Tíminn - 09.03.1975, Blaðsíða 1

Tíminn - 09.03.1975, Blaðsíða 1
vélarhitarinn í frosti og kulda HF HÖRÐUR GUNNARSSON SKULATUNI 6 — SÍMI (91119460 ÆNGIRf Aætlunarstaðir: Blönduós — Sigluf jörður Búðardalur — Reykhólar Flateyri — Bíldudalur Gjögur — Hólmavík ' Hvammstangi — Stykkis- hólmur — Rif Sjúkra- og leiguflug um allt land Símar: 2-60-60 & 2-60-66 t2 Á annað hundrað fslendinga á bið- lista hjá danska „náttúrulækninum" væntanlegur hingað i vor? gébé Reykjavík — Danski ,,nátt- úrulæknirinn” Aksel G. Jensen er væntanlegur hingað til iands i vor. Þetta er í annað sinn sem hann leggur leið sína hingað, en i fyrra skiptið tók hann tiu islenzka sjúklinga til meðhöndlunar. í þetta sinn mun hann dveljast hér lengur en áður og hefur ákveðið að taka áttatiu sjúklinga til með- höndlunar. Nú þegar hafa hátt á annað hundrað manns óskað eftir meðhöndlun, svo að auðséð er, að færri munu komast að en vilja, þótt aðferðir „náttúrulæknisins” komi mörgum kynduglega fyrir sjónir. Jörgen Sölvason, innflytjandi og kona hans, Jakobina Helga- dóttir, hafa verið önnum kafin við að svara upphringingum fólks, vlðsvegar að af landinu, sem spurzt hefur fyrir um danska „náttúrulækninn” og viljað kom- ast að hjá honum og sifellt bætast fleiri á biðlistann. Timinn sneri sér til Jörgens og spurði hann um Aksel G. Jensen og hvers vegna fólk hefði svona mikinn áhuga á lækningaaðferðum hans. — Við hjónin lásum fyrst um Aksel G. Jensen I dönsku blaði, sagði Jörgen. — Konan min hafði lengi þjáðst af migrene og við ákváðum að fara til hans og reyna að fá lækningu, sem tókst vonum framar. Jakobina var fyrsti Islendingurinn, sem fékk meðhöndlun hjá Jensen. Á siðasta ári kom út bók i Dan- mörku um Aksel G. Jensen, og lýsir hún vel lækningaaðferðum hans og tildrögum þess að hann hóf náttúrulækningar, sagði Jör- gen. Það var i október 1973, sem Jensen opnaði stofu i Odense, en þá hafði hann stundað lækningar um nokkurt skeið. Orðstir hans barst fljótlega til annarra Norðurlanda, og fóru miklar sög- ur af þvi, hversu skjótan og góðan bata sjúklingar hans höfðu feng- ið, við sjúkdómum, sem læknar höfðu gefizt upp við að lækna eða kunnu engin ráð við. Brátt hafði Jensen svo mikið að gera við 'lækningarnar, að hann varð að hætta rekstri teppaverzlunar sinnar og snúa sér eingöngu að náttúrulækningum. Aðferðir Aksels G. Jensens við lækningar koma ýmsum spánskt fyrir sjónir, en árangurinn er að sögn ótrúlega mikill, og fjöldi sjúklinga telur sig standa I mikilli þakkarskuld við hann. Hann not- ar t.d. ýmsar jurtir til lækning- anna, þar á meðal ýmsar teg- undir af jurtatei, sem eru við nær öllum sjúkdómum, sem fyrirfinn- ast. Jörgen Sölvason hefur um- Framhald á 22. siðu. „Náttúrulæknirinn” Aksel G. Jensen. Jörgen Sölvason Fjdrveiting hefur ekki fengizt til stuðnings við byggð d Hólsfjöllum: EKKERT BYGGT OG RÆKT- AÐ SÍÐAN FYRIR STRÍD I DAG Guðrún Ásmunds- dóttir leikkona : .. rleimilisdýrin okkar I DAG Skrautfiskar — síðari hluti — og endurbyggja þarf flest öll húsin d tiltölulega fdum drum, segir Árni Jónsson landndmsstjóri Gsal-Reykjavik —, Landnám rikisins hefur að undanförnu i samráði við Framkvæmdastofn- unina og búendur á Hólsfjöllum unnið að áætlanagerð um byggð- ina i Fjallahreppi, og hvernig hægt verði að viðhalda henni. tbúar Fjallahrepps eru 26 á fjór- um bæjum, og i Möðrudal og Viði- dal eru aðeins fimm ibúar. Flestum, ef ekki öllum, virðist vera ljóst, að nauðsyn ber til að tryggja áframhaldandi búsetu á þessu svæði, og hafa ýmis rök verið nefnd i þvi sambandi, s.s. öryggi fyrir ferðamenn og hinir miklu erfiðleikar, sem myndu skapast fyrir nágrannasveitirnar vegna afrétta er umlykja Fjalla- byggðina, ef búskapur og