Tíminn - 09.03.1975, Blaðsíða 19
Sunnudagur 9. marz 1975
TÍMINN
19
r
Útgefandi Framsóknarflokkurinn
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm). Jón Helgason. Auglýsinga-
stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur f
Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrif-
stofur f Aðaistræti 7, sfmi 26500 — afgreiðslusfmi 12323 —
augiýsingasfmi 19523.
Verð i lausasölu kr. 35.00.
Áskriftargjald kr. 600.00 á mánuði. Blaðaprent h.f.
J
Gatnagerðar-
áætlun
Fyrir nokkrum árum var varla til götuspotti i
kaupstöðum og kauptúnum i heilum landshlutum,
er gengið hafði verið endanlega frá og þakinn
varanlegu slitlagi. Iðulega voru götur á þessum
stöðum verri yfirferðar en venjulegir akvegir ut-
an þéttbýlis, og þar við bættust svo tvær plágur,
sem ekki mátti á milli sjá, hvor verri var: Aurinn
i vætutið og rykið i þurrviðrum.
Á þessu hefur orðið veruleg breyting. Að for-
göngu fjórðungssambahda og annarra lands-
hlutasamtaka var efnt til samstarfs um varan-
lega gatnagerð, og hefur þegar verið miklu áork-
að allviða, þótt miklu meira sé ógert. Kostnaðinn
hafa sveitarfélögin sjálf borið að mestu leyti, þótt
nokkur styrkur hafi verið að svonefndu þéttbýlis-
framlagi frá Vegagerð rikisins. Skiptingu þess
fjár hefur þó verið mjög áfátt, þar sem hún
byggist á höfðatölureglu, en ekki því, hve mikið
verkefni er óleyst eða þörf brýn.
Fyrir skömmu var gerð á vegum Fram-
kvæmdastofnunar rikisins skýrsla, byggð á
áætlunum sveitarfélaga og landshlutasamtaka,
um kostnað við að ljúka þessu verkefni og
hugsanlegar leiðir til fjáröflunar i þvi skyni. í
þessari skýrslu kemur fram, að kostnaður við að
koma bundnu slitlagi á götur i þéttbýli utan
byggðarlaganna við sunnan verðan Faxaflóa
muni nema hátt á sjötta milljarði króna.
Verkefnið er þvi risavaxið, og engum getur dul-
izt, að þorra sveitarfélaga, sem þarna eiga hlut
að máli, er ofviða að ljúka þessum framkvæmd-
um af eigin rammleik innan hóflegs tima. Á hinn
bóginn er þetta mikilsvert mál, og má þar skir-
skota til hollustuhátta við framleiðslu matvæla,
þæginda og þrifnaðar utan húss og innan og
menningarlegra áhrifa þess, að gera bæi og
byggðarlog sem þrifalegust. Þetta eru fram-
kvæmdir, sem ekki verður undan vikizt til lang-
frama, og frestun þýðir aðeins framlengingu á
ófremdarástandi. Þar að auki gæti það vafalaust
komið sér vel einmitt nú, ef unnt væri að hef jast
handa um framkvæmd allsherjaráætlunar um
fullkomna gatnagerð i þessum landshlutum, þar
sem viðbúið er, að samdráttur verði i sumum
greinum almenns vinnumarkaðar.
í skýrslu Framkvæmdastofnunarinnar eru
bornar fram hugmyndir um útvegun fjármagns
til gatnagerðarinnar. Landshlutasamtökin höfðu
reifað þá hugmynd, að fjórðungs framkvæmda-
fjár yrði aflað með gatnagerðargjöldum, annar
fjórðungur yrði framlag vegasjóðs og byggða-
sjóðs, og loks yrði helmingurinn fenginn að láni. 1
skýrslunni er þó dregið i efa, að byggðasjóður og
lánasjóður sveitarfélaga geti lagt fram jafnmikið
fé og til þyrfti, og er þess vegna reifuð önnur fjár-
mögnunarhugmynd, þar sem gert er ráð fyrir
miklu meiri framlögum af hálfu sveitar-
félaganna.
Skýrslan jafngildir þess vegna á engan hátt
ákvörðun. Hún er fremur umræðugrundvöllur, og
vafalaust eiga sveitarstjórnir og landshlutasam-
tök allþungan róður fyrir höndum, áður en endan-
lega ræðst, hvers er að vænta i þessu efni. _ m
Joseph C. Harsch, The Christian Science AAonitor:
Draga Bandaríkin
úr vígbúnaðinum?
Nýir þingmenn líta nýjum augum á málin
ÞRENNT er nú með öðrum
hætti en tiöast áður. Ahrif
þessara þriggja þátta renna
saman og valda þvi, að næsta
forvitnilegt er að fylgjast með
framvindunni i varnarmála-
stefnu Bandaríkjamanna á
næstunni.
I fyrsta lagieru margir nýir
menn i fulltrúadeild Banda-
rikjaþings. Þeir eru nú fleiri
en oftast áður og ófúsari til að
fallast á skoðanir hinna
reyndari starfsbræðra en
venjulegt er. Hinir nýju þing-
menn hafa þegar sannaö sjálf-
stæði sitt með þvi að steypa af
stóli mörgum nefndarfor-
mönnum, sem taldir voru
óbifanlegir.
Og nýju þingmennirnir láta
sig litlu skipta þau rök, sem
hafa um langt skeið hrokkið til
þess, að bandariski herinn
hefir haft afar sterka aðstöðu
og liðist meiri tilkostnaður en
dæmi finnast um áöur.
