Tíminn - 09.03.1975, Blaðsíða 6

Tíminn - 09.03.1975, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Sunnudagur 9. marz 1975 Hólshús I Eyjafirði 1890 Ingólfur Davíðsson: Byggt og búið í gamla daga lxiv „Forna Kristnes, gamla Grund gróin lofi hverja stund”. Svo kvað Matthias Jochumsson. Grund hefur öldum saman verið höfuðból. Litum á mynd frá aldamótunum siðustu — eða um það bil. Gamla timburkirkjan sést t.v. (gafl og bakhlið). Haf- izt var handa árið 1842 og kirkj- an byggð. Var hún 16x8 3/8 álnir og hæð frá gólfi að bitum 3 3/8 álnir og þaðan til mænis 4 og 7/8 álnir. Kostaði kirkjan uppkomin rúmlega 1121 rikisdal. Kirkjuna Grundarbillinn 1907 smiðaði Ólafur Briem á Grund. Hún mun hafa verið tekin niður um eða eftir 1906, er Magnús Sigurösson hafði reist nýja, veg- lega kirkju á Grund. Reisulegt er ibúðarhúsið fyrir miðju á myndinni, byggt 1890. En hvaða hús sést yzt til hægri? Grundar- billinn kom til Akureyrar i nóvember 1907, að ýmsu leyti ósamsettur. Ungur maður, Jón Sigurðsson frá Hellulandi i Skagafirði, er numið hafði vél- fræði I Þýzkalandi var ráðinn til að setja bilinn saman — og hafði lika séð um innkaup á honum, en eigandinn var Magnús á Grund. 10. desember 1907 ók Jón bilnum fyrstu ferðina fram að Grund. Þetta var fyrsti billinn sem kom til Norðurlands. Skammt frá Grund er Hóls- hús.Þar stóð gerðarlegur fjög- urra bursta bær þegar myndin var tekin 1890. Peningshús úr klömbrum og grjóti til beggja hliða að sjá. Lágreistari virðast húsakynn- in hafa verið að Naustum við Akureyri um aldamótin og túnið Naust við Akureyri um 1900 Egilsstaðir i Fljótsdal 1899 Gamla Grundarkirkja t.v., byggð 1842 æði stórþýft. Nú eru fjögur býli að Naustum, búrekstur á þrem- ur þeirra og mikil ræktun. Húsin flest úr steinsteypu. Tilrauna- fjós var byggt úr leirsteypu 1929 og reynist allvel. 1738-1744 bjuggu að Naustum og þvi næst nokkur ár á Kjarna við Akur- eyri, Hallgrimur Jónsson, ey- firzkrar ættar, og kona hans skagfirzk Halldóra Þorláksdótt- ir. Urðu þau kynsæl mjög. T.d. eru útaf þeim komnir sira Gunn- ar á Upsum, Þorlákur i Skriðu, Kjærnestedarnir, Tryggvi Gunnarsson, Hannes Hafstein og ýmsir fleiri nafnkenndir menn. Forfaðirinn Hallgrimur var listfengur mjög, smiður og tréskurðarmaður ágætur og all- góður málari. Hefur löngum verið smiðsnáttúra og listfengi i ættinni. Myndin af Egilsstöðum i Fljótsdal 1899 er ljósmynd eftir teikningu, sem fannst i mynda- safni Hallgrims Einarssonar ljósmyndara á Akureyri. Þarna er tvilyft torfbaðstofa, skemma og eldhús. Garður framundan bænum. Byggingarlagið tals- vert annað en i Hólshúsum. Myndirnar eru úr Minjasafni Akureyrar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.