Tíminn - 09.03.1975, Blaðsíða 31
Sunnudagur. 9. marz 1975
TÍMINN
31
Veglegt rit:
Húnaþing
M.Ó.-Sveinsstö6u — Ct er komiO
ritiö Hiinaþing. 1 þaö eru skráöar
heimiidir um atvinnuhætti og lif
fólksins i Húnaþingi. Þar er fróö-
leg, hnitmiöuö héraöslýsing og
sérstæöir þættir um sjósókn og
verbúöaiif áöur fyrr. Rakin er
saga ýmissa félagasamtaka,
skólanna og kirknanna. Einnig er
I bókinni lýsing verzlunarhátta
iiöins tima og saga kauptúnanna
þriggja, Hvammstanga, Blöndu-
óss og Skagastrandar.
Fjöldi gamalla mynda, sem
margar hafa aldrei áður birzt,
prýöa bókina, auk fjölda nýrra
mynda, en þær hefur Stefán Pet-
ersen ljósmyndari á Sauðárkróki,
tekið. Kápu ritsins teiknaði Hall-
dór Pétursson listmálari, en ljós-
myndir á kápusíðu tók Unnar
Agnarsson á Blönduósi.
Ctkoma ritsins á sér langan aö-
draganda, þvl að á aðalfundi
Kaupfélags Húnvetninga árið
1966 flutti þáverandi formaður
kaupfélagsins, Guðmundur
Jónasson I Asi, tillögu um að gefin
yröi út byggðalýsing, ásamt
myndum af sem flestum Ibúum
héraðsins.
Slðan tóku kaupfélögin I Vestur-
og Austur-Húnavatnssýslu hönd-
um saman, ásamt sögufélaginu
Húnvetningi, um útgáfu ritsins.
Ritstjórn önnuöust Stefán Jóns-
son á Kagaðarhóli og Sigurður J.
Llndal á Lækjamóti, en yfir tutt-
ugu höfundar eru að efni bókar-
innar.
Bókin, sem er 564 slður að
stærð, er prentuð á vandaðan
pappir hjá prentverki Odds
Björnssonar á Akureyri. 1 slðara
bindi bókarinnar, sem væntanlegt
er slðar á þessu ári, veröa frá-
sagnir og myndir af öllum býlum
I Húnaþingi og ábúendum þeirra.
Einnig munu birtast félagsmála-
saga búnaðarsamtakanna I hér-
aðinu.
Bókin er seld i kaupfélögunum
á Hvammstanga og á Blönduósi,
— og milli kl. 20 og 22 á miðviku-
dags-, fimmtudags- og föstudags-
kvöld I þessari viku, verður bókin
afgreidd á skrifstofu Húnvetn-
ingafélagsins I Reykjavik, Lauf-
ásvegi 25.
Einnig geta þeir, sem þess
óska, fengið hana senda I póst-
kröfu frá Sigurði J. Lindal,
Lækjamóti I Viðidal.
Táminn er
peningar
Séra Emil Björnsson I prédikunarstól viö Kirkjuvlgsluna 1959. A myndinni er m.a. hr. Asgeir Asgeirs-
son fyrrv. forseti og forsetafrú Dóra Þórhallsdóttir.
læknir, frú Björg ólafsdóttir, frú
Rannveig Einarsdóttir, sem átt
hefur sæti í stjórninni frá upphafi,
Bogi Sigurðsson kennari, frú Jó-
hanna Egilsdóttir, Jón I. Bjarna-
son ritstjóri, ómar Ragnarsson
fréttamaður og Tómas Sigurþórs-
son verkamaður.
Innan safnaðarins eru starfandi
kvenfélag og bræðrafélag.
Formaður bræðrafélagsins er
Sigurður Hafliðason, en formaður
Prestur óháöa safnaöarins frá þvl hann var stofnaöur hefur veriö séra
Emii Björnsson og kona hans frú Alfheiöur Guömundsdóttir hefur veriö
formaöur Kvenfélags safnaöarins frá upphafi. Kvenfélagskonurnar
eru mesti máttarstólpi safnaöarins og jafnan I fararbroddi þegar
meiriháttar framkvæmdir erú á döfinni.
