Tíminn - 09.03.1975, Blaðsíða 23

Tíminn - 09.03.1975, Blaðsíða 23
Sunnudagur 9. marz 1975 TÍMINN 23 Fyrstir á morgnnna HESMSLIS- rafstöðvar Garðastræti 6 Símar 1-54-01 & 1-63-41 Höfum til sölu eftirtaldar notaðar vinnuvélar: INTERNATIONAL TD8B Jarðýtu, árgerð 1972 INTERNATIONAL TD9B Jarðýtu, árgerð 1971 INTERNATIONAL TD15B Jarðýtu, árgerð 1966 INTERNATIONAL BTD20 Jarðýtu, árgerð 1971 INTERNATIONAL 3434 Traktorsgröfu, árgerð 1971 MASSEY-FERGUSON MF-50 Traktors- gröfu, árgerð 1972. Leitið upplýsinga hjá sölumanni. ^ SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA $ Véladeild ÁRMÚLA 3 REYKJAVÍK, SÍMI 38900 Guðmundur Hinriksson opnar sýningu Guðmundur Hinriksson hefur opnað sýningu á teikningum og málverk- um að Kiausturhólum við Lækjargötu i Reykjavik. Sýningin verður op- in til 17. marz. Virka daga verður hún opin á venjulegum verzlunar- tima, laugardaga frá kl. 9-12 og 14-18, og sunnudaga kl. 14-18. Aðgangur er ókeypis. — AIls sýnir Guðmundur 29 verk að þessu sinni, en þetta er önnur einkasýning hans. Hann sýndi áður i Hamragörðum árið 1973, og seldist þá þriðjungur myndanna. — Guðmundur Hinriksson stundaði nám i Frakklandi á árunum 1965-’70. Hér heidur Guðmundur á einni myndanna, sem hann sýnir að Klausturhólum. Þetta er blýantsteikn- ing, sem listamaðurinn nefnir Lifmögn. Timamynd Gunnar Leiðsögumanna- nómskeið 1975 verður haldið frá 13. marz til 2. júni n.k. GÖÐIR GREIÐSLU- SKILMÁLAR ^DélaMilani VERÐUR POLYFONKORINN VIÐ PÁSKATÓNLEIKANA? — neitað um opinbera fyrirgreiðslu Höfum til afgreiðslu strax úr vörugeymslu 6 kw eins og þriggja fasa rafstöðvar 12,5 kw og 72 kw sjálfvirkar rafstöðvar væntanlegar með vorinu FÓLÝFÓNKÓRINN hefur unnið ötullega frá þvi i haust að undir- búningi flutnings eins hins til- komumesta og dáðasta tónverks, sem til cr — óratórlunni MESStAS” eftir Handel. Rösk- lega 150 manns syngja kóra verksins, 35 manna hljómsveit leikur, og 3 einsöngvarar koma frá Bretlandi, listamenn, sem hlotið hafa há verðlaun og mikla viðurkenningu þar og annars staðar, Ráðgert var að flytja verkið á bænadögunum 27. og 28. marz, en nú er hæpið, að af þvi geti orðið sökum mikils tilkostn- aðar, og hvergi virðast undirtekt- ir uin fjárframlög kórnum til styrktar. Beinn útlagður kostnaður við hljómleikahaldið og undirbúning þess er áætlaður um 2,8 milljónir króna. Helztu útgjaldaliðirnir eru laun hljóðfæraleikara og ein- söngvara, fargjöld og dvalar- kostnaður þeirra, sem koma er- lendis frá, húsaleiga, nótnakaup, prentun og auglýsingar. Há- markstekjur kórsins af tónleikun- um eru áætlaðar 1,4 milljónir króna. Kórfélagar og söngstjóri leggja fram vinnu sina endur- gjaldslaust, en ef vinna kórfélaga við æfingar væru reiknuð, næmi sá útgjaldaliður a.m.k. 7 milljón- um króna. Söngstjórinn, Ingólfur Guðbrandsson, stofnaði Pólýfón- kórinn og hefur stjórnað honum i 17 ár endurgjaldslaust. Hvers eiga Bach og Hándel að gjalda? Kirkjuleg tónlist er að nokkru styrkt af almannafé, söngfólk i kirkjukórum og organistar fá litilsháttar þóknun, og hljóðfæri i kirkjum eru undanþegin tollum. Sjálfsagt þyrfti að hlúa betur ao þeirri starfsemi. En æðsta