Tíminn - 09.03.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 09.03.1975, Blaðsíða 9
Sunnudagur 9. marz 1975 TÍMINN 9 ýrin okkar heímilisdyrin okkar heimilisdýrin okkar heimilisdýrin okkar Þctta búr er búið til úr gleri einu saman, limt saman á hliðunum. Undir þvi er frauðplastplata, sem kemur i veg fyrir misþrýsting. Einnig er taiið gott að hafa frauðplast undir fiskabúrum, til þess að draga úr titringi t.d. ef um jarðskjáltta er að ræða. Oft verða jarðskjálftar er fólk greinir ekki en þeir geta komið fram á fiskabúrunum. Titringur getur orðið þess valdandi að búrið liðist i sundur, en sé frauðplast eða einangrunarplast undir þvf, á það ekki að geta átt sér stað. Glerfiskabúr eru að því leyti skemmtilegri en önnur, að hliðarlistar skemma ekki útsýnið. Hvergi er skyggt á það, sem í búrinu er. hugsar fólk sér ekki fiska með fullt af lifandi ungum i kringum sig, heldur að þeir hrygni. Fiskar, sem eiga lifandi unga, eru t.d. Black Molly, Platty guppy og svokallaðir sverðdrag- arar. Þetta eru allt fallegir og skemmtilegir fiskar, en sumir hverjir ekki þeir auðveldustu i meðferð. Td. eru Black Molly- fiskarnir fremur viðkvæmir. Svo verður að gæta þess, að fiskarnir éti ekki afkvæmi sin, og það krefst þess að fólk hafi sérstakt búr fyrir ungana, eftir að þeir fæðast og þangað til þeir eru orðnir nógu stórir til þess að vera meö öðrum fiskum. Það gilda ýmsar reglur um fjölda fiska i fiskabúrum. Sumir segja jafnvel að hægt sé að hafa einn fisk á hvern litra i búrinu, en þá verður lika allt að vera eftir settum reglum, og ekkert má út af bera með hreinsun búrsins og loftið og hitann. Þegar talað er um fiskafjöld- ann i búrinu, er heldur ekki sama, hvort talað er um fiska, sem eru nokkrir sentimetrar á lengd, hver fyrir sig, eða aðra fiska, sem eru mjög litlir. Spyrjið þvf kaupmann inn, þegar þið kaupið fiskana, hversu stórir þeir geta orðið, und- ir venjulegum kringumstæðum, og framar öllu öðru, hvort þeir fiskar, sem þið eruð að kaupa, geti lifað i sátt og samlyndi við þá, sem fyrir eru. Það er um að gera að spyrja og leita ráða, þvi annars er voðinn vis, á meðan fólk hefur ekki aflað sér nægilegr- ar þekkingar sjálft. Hjálpartæki og lyf Hér að framan hefur verið drepið á helztu hjálpartæki, sem hafa verður i hverju fiskabúri, svo sem hitara, hreinsara og dælu. Þar að auki verður fólk svo að hafa háf, til þess að geta háfað fiskana upp úr búrinu, dauða eða lifandi, ef einhverjar breytingar eiga sér stað. Það verður auk þess að vera hægt að hreinsa rúð- urnar i búrinu, og það er gott að gera með sérstökum sköfum, sem til þess eru ætlaðar. Sogpipur og ryksugur, sem tengdar eru við loftdæluna, er hægt að kaupa sér til þess að soga rusl upp af botni búrsins. Ef fólk er með fiska, sem fæða lifandi unga, getur verið nauð- synlegt að eiga „fæðingardeild” handa þeim. Það eru plastkassar, sem fljóta ofan á búrinu sjálfu. t kassanum er rist, og niður um hana fellur unginn, eftir að hann er kominn i þennan heim, svo að móðir hans nær ekki að éta hann. Eftir að ungarnir eru allir fæddir, er hægt að fjarlægja móðurina og láta þá svo vera i fæðingardeild- inni eina sér. Einnig er hægt að kaupa sérstök ungabúr, sem hengd eru innan á aðalbúrið. Vatn streymir i gegnum veggi búrsins, sem er úr nælonneti, og þarna fá ungarnir gott næði i uppvextin- um. Hitamæli verður að hafa i búr- inu til þess að alltaf sé hægt að fvlgjast með hitastigi vatnsins. Þetta er ryksuga, sem tengd er við loftdæluna og sýgur óhreinind- in upp af botni búrsins. Mjög handhægt og þægilegt tæki. Fiskarnir eru fluttir heim frá fiskasalanum i plastpoka. Stingið pokanum niður i vatnið á búrinu, og látið hitastigið vera jafnt i pok- anum og það er I búrinu. Bætið siðan smátt og sinátt vatni úr búrinu i vatnið i pokanum, til þess að venja fiskana við umskiptin. Vciðið þá siðan i háfinn og setjið þá út i búrið. Hitarinn gæti bilað, og þá er voð- inn vis, ef fólk tekur ekki eftir þvi i tæka tið. Margs konar lyf eru fáanleg við hinum ýmsu sjúkdómum, eins og áður hefur verið nefnt. Þau er rétt að nota ekki nema eftir leiðsögn þeirra, sem þau selja. Vitamin má einnig fá, og gildir sama regla um þau og annað. Aflið ykkur ^ráðlegginga, áður en þið byrjið að nota þessa hluti. Plönturnar