Tíminn - 09.03.1975, Blaðsíða 26

Tíminn - 09.03.1975, Blaðsíða 26
26 TÍMINN Sunnudagur. 9. marz 1975 WILLIE MORGAN.... Njósn- arar Burnley fundu hann I skólaknattspyrnu I Skotlandi. GEOFF NUTLY...... kom til Burnley beint úr skóia. MARTIN DOBSON..... Burn- ley fékk hann gefins frá Bolton, þar sem hann var leystur undan atvinnu- mennsku. Þeir kostuðu Burnley ekkert ★ Burnley er þekkt fyrir að draga fram í sviðsljósið unga og efnilega leikmenn og lóta þó blómstra ★ Þessir leikmenn staldra venjulega ekki lengi við hjó félaginu Burnley-liðiö hefur komið skemmtilega á óvart undan- farið/ — fyrstíágúst/ þegar félagíð seldi fyrirliða sinn/ MARTIN DOBSON/ til Everton. Það var þá metsala — 300 þús. sterlingspund. Þetta kom eins og þruma úr heiðskíru lofti, og eftir á var ekki reiknað með því, að Burnley næði góöum árangri. En raunin varð önnur, — nú er Burnley-liðið með i baráttunni um Englands- meistaratitilinn, aðeins stigi á eftir Everton-liðinu, sem keypti Dobson. Athyglisverðast við sölu Dobsons er það, að hann kostaði Burnley hreint ekki neitt, þvi að félagið fékk hann hreinlega gefins frá Boltomsem leysti hann undan atvinnumennsku í ágúst 1967, þá aðeins 18 ára gamlan. Þetta voru ekki fyrstu mistök Bolton, því að fáum árum áður hafði Alan Ball, fyrirliði Arsenal, verið leystur undan atvinnumennsku hjá félaginu. Burnley-liðið er frægt fyrir að finna unga leikmenn, en ekki að kaupa þá. Félagið hefur „njósna- net” i skólum alls staðar á Bret- landseyjum, þar sem útsendarar frá félaginu, sem oft eru kallaðir njósnarar, koma auga á unga og efnilega leikmenn og bjóða þeim að koma til Burnley, sem hefur beztu æfingamiðstöð á Bretlands- eyjum, þar sem aðstaða til æfingaiðkana er frábær. Félagið hefur tekið marga unga og frábæra leikmenn i skóla, og sýnir mikla þolinmæði við að finna réttar stöður fyrir þá leik- 4 menn sina, sem for- ráðamennirnir sjá, að mikið efni er i. Undanfarin ár hefur Burnley selt leikmenn fyrir sem svarar einni og hálfri milljón enskra punda, allt leikmenn, sem félagið hefur fengið gefins frá öðrum félögum, eða alið upp sjálft. Orsökin fyrir þessum miklu sölum hjá félaginu er minnkandi áhorfendafjöldi. Borgin er litil, og þótt liðiö leiki skemmtilegustu knattspyrnuna á öllu Englandi, þá er meðaltal áhorfenda ekki nema eitthvað um 18 þúsund á leik. Burnley hefur verið þekkt fyrir að draga fram i svipsljósið unga og efnilega leikmenn og láta þá blómstra. Þessir leikmenn staldra sjaldnast lengi við, vegna fjárhagsörðugleika félagsins. Það er oft sagt um Burnley, að annan daginn geti félagið selt sinn bezta leikmann, en hinn dag- inn sé það komið með annan leikmann, sem gefi hinum ekkert eftir. Þetta kom glöggt i ljós, þegar Martin nobson var seldur til Everton. Þá var bakvörðurinn Peter Noble, sem skorar nú mikið af mörkum fyrir Burnley, settur sem miðvallarspilari i stöðuna, sem Oobson skildi eftir, og ungur og efnilegur unglingur, Ian Brennan.tók við skyrtu nr. 3, og hefur þessi breyting gert það að verkum, að Burnley-liðið er nú á toppnum. Burnley-liðið hefur breytzt mjög mikið-upp á siðkastið. Mörg keppnistimabil hafa eingöngu verið þar með leikmenn, sem Burnley hefur alið upp og þjálfað. En nú virðist liðið vera skipað leikmönnum, sem hafa komið frá öðrum deildarliðum og Burnley hefur annað hvort fengið gefins eða fyrir litið verð. Sagan um Oobson er liður I hjólinu hjá Burnley, og hann er aðeins siðasti leikmaðurinn af mörgum, sem hafa verið seldir frá Burnley. Fjárfestingar Burn- ley eru nú orðnar ærið margar, og margir leikmenn, sem eru þekkt- ir i ensku knattspyrnunni, hafa tekið þátt i f járgróðaspili féiagsins. Allir eiga þessir leik- menn eitt sameiginlegt, — þeir RALP COATES...... Burnley fékk hann gefins frá Sunderland, þar sem hann var leystur undan atvinnumennsku. OAVE THOMAS.... kom til Burnley beint úr skóla. Hann er yngsti leikmaður sem hefur leikið með aðalliði félagsins — aðeins 16 ára (og 7 mánaða).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.