OHAÐI
SÖFNUÐURINN
25 ÁRA
UM ÞESSAR mundir á Óháði
söfnuöurinn i Reykjavlk 25 ára
starfsafmæli. Hann tók til starfa
veöurinn 1950 og var fyrsta guös-
þjónustan haldin i Stjörnubló 12.
marz þaö ár. Svo fjölsóttar voru
þær guðsþjónustur, aö enn er I
minnum haft. Um tima fóru guös-
þjónusturnar fram I Aöventista-
kirkjunni, eöa þar til haustið 1957
aö félagsheimiliö Kirkjubær, sem
er áfast viö kirkjuna, var vigt, en
þar var messað unz sjálf kirkjan
var vlgö á sumardaginn fyrsta
1959.
Mun óháði söfnuðurinn vera
meðal fyrstu kirkjusafnaða
hérlendis sem byggja á þann veg
að tengja saman kirkju og félags-
heimili sem eina heild.
Nú kannast allir við hina
snyrtilegu kirkjubyggingu á horni
Háteigsvegar og Stakkahliðar, en
á slöastliðnu þjóðhátiðarári var
hún valin ein af 11 fallegustu
byggingum I höfuðborginni.
Einn helzti hvatamaður að
stofnun safnaðarins var Andrés
heitinn Andrésson klæð-
skerameistari og var hann
formaður safnaðarins fyrstu 17
árin.
Formaður óháða safnaðarins
slðastliðin átta ár hefur verið
Sigurður Magnússon fram-
kvæmdastjóri, en auk hans skipa
stjórnina: Guömundur Þórðarson
kvenfélagsins frú Alfheiður Guð-
mundsdóttir.
Næstkomandi sunnudag 9.
marz verður hátíðarguðsþjónusta
I safnaðarkirkjunni kl. 14.00. Séra
Emil Björnsson safnaðarprestur
prédikar, kirkjukórinn undir
stjórn Jóns ísleifssonar flytur
Litaníuna úr hátfðarsöngvum
séra Bjarna Þorsteinssonar, frú
Sólveig Björling syngur
einsöng og Gústaf Jóhannesson
leikur einleik á orgel. Að lokinni
messu verður afhjúpað og afhent
listaverk eftir frú Sigrúnu Jóns-
dóttur, sem kvenfélag
safnaðarins gefur á þessum
tímamótum. Væntir
safnaðarstjórn þess að sem alira
flestir komi til kirkju og taki
sameiginlega þátt I þessari
hátíöarstund.
A miðvikudagskvöldið 12. marz
minnist söfnuðurinn 25 ára
afmælisins með kvöldskemmtun I
félagsheknili Fóstbræðra við
Langholtsveg. Séra Emil
Björnsson mun þar minnast
liðinna ára, Svala Nielsen
óperusöngkona syngur einsöng
við undirleik Karls Billich, Ómar
Ragnarsson flytur gamanþátt en
auk þess verður almennur söngur
undir stjórn Jóns Isleifssonar.
Konur I kvenfélagi safnaðarins
annast iim veizluföng.
Kvöldskemmtunin hefst kl. 20.30
og er allt safnaðarfólk og gestir
þeirra velkomið meðan húsrúm
leyfir.
=pAlmennur launþegafundur
BSRB um KJARASKERÐINGUNA veröur
í HÁSKÓLABÍÓI, mánudag 10. mars kl. 5.15 e.h.
Frummælendur (stuttar ræður):
Kristján Thorlacius, form. B.S.R.B.
Ingibjörg Helgadóttir, form. Hjúkrunarfél. ísl.
Einar Ólafsson, form. Starfsm.fél. ríkisstofnana
Ingi Kristinsson, form. Samb. ísl. barnakennara
Þórhallur Halldórsson,
form. Starfsm.fél. Reykjavíkurborgar
Haraldur Steinþórsson, framkv. stj. B.S.R.B.
Fundarstjóri:
Ágúst Geirsson, form. Fél. ísl. símamanna
Fjölmennið og sýnið
þannig samstöðu um
málstað launafólks
Bandalag starfsmanna
ríkis og bæja