i búrinu þurfa lika á hressingu að halda, ekki siður en fiskarnir, og sitthvað má kaupa til þess að auka velliðan þeirra. Hve mikill timi fer i um- önnun fiskanna? Það er ómögulegt að hafa fiska, það þarf alltaf eitthvað að vera að fást við þá, segja sumir. Segja má, að þetta sébæði rétt og rangt. Reyndar fer ekki mikill timi i að gera það nauðsynlegasta fyrir fiskana á hverjum degi, varla meira en fimm minútur. Það þarf að gefa þeim, athuga hvort allt sé i lagi, og veiða dauða fiska upp úr, svo og snigla, ef fólk er með þá I búrunum og þeim fer að fjölga um of. En ef við reiknum nú ekki með miklum fiskadauða, ætti þetta ekki að taka langan tima. Hins vegar getur farið töluverður timi i að horfa á fiskana, velta fyrir sér, hvort einhverju þurfi að breyta, og hvernig eigi að láta þeim liða sem bezt, en þetta er þó einungis til skemmtunar og getur aldrei flokkazt undir vinnu við fiskabúrið sjálft. Um það bil einu sinni i viku verður svo að hreinsa ullina i hreinsurunum, eða skipta um hana. Það á að vera hægt að nota ullina aftur, ef hún er þvegin, en .einungis má þvo hana úr köldu vatni, þvi annars eyðilegst hún. Mánaðarlega þarf einnig að hreinsa botninn, ef eitthvað hefur sezt á hann, og hagræða plöntun- um, ef nauðsyn krefur, og hreinsa glerin. Ef mikið hefur gufað upp af vatni, má bæta ofurlitlu i búrið til viðbótar. Þetta er i rauninni sú vinna, sem leggja þarf i fiskræktina. Ef vel á að vera og þegar fram liða stundir, fer fólk svo að eyða mun meiri tima i ræktina. Það fer að kaupa sér bækur um fiska, og fer að reyna að gera tilraunir með að fá fiskana til að hrygna. Þetta getur tekið tima, en þá er þetta ekki vinna, heldur fristundagam- an, og hver myndi kalla skiða- ferðir eða skák vinnu? Það gera að minnsta kosti ekki aðrir en þeir, sem hafa atvinnu sina af sliku. FB Margir hafa gaman af að búa til ýmislegt sjálfir, þar á mcðal sitt eigið fiskabúr. Það.á aö vera tiltölulcga auðvelt, og þá er meira að scgja hægt að hafa þaö úr eintómu gieri, án allra ramma. Búrið er þá limt saman á hliðum með siliconlimi, sein ætti að vera tiltölulega áúðvelt að fá, m.a. hjá þeim, sem selja fiskabúr og annaö þvi um líkt. Annað, sem til þarf, er aceton, sterkt lim- band, eldspýtur og rakvélarblað, og svo liprir fingur. Glcrþykktin á að vera sem hér segir: Búrstærð þykkt Allt að 15 litrum S-4 inm Allt að 40 litrum 5 mm Allt að 70 litrum fi mm Allt að 100 litrum 7 mm Allt að '200 litrum 10 mm Ilreinsið glerið vandlega með acetone, og gætið þess siðan að koma ekki við kantana, eftir að búið er að hreinsa þá, þar sem það getur valdið þvi, að Hmið verki ekki. Festið eldspýtur á fram- og bakglerið, að ofan og neðan, þar sem lima á saman. Festið þær með limbandi, eins og gert er á myndinni. Stilliö fjórum hliðunum saman, þannig að botninn snúi upp. Eld- spýturnar ákveða þykktina, sem verður á liminu milli glerplatn- anna. Festið búrið saman með limbandinu. Hér er verið að festa siöasta glerið. Takið eftir þvi, að fram- og afturgleriö liggur út yfir enda- glerin. Þrýstið limi inn við hverja eldspýtu. Látið það þorna vel, athugið, liversu lengi það þarf að biða, — það ætti að standa i leiðarvisi um limið. Verið ekki undrandi, þótt mikil teygja sé i liminu. Takið síöan limbandið og eld- spýturnar og gætið þess vel að ekki komist fita á glerið af fingrum ykkar. Sprautið limi inn I allar raufarnar. Haldið túbunni eins og sýnt er á myndinni. Gætið þess vel, að nóg komi af líminu, þvi það er hægt að fjariægja það, sem uinfram er, siðar. Þegar limið I hliðarraufunum er orðið þurrt, er eldspýta lögð á ská yfir hvert horn. Nú á að líma botninn i búrið. Botninn er lagður ofan á eldspýturnar. Það er ekki nauðsynlegt aðsetja limklatta við eldspýturnar, eins og gert var i sambandi við hliðarnar. Liminu er þrýst úr túbunni, frá eldspýtu til eldspýtu. Látið limið þorna vel, og takið siðan eld- spýturnar úr hornununi og fylliö þau. Að siöustu er allt óþarfa Hm fjarlægt nieð rakvélarblaði. A þessari mynd má vel sjá, hversu teygjanlegt limið er, og það heldur áfram að vera þannig, hversu gamalt sem búrið verður. Sé búrið ekki fullkomlega þétt, er hægt að þétta það ineð þunnu Hm- lagi, sem borið er innan i búrið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.