I ÖÐRU lagi lauk beinni og
virkri þátttöku Bandarikja-
manna I Vietnamstyrjöldinni
fyrir tveimur árum. Þing-
menn eru þvi ákaflega tregir
til þess að halda áfram
hernaðaraðstoð við fyrri
bandamenn i Suður-Vietnam,
jafnvel þó að um eftirhreytur
einar sé að ræða.
t þriðja lagi hafa samskipti
Bandarikjamanna og Sovét-
manna tekið miklum
breytingum siðan i kalda
striðinu. Vist getur Banda-
rikjamönnum stafað ógn af
Rússum að nýju einhvern
tima i framtiðinni. Eins og nú
horfir við er slik ógnun hvorki
svo augljós né auðfundin, að
þingið fáist af þeim sökum til
þess að samþykkja auknar
fjárveitingar til varnarmála.
VISSAR aöstæður hafa lengi
valdiö þvi, að bandariska
hernum hefir veriö heimilt
nálega allt, sem hugur hers-
höföingja og admirála hefir
girnzt. En þessu er nú annan
veg varið en áður, og mikil
breyting oröin þar á. Segja
mætti jafnvel, að bandariska
varnarmálaráðuneytið gæti
talizt sælt og heppið ef þingið
veitti nú eins mikið fé til
varnarmála og eölilegt og
þarft gæti talizt.
Astand mála I Bandarikjun-
um er nú einmitt meö sama
hætti og verið hefir tiðast að
loknum styrjöldum og þá
valdiðsnöggri afvopnun. Liðin
er rúmlega hálf öld siðan
fækkaö var i bandariska hern-
um niður fyrir 200 þús. manns,
en hann hafði þá skömmu áður
ráðiö úrslitum f styjröld I
Evrópu, eöa 1918. Sennilega
liðu núlifandi Bandarikja-
menn ekki jafn lítinn vigbúnað
og þeir bjuggu viö á árunum
fía 1920 til 1935, þegar
háskinn, sem frá Hitler staf-
aði, tók að ýta undir hervæð-
ingu aö nýju.
ÞESSI saga hefði efalaust
endurtekið sig aö lokinni
siðari heimsstyrjöldinni ef
Moskvumenn hefðu komið
fram af hógværö og stillingu
gagnvart Vesturveldunum.
En þeir kusu aö vera öndverð-
ir og ógnandi og þvi fór sem
fór. Kommúnistar tóku viö
stjórn i hverju rikinu af öðru I
Austur-Evrópu, þar sem rúss-
neski herinn hafði verið að
verki. Af þessu leiddi, að
áhugi á afvopnun var ekki
mikill meöal Bandarikja-
manna, enda þótt, aö endur-
vigbúnaður og efling hersins
kæmi ekki til aö ráði fyrri en
aö Norður-Kóreumenn réðust
Alexander Haig hershöfðingi formaöur herráðs
Atlantshafsbandalagsins.
inn i Suöur-Kóreu upp úr 1950.
Bandarikjamennhafa ávallt
dregiö verulega úr vfgbúnaði
og herafla að lokinni hverri
styrjöld þar til I lok Kóreu-
strfðsins. Þá var kalda stríðið
I algleymingi og eitt út af fyrir
sig næg ástæða til þess að
halda viö vlgbúnaði og vera
viö öllu búinn.
Nú stendur þannig á í fyrsta
sinni eftir lok siðari heims-
styrjaldarinnar, að engin
brýn, augljós og auðfundin
ástæða er til mikils vigbúnað-
ar. Samtimis þvi, sem
friðvænlegar horfir en oftast
áöur, ágerist atvinnuleysið i
Bandarikjunum. Margir
þingmenn munu þvi lita svo á,
að nauðþurftir atvinnuleys-
ingjanna eigi að meta meira
en hergangakaup vegna ein-
hverrar framtiðarstyrjaldar,
sem ekki sést bóla á enn.
Þegar svona stendur á ætti
bandariska varnarmálaráðu-
neytiö að fara sér sem allra
hægast og setja ekki fram aör-
ar eöa meiri kröfur en auövelt
er að rökstyðja og réttlæta.
Hið nýja þing fer áreiðan-
lega gagnrýnum augum um
allar útgjaldaáætlanir til her-
varna. Ef forustumenn
varnarmálaráðuneytisins
vilja fara hyggilega aö ættu
þeir að slá á frest öllu þvi, sem
I efa má draga.
RÉTT væri fyrir þá að byrja
á þvi, að endurskoða rökin
fyrir „þrenndinni” frægu.
„Þrenndin” er sú þrefalda
hindrun, sem Bandarikja-
menn ráða nú yfir.
Fræðilega séö eru eldflaug-
ar frá landstöðvum (Minute-
men) nægilegar til hömlunar
gegn Sovétrikjunum. Sama
má einnig segja um eldflaug-
arnar sem skotið er frá kaf-
bátum, bæði Polaris og Posei-
don. 1 þriðja lagi er svo flug-
herinn með sina sérstöku
hindrun, sem hershöföingj-
arnir vilja endurskoða og
endurbæta I sambandi við
nýju sprengjuflugvélina B-l.
BANDARIKJAMENN eru
eina þjóðin, sem ræður yfir
þremur hindrunum. Hinar
langdrægu sprengjuflugvélar
Sovétmanna eru úreltar
orðnar i samanburði við búnað
Bandarikjamanna.
Girnileiki þrenndarinnar
svonefndu er fyrst og fremst I
þvifólginn.aömeð henni ræö-
ur hver deild hersins yfir sinni
sérstöku hindrun. En ef til vill
er ekki fjarstætt að lita svo á
að þessi aöferð til þess að
halda friöi og koma I veg fyrir
afbrýðisemi milli flughers,
landhers og flota sé munaður
einn, þegar atvinnuleysi er
annars vegar og eykst hröðum
skrefum. Þar sýnist að
minnsta kosti engin fjarstæða
að spara þegar að þrengir á
annað borð.