Tíminn - 09.03.1975, Blaðsíða 21

Tíminn - 09.03.1975, Blaðsíða 21
Sunnudagur 9. marz 1975 TÍMINN 21 laflokkur Hvað gera þau í tómstundunum? Greinaflokkur Hvað gera þau í tómstundunum? JSTU STUNDIRNAR ERU OG ÓUNDIRBÚNU — Mér þykja innanhúss verk skemmtileg, en þaö held ég að stafi fyrst og fremst af þvi, að ég þarf ekki alltaf að vera á kafi i þeim. Það koma timabil, þegar mér þykir óskaplega gaman að búa til mat, en svo koma aftur aðrir timar, þegar ég vil helzt ekki þurfa að hugsa til þess, hvað þá að framkvæma það. En ég er svo heppin að eiga góðan mann,sem þá tekur við og býr til matinn. Við vinnum sama starfið utan heimilis, og við hjálpumst lika að við það, sem þarf að gera hér heima. Það er ekkert frekar einkamál mitt en hans hvernig heimilið litur út. — Margar konur hafa mjög gaman af hannyrðum. Þú hefur liklega ekki margar stundir til þess að hugsa um slíka hluti? — Jú, þær stundir eru einmitt ótrúlega margar. Marga daga eru svo sem niutiu hundraðshlut- ar áf starfi leikarans bið, — bið eftir þvi að að honum komi. — Situr þú þá og prjónar? — Nei, ég prjóna ekki, og til þess liggja sérstakar ástæður. Einn þátturinn i tækni leikarans er að vera „afslappaður” um axl- ir og háls til þess að raddbeitingin hindrist ekki. Mér hættir til þess að verða stif i öxlunum þegar ég prjóna, og þess vegna geri ég það ekki, en aftur á móti veldur út- saumur mér ekki neinum óþæg- indum, heldur aðeins róar hug- ann. Að undanförnu hef ég verið að sauma út stórt teppi, og er nú reyndar búin að vera með það á milli handanna i full tvö ár. Sam- starfsfólk mitt er farið að hafa orð á þvi við mig, að þegar þau komi til að heimsækja mig á Hrafnistu, muni ég enn verða með teppið það arna á milli hand- anna. Þetta er riddarateppið, sem gestir Þjóðminjasafnsins munu kannast mætavel við. Það er búið að veita mér ómælda ánægju að hafa þetta á milli handanna, og satt að segja skiptir það mig ekki neinu máli hvort ég lýk verkinu einu misseri fyrr eða siðar. Gildi verksins er fólgið i allt öðru. — Iiefur þér reynzt nauðsyn- legt að eiga eitthvað að flýja til, utan starfsins, þótt leikarar eigi vafalaust kost á meiri tilbreytingu en margar aðrar stéttir? — Já, alveg bráðnauðsynlegt, og ég held að tilbreyting sé öllum nauðsynl., hvaða störf sem menn stunda. Ég held, að það sem mest á riður sé að eiga vini utan þess sviðs, þar sem maður vinnur flest sin daglegu störf. Þannig fást þau utanaðkomapdi áhrif og sú lifs- fvlling, sem enginn getur i raun- inni án verið, hvort sem hann fæst við leiklist eða eitthvað annað. Sannleikur, sem ég hef ekki neinn einkarétt á — Ég held mig muna, að trúmál og siðferðishugmyndir beri á góma i þinu fyrsta leikriti. Mér er alveg sama, þótt einhver sé að hlæja að mér? —■ Já, þetta er rétt munað. Og meira en það: Þarna er einmitt að finna ástæðuna til þess að ég skrifaði þetta leikrit. Mér hafði aldrei dottið i hug að ég væri neinn rithöfundur, og ég held það ekki enn. Hins vegar finnst mér ég búa yfir sannleika, sem ég-eigi ekki neinn einkarétt á sjálf, held- ur beri mér að veita öðrum hlut- deild i honum með mér. Þegar Leikfélagið bað mig forðum að stýra barnaleikriti fyrir skóla, þá var þetta i raun- inni hið eina, sem mér fannst ég þurfa að segja börnunum. Ég er meira að segja ekki öldungis viss um að ég hafi skrifað þetta litla verk að öllu'leyti sjálf. Ég held, að ég hafi getað gert þetta vegna þess, að ég leitaði þess með bæn, að mér mætti auðnast að koma þessum sannleika til skila. — Auk þess kom mér svo lika þekking min sem leikara að verulegu haldi. Ég held að ég viti nokkurn veginn, hvernig leikrit á að vera gert til þess að gott sé að leika það, og svo vissi ég lika, fyrir hvers konar áhorfendur ég var að skrifa. — Er það ekki rétt, sem ég held að hafi einhvers staðar komið fram, að þú verjir alltaf einhverri stund á hverjum degi til þagnar og bænar, annað hvort eða hvort tveggja? — Jú, það er rétt. Þetta er að visu ekki langur timi, svona um það bil tiu minútur i senn. En þótt tlminn sé nú ekki lengri en þetta, þá reynist oft ótrúlega erfitt að finna svo langa næðisstund. Fólk, sem kynni að vilja reyna þetta, ætti að athuga það i tima, að mað- ur getur þurft á öllum sinum viljastyrk að haida til þess að eiga þessar tiu minútur fyrir sjálfan sig. — Gerir þú þetta ailtaf á sömu stundu dagsins? — Nei, nei, enda væri það áreiðanlega ekki hægt. Það er al- veg ótrúiegt, hve margt getur komið i veg fyrir að maður geti átt þessa litlu stund út af fyrir sig. — Til hvers ert þú þá að leggja þetta á þig? — Einfaldlega fyrir sjálfa mig. Liklega eru þessar tiu minútur mesta eigingirni i heimi. Ég geri þetta ekki fyrir neinn nema mig, og allra sizt fyrir guð. Ég geri þetta af þvi að ég get ekki án þess verið. Vinátta er hverjum manni ómissandi — Hvað heldur þú að sé þér mest virðiaf þvisem þú hefur um hönd í tómstundum þinum, og hvað myndir þú sizt vilja missa? — Það, sem ég myndi sizt vilja missa, eru þessar tiu minútur, á dag sem ég á með sjálfri mér og guði minum. Með þvi er þó ekki allt sagt. Þeir, sem vilja eiga slika stund, ættu að gæta þess, að þeir þurfa lika að eignast vin eða vini, sem þeir geta deilt þessari trú með. Vini, sem þeir geta hringt til, hvenær sem þeir vilja, til þess að tala um reynslu sina . við þá. Sú reynsla kann að virðast litilfjörleg og einskis virði fyrir þá, sem ekki trúa, en fyrir trúaða er hún ómetanleg og uppörvandi. Þetta samband við aðra mann- eskju, sem trúir þvi sama og þú, er i sjálfu sér engu siður nauðsyn- iegten samband þitt i einrúmi við guð þinn. — VS. aflokkur Hvað gera þau í tómstundunum? Greinaflokkur Hvað gera þau í tómstundunum?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.