir menn vilja vingast við bana, en venandi á hún eftir að hitta ungan mann.sem ekki aö- eins elskar peninga, heldur fyrst og fremst hana sjálfa, svo að hún fái glaðlegri svip og verði ánægðari með lifið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.