og feg- ursta kirkjutónlist, sem ekki er á færi nema beztu flytjenda að koma til skila, nýtur engrar fyrir- greiðslu af hálfu hins opinbera. Að sögn Ingólfs Guðbrandssonar verðurstarf áhugakóra á borð við Pólýfónkórinn ekki til hér eftir nokkur ár með þessu áframhaldi. En hann telur það njóta minni skilnings og fyrirgreiðslu hér á landi heldur en t.d. leiklist fyrir 30—40 árum. Pólýfónkórinn er stofnun, sem fullyrða má að væri i hávegum höfð i milljónaborgum erlendis, en starfsemi hans hefur verið sýnt mikið tómlæti af yfirvöldum hér. Nýjasta dæmið þar um er synjun fjármálaráðuneytis á tollaeftirgjöf af orgeli, sem kór- inn keypti til þess að geta flutt stórverk Bachs og Hándels með réttri hljóðfæraskipan. Pólýfónkórinn hefur rekið söngskóla i mörg ár án nokkurs opinbers styrks, auk þess sem þátttakan i starfi kórsins hefur reynzt mörgum góður skóli. Margt af bezta söngfólki landsins tekur þátt i flutningi Messiasar, þ.á.m. margir tónlistarkennarar. Hin nýja stétt tónlistarkennara er að verulegu leyti sprottin upp úr starfsemi Pólýfónkórsins, þar sem söngnám þeirra hófst. Marg- ir telja, að áhrifa frá Pólýfón- kórnum gæti nú viða orðið i söng- starfsemi þjóðarinnar, og tón- leikar kórsins vekja jafnan mikla athygli og hafa hlotið mikið lof al- mennings og gagnrýnenda, ekki Harley-Davidson-snjósleðar VIÐ BJÓDUAA AÐEINS NÝJUSTU ÁRGERÐ, 1975 • HARLEY-DAVIDSON býður 2 vélastærðir, þá minni sem er 34 hestöfl og stærri sem er 37 hestöfl • HARLEY-DAVIDSON er með hljóðdeyfi og þessvegna e.t.v. hljóðlátari en nokkur annar. • HARLEY-DAVIDSON er byggður úr áli og þessvegna sterkari og léttari hann er 178 kg. • HARLEY-DAVIDSON er sérstaklega þýður, enda t.d. demparar á skíðum. Harley-Davidson. HARLEY-DAVIDSON er með: Rafstarti handstarti og neyðarstarti. Styrkis dempara. Bensintankur tekur 24 lítra. Hraða mælir bensínmælir og míluteliari. Skiði demparar og stuðarar eru krómaðir. CD raf eindakveikja—120 watt alternator. 10" diska bremsur — bremsuljós. Tvöföld aðalljós, hár og lágur geisli. 18" belti — styrkt með stáltein- um. Krókur að aftan— dráttarsleði fyrir tvo fáanlegur. GÍSLI JONSSON & CO. H.F. Klettagaröar 11 — Sundaborg — Reykjavik — Sími 86644 Söluumboð BÍLAÞJÓNUSTAN AKUREYRI Tryggvabraut 14 — Slmi 21715 AÐ HÆTTA siður erlendis en hér heima. Þrátt fyrir það er betur búið að t.d. lúðrasveitum og áhugaleikfélög- um af opinberri hálfu en Pólýfón- kórnum. 1 trausti þess, að almenningur sýni starfsemi kórsins áhuga eins og áður, og einstaklingar og fyrir- tæki leggi nokkuð af mörkum til að tryggja fjárhagslega útkomu flutningsins — verður sala að- göngumiða hafin nk. mánudag hjá Ferðaskrifstofunni ÚTSÝN og Bókaverzlun Sigfúsar Eymunds- sonar. Kennt verður á mánudögum og fimmtu- dögum kl. 20:30 i stofu nr. 201 i Árnagarði við Suðurgötu. Vigdis Finnbogadóttir hefur skipulagt námskeiðið, en auk hennar leiðbeina kunnir fyrirlesarar og leiðsögumenn. Upplýsingar og umsóknareyðublöð er að fá i afgreiðslu Ferðaskrifstofu rikisins, Reykjanesbraut 6. Simi 1-15-40. Innritun hefst 7. marz. % FERÐASKRIFSTOFA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.