byggð legðist af á Fjöllunum. A búnaðarþingi 1974 voru þessi mál til umræðu, og þar var sam- þykkt með 25 samhljóða atkvæð- um, að Landnám rikisins hlutað- ist til um það, að treyst yrði til frambúðar byggð á Hólsfjöllum, ásamt Möðrudal og Viðidal. Var gert ráð fyrir, að likur væru á, að fjárveiting til stuðnings þessu byggðarlagi myndi verða á fjár- lögum fyrir árið 1975, — en engin slik fjárveiting fékkst. Að sögn Arna Jónssonar land- námsstjóra fækkaði ibúum ekkert á s.l. ári, og einn ungur maður hóf byggingu ibúðarhúss i Grims- tungu, og var það hús orðið fok- helt s.l. haust. Sagði Arni, og það hefði verið gert i þeirri trú, að eitthvað yrði stutt við bakið á þeim, sem vildu búa á Fjöllunum, a.m.k. með hagstæðum lánum og einhverjum óafturkræfum fram- lögum. Við inntum Árna eftir þvi, hvort eitthvað af ungu fólki hefði hug á að hefja búskap á Fjöllunum i næstu framtíð. — Já, þrir ungir menn voru ákveðnir i þvi að byggja og hefja búskap i þessari byggð. Einn þeirra hóf byggingu ibúðarhúss I Grimstungu, annar ætlaði að hefja byggingarframkvæmdir i ár, og sá þriðji siðar á þessum áratug. Þetta voru hugmyndirn- ar, en þær gætu hafa breytzt núna, þvi að þessir menn voru bjartsýnir á, að einhver fyrir- greiðsla myndi nást fram I ár. En eins og málum er nú háttað, verð- ur ekkert framlag til stuðnings byggðinni fyrr en á næsta ári. Einnig hafa verið uppi áform um það hjá ungu fólki að flytjast i Möðrudal, — þannig að leit vel út með að koma þarna á kynslóða- skiptum,en fólkið, sem býr þarna núna, er margt orðið aldrað. Að sögn Árna er markmiðið með Hólsfjallaáætluninni að gera I fyrsta lagi úttekt á núverandi á- standi byggðarinnar, með það i huga, að hægt verði að styðja við bakið á þeim, sem þarna eru núna og virðast vilja vera þarna áfram. Aðalmarkmiðið væri þvi að fá f jármagn og fyrirgreiðslu til að viðhalda þeirri byggð, sem þar er nú. A s.l. hausti voru lagðar fram tillögur i þessum efnum, sem að mestu voru byggðar á fundargerð frá Kópaskeri, en þar var fundur haldinn um þetta mál. I þeim til- lögum komu fram megin- stjórnarmið og óskir heima- manna, svo og ábendingar um það, hvernig hægt væri að treysta búsetu á Fjöllunum. Að sögn Arna var borin fram þingsályktunartillaga i fyrra, um að rikisstjórninni yrði heimilað að treysta búsetuna með fjárveit- ingu. — Rikisstjórnin hefur þvi miður ekki treyst sér til að leggja neitt af mörkum sagði hann. — Við erum að vinna að itarlegri framkvæmdaáætlun, og við höf- um bæði fengið óskir og bending- ar frá þeim búendum, sem þarna eru núna, um byggingar, ræktun og annað, sem tilheyrir búsetu. Við höfum, út frá framkvæmda- áætluninni, ákveðið að leggja fyrir stjórnvöld ákveðnar tillögur i þessum efnum i næsta mánuði, — i trausti þess, að hægt verði að fá stjörnvöld til að fallast á ein- hverjar tillögur til stuðnings, sem treyst gætu búsetuna. — Hverjar eru þær tillögur helztar? — Það kemur fram i þessari Framhald á 22. siðu. Hvassafellsstrandið: Allir farnir fró borði Gsal-Reykjavik. Atta manns voru um borð IHvassafellinu á strandstað I fyrrinótt, en I gærmorgun tók Jón Kristins- son skipstjóri þá ákvörðun, að yfirgefa skipið og fara I land. Björgunarsveit SVFI á Húsa- vik tóku skipverja i land inilli kl. 9 og 10 I gærmorgun og gekk björgunarstarfið vel. Nokkru siðar hélt Svanur ÞH-100 af stað frá Flatey skipverja og björgunar- sveitarmenn. Svipað verður hefur verið á þessum slóðum allt frá þvi Hvassafellið strandaði aðfaranótt föstudags. Átta til nfu vindstig af norð-austri, gaddur og mikill sjór. I fyrrinótt jókst sjór til muna i forlestinni og snerist skipið litilsháttar á strand- staðnum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.